Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 53 Minning: Guðmundur Bjömsson húsasmíðameistarí Fæddur 21. ágúst 1926 Dáinn 12. september 1988 í dag kveðjum við góðan sam- starfsmann og vin, sem hefur und- anfamar vikur háð erfiða baráttu við þann sjúkdóm, sem læknavísind- in standa enn ráðþrota yfír. Það er ekki langt síðan hann hafði orð á því við mig hversu góða heilsu hann hefði, en hann hafði alla sína ævi átt við bæklun á fæti að stríða, en við fæðingu kom í ljós að annar fótur hans var styttri. Ekki sáum við samstarfsmenn hans að hann léti sitt eftir liggja, nema síður væri, hann var ósérhlífínn og forkur til allra verka, glaðvær og hjarta- hlýr. Guðmundur Bjömsson, húsa- smíðameistari, var fæddur á bæn- um Búlandshöfða, Eyrarsveit á Snæfellsnesi, þann 21. ágúst 1926, næst elstur níu alsystkina og þriggja hálfsystkina hjónanna Bjöms Kristjánssonar, sjómanns, og Kristnýjar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum fram yfir fermingu, eða þar til móðir hans lést en þá flutti hann til Akraness og stundaði þar sjó- mennsku og þótti duglegur og góð- ur sjómaður. Síðar hóf hann nám við Iðnskóla Akraness árin 1946—48 í húsasmíðum og lærði Fædd 12. maí 1910 Dáin 2. september 1988 „Dauðinn er lækur, lífíð er strá, skjálfandi starir það straumfallið á“. Það má með sanni segja, að mörg þung straumföll hafi mnnið til sjávar og margir vindar, bæði blíðir og stríðir, hafí blásið á 78 ára lífsferli móður minnar. Hún fæddist á Akranesi 12. maí 1910 og átti þar heima fram á sitt 19. aldursár. Foreldrar hennar vom Hjáimur Hjáimsson, bóndi á Lága- felli og síðar Laxárbakka, og Helga Bogadóttir, verkakona á Akranesi. Hún ólst upp við fátækar aðstæð- ur og lauk almennu skyldunámi. Dugnaður og iðjusemi vom henni í blóð borin og því fór hún snemma að vinna fyrir sér. Á Akranesi kynntist hún Lauritz Jörgensen, sem var af dönsku bergi brotinn, málari að atvinnu. Hún fluttist með honum til Reykjavíkur 19 ára gömul og eign- aðist með honum fímm böm, eitt þeirra dó í bamæsku. Hin bömin em talin í aldursröð: Ema, hús- freyja, Austin, Texas, Bandaríkjun- um. Lauritz, mjólkurfræðingur, Reykjavík. Málfríður, húsfreyja, Geitagerði, Skagafirði. Bömin komu þétt á árabilinu 1930—1936 og móðurhlutverkið var fullt starf. Mér þykir trúlegt, að þessi ár hafí gefíð henni stóran hluta af þeirri hamingju, sem hún hlaut á lífsleiðinni. Hjarta hennar var hlýtt og viðmótið innilegt alla tíð, hún vildi svo vel. „Skjótt skipast veður í lofti." Vegir Lauritz og móður minnar skildu, þegar elsta bamið var að komast á skólaaldur. Hún stóð nú ein uppi með fjögur böm á fram- færi. Þá var öldin önnur, engin dagheimili eða dagmömmur. Þó svo hefði verið, hefðu laun verkakonu á þessum tíma ekki nægt til að greiða þessa þjónustu, fæða sig og klæða. Nú vom góð ráð dýr. Stolt og viljastyrkur móður minnar hafa allt- af verið hennar aðalsmerki og því hafnaði hún aðstoð sveitarfélagsins og kom börnunum fyrir á bama- heimilinu Sólheimum í Grímsnesi. hjá Lámsi Þjóðbjömssyni, sem þá rak umfangsmikið smíðaverkstæði þar í bæ. Það fór ekki fram hjá Guðmundi frekar en öðmm, sem bjuggu á Akranesi á þessum tíma, hinn mikli áhugi á knattspymu og varð hann strax félagi í Knattspymufélaginu Kára og lék með því liði á heima- slóðum, en þar kom bæklun hans í veg fyrir að hann gæti stundað þá íþrótt, en mikinn áhuga hafði Guðmundur á knattspymu og hélt jafnan með sínum gömlu félögum af Akranesi. Guðmundur fluttist til Reykjavík- ur og vann við smíðar, bæði sem sjálfstæður atvinnurekandi og í fé- lagi við aðra. f september 1982 réðst hann sem smiður að Hrafn- istu, Reykjavík, og starfaði þar til dauðadags. Það sem mér fínnst hafa verið einkennandi fyrir Guðmund Bjöms- son, þegar ég lít nú yfir farinn veg, er hlýr hugur hans, heilbrigð og rökviss hugsun og trúnaður við allt sem hann unni, hvort heldur sem í hlut áttu menn eða málefni. Hann var alltaf hinn gætni og góði fé- lagi, traustur, hiklaus en gaman- samur. Maður sér eftir slíkum mönnum úr hópi vina og samstarfs- manna. Guðmundur giftist Matthildi Öll vom bömin frísk og mann- vænleg og þess vegna algjör neyð- arráðstöfun að koma þeim fyrir á stofnun, sem á þeim tíma var ekki fyrst og fremst ætluð fullfrískum bömum. Atvikin höguðu því svo, að eldri systkini mín ólust þar upp öll sín æskuár, þó það væri aldrei ætlun móður minnar. Skuggi heimsstyijaldar færðist yfir Evrópu og það þyngdi í lofti í tilvem móður minnar. Hún hafði kynnst verkstjóra í stóm fyrirtæki í Reykjavík og ljós kærleikans vakti framtíðarvonir. Sá sem þetta ritar er aðeins hluti af þeim vonameista og mamma gat ekki sætt sig við sömu laun fyrir mig og hin bömin. Þess vegna skildu leiðir okkar mömmu vorið 1940 og ég eignaðist yndislega foreldra á sveitaheimili á Austurlandi. Ég vil þakka mömmu af öllu mínu hjarta fyrir þessa ráð- stöfun. Á þennan hátt gaf hún mér óbeint allt það sem hana sjálfa van- hagaði um: kærleika, öryggi, marg- ar gleðistundir og möguleika til menntunar. Mér er fyllilega ljóst, að allt það, sem féll mér svona létt í skaut, hefði kannski aldrei staðið mér til boða annars. Á stríðsárunum starfaði mamma sem verkakona í Reykjavík og kynntist nokkru síðar eftirlifandi manni sínum, Torfa Torfasyni, sem þá var sjómaður í Vestmannaeyjum. Torfi, ég vil þakka þér sérstak- lega fyrir alla þá umhyggju og ham- ingju sem þú hefur gefið móður minni. Það var á þeirra yndislega heim- ili í Eyjum, sem við mamma hitt- umst aftur fyrir 30 árum. Eftir Eyjagosið fluttu þau upp á Akranes og hafa búið þar síðan í litlu, vinalegu húsi á Suðurgötu 27. Þrátt fyrir dvöl mína erlendis síðustu 17 ár, höfum við átt marg- ar góðar stundir saman, síðast nú í apríl. Mamma var vel gefin og alltaf ófeimin að segja sína meiningu. Atvinnusjúkdóma bar á góma í þetta sinn og þá sagði mamma: „Það er ekki hægt að drepa sig á vinnu, það sannast best á mér.“ Björnsdóttur árið 1953 og hófu þau búskap á Hofteigi 18, Reykjavík, en sl. 20 ár hafa þau búið á Hjalla- landi 27, þar sem þau bjuggu sér og bömum sinum þremur fallegt og hlýlegt heimili. Ég færi Matthildi og bömum, tengdabömum og öðmm aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Ég veit að hann var öllu sínu fólki umhyggjusamur, bömum sínum góður faðir og nærgætinn. Góðar minningar em að leiðar- lokum meira en allt annað. Rafh Sigurðsson Kær vinur minn er nú látinn. Að kveðjustundinni er nú komið allt of fljótt því margt áttum við eftir ógert saman. Ungur maður var til umræðu og það, sem hún sagði um atferli hans, lýsir vel afstöðunni: „Hann bæði reykir og drekkur, fer illa með stelpur og svo nennir hann ekki að vinna. Eg held hann ætti bara að skammast sín.“ Svona fór hún alltaf beint að kjama máls- ins og bætti svo við: „Það, sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra; þú þarft ekkert annað boðorð á lífsleiðinni, sonur kær.“ Þrátt fyrir þá beiskju, sem vissu- lega var til hjá mömmu, átti hún alltaf auðvelt með að sjá skoplegu hliðar lífsins og gleðjast yfir því, sem vel og fallega var af hendi leyst. Hún kunni vel að meta það góða, sem féll í hennar skaut á lífsleiðinni og sýndi óspart þakklæti sitt, hjartahlýju og auðmýkt í vina garð. Halla Soffía var lífssterkur per- sónuleiki með skarpskyggni, stolt og sterkan vilja og þess vegna gat hún með hjálp sinnar sterku trúar tekið þær afdrifaríku ákvarðanir, sem lífið krafðist af henni. Það lýs- ir henni vel, sem hún sagði eitt sinn: „Maður þarf ekki að vera langskóla- genginn til að hugsa rökrétt, ef maður bara nennir því.“ Megi friður og birta fylgja minni kæru móður í landinu handan við mörkin. í guðs friði, Eyþór H. Stefánsson læknir, Gautaborg. Ekki var líf tengdaföður míns allt dans á rósum. Orlögin höguðu því þannig að ungur að árum stend- ur hann einn í hörðum heimi og vafalítið hefur það sett sitt mark á hann alla tíð. Guðmundur var mað- ur mjög dulur og flíkaði aldrei sínum tilfinningum og grun hef ég um að hann hafí á stundum verið misskilinn og dæmdur ranglega vegna þessa. Skapferli hans mark- aðist af stolti, festu, heiðarleika og nokkurri hörku en ávallt stutt í hlýju og vingjamleika. Hann var mjög greiðvikinn og alltaf tilbúinn að hjálpa þegar um var beðið en tranaði sér aldrei fram. Húsasmíðameistari var hann að mennt og vann við þá iðn til ævi- loka. Nú síðustu árin starfaði hann sem smiður á DAS. Fyrir þijátíu og fimm árum gift- ist hann tengdamóður minni, Sigríði Bjömsdóttur, og eignuðust þau þijú böm, Bimu búsett í Danmörku, Viðar búsettan í Reykjavík og Heimi búsettan í Svíþjóð, en fyrir átti Sigríður tvær dætur, Guðrúnu búsetta í Borgamesi og Guðbjörgu konu mína, búsetta í Svíþjóð. Á heimili þeirra kom fram hve listrænn og hagur smiður Guð- mundur var. Því þótt eldhússtólam- ir væm valtir eins og hjá sönnum smiðum þá vom möguleikar hússins listilega nýttir og arkitektúrinn bættur svo rými skapaðist fyrir sameiginlegan áhuga þeirra hjón- anna á blómum. Bamabömunum var hann mjög- góður. Sú var tíðin að dóttir mín kunni ráð við vandamálum dagsins. Hann Gummafi gat lagað allt. Ein- staklega var hann góður nafna sínum, miklum afakarli, sem þurfti mikið á afa að halda. Allt fram á síðustu stund sem stætt var vann tengdafaðir minn að því að koma húsinu í svo gott horf sem kostur var. Atorkusemin ætíð söm við sig hjá þeim vinnu- þjarki. Tengdamóðir mín, sem nú hefur misst mikið, hefur með ótrúlegum styrk staðið eins og klettur við hlið manns síns með góðum stuðningi Viðars, elsta sonar þeirra. Saman hafa þau þijú barist og nú eftir langa og stranga sjúkdómslegu hefur tengdafaðir minn fengið hvíldina. Við hin sitjum eftir og syrgjum. Vonin er að tíminn lækni mestu sárin. Með þessum línum kveð ég mæt- an vin. Örn Thorstensen, Stokkhólmi. Blaðberar Símar 354( )8og 83033 K0PAV0GUR AUSTURBÆR Kársnesbraut7-71 VESTURBÆR Njálsgata 24-112 Austurgerði o.fl. Garðastræti IHtfgmiMaMfe Halla Sofffa Hjálms- dóttir - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.