Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 VEÐUR Afmælistónleikar Atla Heimis Það var mikil stemning í Gamla bíói í gærkvöldi á 50 ára af- mælistónleikum Atla Heimis Sveinssonar og í lokin hyllti fólk Atla og konu hans, Ingibjörgu Bjömsdóttur, og söng „I Skóla- vörðuholtið hátt, hugurinn skopp- ar núna“ úr Ofvitanum. Fjöldi söngvara og hljóðfæra- leikara kom fram á afmælistón- leikunum og voru fjögur verk eft- ir Atla flutt: fimm lög fyrir fiðlu og píanó, Dona Nobis Patsem, úr 21 tónamínútu fyrir einleiksflautu og 4 sönglög við pólsk og íslensk Ijóð. Veg og vanda af skipulagningu tónleikanna hafði Guðmundur Emilsson, en kynnir var Sveinn Einarsson. Töluðu þeir báðir í bundnu máli allan tímann. Eyjaferðir í Stykkishólmi: Vilja flytja farþega milli Reykjavíkur og Akraness Morgunblaðið/Þorkell Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, flytur ávarp við opnun sýning- arinnar Tölvur á tækniári. Laugardalshöll: Sýningin Tölvur á tækniári opnuð SÝNINGIN Tölvur á tækniári var opnuð í Laugardalshöll í gær. Tölvunarfræðinemar í Há- skóla Islands gangast fyrir sýn- ingunni. Við opnunina flutti Frið- rik Sophusson, iðnaðarráðherra, ávarp og framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, Jón Georg Aðal- steinsson, opnaði sýninguna formlega. Um 500 manns voru viðstaddir opnunina, að sögn Kristins Eiríks- sonar í sýningarstjóm. „Um 55 fyr- irtæki, einstaklingar og stofnanir sýna meðal annars tölvur, kerfi, strikamerki, gagnabanka, bækur, öryggiskerfi, húsgögn, kennslu- stofu og blóm í 62 básum á sýning- unni en henni lýkur næstkomandi sunnudag," sagði Kristinn Eiríks- son í samtali við Morgunblaðið. „VID sendum bæjarstjórn Akraness og útgerðarfélagi Akraborgar, Skallagrími hf., bréf, þar sem reifiið er sú hugmynd okkar að starfa í samvinnu við Skallagrím að fólksflutningum milli Reykjavíkur og Akraness í vetur,“ sagði Svanborg Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eyjaferða á Stykkishólmi. Eyjaferðir hafa í sumar verið með 60 manna bát í ferðum um BreiðaQörð. „Það er alls ekki hugmyndin hjá okkur að fara út í samkeppni við Akraborgina," sagði Svanborg. „Við viljum fyrst og fremst reyna að nýta bátinn okkar, Hafrúnu, í vetur, í stað þess að binda hann við bryggju. Þar erum við fyrst og fremst að hugsa um fólk sem þarf að komast á milli snemma á morgn- ana til að sækja vinnu eða skóla.“ Svanborg var innt eftir því hvort Eyjaferðir myndu hafa bátinn í sigl- ingum milli Akraness og Reylq'avík- ur ef af því verður að Norðurskip hf., í eigu bræðranna Amar og Hauks Snorrasona, he§i rekstur farþegaferju á þessari leið. „Nei, ef af þeirri ætlan bræðranna verður þá reikna ég ekki með að okkar bátur verði í ferðum á milli. Við viljum fyrst og fremst láta á það reyna hvort við getum nýtt bátinn í samvinnu við Skallagrím hf. Ef ekki verður af því þá er auðvitað hugsanlegt að við reynum að leigja bátinn í sérstök verkefni, annars verður honum lagt við bryggju til næsta sumars." Bátur Eyjaferða kom til landsins í maí og hefur verið í ferðum um Breiðaíjörð síðan. Aður hafði fyrir- tækið notað til ferðanna smærri bát, sem hefur einnig verið í notkun í sumar. Fyrirtækið hefur skipulagt tveggja stunda útsýnisferðir um Breiðafjörð og ferðir út í Flatey. VEÐURHORFUR íDAG, 22. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Lægð fyrir austan land en hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Norðaustanátt, víða allhvöss um vestanvert landið en hæg- ari austanátt austan lands. Rigning um allt norðanvert landið, skúr- ir á Suðausturiandi en þurrt suövestan lands. Hiti 4—7 stig noröan- til á iandinu en 7—11 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Noröaustanátt, víða talsverður strekking- ur. Skúrir á Norður- og Austurlandi en að mestu þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3—6 stig norðan lands en 6—10 stig syðra. HORFUR Á LAUGARDAG: Minnkandi norðanátt og svalt i veðri. Slydduél við norðurströndina, skúrir á Austurlandi en bjart veður sunnan lands og vestan. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ^ \r.i Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar víndstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjökoma * * * -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hltl 4 7 veður rigning rigning Bergen 13 súid Helsinkl 12 léttskýjað Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 3 hálfskýjað Nuuk 3 skýjað Osló 15 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 12 alskýjað Algarve 25 heiðskirt Amsterdam 15 mistur Barcelona 24 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 14 alskýjað Glasgow 13 alskýjað Hamborg 13 þokumóða Las Palmas 25 léttskýjað London 18 mistur Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Madríd 24 heiðskfrt Malaga 24 heiðskírt Mallorca 25 léttskýjaö Montreal 15 hátfskýjað New York 21 mistur Parfs 16 heiðskírt Róm 24 léttskýjað San Diego 18 skýjað Winnipeg 7 rigning Morgunblaðið/Þorkell Vemdaðar íbúðir aldraðra við Melabraut á Seltjamarnesi. Seltjarnarnes: Síðari áfanga verndaðra íbúða aldraðra lokið SÍÐARI áfanga verndaðra íbúða aldraðra við Melabraut á Sel- tjarnamesi er nú lokið og hafa þá verið byggðar 38 ibúðir í þess- um áfongum. Af íbúðunum 38 era 33 eign notenda og 5 em leiguíbúðir í eigu bæjarsjóðs Seltjaraaraess. Ibúarair eiga meðal annars kost á að fá fast fæði eða einstaka máltíðir, þrif og þvott. Seltjaraarnessbær á alla sameign í húsunum. Heilsugæslustöð, sundlaug og bókasafn eru í næsta nágrenni íbúð- anna. Bæjarsjóður var fram- kvæmdaaðili við bygginguna. Hús- næðisstofnun ríkisins lánaði bæjar- sjóði framkvæmdalán sem greiðist upp á 18 til 24 mánuðum eftir að íbúðimar eru teknar í notkun. Lán- in til síðari áfanga námu 900 þús- und krónum á hveija íbúð. Bæjarsjóður telur borga sig að fjárfesta í sameign íbúðanna þar sem í stað þeirra, sem inn í þær flytja, koma nýir íbúar sem fiytja í gróin hverfi á Seltjamamesi án verulegs tilkostnaðar bæjarsjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.