Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Grunnskólar: Ný aðalnámskrá í ÁGÚST sl. fékk Bandalag kcnnarafélaga til umsagnar drög að nýrrí „Aðalnámskrá grunnskóla“ en ráðgert er „að ný aðalnámskrá grunn- skóla komi út eftir að menntamálaráðuneytið hefur brugðist við athuga- semdum umsagnaraðila“ eins og segir f kynningarbæklingi ráðuneytis- ins um námskrárdrögin. Þar sem hér er um viðamikið verk að ræða óskaði stjóm BK strax eftir fresti til 1. október til að skila áliti sínu. Skólamálanefndir Bandalags kennarafélaga byijuðu strax að vinna að umsögn um verkið og leit-. uðu til fjölmargra kennara víðsvegar á landinu til að taka þátt í því starfi. Stjóm Bandalags kennarafélaga fékk á fundi sínum í dag álit skóla- málanefndanna í hendur. Hér er um mjög viðamikið mál að ræða, eins og áður er komið fram, og athuga- semdir skólamálanefndanna snerta veigamikla þætti námskrárinnar. Alit Bandalags kennarafélaga um drög að nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla mun liggja fyrir 1. októ- ber næstkomandi. (Fréttatilkynning) Merkileg’ virkjun aflögð Morgunblaðið/Arni Sœberg Óálitlegt verkefni, en býsna fróðlegt á margan hátt, Hér eru vistfræðinemar Armúlaskólans við ruslið sem þeir söfnuðu fyrir helgina á skólalóðinni og í næsta nágrenni hennar. Með nemendunum er Bogi Ingimarsson kennari, sem hafði umsjón með verkefninu, hann er lengst til hægri. Ármúlaskóli: Vistfræðinemar rannsaka rusl NEMAR í byrjunaráfanga í vistfræði við Armúlaskólann í Reykjavík fengu óhreinlegt verkefiii í lok síðustu viku. Þá söfii- uðu þeir öllu finnanlegu rusli og drasli á lóð skólans og i næsta nágrenni. Vinna þeirra fólst síðan í að greina þetta rusl, hvers eðlis það er og hvaðan það er komið. Eitt það athyglisverðasta við niðurstöður flokkunar ruslsins þótti nemendum, að nánast engar öldósir var að finna í grennd við skólann. Nemamir skiptu sér í hópa og fínkembdu skólalóðina og næsta nágrenni hennar. Alls söfnuðust 16 kfló af rusli. Kflóatalan segir ekki mikið um samsetningu þess og fyrirferð, að sögn Boga Ingi- marssonar kennara vistfræðinem- anna. Sumt ruslið var blautt og nokkrar ölflöskur vega tiltölulega mikið. Af þessum sökum var af- rakstur söfnunarinnar einnig mældur með öðru móti þ.e. rúm- mál var mælt og stykki talin. Alls var ruslið, óþjappað, 0,6 rúm- metrar og stykkin 2.107 talsins. Samsetningin var sem hér seg- ir (miðað við stykkjafjölda): 642 sígarettustubbar, eða 30,48%; 465 stk ógreinanlegt bréfamsl, 22,07%; 396 sælgætisbréf, 18,79%; 247 stk ógreinanlegur plastúrgangur, 11,72%; 83 pappa- ölbox, 3,95%; 82 eldspýtur, 3,90%; 62 stk ýmislegt óflokkað, 2,90%; 49 ávaxtasafafemur, 2,33%; 43 sígarettupakkar, 2,04%; 26 stk dagblaðaúrgangur, 1,23% og loks 12 ölflöskur, eða 0,57%. Bogi sagði að augljóslega væri stór hluti af mslinu kominn frá nemendum sjálfum, en einnig væri Ijóst að nokkuð af því hefði borist að með öðmm hætti, t.d. með vindi. Það vekur athygli að nánast engar öldósir er að flnna í þessu safni og taldi Bogi að skýringuna væri að finna í því, hve böm í höfuðborginni hafa verið dugleg að safna þeim í til- efni af hreinsunarátaki í borginni. Nemendur í fyrsta áfanga vist- fræðinnar munu síðan vinna frek- ar úr þessum niðurstöðum á næst- unni. Austur-Húnavatnssýsla: Aðalréttum lokið Sauðfé fækkar um 7000 á einu ári Blönduósi. NÚ ER aðalréttum í Austur-Húnavatnssýslu lokið og eftir því sem best er vitað gekk smölun Qárins vel og fengu leitarmenn yfirleitt gott veður í göngunum. Menn eru flestir sammála um það að dilkar séu vænir og virðast fyrstu tölur frá sláturhúsi Sölufélags A-Hún. staðfesta það. Þegar búið var að slátra u.þ.b 5100 lömbum sl. þríðju- dag var meðalvigtin 14,93 kg, sem er töluvert meira en var í fyrra- haust. Fullvirðisréttur austur-hún- vetnskra sauðijárbænda verður á þessu hausti 33.850 ærgildi en það svarar til að framleiða megi rúm 616 tonn af kindakjöti. Tæplega 128.300 kg af kindakjöti em bund- in vegna samninga um kaup eða leigu á fullvirðisrétti. Að lartgmestu leyti eru þessir samningar um nið- urskurð vegna riðu og ennfremur hafa nokkrir bændur leigt Fram- leiðnisjóði fullvirðisréttinn. Af þess- um tölum má ljóst vera að fram- leiðsluréttur sauðfjárbænda í A- Húnavatnssýslu hefur dregist sam- an um tæp 20%. Þessi þróun kemur líka fram í áætlunum sláturhússins á Blönduósi um fjölda sláturfjár á þessu hausti en þessi áætlun er byggð á loforðum bænda um fjölda sláturfjár. í áætluninni er gert ráð fynr um 20% fækkun á milli ára. í haust munu a.m.k. 3 bændur skera niður fé vegna riðu og voru um 1260 kindur á fóðrum á þessum bæjum sl. vetur. Þetta þýðir að sauðfé hefur fækkað um tæp 7000 í Austur-Húnavatnssýslu á einu ári. Jón Sig ullarkembistöðina í Hveragerði í aldarbyrjun. Zofónías Þorvaldsson er bóndi á Læk og stendur fyrir hinum nýju virkjunarframkvæmdum í tengslum við dúnhreinsunarstöð æðarræktar- býlisins. Hver er saga þessarar vélar, Zofónías? „Faðir minn keypti þessa vél hingað notaða frá ullarkembistöð- inni í Hveragerði ’43 og lét gera upp. Til þeirra hafði hún komið notuð frá Noregi. Telja verður víst að hún sé orðin yfir 100 ára gömul. í vélinni er merkileg vatnssmurð trélega af Buchenholt gerð, nefnd eftir viðnum sem er mjög feitur og eðlisþyngri en vatn. Legan stendur fyllilega fyrir sinu ennþá eftir 44 ára notkun, en slíkar legur var víst algengt að nota í hæggengar vélar fyrr á öldinni." Er eitthvað í gömlu virkjuninni sem mun nýtast þér við hina nýju? „Já, miðlunarstíflan var byggð fyrir nokkrum árum fyrir gömlu stöðina og nýtist mjög vel við þá nýju. Ætli ég verði ekki að segja að þekking og reynsla við að alast upp með gömlu virkjuninni geri það að ekki þarf að kaupa rafiðnaðar- menn dýrum dómi til viðhalds og uppsetningar við þá nýju.“ Þetta mun ekki vera eina stöðin sem byggð hefur verið hér í firðin- um? „Nei, auk þessarar var Núps- skóli með stöð frá 1930 til ’71, svo voru einnig þijár stöðvar í Þingeyr- arhreppi en þær eru allar aflagðar núna. Aftur á móti veit ég um nokkra sem eru að hugsa sér til hreyfings núna og hafa mun betri virkjunarkosti en hér eru.“ Hvað hefur svo nýja stöðin fram yfir_þá gömlu? „í fyrsta lagi þriggja fasa raf- magn, meiri orku og sérstaklega betri nýtingu við lítið vatnsmagn." Nú liggur samveitulínan hér rétt yfir virkjanimar hjá þér. Hvers vegna ekki bara að tengjast þeim? „Það er einfaldlega of dýrt. Stofnkostnaður við þriggja fasa rafmagn og orkuverð er það hátt að framkvæmdir við einkavirkjun borga sig á svona 7—8 árum. Ein- hvers staðar hef ég heyrt að hjá Landsvirkjun sé staðallinn við stór- virkjanir 1 milljón í kostnað fyrir hver 15 kw af uppsettu afli. Ætli ég sleppi þá ekki nokkuð vel. Ann- ars kemur inn kostnaður hjá mér vegna silungsins í ánni. Hann má ekki stoppa af. Þetta þarf ekki að taka með þegar virkjað er þar sem fiskur hefur ekki gengið áður.“ Hvemig er með fyrirgreiðslu? „Þar kemur Orkusjóður til skjal- anna. Þaðan hefur verið lánað vegna svona framkvæmda. Þó ein- göngu aðilum sem ekki hafa verið komnir með samveiturafmagn eftir því sem ég best veit. Sjálfur fékk ég grænt ljós á lán sem veitt em að verklokum." Hvað verður svo um gömlu stöð- ina? „Ætli hún fái ekki að standa eitt- hvað áfram. Kannski mætti bjóða Hvergerðingum gömlu vélina til kaups ef þeir endurreisa gömlu ull- arkembistöðina í fyrri mynd. - Kári Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Talsvert færra fé kom i réttir á þessu hausti en í fyrra. Myndin er af Staferétt í Svartadal í Austur-Húnavatnssýslu. Mýrahreppur. NU UM mánaðamótin verður aflögð merkileg heimarafetöð við bæinn Læk í Dýrafirði þegar ný stöð leysir hina gömlu af hólmi. Stöð þessi er byggð 1944 og er merkilegust fyrir þær sak- ir að í henni er túrbína ca. 100 ára gömul, smíðuð í Noregi og flutt til íslands til notkunar við Hér sést gamla stöðvarhúsið á Læk sem farið er að gefa eftir undan þunga vatnsins og frostskemmdum. Huga þarf að leiðum fyrír göngufisk í ánni. Zófónías og vinnumenn hans á stífluvirkinu. Raflína sveitarinnar sést í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.