Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Þrístiraið sem stundum er kallað fjosakonuraar Hin samvirka forysta: Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafiir Ragnar eftír Halldór Blöndal Ég hef oft óskapast yfir Fram- sóknarflokknum á Alþingi, Guði sé lof. Einhverju sinni rifjaði ég það upp til þess að sýna fram á tvískinn- ung Framsóknar, að hún hefði beitt sér fyrir vantrausti á minnihluta- stjóm Ólafs Thors vegna tillagna um efnahagsaðgerðir, en stóð svo að því að framkvæma þær með Sjálfstæðisflokknum á eftir. Þá skaust upp úr Eysteini Jónssyni, sem sat í forsetastóli: „Einhvem veginn varð að koma stjóminni frá!“ Þrennt var það sem Framsókn og kratar lögðu ríkasta áherslu á þegar þeir þóttust hafa málefnaleg rök til þess að slíta stjómarsam- starfínu: Lánskjaravísitöluna varð að afnema og færa vexti niður í 1—2% (Steingrímur) og lögfesta verðstöðvun um margra mánaða skeið (Jón Sigurðsson), hafna lítils- háttar gengisfellingu vegna sjávar- útvegsins (Halldór Ásgrímsson) og neita lækkun matarskattsins (Jón Baldvin). Ég er ekki í vafa um, að allur almenningur hafí trúað þessu þegar þeir fóstbræðumir Steingrímur og Jón Baldvin birtust á sjónvarpsskerminum á föstudags- kvöld. Þeir sögðu að vísu að at- vinnuvegimir ættu í erfíðleikum og vandinn væri mikill, en innanhúss- vandi ríkisstjómarinnar væri þó meiri vegna þess að Þorsteinn Páls- son skildi ekki, að úr þessu væri hægt að bæta án þess að það kæmi við neinn þó að launþegar yrðu að bera kjaraskerðinguna og skattar yrðu hækkaðir. Á meðan þessum viðtalsþætti var sjónvarpað höfðu þeir lokað sig af Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðs- son, heilamir í tvíflokkunum, til þess að teikna upp á blað þau stefnumið í bráð og lengd sem áttu að innsigla sameininguna. Þegar farið er yfír þetta plagg geta menn gjört sér það til gamans að velta því fyrir sér, hvort það sé skrifað með sama pennanum og Jón Sig- urðsson notaði meðan hann var í Þjóðhagsstofnun eða hvort hann hafi keypt sér nýjan, sem sé þeirrar náttúm að það sé „ósjálfráð skrift". Fyrsti kapítulinn ber yfírskriftina „verðstöðvun" en í smáleturskafla fyrir neðan tekið fram, að fram- lengja eigi gildandi verðstöðvun með þessari og þessari undantekn- ingu, sem allar lúta að nauðsyn þess að hækka vöruverðið. — Þetta er enn eitt dæmið um það, hversu ruglað verðskyn krata er orðið á þessum síðustu og verstu tímum. Þannig hefur Jón Baldvin þráfald- lega staglast á því i fjölmiðlum og er upp með sér af því, að matvaran lækki ekki í verði þó matarskattur- inn sé afnuminn. Jón Sigurðsson talar um að framlengja algjöra verðstöðvun en þó eigi vörur að hækka! Annars ku Jón Baldvin vera bú- inn að skipta um skoðun á matar- skattinum. Þannig hlustaði ég á hann í sjónvarpinu þegar hann var að útskýra, að skattastefna Þor- steins Pálssonar hefði verið mjög góð og heiisteypt, þar sem matar- skatturinn hefði verið homsteinn- inn. Nú ætti að mynda aðra ríkis- stjóm og þá mætti matarskatturinn fjúka! Þá þyrfti skattastefnan hvorki að vera góð né heilsteypt! Ekki er síður fróðlegur kaflinn um lækkun vaxta og breytingar á ijármagnsmarkaði. Áhersla er lögð á breytta lánskjaravísitölu en afnám hennar ekki tímasett, sem var al- gert grundvallaratriði meðan Steingrímur þóttist enn vilja standa að efnahagsaðgerðum með Sjálf- stæðisflokknum. Að ég tali nú ekki um það háleita stefnumið hans að lækka vexti í 1—2%, sem svo ætti að skattleggja til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Ekki eitt orð um það enda ekkl sett fram til að standa við það. Jón Baldvin réðst heiftarlega á skattatillögu Þorsteins Pálssonar fyrir það, að í efnahagstillögum hans var ekki gerð nákvæm grein Það sem herrum þeirra þóknast eftir Egil Jónsson Að undanfömu hafa sláturleyfís- hafar brýnt raust sína heldur bet- ur. Þeir tala um tap og orsakimar eru skýrðar með of lágum greiðslum fyrir slátrun á sauðfé. Og ekki er að sökum að spyija, lagfæra á reksturinn með hækkun á slátur- kostnaði og skerðingu á lögbundn- um greiðslum til bænda. Það er reyndar ekkert nýtt þótt sláturleyfíshafar beiti samtökum sínum til að hindra að bændur fái greitt eins og lög ákveða fyrir sauð- fjárafurðir. Frægt er símskeytið sem þeir Ólafur Sverrisson og Þor- steinn Sveinsson undirrituðu og sendu öllum sláturleyfíshöfum, en þar var lagt til að sauðfjárbændum yrði ekki greidd sú verðhækkun sem þeim bar 15. mars sl. Næsta ákvörðun af sama tagi var tekin vegna þeirra greiðslna sem sauð- fjárbændum bar 15. júní en þá sam- þykktu sláturleyfíshafar að inna þá greiðslu ekki af hendi. Og nú hafa menn orðið vitni að því sem síðast hefur gerst, en það alvarlegasta í því máli er sú illræmda ákvörðun sláturleyfíshafa, sem þeir hafa ný- lega tekið, að halda eftir 30 kr. af skráðu grundvallarverði kindakjöts. Það eru vandfundnar skýringar á því háttalagi sláturleyfishafa sem að framan er greint. Sérstaklega þegar á það er litið að sumir þeirra reka afurðastöðvar í fleiri greinum, sem sumar hveijar að minnsta kosti eiga í erfíðleikum með rekstur sinn, og ekki hefur heyrst að þann rekst- ur ætli þessir aðilar að lagfæra með því að greiða ekki umsamið hráefn- isverð og laun. Svona er framkoma þeirra gagnvart bændum landsins siðlaus. En hvemig stendur á því að slát- urleyfíshafar standa á öskrunum vegna hallareksturs á sláturhúsum? Þannig er nefnilega mál með vexti að þeir hafa sjálfír með þátttöku sinni í fímmmannanefnd ákvarðað Egill Jónsson „Stærsti gallinn við málflutning sláturleyf- ishafa er sá að þeir greina ekki á milli kostnaðar við slátrun og kostnaðar við heild- sölu, en það er einmitt á þeim bæ sem tiltekt þarf að fara fram. Það er áreiðanlega rann- sóknarefni að fínna eðlilegan kostnaðarfer- il sauðQárafurða í þeirri summu.“ kostnað við sauðfjárslátrun og auð- vitað tekið þar mið af fyrri reynslu, enda verður ekki annað séð en þar hafí verið vel fyrir hlut þeirra séð. Samkvæmt óyggjandi upplýsingum ft-á Framleiðsluráði landbúnaðarins hefur heildarkostnaður við slátrun sauð^ár staðið óbreyttur þrátt fyrir að sláturfé hafi stórlega fækkað. Sannleikurinn er nefnilega sá að menn þurfa að leita að öðrum ástæðum fyrir báglegri útkomu sláturleyfíshafa en þeirri að þeim hafi verið naumt skammtað í slát- urtíð. Stærsti gallinn við málflutn- ing sláturleyfishafa er sá að þeir greina ekki á milli kostnaðar við slátrun og kostnaðar við heildsölu, en það er einmitt á þeim bæ sem tiltekt þarf að fara fram. Það er áreiðanlega rannsóknarefni að fínna eðlilegan kostnaðarferil sauð- fjárafurða í þeirri summu. í þeim efnum verður að fást svar við nokkrum mikilvægum spumingum. Vitað er að kjötheildsalar gefa bæði greiðslufrest og afslátt í við- skiptum við smásöluverslunina. Er ekki full ástæða til að íhuga hvort sá viðskiptamáti sé með öllu eðlileg- ur? Og svo skulu menn athuga, og meira að segja mjög vandlega, að sláturleyfíshafar skipta við fleiri greinar landbúnaðarins en bara sauðijárbændur. Spumingin er sú hvort gagnvart þeim greinum sé „móðurhöndin" ekki mýkri en í við- skiptum við sauðijárbændur sem ætlað er að jafna reikningana þegar upp er staðið. Fleira mætti segja sem er rannsóknarefni eins og ég sagði áður, en að lokum spyr ég: Hvar eru tillögur þeirra sem hafa verið til þess kvaddir að treysta hag bændanna sem enn stunda búskap í dreifðum byggðum á íslandi? Ég spyr af því að ég veit ekki um önn- ur verk þeirra en tilskipun um úreld- ingarsjóð sláturhúsa sem mun auka á vald þeirra afla sem tilkynna sauðfjárbændum með símskeytum að þeir séu af því húsi þar sem lög þurífi ekki að virða og greiðslur fyrir störf bænda eigi að gjaldfæra með því verði er herrum þeirra þóknast. Höfiindur er ulþingismaður Sjálf- stœðisflokks fyrir Austurlands- kjördæmi. fyrir því, hvemig leysa ætti fjár- hagsvanda ríkissjóðs í heild. Hann var meira að segja svo ósvífínn að vefengja útreikninga Þjóðhags- stofnunar með þeim hætti að ekki verður skilið öðru vísi en svo, að forsætisráðherra hafí haft áhrif á niðurstöðuna þegar metið var hvaða tekjurýmun lækkun matarskattsins hefði fyrir ríkissjóð. Þess vegna vekur það athygli, þegar stefnu- plagg tvíheilans er skoðað, að út- gjaldahækkanir em þar margar fyrir ríkissjóð og svo á að lækka matarskattinn til viðbótar, en hvergi stafur um, hvemig eigi að afla tekna á m óti. Það ætti þó að vera auðvelt fyrir fjármálaráðherr- ann að gera grein fyrir, hvemig hann hyggst loka fjárlagadæminu. Það er embættisskylda hans að leggja frumvarp til fjárlaga fyrir alþingi, þegar það verður kallað saman 10. október nk. Eitt vantar hins vegar í stefnu- plaggið og það er afstaðan til geng- ismálanna. í þeim efnum er æpandi eyða og er þó næsta ómögulegt að skilja það svo út frá fyrri orðum tvíheilans, að þeir Halldór og Jón Sigurðsson geti sætt sig við, að gengi krónunnar sé til langframa rangt skráð með öllum þeim afleið- ingum sem það hefur: Vaxandi skuldasöfnun erlendis og vaxandi erfiðleikum í atvinnulífinu, því að hvorugum dettur í hug, það fíillyrði ég, að til langframa sé hægt að halda hjólum framleiðslunnar gang- andi með því að auka millifærslur úr ríkissjóði með tilheyrandi skatt- lagningu og láta þær ná til æ fleiri sviða atvinnulífsins. Það er því næsta ljóst, að líka í þessu efni er ágreiningurinn við Sjálfstæðis- flokkinn minni en þeir vilja vera láta. Eða hugsar Halldór Ásgríms- son sér kannski að niðurgreiða síldarverðið fyrir frystinguna en skilja söltunina eftir úti á köldum klaka, svo að dæmi sé tekið? Auðvit- að ekki. Auðvitað vilja þessir menn báðir alhliða aðgerðir og Steingrím- ur Hermannsson stundum. Að minnsta kosti þegar hann sagði við Halldór Blöndal „Ég vil ekki kalla það draum vetrarrjúpunnar af því að mér þykir vænt um rjúpuna, en enginn vafi er á því, að það sem fyrir Steingrími og Jóni Baldvin vakti var að endurvekja gamla hræðslubandalagið með öðru nýju: Mynda samvirka forystu og það ljómar af þrístirn- inu, sem líka er kallað Qósakonurnar.“ blaðamann Dags: „Því miður er þetta ekkert nema millifærsla sem ég -hélt að menn hefðu afskrifað í kringum 1960.“ Ég vil ekki kalla það draum vetr- arijúpunnar af því að mér þykir vænt um ijúpuna, en enginn vafi er á því, að það sem fyrir Steingrími og Jóni Baldvin vakti var að endur- vekja gamla hræðslubandalagið með öðru nýju: Mynda samvirka forystu og það ljómar af þrístim- inu, sem líka er kallað ijósakonurn- ar: Steingrímur er tákn eindrægni og góðrar verkstjómar. Jón Baldvin heldur ríkisfj ármálunum í sínum styrku höndum eins og áður en Ólafur Ragnar sér um heimsfriðinn. Höfundur er varaformaður þing- Ookks SjilistæðisOokksins. Sláturhús V.S.P. sem nú er í rekstri Ferskra afúrða hf. Hvammstangi: Nýtt félag um rekstur sláturhúss Um 25 bændur i Vestur- Húnavatnssýslu hafa stofnað fé- lag um rekstur sláturhúss á Hvammstanga. Hlaut það naftiið Ferskar afurðir hf. Aðalmark- mið félagsins er að selja ófrystar afurðir sauðQár og annarra slát- urgripa. Sigfús Jónsson Laugabakka, for- svarsmaður félagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að gerður hafi verið samningur við þrotabú Verslunar Sig. Pálmasonar hf. um leigu á sláturhúsi félagsins og hafí skriflegt leyfí landbúnáÖarráðu- neytisins borist þann 16. sept. Gildi það fyrir verðlagsárið 1988—1989. Áformað er að selja sem rnest af afurðum ófryst, bæði kindakjöt og stórgripakjöt, svo sem gert hafí verið frá þessu sláturhúsi í mörg ár. Fjárloforð væru nokkuð í lausu lofti, þar sem leyfí fékkst svo seint, en stefnt væri að slátrun um þijú þús. fjár. Aðalatriðið væri að missa ekki niður þann markað, sem væri í kringum þetta sláturhús. Sigfús sagði, að aðeins þrjú slát- urhús á landinu gætu selt nú í sept- ember kjöt af nýslátruðu, þar sem verðstöðvun hindraði nauðsynlega hækkun á afurðaverði. Þessi þijú hús, á Hvammstanga, á Höfn í Homafirði og SS á Hvolsvelli, slátr- uðu í ágúst og mynduðu þar með verð, 10% yfír verðlagsgrundvelli pr. 1. júní, sem kæmi á móti hækk- un þeirri sem átti að koma 1. sept- ember. Aðeins þær verslanir, sem seldu kjötið í ágúst, gætu selt ný- slátrað kjöt nú á viðunandi verði, sagði Sigfús að lokum. - Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.