Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 -I Mótmæla eyðingu þorpa í Rúmeníu London. Reuter. BRESKA atjórnin hefur mótmælt við Rúmeníustjórn áætlunum hennar um að uppræta þúsundir sveitaþorpa og neyða íbúana til að setjast að annars staðar í landinu. Var þetta haft eftir heim- ildum innan bresku stjórnarinnar í gær. Hermt er, að Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra hafi skrifað rúm- enskum starfsbróður sínum, Ioan Totu, í síðustu viku og látið í ljós við hann áhyggjur af því, að með iðnvæðingaráætlunum Rúmeníu- stjómar væru mannréttindi virt að vettugi. Ekkert svar hefur borist við bréfínu. Þorpin, sem Rúmeníustjórn vill rífa til grunna, eru ekki síst byggð fólki af ungverskum og þýskum uppruna og því telja margir, að eigin- legt markmið stjómarinnar sé að uppræta þessa þjóðemisminnihluta. í maí afþakkaði David Mellor, að- stoðarutanríkisráðherra Breta, boð um að koma til Rúmeníu og hafði þau orð um, að það væri ekki til neins að eiga „viðræður við dauf- dumba“. Reuter Búrma: Tælenskur hermaður fylgist með nokkrum af 108 búrmískum flóttamönnum sem voru yfirheyrðir í Ranong í Tælandi á mánudag. Búrmamennirnir, flestir þeirra námsmenn, flúðu frá borginni Kawtaung í Suður-Búrma á bátum til Tælands á sunnudagskvöld. Blóðsúthellingum linnir ekki í stærstu borgunum Bangkok. Reuter. Reuter ísraelska geimstofnunin skaut á loftgervitunglinu Offeq 1 mánu- daginn 19. september. Gervi- tunglinu var skotið á loft af Shavit skotpallinum í ísrael. Gervitunglið er 2,3 m á hæð og vegur 156 kg. HEYRA mátti skotið úr byssum I tveim stærstu borgum Búrma í gær þegar leiðtogar hersins reyndu að bæla niður almenn mótmæli borgarbúa þriðja dag- inn i röð. Stjórnarandstæðingar hétu því að endi yrði ekki bund- inn á verkföllin í landinu þar til bráðabirgðastjórn yrði mynduð til að koma á lýðræði. Stjómarerindrekar í Rangoon, höfuðborg Búrma, sögðu að þeim hefðu borist fréttir um mikla bar- daga í Mandalay, næst stærstu borg landsins. Að sögn íbúa Rango- on og Mandalay heyrðist hleypt af byssum annað slagið en í Rangoon, þar sem bardagar hafa átt sér stað milii hermanna og námsmanna und- anfamar nætur, mun hafa dregið úr átökunum síðdegis í gær. Saw Maung hershöfðingi, for- sprakki valdatöku hersins á sunnu- dag, var útnefndur forsætisráð- herra í gær, auk þess sem hann fer með utanríkis- og vamarmál í stjóminni sem var mynduð á þriðju- dag, að sögn útvarpsins í Rangoon. Herinn líktist einna helst innrás- arher í höfuðborginni. Hermenn voru með eftirlit við helstu götur og leituðu skipulega að vopnum á heimilum borgarbúa. Bifreiðar vom stöðvaðar og leitað var á gangandi vegfarendum. Læknar í Rangoon og stjórnarer- indrekar telja að um þúsund manns hafi fallið síðan herforingjar tóku völdin í sínar hendur á sunnudag og skipuðu hermönnum að beita byssum til að fylgja eftir útgöngu- banni og banni við fjöldafundum. Stjómarandstæðingar segja að valdataka hersins á sunnudag sé blekking til þess gerð að tryggja áframhaldandi völd sósíalista, sem hafa verið einráðir í landinu í aldar- fjórðung. Stjómarerindrekar eru á sama máli. Aung San Suu Kyi, einn leiðtoga stjómarandstæðinga, sagði að verkföllin í landinu héldu áfram þar til mynduð yrði bráðabirgðastjóm til að koma á lýðræði að nýju í landinu. Stjómin hefur skipað svo fyrir að ríkisstarfsmenn komi starfa fyrir 3. október. íbúar Rangoon- borgar segja að engir ríkisstarfs- menn hafi enn hafið störf. Gandhi lofar viðræðum um framtíð Punjab-héraðs Tillögur Gorbatsjovs: Hóflegnr fögnuður JuUundur. Reuter. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, heimsækir nú stríðshijáð Punjab-hérað en þangað hefúr hann ekki komið í þijú ár. A miðvikudag hét hann þvi að hefja viðræður um framtíð þessa norðlæga indverska ríkis. „Ég mun boða alla stjómmála- flokka til viðræðna um vanda Punjab-héraðs til að flýta fyrir lausn þessa máls og koma í veg fyrir hryðjuverk," sagði hann þing- mönnum Kongress-flokksins. Gandhi sagði að í viðræðunum Tókýó. Reuter. NOBORU Takeshita, forsætisráð- herra Japans, fagnaði f gær tillög- um Mikhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, um minni vígbúnað á Vestur-Kyrrahafi en sagði þó, að ekki værí um að ræða mikla breytingu á fyrri afstöðu Sovét- yrði ekki rætt um blóðuga herferð sikka fyrir sjálfstæðu ríki sem þeir nefna Khalistan (Land hinna hreinu) sem kostað hefur yfir 1900 manns lífið á þessu ári. Gandhi, sem hélt ræðu sína í miklu þrumuveðri, sagði að þorps- ráðum í Punjab-héraði yrðu fengin ótiltekin völd í hendur frá sljóminni í Nýju Delhí. Ríkisstjóm Indlands bjó í haginn fyrir heimsókn Gandhis með því að sleppa 138 sikkum úr haldi. Stjóm- arerindreki hélt því fram að það væri merki um sáttfysi að yfirvöld skyldu láta suma af hermönnum sikka, sem setið hafa í varðhaldi í Jodhpur fangelsi frá því 1985, lausa. Háttsettur embættismaður í ut- anríkisráðuneytinu sagði í gær, að tillögur Gorbatsjovs væru áróðurs- bragð og tilgangurinn sá einn að minnka flotastyrk Bandaríkjamanna á Vestur-Kyrrahafi. Gorbatsjov bauðst til að leggja niður flotastöð Sovétmanna í Cam Ranh-flóa í Víet- nam legðu Bandaríkjamenn niður flotastöð sína á Filippseyjum. Takeshita kvaðst einkum fagna þeirri yfirlýsingu Gorbatsjovs, að Sovétmenn vildu bæta samskiptin við Japani en hingað til hafa tilraunir til þess strandað á því, að Sovétmenn hafa ekki enn skilað Japönum nokkr- um eyjum, sem þeir tóku í síðari heimsstyijöld. Kína: Blaðamenn kvarta undan barsmíðum Pekiog. Reuter. KÍNVERSK yfirvöld sökuðu tvo breska fréttamenn á miðviku- daginn um að fara ekki að regl- um sem meina erlendum frétta- mönnum að ferðast utan Peking án leyfis. Þau svöruðu hins vegar engu ásökunum blaðamannanna um að þeir hefðu veríð beittir barsmíðum og haldið i varðhaldi í síðustu viku I bænum Kashgar í Vestur-Kfna. Fréttamennirnir Tim Luard frá BBC og Andrew Higgins frá dag- blaðinu Independent kváðust óán- ægðir með yfírlýsingu utanríkis- ráðuneytisins um atvikið sem þeir segja að sé ónákvæm. Luard og Higgins segjast hafa mátt þola hnefahögg, barsmíðar með raf- magnskylfum og hótanir í tveggja daga varðhaldi, sem þeir voru hnepptir í þegar þeir komu til eyði- merkurborgarinnar Kashgar nærri landamærum Kína og Sovétríkj- anna í síðustu viku. í yfirlýsingu kínverska utanríkis- ráðuneytisins segir að Luard og Higgins hafí beðið embættismenn á staðnum afsökunar á atvikinu. Mennimir tveir neituðu hins vegar á miðvikudaginn að þeir hefðu brot- ið reglur og sögðust aðeins hafa beðist afsökunar á því að hafa ekki gefið yfírvöldum nákvæmar upplýs- ingar um ferð þeirra til Kashgar. Yoko Ono segir ævisögu Lennons byggða á lygum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. YOKO Ono segir f viðtali við The Sunday Times í sfðustu viku að allt, sem segir um John Lennon f nýútkominni ævisögu hans eftir bandaríska rithöfúndinn Albert Goldman, sé byggt á lygum og svipti hann allri mannlegri virðingu. klofi og hreint illmenni. Goldman Bítilsins, Stu Sutcliffes, en hann lést af heilablæðingu og naut aldrei þeirrar frægðar, sem Bítlamir nutu Ofbeldissegg- ur og illmenni Bók Goldmans kom út fyrir þremur vikum og er nú í öðru sæti yfir söluhæstu bækur í Bretlandi, sem ekki em skáldverk. Goldman hefur áður gefið út ævisögu Eivis Presleys, sem m.a. hefur komið út á íslensku, og ljóstraði þar upp um eiturlyfjaneyslu og ólifnað meistar- ans og hvílíkt flak hann varð orð- inn, þegar hann dó. Sú bók seldist vel, eins og virðist ætla að verða raunin með ævisögu Lennons. Goldman tekur Lennon sömu tök- um og Presley og segir hann hafa verið haldinn ýmsum þeim verstu löstum, sem til em í mannlegu fari. Hann hafi verið ofbeldisseggur, bamanauðgari, kynvillingur, geð- segist hafa tekið 1200 viðtöl, þegar hann var að undirbúa bókina, og sér hafi tekist að hrinda goðinu af stalli og svipta hulunni af öllum ókostum söngvarans. Neituðu að tala við Goldman Goldman segir til dæmis, að Lennon hafi átt kynferðislegt sam- band við Brian Epstein, sem var framkvæmdastjóri Bítlanna. Hann segir líka, að Lennon hafi lamið Yoko Ono, þegar honum bauð svo við að horfa, haldið fram hjá henni eftir því sem hann freCast gat og borgað 5000 dali á viku til að afla henni heróíns. Lennon á einnig að hafa drepið sjómann, þegar Bítlarn- ir vom enn lítt frægir og léku í Hamborg, og valdið dauða fimmta Margir þeirra, sem næstir Lenn- on stóðu, neituðu að tala við Gold- man. Þeir, sem eitthvað vita um þessi atvik, kannast ekki við frá- sögn Goldmans, og sum atvikanna em þess eðlis, að aldrei verður unnt að komast að hinu sanna. Engin leið að svara öllum ásökununum Yoko Ono ákvað að koma til Lundúna til að andmæla þessum óhróðri um fyrram eiginmann sinn. Hún segir, að sér hafi flogið í hug að sálga sér, þegar hún heyrði fyrst lesið úr þessari ævisögu, en það hefði hún ekki getað fengið sig til að gera vegna sonar þeirra, Sean. Hún segir, að það versta við þessa ævisögu sé, að John Lennon sé rændur allri mannlegri virðingu; það sé verra en að hún sé lygar frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.