Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988
43
Haustmót Taflfél-
ags Reykjavíkur
HAUSTMÓT Taflfélags
Ilcykjavíkur hefst næstkomandi
sunnudag', 25. september, og
verður teflt í húsakynnum fé-
lagsins að Grensásvegi 44—46.
I aðalkeppninni verður þátttak-
endum skipt í flokka með hliðsjón
af ELÓ-skákstigum Skáksambands
íslands. Tefldar verða ellefu um-
ferðir í öllum flokkum. í efri flokk-
unum verða tólf keppendur, sem
tefla einfalda umferð, allir við alla,
en í neðsta flokki verður teflt eftir
Monrad-kerfi.
Umferðir verða að jafnaði þrisvar
í viku, á sunnudögum kl. 14 og á
miðvikudögum og föstudögum kl.
19.30. Biðskákadagar verða inn á
milli. Lokaskráning í aðalkeppnina
verður á laugardag, 24. september
kl. 14—18 og er öllum heimil þátt-
taka.
Keppni í flokki 14 ára og yngri
á haustmótinu hefst laugardaginn
8. október kl. 14. Tefldar verða níu
umferðir eftir Monrad-kerfi, um-
hugsunartími 40 mínútur á skák.
Keppnin tekur þijá laugardaga,
þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun
verða fyrir a.m.k. fimm efstu sætin.
Haustmótið er jafnframt meist-
aramót Taflfélags Reykjavíkur og
hlýtur sigurvegari í efsta flokki titil-
inn „Skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur 1988". Björn Þor-
steinsson hefur oftast orðið skák-
meistari Taflfélags Reykjavíkur,
alls fimm sinnum, en Gunnar Gunn-
arsson hefur fjórum sinnum borið
sigur úr býtum. Núverandi skák-
meistari Taflfélags Reykjavíkur er
Ásgeir Þór Ámason.
(Fréttatilkynning)
Markvisst samstarf við Damstahl A/S eykur styrk
okkar í birgðahaldi á ryðfríu stáli. Með stærsta lager-
fyrirtæki Norðurlanda að bakhjarli tryggir Sindra Stál
viðskiptavinum sínum örugga þjónustu.
Skjót afgreiðsla á sérpöntunum vegna ýmissa
verkefna.
Damstahl
Ryðfrítt stál er okkar mál!
SINDFtA AÁSTALHF
BORGARTÚNI31, SlMAR 27222 & 21684
IKEA RÚM DÝNUR
Nýir og betri dagar eftir góðan svefn.
Grov Rúm
svart og hvítt
breidd 120 cm
lengd 200 cm
Opnunartími í vetur:
Mánudaga - föstudaga 10-18.30
Laugardaga 10-16
|
S
án dýnu
kr. 11.600.
með spring dýnu
kr. 21.000.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,
108 Reykjavík. Sími 686650.
tt