Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 63 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ Metnaðinn vantaði Þrjú mörk Ungverja á fyrstu 19 mínútunum gerðu út um leik- inn. Aðeins rúmlega 300 áhorfendurá leiknum HRÆÐILEGT einbeitingarleysi í upphafi varð íslendingum að falli í vináttulandsleik þeirra gegn Ungverjum í gær. Ung- verjar skoruðu þrjú mörk á fyrstu 19 mínútunum og gerðu þar með strax út um leikinn. Metnaðinn vantaði svo sannar- lega hjá íslenzku leikmönnun- um enda leið þeim mörgum eins og þeir væru aðeins á æfingu, svo fáir áhorfendur voru að leiknum eða 333. Leik- urinn í gær ætti að vera mörg- um sterk aðvörun, íslenzku leikmönnunum að leggja meiri metnað í leikina, íslenzkum knattspyrnuáhugamönnum að styðja betur við landsliðið og síðast en ekki sízt íslenzkum knattspyrnuyfirvöldum, að leggja sig meira fram við að auka áhuga á knattspyrnuí- þróttinni. Leikmenn áttu erfitt með að fóta sig á hálum vellinum í gær, einkum íslendingar. Ungveijar gengu á lagið og skoruðu eftir að- eins tvær og hálfa mínútu. Guðni Bergsson hrasaði þá á vellinum, knöttur- inn fór í öxl hans og upp úr því komst József Kiprich einn í gegn og renndi knettinum Guðmundur Jóhannsson skrifar Island- Ungverjaland O : 3 Laugardalsvöllur, vináttulandsleikur í knattspyrnu, miðvikudaginn 21. sept- ember 1988. Mörk Ungveija: József Kiprich (3., 19.), István Vincze (16.). Gult spjald: Ekkert. Áhorfendun 333. Dómari: Bo Stelán, Svfþjóð. Línuverðir: Jan E. ’Pettersson og Jan Dolk. Svíþjóð. Lið Islands: Bjami Sigurðsson, Gunn- ar Gíslason, Atli Eðvaldsson, Pétur Ormslev (Viðar Þorkelsson vm. á 80. mín.), Ólafur Þórðarson, Sævar Jóns- son, Guðni Bergsson, Sigurður Jóns- son, Sigurður Grétarsson, Ragnar Mar- geirsson (Amljótur Davíðsson vm. á 75. mín.), Ómar Torfason. Lið Ungveijalands: Péter Ðisztl (Józ- sef Gáspár vm. á 79. mín.), Sándor Sallai, Antal Nagy (Attila Pinter vm. á 46. mín.), József Keller, István Koz- ma, Antal Roth (Imre Fodor vm. á 79. mín.), József Kiprich (Géza Mészóöely vm. á 79 mín.), Ervin Kovács, Lázslo Gyimesi (József Gregor vm. á 46. mín.), István Vincze, Gyula Hajszán. BRETLAND Rangers og Aberdeen íúrslit Það verða Rangers og Aberdeen sem mætast í úrslitaleik skoska deildarbikars- ins í knattspymu. Bæði liðin unnu leiki sína í undanúrslitum nokkuð ömgglega. Aberdeen sigraði Dundee United á Dens Park í Dundee 2:0. Rangers sigraði Hearts á Hampden Park 3:0. Aberdeen og Rangers munu því mætast í úrslitaleik 23. október. Einnig var leikið í 2. deild í ensku knattspymunni í gær og úrslit urðu þessi: Chelsea-Manchester City... i:3 Hull-Blackbum...............1:3 Oldham-Oxford...............3:o Shrewsbury-Ipswich..........i;5 Stoke-Portsmouth............2:2 Sunderland-Crystal Palace..1:1 Swindon-Boumemouth..........3: j Walsall-Birmingham..........5:o Leeds-Bamsley...............2:0 Leicester-Plymouth..........2:0 fram hjá Bjarna Sigurðssyni í mark- ið. Skömmu síðar vom íslendingar nálægt því að jafna. Sigurður Grét- arsson komst þá einn inn fyrir vörn Ungverja en skaut naumlega fram- hjá. Á 16. mínútu sofnaði íslenzka vömin aftur og István Vincze komst einn í gegn og skoraði. Ekki vom liðnar nema þijár mínútur frá þessu þegar Ungveijar bættu við þriðja markinu. íslending- ar vom þá enn einu sinni sofandi á verðinum og það nýtti József Kiprich sér. Hann komst einn í gegn hægra megin og skoraði glæsilega í fjærhomið, 0:3. Eftir þessa rosalegu rassskell- ingu í upphafi tóku íslendingar nokkuð við sér. Þeir vora hættu- legri eftir þetta en nýttu ekki fær- in. Ragnar Margeirsson komst til dæmis í dauðafæri en missti knött- inn frá sér. Leikurinn fór að bera þess merki að Ungvetjar vom með ömgga forystu og hálfgerður æf- ingaleiksbragur á öllu saman. Sig- urður Grétarsson skapaði hvað mestu hættu. Betra í selnnl hálfleik Leikur íslendinga batnaði í síðari hálfleik, einkum vamarleikurinn. íslendingar áttu meira í hálfleiknum en nýttu ekki færin og það gerði gæfumuninn. Ómar Torfason komst í dauðafæri eftir snarpa sókn en hitti knöttinn illa og ungverski markvörðurinn náði honum. Skömmu síðar fengu Ungveijar bezta færi sitt í hálfleiknum. Þá munaði litlu að Kiprich skoraði þriðja mark sitt í leiknum en skaut í slá. Aðeins munaði hársbreidd að ís- Iendingar skomðu þegar Sigurður Jónsson átti gott skot sem ung- verski markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum. Sigurður Grétarsson náði boltanum aftur og sendi á Sævar Jónsson sem skaut að marki af stuttu færi en markvörðurinn varði með fótunum og tókst að handsama knöttinn. Liðin Aðalmunurinn á liðunum var sá að Ungveijar nýttu færi sín en ís- lendingar ekki. Ungverjar vom ekki með sitt sterkasta lið og skiptu auk þess um fimm leikmenn í leiknum en í íslenzka liðið vantaði tvo leik- menn frá því í leiknum við Sovét- menn, þá Ásgeir Sigurvinsson og Amór Guðjohnsen. Augljóst er að íslenzka landsliðið getur miklu meira en það sýndi í þessum leik en það náði ekki upp jieim barattuanda sem einkennir lið- ið þegar það leikur bezt. Nafnamir Sigurður Grétarsson og Sigurður Jónsson vom beztir íslendinga en aðrir vom nokkuð frá sínu bezta. Ungverska liðið var jafnt. „Voru eins og old boys-lið! - sagði Siegfried Held landsliðsþjálfari U Siegfried Held, landsliösein- valdur íslenzka liöslns: Leikmenn okkar skorti einbeit- ingu í byijun, þeir vom eins og „old boys-lið“ og Ungveijamir refs- uðu okkur grimmilega fyrir það. Eftir það þróaðist leikurinn í sam- ræmi við forskotið. Það er mjög erfitt að leika nær allan leikinn þremur mörkum undir. Það að Am- ór og Ásgeir vantaði, gerði ekki gæfumuninn. Ég hef ekki í hyggju að gera miklar breytingar á liðinu fyrir næstu leiki. Þeir sem hafa verið í hópnumí sumar em beztu leikmennimir. Atll Eövaldsson: Ég ætla ekki að fara að afsaka slaka frammistöðu okkar í leiknum en það verður að segjast eins og er að það er ákaflega erfítt að ná upp réttri stemningu þegar svona örfáir áhorfendur koma á völlinn. Við vomm ekki með í upphafi en þeir refsuðu okkur og nýttu sín færi en við ekki. Það hefiir verið KNATTSPYRNA einkennandi í landsleikjunum í sum- ar, að hin liðin nýta sín færi mun betur en við. Siguröur Grétarsson: Ég fékk gott tækifæri til að jafna á fyrstu mínútunum en það munaði hársbreidd. Það er skrýtið að koma svona heim og spila lands- leik fyrir framan svo fáa áhorfend- ur. Þetta em jafnmargir áhorfendur og koma til að horfa á æfingar hjá okkur í Luzem. Ég verð ekki með í Danaleiknum en held að ég geti verið með gegn Tyrlgum. Gyoergy Mezey, þjðlfarí ung- verska landsliösins: Eftir að við náðum forystunni þróaðist leikurinn á sérstakan hátt, því að íslendingar urðu að sækja. Þannig varð leikurinn opnari fyrir vikið. íslendingar em með hættu- legt lið og em líkamlega sterkir. Þeir söknuðu [Ásgeirs] Sigurvins- sonar og [Amórs] Guðjohnsens. í okkar lið vantaði átta leikmenn. Fyrirliðar berjast Morgunblaðið/RAX Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins og Sándor Sallai, fyrirliði Ungveija eiga hér í harðri baráttu í leiknum í gær. íslendingar urðu að þola 0:3 tap eftir hræðilega byijun. KNATTSPYRNA / BELGIA Glæsimark Amórs Tryggði Anderlecht sigur á FC Brugge, 1:0 og efsta sætið í deildinni ARNÓR Guðjohnsen átti frá- bæran leik meö liði sínu And- eriecht i gærkvöldi. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn FC Brugge með glæsi- legri hjólhestaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Anderlecht er nú í efsta sæti belgísku deildarinnar eftir 9 umferðir með 16 stig. Mechelen sigraði Lokeren í gær, 2:1, og er í öðm sæti með jafnmörg stig. Antwerpen gerði jafntefli við Loker- en og lið Guð- mundar Torfason, Genk, gerði markalaust jafntefli við Molen- beek. Frá Bjama lCfarkússyni i Belgiu Belgíska sjónvarpið sýndi fráJH leiknum í gærkvöldi og sagði fréttamaður þess að Amór hafi verið besti leikmaður vallarins. Amór var tekinn tali af sjón- varpsmönnum eftir leikinn og sagði: „Þetta var mjög góður leik- ur og það var frábært að skora svona rétt fyrir leikslok." Mark Amórs I gær var hans fjórða í deildinni á þessu keppn- istímabili og örugglega það glæsi- legasta. Andersen sendi fyrir markið á Kmcevic sem fram- lengdi með kollspymu á Amór sem var í miðjum vítateig. Hann snéri bakinu í markið og skoraði með hjólhestaspymu í hægrJ^T, homið. Slæm útkoma í 3. riðli ÞJÓÐIRNAR sem leika í 3. riðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu fengu slæma út- reið í vináttulandsleikjum sínum í gær og í fyrradag. Aö- eins Tyrkir sigruðu, unnu Grikki 3:1 ígær. ísland, Sovétríkin, Austurríki og Austur-Þýska- land töpuöu öll sínum leikjum. Sjálfsmark Sovétmannsins Wednesda Schamatovalenko tryggði V-Þjóðveijum sigur á Sov- étmönnum í vináttulandsleik í knattspymu í gær. Leiksins verður þó líklega helst minnst fyrir hve fáir áhorfendur létu sjá sig. Aðeins 16.000 áhorfendur mættu á völlinn í Dusseldorf en aldrei hafa færri áhorfendur verið á A-landsleik í V-Þýskalandi. Þess má geta að sæti em fyrir 80.000 manns á vell- inum. Sjálfsmark Schamatovalenko kom á 57.-mínútu. Hann sendi bolt- ann framhjá markverðinum Victor Chanov eftir sendingu frá nýliða í v-þýska landsliðinu, Knut Rein- hardt. Fram að markinu vom Sovét- menn heldur sterkari og Igor Bel- anov átti m.a. gott skot í stöng. Óvænt tap A-Þjóðverja Austur-Þjóðveijar töpuðu fyrir Pólverjum á heimavelli 1:2 og komu úrslitin nokkuð á óvart. Loks töpuðu Austurríkismenn fyrir Tékkum 2:4 í Prag í gær. Danek skoraði tvö mörk fyrir Tékka og Luhovy og Bilek eitt mark hvor. Pacult og Willfurth skomðu mörk Austurríkismanna. Sérstakt ólympíublað Á meðan á Ólympíuleikun- um stendur mun fylgja sérstakt ólympíublað. í dag fylgir tólf síðna ÓL blað í miðopnu. GOLF Haustmót GR ÆT Alaugardaginn fer fram haustmót í Grafarholti. Leiknar verða 18 holur, með og án forgjafar. Ræst verður út fPBP kl. 09.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.