Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 44

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 félk f fréttum Morgunblaðið/KGA KONUNGSHEIMSÓKN: N oregskonungnr heilsar upp á Norðmenn búsetta á íslandi Ólafur Noregskonungur V. sem nú er í opinberri heimsókn hér á landi, hafði síðdegis á mánudag- inn boð á Hótel Sögu fyrir Norðmenn búsetta hér á landi. Fjöldi gesta kom og heilsaði upp á þjóð- höfðingja sinn, og tók ljósmyndari Morgunblaðsins þessa mynd við það tækifæri. ÍTALÍA: Konan með röntgenaugun Hún getur varla lesið dagblað, en furðu lostnir sérfræðingar segja að hún geti lesið í líkama manna betur en opna bók, hún sjúk- dómsgreinir fyrir lækna til að nefna nýmasteina og krabbameinsæxli með ótrúlegri nákvæmni. Reyndar hefur Pasqualina Pez- zola, en það heitir hún, hjálpað skurðlæknum við aðgerðir og sagt þeim hvar best sé að gera skurð. „Hún hefur alltaf rétt fyrir sér, verð ég að viðurkenna" segir Dr. Edoardo Landi prófessor í skurð- lækningum við háskólann í Ancona. „Eg bað hana nýlega að vera við- stödd uppskurð og hún var fær um að segja mér nákvæmlega hvar ætti að skera til þess að taka æxli sem hún hafði sjálf sjúkdóms- greint.“ Og hann heldur áfram: „Þegar ég kom fyrst til Ancona fyrir 15 árum, var ég mjög tor- trygginn á sjúkdómsgreiningar hennar. En ég varð að láta í minni pokann þegar hún sjúkdómsgreindi án fyrirhafnar bólgur, nýmasteina og margt fleira sem sérfræðingar fundu ekki. Hún getur einnig reikn- að út tölu rauðra blóðkoma í sjúkl- ingi nákvæmnlega áður en tekið er úr honum blóð.“ Þrátt fyrir hæfileika sinn býr Pasqualina við bágan efnahag. Hún fær lítið greitt fyrir sjúkdómsgrein- ingar sínar, vill ekki þiggja fé fyr- ir. „Ég veit ekki hvemig ég fer að þessu, þetta er að ég held guðdóm- leg djöf. Þegar einhver kemur til mín vil ég ekki heyra lýsingu þeirra á veikindunum. Eg fer í trans og eftir að ég fæ meðvitund segi ég þeim einfaldlega það sem ég sá í Pasqualina Pezzola býr yfir undraverðri hæfni, hún „sér“ sjúkdóma. þeim, innvortis. Ég sé líffærin, hjarta, lungu, og lifur, inn í þau, og alla liti líka. Það er mjög auð- velt fyrir mig að sjá hvað er ekki eins og það á að vera.“ Flestir þeir sem koma til hennar em þeir sem ekki hafa fengið bót meina sinna hjá læknum, og ekki hefur tekist að sjúkdómsgreina. í meira en 50 ár hefur hún séð allt að 50 sjúklinga á dag. En nú er hún orðin 80 ára að aldri og vill aðeins sjá 10 sjúklinga daglega með þessum augum. Mestum tíma vill hún nú eyða í bama- og bama- bamabömin. Sonja Ósk Matos og Agnes Hrönn Gunnarsdóttir eru hér að hjálpa til við að skreyta gluggatjöld sem hengja á upp i húsinu. SKÓLADAGHEIMILI: Nýtt einkarekið skóladagheimili opnað Einkarekið skóladagheimili, að Marargötu 6 Reykjavík, hóf reksturþann 1. september. Sigríður Sigurðardóttir og Ragnar Ragnars- 'son keyptu húsið til helminga á móti Reykjavíkurborg. Þijátíu og tvö böm komast að en Reykjavíkur- borg eru seld 22 pláss af þeim, og styrkir hún ekki reksturinn. Fimm stöðugildi em á heimilinu og starf- andi em einungis fagmenntað fólk. Boðið er upp á fímm og átta tíma vistun og fullt fæði, og er þetta því ný tilraun þar sem blandað er sam- an leikskola- og dagheimilisformi. Bömin em á aldrinum sex til tíu ára og er ekki deildaskipt eftir aldri. Að sögn Sigríðar Sigurðar- dóttur verður stefnt að því að fam- ar verði bæði stuttar og Iengri ferð- ir, bömum hjálpað við heimanám í samvinnu við foreldra, og þeim fylgt í og úr skóla f byijun skólaárs. „Þetta hefur gengið mjög vel og foreldrar verið mjög jákvæðir, sent okkur ýmislegt sem nota má innan- húss. Það eina sem við höfum keypt ennþá er eldavél" setrir Sieríður oe1 Svanhvít Ásta Smith hugsi á svip, eina telpan þennan daginn sem glímdi við lífsins gátur. hlær. Enda kennir ýmissa grasa í húsinu. En böm kippa sér ekki upp við það þó vanti stílinn. Þau vom upptekin við leiki og störf og litu ekki upp frá spennandi verkefnum þegar blaðamaður kom þar inn einn daginn. Starfsmaður er hér með gátubók og ein spurningin var: „Fyrir hvetj- um þurfa allir að taka ofan, líka forsetar og konungar?" „Konum auðvitað" heyrðist í einum herramanninum. „Ó nei, hárskeranum" sagði sá elsti í sófahorninu og kímdi. Á myndinni eru Valur Kristjáns- son, Gunnar Sigmundsson, fóstri, Esra Már, Gunnar Birnir Jónsson, Hugi Halldórsson, og Ólafur Þór Karlsson að reyna við sig í gáfu- mannaleik. Hildur Einarsdóttir leikur sér með tröllaleir, og er óvitað hvað sköp- unarverkið heitir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.