Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 35 Ný reglugerð; Sjóðvélar til innheimtu söluskatts settar upp REGLUGERÐ um skráningu sölu með sjóðvélum tekur gildi um næstu mánaðamót, en henni er ætlað að auðvelda innheimtu söluskatts og bæta söluskattseft- irlit. Samkvæmt reglugerðinni skal skrá sérhveija sölu eða af- hendingu á vöru, verðmætum eða þjónustu til neytenda i sjóð- vél jafnskjótt og salan eða af- hendingin fer frain. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða staðgreiðslusölu, afborgunarvið- skipti eða lánsviðskipti. Fljótlega eftir að relugerðin tekur gildi verður gengið úr skugga um hvort þeir aðilar sem reglugerð- in tiltekur hafa komið sér upp búnaði af þessu tagi. Sjóðvélar eru löggiltur búnaður í tengslum við búðarkassa, sem skráir alla lausasölu með dagteljara og uppsöfnunarteljara, á þann hátt að eftirlitsmenn með innheimtu sötuskatts geta hvenær sem er átt aðgang að sundurliðuðu yfirliti yfir alla lausasölu. Sjóðvélar við búðar- kassa hafa verið í notkun í mörgum verslunum hér á landi um langt skeið, en allir þeir sem reglugerð fjármálaráðuneytisins nær yfir verða að hafa komið sér upp bún- aði af þessu tagi í síðasta lagi 1. október næstkomandi. Sjóðvél skal komið fyrir þar sem viðskiptamaður getur óhindrað fylgst með skráningu á hana, og þannig gengið úr skugga um að viðskiptin séu rétt skráð, og við hveija afgreiðslu skal afhenda við- skiptamanni kassakvittun. Þeir aðilar sem þurfa að nota sjóðvélar eru allar smásöluverslanir, þar á meðal torgverslanir, sem slíka starfsemi stunda að staðaldri, efna- laugar, fjölritunar- og ljósritunar- stofur, gistihús, hárgreiðslu- og rakarastofur, kaffihús, ljósmynda- stofur, pylsuvagnar, skyndibita- staðir, smurbrauðsstofur, snyrti- „Perlukvöld“ íyrir sæl- kera á Hótel íslandi HÓTEL ísland mun á næstunni bjóða kokkum að sjá um sérstök sælkerakvöld í Norðursal hótels- ins. Þessi kvöld verða kölluð Perlukvöld. Sá fyrsti er Brynjar Eymunds- son, sem gestir Gullna hanans á síðustu árum þekkja. Næstkomandi föstudagskvöld og laugardagskvöld og sömu kvöld helgina þar á eftir (29.9. og 30.9.) verða perlur matar- gerðarlistarinnar bornar fram fyrir gesti á Hótel íslandi. Á matseðlinum er m.a.: Reyk- laxa-rúlluterta-, marineruð fyllt villi- gæs, ábætirinn „Perlan þín“ og heimalagað konfekt. Hljómsveitin Kaskó spilar dinn- er-músík undir borðum og leikur einnig fyrir dansi í Norðursalnum eftir borðhaldið.. (Fréttatilkynning) Brynjar Eymundsson kokkur. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,00 30,00 43,55 3,212 139.895 Ýsa 82,00 24,00 63,24 3,273 206.987 Koli 53,00 50,00 52,30 1,283 67.104 Karfi 27,00 27,00 27,00 0,385 10.409 Steinbítur 24,00 24,00 24,00 1,215 5.160 Lúða 265,00 160,00 182,72 0,134 24.485 Samtals 53,40 8,502 454.040 Selt var aöallega úr Stakkavík ÁR, Sætindi HF, Tjaldi SH, Guð- rúnu Björgu ÞH, frá Enni hf. í Ólafsvík og Kristjáni Guömunds- syni á Rifi. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 36,00 43,83 9,737 426.730 Ýsa 78,00 35,00 66,71 2,084 139.018 Skarkoli 37,00 37,00 37,00 0,023 851 Samtals 47,84 11,844 566.599 Selt var úr ýmsum bátum. (dag ec gert ráð fyrir svipaðri sölu. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,00 36,50 51,01 3,877 197.775 Ýsa 64,50 21,00 50,15 3,406 170.817 Ufsi 26,00 20,50 23,03 1,853 42.678 Karfi 32,50 20,00 31,76 5,998 190.497 Steinbitur 20,00 10,00 • 11,51 0,106 1.220 Blálanga 27,50 27,50 27,50 0,996 27.392 Sólkoli 44,00 44,00 44,00 0,052 2.288 Skarkoli 29,00 29,00 29,00 0,110 3.200 Lúöa 201,00 123,00 147,84 0,044 6.431 Öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 0,051 255 Skata 80,00 80,00 80,00 0,086 6.880 Skötuselur 220,00 80,00 138,95 0,038 5.280 Samtals 39,47 16,507 653.545 Selt var aðallega úr Ólafi GK, Má GK og Geir RE. [ dag verða m.a. seld 60 tonn af karfa, 5 tonn af ufsa, 4 tonn af ýsu, 2 tonn af þorski og óákveðiö magn af lúöu, kola og steinbít úr Hauki GK og óákveðið magn af þorski, ufsa, ýsu og fleiri tegundum úr Aðalvik KE. stofur, sundstaðir, heilsuræktar-, gufubaðs- og nuddstofur, veitinga- hús, dún- og fiðurhreinsun, glerslíp- un, hjólbarðaviðgerðir og hjólbarða- sala, leirsmíði og postulínssala, skó- viðgerðir, viðgerðir á úrum, klukk- um og skartgripum og aðrir aðilar sem stunda hliðstæða eða sambæri- lega starfsemi og getið er um hér að framan. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Ari Guðmundsson, skipatæknifræðingur, og Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, með bæklinginn „Kynning á Stöðugleika fiski- skipa“. Myndin er tekin um borð í togaranum Jóni Baldvinssyni RE. Siglingamálastofiiun ríkisins; Bæklingur um stöðugleika fískiskipa er kominn út Siglingamálastofiiun ríkisins hefur gefíð út bæklinginn „Kynning á stöðugleika fiski- skipa“. Hann hefur verið sendur útgerðum og væntir stofnunin þess að honum verði komið í öll íslensk skip. í bæklingnum er meðal annars leitast við að skýra nokkur grundvallaratriði varð- andi stöðugleika skipa og i hon- um eru kynntar varúðarreglur við hleðslu og siglingu skipa. Bæklingurinn er unninn í sam- ráði við stýrimannaskólana í Reykjavík og Vestmannaeyjum og tekinn saman af Ara Guðmunds- syni skipatæknifræðingi. Vikulöng námskeið um stöðug- leika fiskiskipa verða haldin fyrir sjómenn víðsvegar um landið á næstunni á vegum samgönguráðu- neytisins í samvinnu við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Nú standa yfir, að tilhlutan Siglinga- málastofnunar ríkisins, athuganir á stöðugleika smærri fiskiskipa sem stunda togveiðar. Rannsóknir á sjóslysum sýna að algengasta orsök þess að skip far- ast er ófullnægjandi stöðugleiki sem má fyrst og fremst má rekja til ófullnægjandi þekkingar skip- stjómarmanna. Skógræktarfélag íslands hvetur til fræsöfiiunar A AÐALFUNDI Skógræktarfé- lags íslands í Reykholti 26.-28. ágúst sl. var gerð grein fyrir árangri af birkifræsöftiun haust- ið 1987, sem fór fram fyrir for- göngu Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Rann- sóknastofmmar landbúnaðarins og Skógræktarfélags íslands. Fræsöfhunin tókst nijög vel og var samþykkt á aðalfúndinum að standa að nýrri fræsöfnun nú í haust. í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi íslands segir m.a.: „Unnið er að rannsóknum á notk- un birkis til að græða upp örfoka og gróðurlítið land með sáningu og gróðursetningu. Hófst það verkefni í kjölfar fræsöfnunarinnar í fyrra- haust. Eigi verulegur árangur að nást af fræsöfnuninni verður hún að vera sem almennust. Stjórn Skógræktarfélags íslands beinir þeim eindregnu tilmælum til hér- aðsskógræktarfélaganna, forráða- manna skóla, félagasamtaka og einstaklinga að taka virkan þátt í fræsöfnuninni. Þessu verki er ekki síst beint til skóla, vegna þess fróð- leiks sem nemendur geta dregið af því undir leiðsögn kennara. Hvar á að safha? Birkifræi til landgræðslu má, að fengnu leyfi landeigenda, safna alls staðar þar sem mikið er af fræi. Aldur og útlit tijánna skiptir ekki máli. Fólki er vinsamlegast bent á að hafa samband við viðkomandi skógarverði og skógræktarfélög um hvar vænlegast sé að leita fanga um fræsöfnun. Hvenær á að safha? Birkifræ hefur nú þegar náð full- um þroska víðast hvar, en auðveld- ast er að safna eftir að laufið er fallið af tijánum. Best er að velja þurra daga til fræsöfnunar. Hvernig á að safha? Fullþroska reklar eru auðþekktir. Þeir eru oftast egglaga, jafnvel bjúglaga, 2—3 sm á lengd og sam- anstanda af fræjum og reklablöðum á víxl. Reklablöðin eru stærri og grófari en fræin, sem eru lítil og með tveimur þunnum vængjum. Reklana á að tína af tijánum í heilu lagi og safna saman í fötu, poka eða önnur ílát. Ef safnað er í plast- poka þarf að læma þá í bréf- eða léreftspoka. Áríðandi er að fræið þomi sem fyrst eftir söfnun. Auð- velt er að þurrka fræið við stofu- hita, t.d. með að breiða úr því á gólfi eða borði. Sending Nauðsynlegt er að merkja fræið vel: Söfiiunarstaður og dagsetn- ing, t.d. heiti á skóglendi og nafn sveitarfélags. Safna skal öllu fræi frá hveijum söfnunarstað saman i strigapoka og setja merkimiða í poka (skrifa með blýanti). Senda skal fræið eins fljótt og mögulegt er viðkomandi skógræktarfélagi, eða skógarverði, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá eða skrifstofu Skógræktar ríkisins, Ránargötu 18, Reykjavík. Öllu fræi verður síðan safnað saman hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti, þar sem það verður fullþurrk- að en hreinsun mun fara fram á Tilraunastöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Sámsstöðum í Fljótshlíð." Bubbi í Hót- el Islandi Bubbi Morthens sendi frá sér plötuna 56 fyrir stuttu og heldur í kvöld útgáfútónleika í Hótel íslandi í tilefiii af þeirri plötu. 56 hefur nú selst í 3.000 eintök- um og hefur því náð gullplötu, en eftir rúma viku er væntanleg plata með Bubba sem gefin verður út í Svíþjóð. Með Bubba leika á þessum tón- leikum Þursamir Ásgeir, Þórður, Magnús og Tómas og segist Bubbi ætla að viðra ný lög í bland við lögin af plötunni og eldra efni. Tón- leikamir verða í Hótel íslandi eins og áður sagði. (Úr fréttatilkynningu) Stjórnunarfélag íslands: Námstefiia í Viðey með Claus Möller Á MORGUN föstudag mun Stjórnunarfélag tslands halda námstefiiu í Viðey með Claus Möller sem talinn er einn mesti sölumaður í Evrópu. Sljórnunar- félagið hefur í tvö ár reynt að fá Möller hingað til lands og hefúr það nú loksins tekist. Möller er stofnandi og aðaleig- andi Time Manager Intemational og nýlega tókst honum að selja Sovétmönnum hugmyndina að Time Manager. Námstefan í Viðey hefst kl. 9 í fyrramálið. Úr fréttatilkynningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.