Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 TEAMWORK 88 lokið APIC Flotaæfingn Atlantshafsbandalagsins TEAMWORK 88 er nú lok- ið, en hún þótti takast með ágætum þrátt fyrir að vond veður hömluðu mönnum framan af. Einn veigamesti liður æfingarinnar var landganga í Norður-Noregi, en til hennar yrði gripið ef ráð- ist yrði inn í Norður-Noreg og sótt suður eftir Noregi af hugsan- legum óvini. Á myndinni að ofan má sjá bandaríska og breska landgönguliða gera strandhögg i Tovik. Er grannt er skoðað má sjá móta fyrir bandaríska flugmóðurskipinu Nassau í fjarska. Sovétríkin: Mótmælendum refs- að með vinnubúðavist Moskvu. Reuter. SOVÉSK yfirvöld hafa með nýrri tilskipun gert mótmælaaðgerðir að refsiverðu athæfi, að viðlögðum háum sektum og skipuleggjend- ur þeirra geta vænst vistar í vinnubúðum. Tilskipunin, sem kom til fram- þriggja daga frá brotinu. kvæmdar 29. júlí, var ekki gerð Tilskipunin var samþykkt af for- heyrinkunn fyrr en síðastliðinn sætisnefnd Æðsta ráðsins, þings sunnudag, 18. september. Hún er Sovétríkjanna. Önnur tilskipun, Haiti: Avril forseti velur nýj- an yfirmann hersins Port-au-Prince PROSPER Avril, hinn nýji for- seti Haiti, setti í gær Herard Abraham í embætti yfirmanns hersins. Abraham, sem var ut- anrikisráðherra í stjórn Namp- hys sem settur var af eftir þriggja mánaða valdatíð, hefur á sér orð fyrir að vera hófeamur og gæti hann reynst mikilvægur hlekkur í að stilla ófriðaröldur meðal lágt settra hermanna sem kreQast lýðræðislegri sljórnar- hátta. Útvarpsstöðvar á Haiti hafa flutt fréttir af því að ungir hermenn úr 15 herdeildir risið upp gegn herfor- ingjum sínum og handtekið þá fyrir tengsl við Tonton Macoutes, hina hötuðu dauðasveit sem Papa Doc kom á fót árið 1962 til mótvægis við völd hersins. Það vakti mesta athygli á lista yfir stöðuhækkanir og uppsagnir að nafn Jean-Claude Pauls, her- foringja hinna valdamiklu Dessalli- nes herdeildar, var hvergi að finna. Svo virðist sem Jean Claude, sem er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir eiturlyíjasmygl, hafí stutt uppreisn- ina á laugardag og verið talinn líklegur sem nýr yfírmaður hersins. Talið er líklegt að samskipti Avrils og Jean-Claude Pauls ráði miklu um valdajafnvægi á Haiti í framtíð- inni. Avril hefur einnig tilnefnt 11 óbreytta borgara í 12 manna ríkis- stjóm en sumir þeirra störfuðu í bráðabirgðastjóm þeirri sem sett var á laggimar þegar Papa Doc hraktist frá völdum í febrúar 1986. Avril sagði að tilkoma þeirra í ríkis- stjóm Haitis væri teikn um lýðræð- islegri stjómarhætti. nýjasta aðgerð yfírvalda til að hindra mótmælaaðgerðir almenn- ings. Þessar róttæku aðgerðir virð- ast í andstöðu við stefnu Kreml- veija um opnari stjómarhætti. Samkvæmt tilskipuninni verða þeir sem taka þátt í óleyfílegum mótmælaaðgerðum eða sækja mót- mælafundi, sektaðir um allt að 23.000 krónur, sem eru ein og hálf mánaðarlaun, eða í „sérstökum til- vikum" refsað með varðhaldi í allt að 15 daga. Refsing fyrir annað brot á sama ári hljóðar upp á allt að 73.600 króna sekt eða refsivist í allt að tvo mánuði eða varðhald í 15 daga. Skipuleggjendur mótmælaað- gerða sem handteknir em öðm sinni geta gert ráð fyrir allt að 6 mánaða vist í fangelsi eða vinnubúðum, betmnarvist í allt að eitt ár eða 147.200 króna sekt. Refsingunni útdeilir dómari sem verður að fella úrskurð innan sem samþykkt var daginn áður og birt var samstundis í sovéskum dagblöðum, bannar allar mótmæla- aðgerðir sem ekki hefur fengist leyfí fyrir með 10 daga fyrirvara og yfírvöld hafa ekki lagt blessun sína yfír. Nýjar lög-reglusveitir Síðan tilskipunin frá 29. júlí kom til framkvæmda hafa nýstofnaðar lögreglusveitir haft afskipti af mót- mælum í Moskvu, handtekið mót- mælendur og í sumum tilvikum einnig vegfarendur. Sovéskir blaðamenn hafa kvartað undan illri meðferð sérstakra sveita lögreglu við mótmælaaðgerðir 21. ágúst síðastliðinn, þar sem 100 manns voru handteknir þegar minnst var 20 ára afmælis innrásar Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Tveir félagar Lýðræðissam- bandsins, sem er félagsskapur er hefur það að markmiði að rísa gegn pólitískri einokun kommúnista- flokksins, voru dæmdir í 15 daga fangelsi 22. ágúst síðastliðinn. Tilskipunin frá 28. júlí hefur valdið miklum kurr meðal fijáls- lyndra dagblaða og tímarita. Viku- ritið Moskvufréttir hefur til að mynda gagntýnt þessar hömlur og sagt að þær séu ekki í samræmi við glasnost-stefnu Míkhaíls S. Gor- batsjovs, aðalritara sovéska komm- únistaflokksins. Hópur í Moskvu sem starfar í kyrrþey og stofnaður var til stuðn- ings endurbótastefnu Gorbatsjovs, fundaði í síðustu viku og ræddi aðgerðimar. Útlendingum var meinaður aðgangur að fundinum. Tilskipunin frá 29. júlí um refs- ingar, sem tilkynnt var um í litlu fréttatímariti, hefur ekki verið birt opinberlega í fjölmiðlum þó svo hún sé þegar í fullu gildi. Á sama hátt hefur hvergi verið minnst á aðra tilskipun frá 28. júlí í fjölmiðlum sem kom upp á yfír- borðið seint í síðasta mánuði. Hún felur í sér að herliði undir stjóm innanríkisráðuneytisins er heimilt að bæla niður mótmælaaðgerðir, fara inn á heimili án leitarheimildar og beita sér gegn verkföllum. * Arás á vestur-þýskan ráðuneytisstjóra: Rauðu herdeildímar lýsa ábyrgðinni á hendur sér Ottast frekari hryðjuverk í tengslum við fund alþjóða Qármálastofnana í V-Berlín Bonn. Reuter.# ÖFGASAMTÖklN Rauðu herdeildirnar hafa lýst ábyrgð á hendur sér á skotárás á Hans Tietmeyer, ráðuneytisstjóra í vestur-þýska fjármála- ráðuneytinu. Samtökin sendu fréttastofum bréf í gær sem er undirrit- að af „sveit Khaled Aker“ og ber merki Rauðu herdeildanna (RAF). Opinberir embættismenn segjast búast við annarri hryðjuverkaárás samtakanna í tengslum við ársfúnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans sem hefst í dag í Vestur-Berlín. ' Tietmeyer slapp naumlega óskadd- Skilaboðin frá Rauðu herdeildun- aður úr árásinni á þriðjudag. Hann um eru svohljóðandi:’ „Koma skal á var á leið til vinnu sinnar og hafa fúndist 10 skot í bílnum hans. Þykir ljóst að ráðist hafí verið á Tietmeyer í tilefni fundar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. Tietmey- er er einn af skipuleggjendum fundar- ins. Samkvæmt heimildum innan lög- reglunnar bendir ýmislegt til þess að ræna hafí átt Tietmeyer. Árásar- mennimir tveir skutu aðallega á hjól bifreiðarinnar. Dvöl er heimil á niillilendingastöðum án aukagjalds. Til dæmis er hægt að koma við í Glasgow á leið til Kaup- mannahafnar og í Osló á leiðinni til baka. FLUGLEIÐIR -fyrfrþfg- * fót einingu byltingarsinna! Baráttan í miðstöð heimsvaldastefnunnar fer fram í herfræðilegri einingu með baráttunni í þremur heimsálfum suð- ursins! Samstaða með uppreisn pal- estínsku þjóðarinnar!" Undiskriftin er Sveit Khaleds Akers. Rauðu herdeildimar. í sex síðna bréfi sem fylgir með orðsendingunni segir meðal annars að Tietmeyer beri ábyrgð á „þjóðar- morði og hörmungum í Þriðja heimin- um. Sem fulltrúi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans þróar hann og knýr í gegn heimsvalda- stefnu útrýmingar með hjálp hung- ursneyðar og niðurbælingar upp- reisnarafla í ríkjum suðursins." Yfirlýsingar á ítölsku og þýsku Bréfínu fylgdu yfírlýsingar á þýsku og ítölsku með merkjum Rauðu her- deildanna og systursamtaka þeirra á Ítalíu. Þar var efnahags- og fjármála- stefna vestrænna ríkja fordæmd og rætt um sameiginlega árás skæru- liðahreyfínganna á „heimsvaldastefn- una“. Samkvæmt heimildum innan lög- reglunnar hefur byssan fundist sem beitt var í árásinni á Tietmeyer. Þetta var hálfsjálvirkur riffíll af gerðinni ITHAKA 37 sem einkum er notaður í hernaði og af óeirðalögreglu. Er talið að þetta sé sama byssan og sto- lið var í árás á skotfæraverslun nærri Ludwigshafen í nóvember 1984. Frá því var skýrt á Ítalíu í gær að fyrir tveimur vikum hefði fundist bréf í fórum ítalskra öfgasinna sem er samhljóða bréfinu sem Rauðu her- deildimar sendu frá sér í gær. «! m Wwrttí köBRiRsÍö V.hal rote aíTse fr DNAKE HtRSTEiLtH !!AUSTl$C ;0?!T!tfíHTE !R 2£8TR»< tR $Tf IK fÍ!HR£*< FSTAN0 DtS Pkl HH£ iCHEfi 111! M > tNlel den stsjT' ir, ang.grlfíen. r der heijptaiitetjrí; <ra •t«1er, eerop'ítsfcher umi (pperlsUstischen syste- ester Reuter Hér má sjá skeyti það sem barst fréttastofum í gær frá Rauðu her- deildunum. Þar lýsa samtökin ábyrgð á hendur sér á árás á Hans Tietmey- er, ráðuneytisstjóra í vestur-þýska fjármálaráðuneytinu (innfellda myndin). Óspektir í Hamborg’ Ráðist hefur verið á banka og bif- reiðar í Vestur-Berlín í tilefni fundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Öfgasinnum til vinstri og stjómleysingjum hefur verið kennt úm árásimar. Á mánudag réðust grímuklæddir óeirðaseggir vopnaðir kylfum inn á opinberan fund í Ham- borg þar sem verið var að ræða fund- inn í Vestur-Berlín. Innrásarmennim- ir börðu fundargesti og lögreglu klædda borgaralegum klæðum, smurðu einn fundarmanna með dýra- blóði, sprautuðu sýmvökva og rufu hljóðnemasnúrur. Tveir framsögu- menn á fundinum meiddust lítillega. Áður en óeirðaseggimir yfirgáfu sal- inn sprautuðu þeir slagorðinu „í sam- vinnu við Rauðu herdeildimar" á vegginn. Hljótt hefur verið um Rauðu her- deildimar, arftaka Baader-Meinhof- hópsins, síðan í október árið 1986 er háttsettur starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins var myrtur á götu úti í Bonn. Talsmenn lögreglu segja að samtökin hafi verið endurskipulögð undanfarin tvö ár. Nú sé í þeim tutt- ugu manna kjami auk tvö hundruð stuðningsmanna víðs vegar um Vest- ur-Þýskaland. Samtökin eiga náið samstarf við Rauðu herdeildirnar á Ítalíu og Action Directe í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.