Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Get tryggt meiri- hluta í báðum deildum - segir Stefán Valgeirsson „ÉG HRINGDI í Haildór Ásgrímsson og sagði, að ef það tækist sam- komulag á milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, værum við tilbúnir í viðræður og myndi ég sjá tU þess að það yrði meirihluti í báðum deildum,“ sagði Stefán Valgeirsson, eini þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju aðspurður um afstöðu hans tU hugsanlegrar vinstri stjórnar. Hvernig væri hægt að tryggja það? „Það kemur ekki upp á borð. Kannski kemur það aldrei upp á borð ef ekki næst samkomulag." „Ég get ekkert sagt um það enn hvort ég myndi styðja þessa vænt- anlegu ríkisstjórn, ég þyrfti að fá mitt fólk hingað suður til skrafs og ráðagerða áður en ákvörðun um slíkt væri tekin. Ég hef hins vegar sagt að ég myndi gera það sem ég gæti til að koma í veg fyrir að það kæmi viðreisnarstjóm í þessu iandi." Stefán sagðist ekki hafa verið boðaður á viðræðufund um stjómarmyndun, enda myndi hann ekki mæta einn á slíkan fund, held- ur með samherjum sínum í Samtök- um um jafnrétti og félagshyggju. Endurgreiðsla á söluskatti til er- lendra ferðamanna: Gæti numið 30 til 50 milljónum á ári FRÁ og með 1. október næstkomandi fá erlendir ferðamenn endur- greiddan söluskatt af vamingi sem þeir festa kaup á hérlendis. Samkvæmt reglum Qármálaráðuneytisins verður kaupandi vömnnar að hafa hana á brott með sér úr landi innan mánaðar frá því kaup em gerð, og kaupverð vömnnar verður að nema að minnsta kosti 3.000 krónum. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli annnast endurgreiðsl- ur á söluskattinum, en endurgreiðslan nemur 60—75% greidds sölu- skatts eftir því hvert kaupverð vörunnar er. Einungis verður heimilt að end- urgreiða söluskatt til ferðamanna sem eru með erlent ríkisfang og eru búsettir utan íslands, en útlending- ar með fasta búsetu hér á landi eiga ekki rétt á endurgreiðslum. Sérstakar endurgreiðsluávísanir þarf að útfylla í verslunum þar sem kaup eru gerð, en á þeim kemur meðal annars fram nafn seljanda, vörutegund og magn, verð vörunnar með söluskatti, Ijárhæðin sem ósk- ast endurgreidd og nafn, heimilis- fang og vegabréfsnúmer kaupanda. Búa skal um vöruna í lokuðum og innsigluðum umbúðum. Við brottför úr landi um Kefla- víkurflugvöll framvísar kaupandi vamingi og endurgreiðsluávísun í Frfhöfninni, sem endurgreiðir sölu- skattinn í íslenskum peningum. Við brottför annars staðar frá landinu veitir tollgæslan staðfestingu með áritun sinni á ávísunina, og þarf kaupandi vörunnar að senda hana til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli innan þriggja mánaða frá stað- festingu tollyfirvalda. Fríhöfnin sendir síðan kaupanda vörunnar endurgreiðsluna í erlendum gjald- eyri. Lokað vegna ógreiddra raf- orkureikninga Rafinagnsveitur rikisins á Austurlandi hafa sent mörgum fiskvinnslufyrirtækjum eystra bréf þess efiiis að verði raforku- reikningar ekki greiddir muni verða lokað fyrir rafinagn til þeirra á næstu dögum. Þegar hefur verið lokað fyrir rafmagn til loðnubræðslu Tanga á Vopnafirði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vofír hið sama yfír að minnsta kosti 30 öðrum físk- vinnslufyrirtækjum á Austurlandi. Raforkuskuldir fískvinnslufyrir- tækja á Austurlandi skipta milljón- um króna og þar sem bankar hafa nú takmarkað fyrirgreiðslu til þeirra sjá Rafmagnsveitumar sér ekki annað fært en að beita þessu ráði. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins er giskað á að erlendir ferðamenn kaupi hér á landi vaming, sem söluskattur verð- ur endurgreiddur af, fyrir að meðal- tali 2.000—2.500 krónur hver, og samkvæmt því gæti endurgreiddur söluskattur til erlendra ferðamanna orðið á bilinu 30—50 milljónir króna á ári. Aðstandendur útgáfúnnar á upptökum með söng Maríu Markan. Fremst á myndinni er listakonan sjálf sem nú er á 83. aldursári. F.v. eru Þorsteinn Hannesson, Markús Örn Ant- onsson, Ólafur Haraldsson og Trausti Jónsson. Morgunblaðið/Sverrir Ríkisútvarpið og Taktur hf.: Gefa út úrval af upptökum með söng Maríu Markan Ríkisútvarpið og hljómplötu- útgáfan Taktur hf. munu á næstunni gefa út myndarlegt úrval af upptökum sem varð- veist hafa með söng Maríu Markan óperusöngkonu. Um þijár hæggengar plötur verður að ræða, sex hliðar, alls um 50 lög og spanna upptökur þessar liðlega 40 ár. Plöturnar verða í kassa og fylgir þeim mynd- skreyttur 12 síðna bæklingur þar sem gerð er grein fyrir ævi og starfi söngkonunnar og saga upptakanna rakin. Markús Om Antonsson útvarps- stjóri sagði á kynningarfundi sem eftit var til af þessu tilefni að þessi hljómplötuútgáfa væri þáttur í ákveðnu menningarstarfí Ríkisút- varpsins er hófst á síðasta ári með því sem kalla mætti heildarútgáfu af upptökum sem til em af söng Stefáns íslandi. Ríkisútvarpið hefði ákveðið að halda slíkri út- gáfu áfram og í samvinnu við hljómplötuútgáfuna Takt hf. sem Ólafur Haraldsson veitir forstöðu. Umsjón með þessari útgáfu á söng Maríu Markan hefur verið í hönd- um þeirra Þorsteins Hannessonar fyrverandi tónlistarstjóra útvarps- ins og Trausta Jónssonar. Tækni- maður er Þórir Steingrímsson og tónmeistari Bjami Rúnar Bjama- son. Að sögn þeirra Þorsteins og Trausta er dtjúgur helmingur sönglaganna á plötunum íslensk einsöngslög, þá eru tvær upptökur á óperaaríum sem María söng með hljómsveit danska útvarpsins og einnig verður þar að fínna 3 lög eftir Maríu sjálfa; Svanahljóma og tvo tangóa sem María hljóðritaði við undirleik hljómsveitar Jans Moraveks. Elsta upptakan er frá Berlín árið 1929 og sú yngsta frá árinu 1970 og mun því þessi út- gáfa veita yfírsýn yfír söngferil listakonunnar. Flestar upptakanna era frá því fyrir 1939 en nokkrar frá því á stríðsáranum og sagði Trausti það gleðiefni því lítið hefði varðveist af söng Maríu frá þeim tíma. Trausti sagði þá Þorstein hafa tekið þá stefnu að láta upp- ranalegu upptökumar njóta sín; í því væri hluti heimildagildisins fólginn og þó upptökumar væra misjafnar nyti söngurinn sín ætíð best ef uppranalegur hljómur væri látinn halda sér. Þorsteinn Hannesson kvað það sérstakt gleðiefni að útgáfa þessi væri í höndum Ólafs Haraldssonar hjá Takti hf. því saga íslenskrar hljómplötuútgáfu væri nátengd nöfnum fqður hans og afa, þeirra Haraldar Ólafssonar og Ólafs Har- aldssonar í Fálkanum. Kvað Ólafur það metnaðarmál hjá Takti hf. að standa sem best og veglegast að þessum útgáfum nú. Nú þegar er hafinn undirbúning- ur að útgáfum með söng Péturs Á. Jónssonar, Eggerts Stefánsson- ar, Elsu Sigfúss og Sigurðar Skagfíeld. Útvarpsstjóri, Markús Öm Antonsson, kvað mikinn fjár- sjóð í eigu útvarpsins og þar væri um að ræða framlag okkar helstu listamanna á sviði sönglistar og tónmenntar. Með þessum útgáfum væri verið að veita almenningi hlutdeild í þessum sjóðum. Ekki málefnaágreimngur sem réði stj órnarslitum - segir Þorsteinn Pálsson Á VARÐARFUNDI á Hótel Sögu í gær sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að málefiiaágreiningur hefði qkki ráðið stjórnarslitum Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Formaður Framsóknarflokksins hefði þeg- ar á föstudag verið farinn að ræða myndun nýrrar stjómar og formaður Alþýðuflokksins hefði strax að loknum stjómarslitum sagt að sjálfsagt væri að ræða afiiám söluskatts á matvæli við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. Fundurinn var mjög Qölmennur og var góður rómur gerður að ræðu Þorsteins. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins hafði lokið máli sínu risu menn úr sætum og klöppuðu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksips, rakti í ræðu sinni á Varðarfundinum þróun stjómmála síðustu vikur og aðdrag- anda stjómarslitanna. Hann komst að þeirri niðurstöðu að stjómarslitin mætti tæpast rekja til málefna- ágreinings þegar litið væri til þess hversu langt sjálfstæðismenn hefðu teygt sig til sjónarmiða samstarfs- flokkanna. Það kæmi einnig-í ljós þegar litið væri á eftirleikinn að það hefði verið eitthvað annað en hreinn og beinn máleftiaágreiningur sem réði stjómarslitunum. Steingrímur Hermannsson hefði til dæmis þegar á föstudaginn verið að bollaleggja í fjölmiðlum myndun annarrar ríkisstjómar. Það sama mætti segja um yfirlýsingar for- manna stjórnarflokkanna eftir stjómarslitin. Á fyrsta degi eftir stjómarslit hefði Jón Baldvin Hannibalsson sagt að að sjálfsögðu væri hægt að ræða lækkun matar- skattsins við alla aðra en formann Sjálfstæðisflokksins. Þá væri ekki um málefnaágreining að ræða held- ur eitthvað annað. Þorsteinn spurði síðan hvort menn hefðu orðið varir við tillögur Framsóknarflokksins um sérstakan skatt á Reykvíkinga, sem Steingrímur Hermannsson hefði fyrir helgi sagt vera aðalkröfu Framsóknarmanna. Nú heyrðist ekki orð um þetta. Hann taldi þessa kröfu jafnvel hafa verið setta fram til að ögra Sjálfstæðisflokknum, gera hann þreyttan á stjómarsam- starfínu og hrekja hann úr því. Þorsteinn vitnaði í Ólafs sögu Thors og sagði þetta vera svipaða framkomu af hálfu Framsóknar- manna og árið 1956. Niðurstaðan væri sú að Sjálfstæðismenn hefðu tekið- á sig áföll því þeir hefðu ver- ið að miðla málum í stjómarsam- starfínu og það væri einnig stað- reynd að þeir hefðu lagt fram einu raunhæfu tillögumar. Það eina sem hefði sést frá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki undanfama síðustu daga væra smáskammta- lækningar og stórauknir skattar. Tillögur þeirra væra afturhvarf til fortíðar. „Við höfum áður barist við vinstri stjóm og eram reiðubúnir að gera það aftur." Þorsteinn fagnaði því að Sjálfstæðismenn hefðu fundið grandvöll fyrir málefnalegri sam- vinnu við Borgaraflokkinn. Vilji væri til staðar að ýta fyrri ágrein- ingsmálum til hliðar og verjast þeirri vinstri sókn sem vildi ýta okkur aftur í tímann. Þegar í bar- áttuna væri komið skyldu vinstri menn sjá að mikill þróttur væri í borgaralegu öflunum. Davíð Oddsson um hundahald: Sjáifeagt að verða við óskum um kosningar DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir að ákveðið hafi verið að láta kjósa um hundahald í Iteykjavík þar sem upp hafi komið óskir um það. Sagði hann sjáifsagt að verða við slíkum óskum. Fyrr á þessu ári var því lýst yfir að ekki væri nauðsynlegt að kjósa um hundahaldið þar sem reynsla af því væri almennt góð. Borgarráð tók hins vegar ákvörðun um kosningar á fundi sínum á þriðjudag og fara þær fram dagana 24.-30. október. „Við ræddum það í borgarráði fyrr á þessu ári að ekki væri nauð- synlegt að kjósa um hundahald í Reykjavík, vegna góðrar reynslu af þvi,“ sagði Davíð Oddsson. „Jafn- framt fylgdi það sögunni, að ef að kæmu raddir um það, eða óskir, að kosið yrði engu að síður, þá yrðu menn að gera það, þó að það fylgi þessu nokkur kostnaður eða fyrir- höfn. Ég hef orðið þess var að sum- ir vilja fá þessar kosningar og þá fínnst mér sjálfsagt að verða við því.“ Davíð sagði að ekki væri búið að áætla kostnað vegna kosninganna en ljóst væri að hann yrði nokkur. Reynt væri að halda kostnaði í lág- marki með því að hafa kosningamar ekki eins umfangsmiklar og venju- legar kosningar og vera einungis með tvo kjörstaði. A móti kæmi að fólk hefði'lengri tíma til að koma og láta skoðun sína í ljós. Þegar borgarstjóri var spurður hvort úrslit kosninganna væra bind- andi sagði hann svo ekki vera. „Það er hins vegar ljóst að afgerandi nið- urstaða hlýtur að hafa mjög mikla þýðingu fyrir endanlegt fyrirkomu- lag þessara mála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.