Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Eiríkur Guðjónsson, Asi - Minning Fæddur 2. febrúar 1913 Dáinn 31. ágúst 1988 Við erum oft minnt á það að snögg eru skil lífs og dauða. Hvað margt kemur fram í hugann er við stöndum andspænis því er góður granni eða nákomið skyldmenni er horfíð sjónum okkar og samskipt- um. Líkt og þegar skúr eða él dyn- ur yfír okkur og svo aftur þegar sólin brýtur sér braut gegnum myrkur og kulda og vermir okkur eins og móðir sem leggur hlýja hönd og kinn að bami sínu. Að kvöldi 31. ágúst síðastliðins varð bráðkvaddur við heimili sitt Eiríkur Guðjónsson bóndi, Ási II í Ásahreppi. Eiríkur var fæddur að Ási 2. febrúar 1913 og var því 75 ára. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi í Ási ættaður frá völium í Landsveit. Eiríkur ólst upp í foreldrahúsum ásamt tveim bræðrum, Hermanni og Jóni Hauk, og tveimur systrum, Ingveldi og Guðrúnu Hlíf. Hann ásamt systkin- um sínum kom fljótt til starfa og veitti foreldrum sínum lið við bú- skapinn. Hann var vinnuglaður og kappsamur að öllu sem hann gekk. Þeir eiginleikar entust honum þar til yfír lauk. Skólaganga hans var stutt eins og yfirleitt hjá æsku þess tíma. Eftir stuttan bamaskóla fór hann að Laugarvatni og það hefur honum orðið notadijúgt nám. Eirík- ur átti gott með að koma skoðunum sínum á framfæri. Yfírleitt í fáum orðum á skýran látlausan og hisp- urslausan hátt. Laugarvatnsveran hefur eflaust mótað hann til góðra hugsana og verka, eins og svo marga unga menn þess tíma. Enda hefur fjöldi af þeim hópi farið með það eitt veganesti út í lífíð og orðið haldgott akkeri við að takast á við vandamál þjóðarinnar og famast vel. Eiríkur mat mikils þau uppeld- isáhrif, sem Laugarvatnsskólinn hafði á þann hóp er þangað sótti menntun. Er Eiríkur var að alast upp var Þjórsártún miðstöð mannfunda og félagslegra athafna á Suðurlandi. Þar vom húsráðendur móðursystir hans, hjónin Guðríður og Ólafur Isleifsson læknir, mannvinur og farsæll í starfi þó menntun væri í neðri mörkum miðað við síðari tíma. Þar vom stofnuð þau félagasamtök sem hafa verið burðarásinn undir lífsafkomu okkar Sunnlendinga Qárhags- og menningarlega. Þar var gengið frá stofnun Búnaðar- sambands Suðurlands, héraðssam- bands Skarphéðins og Framsóknar- flokksins og fleiri samtök stór og smá komust þar á legg. Sum hafa að vísu hætt starfsemi, önnur sam- einast og rekin í öðm formi. Þama vom oft haldnir fjölmennir fundir, námskeið og samkomur af öllu tagi, þar vom fluttir fyrirlestrar af fróð- um mönnum og margvíslegar leið- beiningar fyrir bændur og búalið. Þar stóð héraðssambandið Skarp- héðinn fyrir íþróttamóti — Þjórsár- mótið eins og það var kallað um áratugaskeið. 011 sú félagsstarf- semi sem þar fór fram hefur eflaust veitt Eiríki gott veganesti er hann gekk að félagsstörfum síðar á ævinni. Einn stærsti þáttur Eiríks og sá kærasti eru án efa störf hans í þágu UMF Ásahrepps því hann hreifst eins og fleiri æskumenn þess tíma af starfi ungmennafélag- anna enda vom þau nokkurs konar þjóðarskóli áður en alþýðu- og hér- aðsskólamir tóku til starfa. Er það ekki vegleg viðurkenning að heyra það frá mörgum forystumönnum þjóðarinnar þegar þeir em spurðir á efri ámm hvað hafi þroskað þá mest undir lífsbaráttuna. Svarið hefur oft verið á þessa leið, jú, það var í gegnum starfið í ungmennafé- laginu í sveitinni heima. Ég held að það sé ekki ofsagt að það er ómælt það starf sem ligg- ur eftir Eirík á vettvangi UMF Ásahrepps. Var hann alls staðar hvetjandi og upplífgandi, hvort sem var í umræðum á fundum, söng, leikstarfsemi eða skemmtiferðum, samkomum og öllu sem félagið starfaði að. Eiríkur varði málstað félagsins af krafti og einurð ef hon- um fannst að þvi vegið. Aðeins vil ég geta um byggingu félagsheimil- isins, þar var ekki tekið á verkum með neinum vettlingatökum. Það er enginn efí, að væri byggingar- saga þess skráð, þá hygg ég að nafn Eiríks yrði með þeim efstu í þeim stiga. Undirritaður átti sam- leið með Eiríki í UMF Ásahrepps um 52 ára skeið og hygg ég að ég fari með rétt mál að það muni ekki vera nema tveir eða þrír fundir sem hann hefur ekki setið sem eru orðn- ir nokkuð margir í gegnum árin þó þeim hafí farið fækkandi í seinni tíð. Ef fólkið yfírleitt rækti þannig skyldumar við sjálft sig og félagið í stað þess að fá fundarfréttir mis- jafnlega frambomar að þá væri ábyggilega hægara að sameina kraftana til félagslegra átaka á breiðari gmndvelii því orðin eru til alls fyrst. Gjaldkeri var hann í tutt- ugu ár. Hygg ég að það hafí oft verið nokkuð mikið starf og erfítt því félagskassinn reyndist yfírleitt innihalda litla fjármuni en starfsem- in á þeim áranum oft mikil. Líka veit ég að oft fór Eiríkur í sitt eig- ið veski og borgaði nokkuð stórar upphæðir fyrir félagið í lengri og skemmri tíma og sumt ekki alltaf endurheimt að fullu. Frágangur á reikningum frá þessu tímabili er til fyrirmyndar enda skrifaði hann mjög skýra og fallega rithönd enda þurfti hann ekki að sækja þá list langt því skrift föður hans var alla tíð til fyrirmyndar. UMF Ásahrepps stendur í mikilli þakkarskuld við Eirík og einnig foreldra hans því að á fyrstu áratugum félagsins stóð heimili þeirra því opið til veitinga á samkomum og annarri aðstöðu fyrir samkomugesti. Oft á seinni áram sámaði Eiríki skattheimta þess opinbera á þessu fámennu fé- lög. Honum fannst oft takmarkaður skilningur á því að peningamir era afl þeirra hluta er gera skal í hinum dreifðu byggðum. Eiríkur unni mjög söng og fag- urri tónlist enda var það stór þáttur í starfí UMF Ásahrepps í hálfa öld eða meir. Upp úr því sönglífi kom kirkjukór Kálfholtskirkju sem starf- að hefur með myndarbrag og Eirík- ur söng með í til síðustu stundar. Eiríkur tók við búi af foreldram sínum að Ási þegar aldur færðist yfír þau og vinnuþrekið hvarf. Hann ræktaði og byggði upp á jörðinni af stórhug og rak myndarlegt bú og arðsamt um þriggja áratuga skeið. Hann naut mikið hjálpar systkina sinna við búskap og upp- byggingu enda hafa öll sýnt bróður sínum og æskustöðvunum mikla tryggð og ræktarsemi. Enda mat Eiríkur það eins og við aðra sem sýndu honum gott. Eiríkur giftist ekki og átti ekki afkomendur en góður faðir og eigin- maður hygg ég að Eiríkur hefði orðið því hann hafði mikið yndi af að laða að sér böm. Oft mátti sjá lítinn lófa halda í hönd hans. Var hann ólatur að fara í gönguferðir með lítinn frænda eða frænku og nágrannaböm. Bjó hann fyrst með ráðskonum þar til elli lamaði lífsorku foreldra hans þá kom Guð- rún systir hans þeim til aðstoðar síðustu árin og aðstoðaði síðan bróður sinn til síðasta dags. Eins og áður er drepið á hafði Eiríkur mikil afskipti af félagsmál- um. Hann sat í hreppsnefnd 1954— 1978, oddviti árin 1956—1958, tók við starfí deildarstjóra Sláturfélags Suðurlands 1965 að föður sínum látnum. En hann var búinn að vera deildarstjóri frá upphafi Sláturfé- lags Suðurlands. Éinnig tók hann við umboði Samvinnutrygginga af föður sínum.'Þá hafði hann fast- eignamatið og var umboðsmaður skattstjóra. Þessi störf hafði hann með höndum til dauðadags. Mörg- um öðram störfum gegndi hann sem ekki verða talin hér. Hrepp- stjóri var hann frá 1976—1984, lét þá af störfum fyrir aldurs sakir vegna nýrra laga. Eitíkur unni mjög sögu okkar og þjóðlegum fróðleik, þess ber merki þáttur Ásahrepps í ritinu sunn- lenskar byggðir. Þar vann hann mikið starf af mikilli samviskusemi og nákvæmni. Fastmótaðar stjómmálaskoðanir hafði Eiríkur, var alla tíð traustur stuðningsmaður Framsóknar- flokksins. Hreinn og einarður í skoðunum og gat ýtt frá sér á þeim vígvelli ef því var að skipta. Kunn- ugt var mér um það að pólitískir andstæðingar mátu hann stundum mikils og hefðu talið feng að hafa hann í liði með sér. Öll þessi störf leysti Eiríkur af hendi með stakri reglusemi, geymdi ekki til morguns Fædd 29. nóvember 1898 Dáin 12. september 1988 Hinn 12. september sl. andaðist á Sólvangi í Hafnarfírði systir mín, Margrét S. Briem. Hún var næst- elst 11 bama hjónanna Sigurðar Magnússonar, trésmíðameistara og bónda í Miklaholtshelli í Ámessýslu, síðar á Stokkseyri, og konu hans Hólmfríðar Þ.R. Gísladóttur. Margrét var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Jónsson, bóndi og sjómaður. Þau bjuggu á Svanavatni í Stokkseyrarhreppi í 16 ár og áttu þau fjögur böm: Bjama, f. 29. ágúst 1921, d. 20. maí 1927; Ástvald, rafvirkjameistara, f. 23. júlí 1923. Hans kona er Guðlaug H. Ámadótt- ir. Þau eiga 3 böm, Ástvald, Lilju og Sólrúnu; Sigurð, verslunarmann, f. 2. sept. 1926. Hans kona er Hulda Guðmundsdóttir. Þau eiga 5 böm, Örvar, Guðmund, Jón, Sigurð Ómar og Davíð Art; Hólmfríði Þór- unni Ragnheiði, f. 22. maí 1931, d. 1970. Hennar maður var Sveinn Jónsson frá Kothúsum í Garði og áttu þau 3 böm, Margréti, Ara Þorkel og Jón, en Hólmfríður átti son áður en hún giftist. Hann heit- ir Hólmþór. Seinni maður Margrétar er Har- aldur Ó. Briem, póstmaður, f. 23. júlí 1905 og eiga þau einn son, Valdimar, doktor í sálfræði, f. 1. febrúar 1942 en hann býr í Sviþjóð. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inmanni, bömum, bamabömum og bamabamabömum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Hin langa þraut er Iiðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Ingvar G. Sigurðsson Elskuð móðir mín, Margrét Sig- urðardóttir, lést að Sólvangi í Hafn- arfírði 12. september sl. eftir langa sjúkdómslegu. Hún giftist árið 1920 föður mínum, Jóni Jónssyni (Jóns það sem hann gat gert í dag. í gegnum allt sitt félagsmálastarf hygg ég að hann hafí viljað vera þeim skjól er fátækari vora eða stóðu á einhvem hátt höllum fæti í lífinu. Þó greindi stundum á í orð- um var sátt og samlyndi og hlýhug- ur sú undiralda sem undir bjó. Árið 1979 hætti Eiríkur hefð- bundnum búskap enda þreyta og lamað vinnuþrek farið að segja til sin. Þrátt fyrir það hafði hann allt- af nóg að gera. Sneri hann sér meðal annars að því að gróðursetja tijáplöntur. Era komnir vel á stað tveir mjög myndarlegir skógarblett- ir sem bera vott um það að þar hefur verið unnið að af alúð og elju- semi enda era þau orðin mörg dags- verkin þessi ár sem hann er búinn að leggja í þetta. Vonandi fær þetta að að vaxa og þroskast og verða honum minnisvarði um ókomna tíð. Þá lagði hann mikla vinnu í að halda við húsum og mannvirkjum og snyrta til úti og inni því hann hafði næmt auga fyrir listrænu og hlýlegu útliti og haga hönd. Á síðastliðnu ári málaði hann flest hús að miklu leyti, þök og veggi. Það má því segja að þar sé í öllu skilað af sér í góðu standi að loknu far- sælu dagsverki. Jafnframt þessu á síðustu áram gaf hann sér oft tíma til að heilsa upp á eldra fólk og þá sem eitthvað vora fatlaðir til ferða. Veit ég með vissu að þar sakna sumir vinar og velgjörðarmanns. Frá mér persónulega hrannast upp hafsjór minninga eftir nær 65 ára samleið. Alla tíð vora samskipt- Grímssonar, hafíisögumanns á Stokkseyri), og hófu þau þá strax búskap á Mið-Kekki (síðar Svana- vatni) á Stokkseyri og bjuggu þar í 16 ár, eða þar til þau skildu vorið 1936. Við börnin þeirra urðum fjög- ur, en eram nú aðeins tveir bræður á lífi. Þá vora’ erfiðir tímar, kreppan mikla gekk yfír en til þess að færa björg í bú stundaði faðir minn sjó- sókn á vetram jafnframt búskapn- um og hann var svo mikill dugnað- ar- og aflamaður, að þegar hann kom heim á vorin var oft miðlað mat á aðra bæi, þar sem minna var til. Móðir mín var mikil búsýslukona, nýtin og sparsöm. Hún pijónaði eins og þá þótti sjálfsagt og saumaði flíkur á okkur bömin og gerði skó úr skinnum. Ég eignaðist t.d. ekki mína fyrstu „spariskó" fyrr en und- ir fermingaraldur. En lífið var ekki eingöngu erfíð- is-strit. Móðir mín var mjög söng- elsk og hafði fallega söngrödd, enda söng hún í mörg ár í kirkjukór Stokkseyrar, undir stjóm nágranna okkar á næsta bæ, Gísla Pálssonar í Hoftúni, sem var bróðir ísólfs Pálssonar tónskálds og organisti í Stokkseyrarkirkju í 50 ár. Er mér enn minnisstætt hve oft og hve ljúft hún söng fyrir okkur og með okkur á löngum vetrarkvöldum. Hún var líka með afbrigðum barngóð og mörg vora þau bömin sem hún fóstraði, skyld bæði og vandalaus, bæði sumarlangt í sveit- inni og eins eftir að hún fluttist til Reykjavíkur annaðist hún og fóstr- aði böm, í lengri og skemmri tíma. Á árinu 1941 giftist móðir mín eftirlifandi manni sínum, Haraldi Ó. Briem og bjuggu þau í Skálavík á Stokkseyri í 5 ár en fluttust þá til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan, lengst af á Grettisgötu 53b. Þau eignuðust einn son, Valdimar, doktor í sálarfræðum, sem er bú- settur í Lundi í Svíþjóð. Ég og fjöl- skylda mín vottum þeim okkar dýpstu samúð og hluttekningu. Móður okkar biðjum við Guðs bless- unar. Sigurður Jónsson Minning: Margrét Sigurðar- dóttirBriem in náin og ýmiskonar viðskipti fóra ffam okkar á milli sem yfírleitt vora á þann veg að þau vora mér fremur í hag. Varla er hægt að ljúka svo þess- um línum að ekki skjóti upp lífsmynd af foreldram Eiríks, Guð- jóns í Ási minnist maður sem at- hafnamanns, stjómanda, heil- steypts og trausts. Einnig sem bónda, félagsmála- og fræðimanns. Ennþá lifír minningin um Ingu konu hans, lífsglaða, brosandi og blíða á brá sem heilsteyptrar húsmóður, móður og ömmu þar sem hlýhugur og sólskin geislaði frá. Seint mun ég gleyma því fijálsræði sem ég naut hjá henni og börnunum á heim- ili hennar. Þá ósk ber maður í bijósti að þetta heimili byggist upp af góðu fólki, ný kjmslóð megi vaxa þar úr grasi, bylgjandi töðuvellir og búsmali á beit. Og nú að lokum þegar leiðir okk- ar skilur um stundarsakir bið ég og fjölskylda mín Guð að blessa Eirík á þessari ferð sem hann er lagður upp í, að hann leiði hann af sinni mildi og forsjá um sólarlönd eilífðarinnar og hann megi þar una glaður við sitt eins og þegar hann dvaldi á meðal okkar. Guðrúnu syst- ur hans, systkinum öllum og öðram nákomnum ættingjum sem nú sjá á bak kæram bróður og frænda vottum við innilega samúð. Biðjum þann sem öllu ræður að gefa þeim bjarta og blessunarríka ævi. Hafí Eiríkur hjartans þökk fyrir samleiðina. Guðbjörn Jónsson Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á; hann reeður öllu yfir, einn heitir Jesús sá; sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf vist til bjó. (Hallgrimur Pétursson) Hún amma Margrét er dáin. Þeg- ar okkur barst þessi frétt þann 12. september síðastliðinn, þá olli hún blandinni tilfinningu sorgar og gleði. Sorgar yfír að missa elsku ömmu okkar en jafnframt gleði yfír að langri sjúkralegu hennar er lokið og hún hefur fengið hvíldina. Drottinn gaf og drottinn tók. Leyndarmál lífs og dauða er torskil- ið mörgum þeim sem eftir lifa og það er erfítt að koma orðum að hjartans dýpstu tilfínningum, en í hugarfylgsnum lifa minningar sem verða ekki frá manni teknar, þær dejja aldrei. Við bræðurnir eigum allir hlýjar minningar um elskulega ömmu sem átti til margt gott. Við hefðum viljað þekkja hana betur en vildum með þessum fátæklegu orðum þakka henni fyrir samfylgd- ina, hlýju orðin og einlæga bams- lega brosið sem hún var svo óspör á. Við biðjum algóðan guð að blessa og varðveita elsku ömmu okkar. Við vottum eftirlifandi eigin- manni og öðram aðstandendum hennar okkar innilegustu samúð. Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, mátt hans og afli eyddi ekkert mig skaða kann; þó leggist lík í jörðu, lifir mín sála frí; hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Hallgrímur Pétursson) Sigurðssynir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.