Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 51 RagnarG. Thorvalds son — Minning Fæddur 2. ágúst 1927 Dáinn 16. september 1988 Mig langar að minnast gamals góðvinar og fyrrum svila míns, Ragnars Thorvaldssonar, fáum orð- um og fátæklegum að tiltölu við tilefnið. Ég mun ekki færast í fang að gefa yfirlit yfir æviferil, ætt og uppruna, heldur aðeins reyna að meta og þakka þann ávinning, sem mér og mínum var að nánum kynn- um við Ragnar. Þau kynni hófust undir lok fimmta áratugarins, þegar við fundum báðir hamingju í sama ranni við Lindargötu, þar sem ég hreppti yngstu systurina Rósu, en hann þá elstu Önnu, dætur Guð- mundar Matthíassonar, verkstjóra og Sigurrósar Þorsteinsdóttur frá Homi eystra. Miðdóttirin, Pálína, eignaðist um svipað leyti Sigurð Sigurgeirsson, sem féll' frá fyrir tæpum tveimur árum, svo að nú er svilaeign mín öll. Móðir Ragnars, Maren Magnús- dóttir, er úr Grindavík, af traustum ættstofnum, einkum af Jámgerðar- staðaætt, en einnig skyld Garðhúsa- og Húsatóftafólki. Er hún enn á lífi 92ja ára, em og skýr í hugsun. Henni kynntist ég allvel og þótti mikið til koma um skaphöfn hennar og staðfestu. Naut ég í þeim kynn- um bæði móður minnar, sem hafði verið með Maren í Kvennaskólan- um, og Jens Bjamasonar móður- bróður míns, sem hún dáði mjög af æskukynnum, en hinu sama hafði ég áður átt að fagna af frasnku hennar Jámgerði, læknisfrú (Ólafs Ólafssonar) í Stykkishólmi og síðar Kópavogi, hinni mætustu konu. Eiginmaður hennar og faðir Ragnars var norskur, Thorvald Gregersen, en náði ekki að festa hér rætur og sneri aftur til Noregs. Maren stóð því ein í því að koma fjórum eflings strákum til manns, þeim Brynjúlfí flugstjóra, Magnúsi blikksmíðameistara og Helga hjá Flugleiðum, þeim með frægðar- mannaskinnið, auk Ragnars. Undir þá mun að vísu ekki hafa verið mulið, og snemma þurftu þeir að taka til hendinni, en jafn greinilega sást á þeim, að viðurværið hafði ekki verið klipið við nögl. Fáum bræðrahópum mun hafa verið óá- rennilegra að mæta á sléttum velli, og kom sér vel, þegar óstýrilátir dátahópar óðu um bæinn. Er ekki örgrannt um, að bræðumir hafi stundum einnig þurft útrás inn- byrðis. En svo virtu þeir móður sína, að friðheilagt varð, er hún gekk í bæinn. Ungur var Ragnar mikill fim- leikamaður og æfði og sýndi um árabil með fímleikaflokki KR hjá Vigni Andréssyni, ef ég man rétt. Var það þá fastur liður, að flokkur þessi sýndi á þjóðhátíðum, og er Ragnar mér minnisstæður í hvíta búningnum, stundum sem fánaberi ef mig misminnir ekki. Hann var einstakt snyrtimenni ogþoldi hvorki kusk, blett né hrukku, og honum var sérlega lagið að láta föt fara vel. Afrek hans í fimleikum og sjálfsagi við þær mun hafa verið að því skapi meiri sem hann hneigð- ist til að vera riðvaxinn og gildnaði nokkuð með aldrinum, en þó ekki til neinna lýta. Ragnar gerðist rafvirki og vann ýmis störf á því sviði, þ. á m. sem tæknimaður um borð í togurum. Það var í slíkri útilegu sem það slys henti, að svarf kom í annað auga hans, en dróst að koma til lands og til læknis, svo að hann missti sjón á því auga. Tók hann því af æðruleysi og sannri hetjulund, þótt geðríkur væri. Starfssögu Ragnars þekkti ég ekki til Mtar, en um tíma vann hann hjá Áburðarverksmiðj- unni, en lengst og síðast hjá Lands- vírkjun hér í bænum. Af fyrri kynn- um veit ég, að hann var strangur um öryggi og góðan frágang, og einnig hlýtur snyrtimennska hans að hafa komið til skila i síðari störf- um hans. Ragnar var gleðimaður mikill og mun framan af hafa stundum geng- ið nokkuð hratt um gleðinnar dyr. En einmitt á því sviði komu kostir hans mjög skýrt í ljós. Hann var ræðinn og hafði einstakt lag á að segja sögur, ýmist sannar en efa- laust færðar í stílinn eða væntan- lega tilbúnar en „gátu verið sann- ar“. Frásagnarsnilldin þurrkaði út mörkin milli veruleika og ævintýris, svo að enn geta vinimir omað sér við sumar þessara frásagna. Með áranum stillist lífshlaup manna, og leitaði leikhneigð Ragnars þá framrásar í hestamennsku, og urðu hestar og hestamenn þá bestir vina. Hitti ég hann lítið á þeim vett- vangi, enda mest á öðram stað og tíma í því brasi. Þau hjónin Anna og Ragnar eign- uðust þijú böm: Ragnhildi, kennara og myndlistamema, sem á Birgi Þórisson, kennara og með honum tvö böm, Hrafnkel og Brynhildi; Guðrúnu auglýsingateiknara sem einnig á tvö böm, Davíð og Önnu Rakel; og Þorvald, lögfræðing, en sambýliskona hans er Hlín Agnars- dóttrir, leikstjóri. Sambúð þeirra Önnu stóð í hartnær hálfan annan áratug, og frá þeim tíma er margs góðs að minnast og margt að þakka, um leið og bömin era lifandi og heilladijúgir minnisvarðar þess tíma. í nafni gömlu tengdafjölskyld- unnar votta ég aldraðri móður, bræðrum, bömum og bamabömum Ragnars og öðra venslafólki inni- lega hluttekningu. Blessuð sé minn- ing hans. Bjarni Bragi Jónsson Kveðjustund okkar allra kemur fyrr en síðar. Þegar við nú kveðjum vin okkar Ragnar Thorvaldsson, þá finnum við, ég og íjölskylda mín, til mikils saknaðar. Góður drengur og sterkur persónuleiki er horfinn á braut. Margar skemmtilegar sam- verastundir koma fram í hugann frá þeim mörgu áram sem við tengdumst vináttuböndum. Ég var aðeins þrettán ára þegar ég kynnt- ist Ragnari í gegnum vin okkar beggja, athafnamanninn Guðbjart Pálsson. Hestamennskan var vett- vangurinn. Strax í upphafí komu sterkt fram þau sérstæðu persónu- einkenni Ragnars sem auðvelt var að hrífast af. Hann var kjarkmaður og vaskur í framgöngu. Hreyfingar hans vora þróttmiklar og fimlegar. hann var snöggur til, skapmikill og djarfmæltur. Jafnframt var hann háttvís heimsmaður, snyrtimenni og fasmikill höfðingi. Hann var traustur sem klettur og mikill vinur vina sinna. Enginn skyldi gera sér að leik að hallmæla náunganum í hans áheym, og síst af öllu ef þeir vora auk þess vinir Ragnars. Eitt atvik er mér ætíð minnis- stætt frá gamla skeiðvellinum við Bústaðaveg. Ég var þar ríðandi á ferð, seint á laugardagskveldi. Kem ég þar að þar sem ungur vinur okkar Ragnars á einn í útistöðum við hóp 7 aðkomumanna. Leikurinn var ójafn og vinurinn ungi búinn að þola mörg högg og þung. Sem 14 ára unglingur átti ég ekki margra kosta völ, en fór af baki og hljóp að Ragnari sem var ekki langt undan og bað hann um að- stoð. Hann vatt sér af baki, hljóp að hópnum og eldsnöggt og af mikl- um krafti lét hann silfurbúna svip- una vaða í afturendann á þeim sem ófriðlegast lét. Styrkum rómi til- kynnti hann þeim síðan að nú væri nóg komið. Ef þeir vildu átök skyldu þeir raða sér upp og koma í sig, einn og einn, ,já eða allir saman.“ Svo mikið varð mönnunum um ásjónu, kjark og ákveðni Ragnars að þeim féllust hendur. Atökin leystust upp og síðar urðu þessir menn allir í hópi góðra vina Ragn- ars. Þannig var Ragnar, áreitti aldrei neinn að fyrra bragði en óttaðist ekkert og engan. Stóð ætíð beinn og upplitsdjarfur, kjarkaður og drengilegur, hopaði aldrei. Ragnar var mikill íþróttamaður á sínum yngri áram, var m.a. kom- inn í meistaraflokk í fimleikum um fermingu og síðar afreksmaður á skíðum. Þessa þekkingu og reynslu hagnýtti hann sér við uppbyggingu og þjálfun hesta sinna og tel ég mig hafa mikið af honum lært á því sviði. Síðasta ár var Ragnar með hest- ana sína í hesthúsinu hjá mér og aðstoðáði mig jafnframt við hirð- ingu. Allt varð að vera í röð og reglu, hreint og fágað og hirðing hrossanna til einstakrar fyrirmynd- ar. Sjálfur var Ragnar ætíð vel ríðandi og oftast betur en aðrir. Hestar hans bára jafnan af með fóðran og hirðingu og sjálfur var hann góð fyrirmynd öðrum knöpum með snyrtimennsku og fallega ásetu. Fáksfélagar eiga nú á bak góðum félagsmanni að sjá. Við hjónin ásamt bömum okkar söknum frá- bærs félaga sem aldrei gleymist. Bömum hans og aðstandendum vottum við samúð okkar um leið og við kveðjum góðan vin-. Sigurbjörn Bárðarson t Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, ÓLAFÍU GÍSLADÓTTUR, Ægisgötu 2, Ólafsfirði, sem andaðist 15. september sl. á sjúkradeild Hornbrekku, fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 23. september kl. 14.00. Jón M. Árnason, Sigmundur Jónsson, Ingibjörg Einarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KJARTAN GUÐMUNDSSON tannlœknir, Búlandi4, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 23. september, kl. 13.30. Svava Jónsdóttir, börn og barnabörn. t Ástkær sonur okkar og bróðir, BENEDIKT REYNIR ÁSGEIRSSON, sem lést af slysförum að kvöldi 16. september verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju laugardaginn 24. september kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ungmennafélag Selfoss. Fyrir hönd frændsystkina og annarra vandamanna. Ásta Laufey Hróbjartsdóttir, Ásgelr Hafliðason, Berglind Björk Ásgeirsdóttir, Guðfinna Ásgeirsdóttir, Hjördis Ásgeirsdóttir, Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, Kristinn Þór Ásgeirsson. t Eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, ÞRÁINN M. INGIMARSSON pípulagningameistari, Nönnugötu 5, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 14. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 23. september kl. 15.00. María Ingvarsdóttir, María Jórunn Þráinsdóttir, Hulda Helga Þráinsdóttir, Ragnar M. Halldórsson. t Sendum alúðarþakkir öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og vináttu við andlát og jarðarför RÓSU ÞORGILSDÓTTUR, Sökku, Svarfaðardal, Gunnlaugur Gíslason, börn og tengdabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSGRÍMS KRISTINSSONAR frá Ásbrekku. Ása Ásgrfmsdóttir, Ólöf H. Ásgrfmsdóttir, Guðmundur Ó. Ásgrfmsson, Þorsteinn E. Ásgrfmsson, Sigurlaug I. Ásgrfmsdóttir, Ólafur S. Ásgrfmsson, Snorri Rögnvaldsson, Lilja Huld Sævars, og barnabörn. Ólafur R. Árnason, Pálmi Bjarnason, Ólavía S. Pétursdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Birna Halldórsdóttir, Magnús Jóhannsson t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, dóttur og ömmu, ERLU D. MAGNÚSDÓTTUR, Hraunbraut 22, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki krabbameinsdeildar Land- spítalans fyrir hjálpsemi og góða umönnun. Einar Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Halla Ragnarsdóttir, Unnur H. Gunnarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Magnús K. Jónsson, Unnur H. Lárusdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS DANÍELSSONAR, Hlíðargerði 18. Sérstakar þakkir til séra Ólafs Skúlasonar. Fanney Oddsdóttir, Astrfður O. Gunnarsdóttir, Valgeir Axelsson, Steinunn D. Gunnarsdóttir, Kristfn H. Gunnarsdóttir, Gunnar Ö. Gunnarsson, Guðný Gunnarsdóttir Hansen, Bjarni Gunnarsson, Heiðar Gunnarsson, Axel Axelsson, Marteinn Sverrisson, Ágústa Magnúsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur og mágkonu, GRÉTU PÁLSDÓTTUR, Lambastekk 9, Reykjavfk. Þóra Þórisdóttir, Agnes Pálsdóttir, Ólafur Pálsson, Þórir Bjarnason, Páll Þórisson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurbjörn Egilsson, Anna Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.