Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 21 Morgunblaðið/Karl Viðlegubryggjan í Hvammstangahöfn er um 42 metrar á lengd. Bætt haftiarmann- virki á Hvammstanga Hvers vegna sam- stjórn allra flokka? Hvammstanga. I SUMAR hefiir verið byggð við- legubryggja í Hvammstanga- höfii, um 42 metrar á lengd. Aætlaður kostnaður var krónur 15 miiyónir, en verður ekki yfir krónur 8 milljónir. Verkið er nnnið af heimamönnum. Stefán Þórhallsson hafnarstjóri hefur stjómað smíðinni. Hófst verk- ið í júníbyijun. Gerð vom stein- steypt burðarvirki við jarðveginn, síðan reknir niður 35 staurar utan við og klætt ofan og framan með harðviði. Stefán sagði í samtali við Morg- unblaðið, að auðvelt yrði að finna verkefhi til að vinna fyrir það fé sem sparast hefði. Eldri hafnar- mannvirki væm sum mjög illa farin og þörfnuðust viðhalds. Klæða þyrfti elsta hafnargarðinn utan, annaðhvort með stálþili eða steypu. En víst er að hin nýja bryggja mun kærkomin útgerðarmönnum á Hvammstanga. - Karl Samsýning SAMSÝNINGU listamannanna Árna Ingólfssonar, Hrafiikels Sigurðssonar, Kristjáns Steingrims og Ómars Stefáns- sonar í galleríinu „Undir pils- faldinum", Vesturgötu 3b, lýkur þann 25. september. Fjóra síðustu sýningardagana verða uppákomur á hverju kvöldi og heflast þær kl. 21. Þama verða framdir gjömingar, sýndar verða stuttmyndir og flutt tónlist. (Fréttatilkynning) eftir Danfríði Skarphéðinsdóttur í allri þeirri ringulreið og upp- lausn sem ríkt hefur í landinu vegna stjómarslitanna um síðustu helgi reyna menn gjaman að ímynda sér atburðarásina fram í tímann og vægast sagt virðast möguleikamir óendanlegir og ótrúlegir atburðir geta greinilega átt sér stað. Það er þó viss léttir að þessi dæmalaust lánlausa stjóm skuli loksins hafa sundrast' þótt auðvitað sé algjör óhæfa hve þjóðin hefur mátt þola vegna þess ábyrgðarleysis og upp- lausnar sem hefur einkennt starf hennar. Það er kannske kaldhæðni örlaganna að það skyldi einmitt vera ein heimskulegasta og ósann- gjamasta aðgerð hennar, matar- skatturinn, sem varð henni endan- lega að aldurtila. Og það er e.t.v. líka kaldhæðni örlaganna að við stjóminni sem ætlaði sér bæði við- reisn atvinnulífsins og velferðar- kerfisins skuli nú blasa hmn fram- leiðsluatvinnuveganna og fjöldi heimila sem em að sökkva í skulda- fen og þá óhamingju og upplausn sem því fylgir. — Við Kvennalista- konur höfum oft og einatt bent á að allar lausnir stjómarinnar við aðsteðjandi vanda hafa frá upphafi einkennst af skammtímalausnum. — í því öngþveiti sem nú ríkir hlýt- ur að vera mikilvægast að allir bregðist rétt við og sýni fulla ábyrgð og samstöðu og ekki hikum við Kvennalistakonur við að leggja þar okkar af mörkum. Frá síðustu kosningum hefur staða stjómmálaflokkanna gjör- breyst. Skoðanakannanir hafa ítrekað bent til þess að landsmenn vilji breyta styrkleikahlutföllum á Alþingi. Það verður að teljast ólík- legt að atburðir síðustu daga hafí styrkt stöðu þeirra, sem nú einblína á að komast aftur í stólana sína. Það er því óhjákvæmilegt að fram fari kosningar svo fljótt sem unnt er, það er eina ábyrga lausnin fyrir þjóð sem vill kenna sig við lýðræði. Það er þó alveg ljóst að ekki er hægt að ganga til kosninga án þess að grípa til bráðabirgðaaðgerða í efnahagsmálum. Við teljum að á þessari stundu sé eini kosturinn og sá ábyrgasti að mynda til bráða- birgða samstjóm með jafnri þátt- töku allra flokka. í slíkri stjóm yrðu menn að sameinast um það sem sameiginlegt er en ýta ágreinings- málum til hliðar, sérhver yrði auð- vitað að láta af sínum sérmálefnum, í þær vikur sem sú stjóm sæti. Það hefur komið greinilega fram í tillög- um allra stjómmálasamtaka að margar hugmyndir em sameigin- legar. Nú á dögunum heyrði ég sögu um tvö lítil sjávarþorp ekki langt hvort frá öðm. í öðm þorpinu ganga fyrirtækin illa en þar logar allt í innbyrðis deilum manna á millí, bæði pólitískum og persónulegum. í nágrannaþorpinu hafa menn tekið þá ákvörðun að ýta ágreiningsmál- um til hliðar en sameinast um það sem sameiginlegt er. Þar blómstrar bæði mannlíf og atvinnulíf. Það er einmitt síðamefnda þorpið og andinn sem þar ríkir sem við Kvennalistakonur teljum að þing- flokkar ættu að taka sér til fyrir- myndar í samstarfsstjóm allra flokka. Sú stjóm sinnti aðeins brýn- ustu verkefnum sem fælust í að halda atvinnulífinu gangandi, vemda kaupmátt lægstu launa og að ganga frá fjárlögum og láns- fjárlögum næsta árs. Á þennan hátt ynnu allir sem við síðustu kosn- ingar vora kjömir til starfa á Al- þingi saman að því að leysa á ábyrg- an hátt þann vanda sem við er að etja. Þeir flokkar sem sátu í ríkis- stjóminni sálugu og bera auðvitað fulla ábyrgð á því hvemig komið er og ættu því að vera fegnir þeirri hjálp sem þeim á þennan hátt er boðin til að komast út úr þeim vanda. Þessi tillaga okkar í Kvenna- listanum er e.t.v. dæmigerð fyrir starfsaðferðir okkar og hugsunar- hátt, þar sem málefnin hafa ætíð forgang. Sjálfar göngum við út frá því í stefnumótun okkar og starfí Danfríður Skarphéðinsdóttir „Við teljum að á þessari stundu sé eini kosturinn og sá ábyrgasti að mynda til bráðabirgða samstjórn með jafiiri þátttöku allra flokka.“ að það sé fleira sem sameinar kon- ur en sundrar þeim. Á sama hátt fullyrði ég að þegar svo mikill vandi steðjar að og tíminn er svo knappur hljóti ábyrgir stjómmálamenn, sem hafa skynsemina að leiðarljósi, að vera reiðubúnir að fóma einhveiju af sínum sérmálum um stundarsak- ir. Við Kvennalistakonur eram reiðubúnar til að vinna að lausnum á þessum granni. 1 kosningabaráttu og þegar hlutföll hafa á ný skýrst á Álþingi getur síðan hver sinnt málefnum sem hún eða hann stend- ur fyrir. — Það er engin lausn á þessari stundu, hvorki fyrir þjóðina né þingið, að mynda hræðslubanda- lög sem hafa það að markmiði að forðast kosningar. Höfundur er þingmaður Kvenna■ listans. .HAPPDRÆTTI HAUSL SJALFSTÆÐISFLOKKSINS VERÐMÆTIR VINNINGAR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA HRINGIÐ í SÍMA 82900 Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka daga frá kl. 9-17 Sjálfstæðismenn, stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn, eflum flokksstarfið. Gerum skil á heimsendum happdrættismiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.