Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 11 Ég er líklega á leið til Vínarborgar núna í ______október, í___ framhaldandi nám. Þannig að ég er ansi hræddur um að það sem var í byijun áhugamál sé það ekki lengur, heldur bara mikið alvörumál! Snorri Wium Það hefur verið miklu minna fískirí undanfarin ár en áður. En þegar mikið er að gera er unnið til tólf öll kvöld og drukkið _______eftir því._______ MATTHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR Mér fínnst margt hérna ákveðin geggjun. Hér lifa allir svolítið „fyrirfram “ og efnahagskerfíð býður kannski uppáþaðlíka. Drífa Guðjónsdóttir 19 Starfíð er fólgið í fyfjagjöf og þetta eru almenn hjúkrunarstörf. Það er algengt að ef um meiriháttar sfys er að ræða að sjúklingar séu sendir suður. MARGRÉT THORLACIUS, íi maður valið sér ákveðna grein í líffræðinni og byrjar þá hið eigin- lega nám sem getur tekið ein þijú ár. Ég hef talsverðan áhuga á að fara í örverufræði, finnst hún mjög spennandi enda felur hún í sér miklar rannsóknir og er praktísk. Er gaman að búa í Braun- schweig? Við búum nú í þriggja herbergja íbúð á góðum stað, þannig að það væsir svo sem ekki um mann. Það er ekkert mikið um að vera þama, auðvitað eru krár og einhverjir staðir sem hægt er að fara inn á og ein gata þar sem stúdentar og aðrir safnast saman í góðu veðri á sumrin, en það er ekki þessi róm- antíski stúdentablær yfir staðnum, þó þetta sé háskólaborg, eins og t.d. í Heidelberg eða Karlsruhe. Ég skrepp öðru hveiju svona eitt- hvað út fyrir borgina, á góða vini í Heidelberg sem ég fer nokkuð oft til. Svo kem ég nú yfirleitt heim til íslands á sumrin. Hvernig kanntu við Þjóðveija? Þjóðverjar era kannski svolítið harðir þegar maður kynnist þeim fyrst. Én mér líkar vel við þá al- mennt séð og einnig við þá reglu- semi og skipulagsþörf sem er þeim svo eiginleg, svona upp að vissu marki. Ég held að ég ætti erfiðara með að búa í þjóðfélagi sem væri allt mjög óskipulagt. Ég er bara þannig. Ætli það væri ekki heldur erfiðara fyrir mig að búa t.d. í Frakklandi þar sem allt er kaotísk- ara. Þegar maður kemur frá íslandi og allir í Þýskalandi tala um hvað allt er dýrt, þá hugsar maður að þeir viti bara ekki hvað þeir hafa það gott. En það er auðvitað ýmis- legt í þýsku þjóðfélagi sem við þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af, eins og t.d. mengun og atvinnuöryggi, það eru hlutir sem við þekkjum varla hér. Það er mjög gott að keyra bíi í Þýskalandi, þar kemur reglusemi Þjóðveija líka inn í spilið. Núna þegar ég kem til íslands þá virðist mér ríkja algert öngþveiti, það er ekki nokkur umferðarmenning héma! Býstu við að verða áfram á meðal Þjóðveija? Ég get alveg hugsað mér að búa úti í Þýskalandi og reyndar er mjög líklegt að sú verði niðurstaðan. Spumingin er sú hvort atvinnuleysi muni hamla mér þegar ég hef lok- ið mínu námi, auðvitað verður maður að fá atvinnu þar sem mað- ur ætlar sér að búa. Mig langar þó ekki til að búa alltaf í Braunsch- weig. Þar er talsvert mikil mengun Matthildur ásamt Jenna syni sínum. ana og tek Jenna litla með mér vegna þess að hann getur bara verið hálfan daginn á barnaheimil- inu..Það er bara þannig héma. Nú eftir hádegi vinn ég í Stakkholti. Núna er mest um rækju en þetta er svo hryllilega leiðinlegt og ég er áð spá í að vinna allan daginn í Grillskálanum. Hvernig er veturinn hér í Ólafsvík? Allt dautt. Margir fara suður í skóla og ætli megi ekki segja að það sé undir okkur komið hve skemmtilegt er. Það er alltaf líf og flör á sumrin. Vertíðin er aðal djammið. Mesta vinnan í fískinum byijar í febrúar og stendur fram á og landslagið ekki sérlega spenn- andi, allt fremur flatt. Eg myndi fremur vilja búa í mið- eða suður- hluta landsins. Nú hefúr þú búið í þessum tveimur löndum, íslandi og Þýskalandi, getur þú borið þau saman hvað varðar kosti og galla? Það er gríðarleg uppbygging hér á mjög mörgum sviðum, sem kem- ur mér nokkuð á óvart. Það sem tengir mig kannski fyrst og fremst við þetta land er náttúran, það er alltaf viss sjarmi að komast út á land. Það er ekki neitt til í Þýska- landi sem heitir óbyggðir. Þær era mjög heillandi hér á Islandi og orka ákaflega sterkt á mig eins og reyndar öll íslenska náttúran. Mér finnst margt hérna ákveðin geggjun. Hér lifa allir svolítið „fyr- irfram" og efnahagskerfið býður kannski- upp á það líka. Hér er mjög mikið óöryggi. í Þýskalandi t.d. kostar mjólkurpotturinn ná- kvæmlega jafnmikið í þó nokkuð mörg ár. Hér er ekki nokkur leið að fylgjast með hvað hlutirnir kosta, því það breytist dag frá degi. Plastbrúsa- og áldósaæðið var ekki byijað þegar ég fór út, en nú sér maður þetta við hvert fótmál. Þetta era Islendingar að gera á sama tíma og Þjóðveijar era að pressa á fólk að kaupa frekar flösk- ur sem þá er hægt að endumýta. Afhveiju era íslendingar að þessu? Þeir hafa hingað til alltaf verið með sínar flöskur og hefðu átt að láta svo vera áfram. í stað- inn búa þeir til nýtt vandamál sem er stórvarasamt vegna náttúrann- ar, hvemig á að losna við allt flóð- ið af plast- og áldrasli sem nú steypist yfir okkur? Ekki höfum við aðstöðu til að endurvinna þetta! Þetta mál ber vott um dálítinn skort á framsýni. Efnahagsmálin hér hafa engan stöðugleika, öfugt við það sem ein- kennir að miklu leyti þýsk stjóm- mál og yfirleitt flest annað, þó vissulega séu blikur á lofti í ákveðn- um málum þar eins og annars stað- ar. íslendingar era með þetta mottó að allt bjargist fyrir hom. Að því leyti era íslendingar skemmtilega bjartsýnir. Talandi um mottó; átt þú þér einhveija sérstaka lífsspeki? Umfram allt að taka ekki tilver- una alltof alvarlega. Það fólk sem sekkur sér sí og æ niður í eitthvert áhyggjuefni, gerir sér hlutina miklu erfíðari en efni standa til. Ég er alveg sannfærð um að með því að vera bjartsýnn og taka hlutina ekki um of alvarlega, ætti maður að komast í gegnum flest það sem á vegi manns verður í framtíðinni. mikla fórnfúsa starf Fransiskus- systranna í Stykkishólmi. Það var árið 1935 sem fyrstu systumar komu til Iandsins. Þá var þegar hafist handa við að byggja sjúkra- húsið. 1968 var byijað á viðbygg- ingu fyrir bamaheimili. 1977 var byggt systrahús. Árið 1980 var á ný hafist handa við viðbyggingu. Reistur var kjallari, jarðhæð og fjór- ar hæðir. Af þessari byggingu er búið að taka í notkun 2. hæðina af tveimur deildum sjúkrahússins. 2. hæðín er búin bestu fánlegu tækjum og aðstaða er mjög góð. Einnig er búið að taka í notkun mjög fullkomið þvottahús. Laugar- vor. Fyrir nokkram árum var að vísu miklu meira að gera en þetta hefur dottið dáldið niður. Það hefur verið miklu minna fiskerí undanfar- in ár en áður. En þegar mikið er að gera er unnið til tólf öll kvöld og drakkið eftir því. Byijaðirðu ung að vinna fyrir þér? Já blessaður vertu. Ég byijaði 11 ára gömul í Stakkholti. Fór þá með vinnugallann í skólann og fór síðan beint í vinnuna. Ég kláraði ekki einu sinni níunda bekkinn. Hvað gerirðu utan vinnutima? Það gengur allt sinn vanagang. Maður fer eins oft og maður getur suður. Það er ekkert hægt að gera héma. Ekki bíó lengur en það er mikil klúbbstarfsemi héma. Mér skiist að það sé mjög gaman að vera í þessum Lions- og Kiwanis- klúbbum en maður þarf að vera orðinn 25 ára til að fá inngöngu. Ég fer eins oft út að hlaupa og ég get. Svo fer maður í ljós. Það er einsog allir leggist í hýði á vetuma. Framtíðarplön? Ja, við stefnum suður. Ætli það verði ekki á næsta ári ef við getum, segir Baldvin. Mér leiðist sjórinn. Ég skil ekki sjarmann við þetta. Annars borgar sig ekki að flana að neinu. Gera sem fæstar framtíð- aráætlanir. Við tökum eitt skref í einu, segir Baldvin að lokum og Matthildur kinkar til mín kolli. Gangi þeim vel í framtíðinni. daginn 17. þ.m. var svo tekin í notkun ný endurhæfingadeild sem einnig er búin mjög fullkomnum tækjum og bestu mögulegu vinnu- aðstöðu. Hjúkranarforstjóri sjúkra- hússins er systir Lidwina Barnas. Á sjúkrahúsinu hitti ég Margréti Thorlacius, „innfluttan Hólmara" eins og hún kallaði sig, en Margrét er fædd í Reykjavík 1961 og flutt- ist ung til Stykkishólms. 13 ára gömul byijaði hún að vinna með nunnunum á sumardvalarheimili sem þær ráku hér á áram áður. Ég byijaði á því að spyija Margréti um menntun hennar? Ég lærði fyrst til sjúkraliða. Síðan fór ég í Verslunarskólann og lauk þar verslunarprófi. Það var mjög hagkvæmt nám vegna þess að maðurinn minn var í skóla á þessum áram. Eftir verslunarprófið fór ég í Hjúkranarskóla íslands og stundaði nám þar frá hausti 1982 til vors 1985. Af hveiju fórstu í Hjúkrunar- skóla íslands? Þetta kom svona allt í einu. Ég fann að mig langaði til að vinna meira og fjölbreyttari störf en sjúkraliðar. Það er líka gott að vinna með nunnunum. Mikil verk- menntun. Það era einna helst tungumálaörðugleikar í samstarf- inu við nunnurnar sem háir starf- inu. Þær skiptast á vöktum og núna er bænavika en samt era þær að vinna eins mikið og þær geta. Þær era mjög vinnuglaðar og harðar af sér. Þær hafa náttúralega annan hugsanagang en við íslendingar enda era þær aldar upp í ólíkum þjóðfélögum. Annars vantar stars- fólk á sjúkrahúsið. Verkmenntað hjúkranarfólk og starfsstúlkur. Hvaða störf eru unnin hér á sjúkrahúsinu? Það er lítið um meiriháttar að- gerðir. En þetta er þjónandi sjúkra- hús fyrir nærliggjandi sveitir. Það hafa verið 30 fæðingar hér í ár en við sinnum smáaðgerðum héma á sjúkrahúsinu. Á vetuma er unnið á vöktum en það er enginn í fullu starfí nema nunnurnar. Starfíð er fólgið í lyfjagjöf og þetta era al- menn hjúkranarstörf. Það er al- gengt að ef um meiriháttar slys er að ræða eru sjúklingar sendir suð- ur. Aðstaðan í nýja spítalanum er miklu betri en í þeim gamla. Þetta er mikill munur og hefur haft mik- ið að segja fyrir Stykkishólm og nærliggjandi sveitir. Margrét. Segðu mér eitthvað frá þínum högum? Ég á tvö börn með eiginmanni mínum, Heimi Kristinssyni vél- stjóra. Við eram að byggja og hús- ið er orðið fokhelt. Við fóram dýr- ustu leiðina. Steinsteypt og sér- reiknað. Þetta tekur nokkur ár. Núna eram við í íbúð sem spítalinn útvegaði okkur en starfsfólki spítal- ans er útveguð íbúð. Hvaða áhugamál hafið þið hjónin? Við stundum hestamennsku. Eig- um hesthús og þijá hesta. Það er mjög mikið félagslíf í kringum hestamennskuna. Við erum einnig með eyju á leigu. Við týnum æðar- dúninn og skilum honum inn og fáum greitt fyrir. í ágúst era lunda- veiðar en í sumar hefur verið lítili Iundi. Maður hefur veitt alveg frá einum lunda á dag og uppí 300. Við stundum líka lúðuveiði og erum með grásleppunet. Tengdafaðir minn á bát sem við foram á. Þegar við förum útí eyna þá eram við einn dag í senn. Þetta er mjög góð bú- bót og það era margir sem stunda þetta. Er ekki framtiðin björt hér í Stykkishólmi? Jú, það er gott að búa hér í Hólminum. Ég ákvað 13 ára gömul að eiga heima hérna. Ég eignaðist strax vinkonur og mér hefur alltaf liðið vel héma. A vetuma er mikið boðið upp á námskeið allskonar. Það er mikil gróska í keramiknám- skeiði sem'hefur verið hér undan- farin ár. Nú, síðan er Lionsklúbbur og Málfreyjuklúbbur og mikið spjallað á þeim fundum. Það var einu sinni kvikmyndahús hérna en núna hefur myndbandið alveg tekið við. Þetta er rómantískur staður, Stykkishólmur, og ég vildi hvergi annars staðar búa. AGB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.