Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 iBMiiiiriniini Formaður Framsoknarflokksins ræddi efnahagsaðgerðir a 50. ara afmæli ungra Iramsoknarmanna [Steingnmur Hermannsson og Halldor Asgrimsson undrandi a yfirlysingum Þorstcins Palssonar: AF INNLENDUM VETTVANGI Á NIÐURLEIÐ ÚR STJÓRNARSAMSTARFI að önnur komi í kjölfarið. Slíkt áfall yrði ekki metið í milljónum heldur milljörðum króna," sagði Stejngrímur. Áttu von á því að ályktun fundar- ins, þar sem stuðningi er lýst við niðurfærslu, breyti einhverju um afstöðu samstarfsflokkanna varð- andi leiðir í efnahagsmálum? Steingrímur sagðist ekki eiga von á því. „Mér virðist sem frjáls- hyggjugauramir í Sjálfstæðis- flokknum ráði of miklu.“ Ræður Þorsteinn ekki við þann hóp? „Ekki virðist mér það,“ sagði Steingrímur. Millifærsla, byggð á hugmyndum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks barst í tal á fundinum í gær. Steingrímur sagði að megn óá- nægja hefði komið fram meðal fundamanna varðandi þær tillög- ur*“ Óheilindi og árásir Sama dag segir Þorsteinn Páls- son f samtali við Morgunblaðið: „Miðað við óheilindi og vinnubrögð forystumanna Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins upp á síðkas- tið og stöðugar árásir þeirra á for- ystu Sjálfstæðisflokksins opinber- lega, þá kæmi það mér ekki á óvart að þeir væru að hlaupast undan merkjum... Ég held að það séu eng- in dæmi þess að menn hafi komið fram gagnvart samstarfsflokki eins og þessir flokkar hafa gert gagn- vart samstarfsflokki nema í þeim tilvikum þar sem þeir hafa verið að hlaupast undan merkjum eitt- hvert annað.“ Sunnudaginn 11. september var haldinn flokksstjómarfundur Al- þýðuflokksins. Á þeim fundi sagði Jón Baldvin að niðurfærsluleiðin væri úr sögunni vegna andstöðu sjálfstæðismanna. Því þyrfti að fínna lausn á vanda fyrirtækjanna út frá væntanlegum tillögum for- sætisráðherra og tillögum Alþýðu- flokks. Útfærðar tillögnr frá Þorsteini Mánudaginn 12. september lagði Þorsteinn Pálsson fram útfærðar eftiahagstillögur fyrir ríkisstjómina í formi bráðabirgðalaga. Tók hann fram að um úrslitakosti væri ekki að ræða. í Tímanum þriðjudaginn 13. september segir svo um viðbrögð formanna hinna stjómarflokkanna: „Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagð- ist í gær sannfærðari um það en nokkm sinni fyrr að niðurfærslu- leiðin hefði verið sú vænlegasta í stöðunni og harmaði hann það að henni hafí verið hafnað að öllu með Sjálfstæðisflokknum. „Sá sem ber saman þessar tillög- ur óg okkar tillögur, þ.e.a.s. niður- færsluna, sér að það ber gífurlega mikið á milli en ástand þjóðarbúsins er orðið svo ískyggilegt að við telj- um okkur í þeirri ábyrgð, sitjandi í ríkisstjóm að við verðum að skoða þær mjög alvarlega. Við munum athuga hvort við getum komið með viðbótartillögur í þetta púkk,“ sagði Steingrímur eftir fundinn í gær... Það liggur því ljóst fyrir að Fram- sóknarflokkur og Álþýðuflokkur hafa ýmislegt við tillögur forsætis- ráðherra að athuga, jafnt nú, þegar þær tillögur hafa verið útfærðar, sem fyrr. Þessir flokkar munu því væntanlega leggja sínar breyting- artillögur fyrir á ríkissljómarfundi í dag og er enn ekki útséð með það hvort ríkisstjómarflokkamir þrír geti komið sér saman um samrýmd- ar aðgerðir í efnahagsmálum.“ Leiðarar Tímans í leiðumm Tímans, málgagni Framsóknarflokksins, þessa daga er rekinn harður áróður fyrir niður- færslu og gegn Sjálfstæðisflokki. 8. september segir Tíminn í leið- ara: „Á þessari stundu verður ekki fullyrt, svo að óyggjandi sé, hvort svokölluð niðurfærsluleið hafí sung- ið sitt síðasta eða ekki. En ef síðustu atburðir í þróunarsögu niðurfærsl- unnar er útgönguversið sjálft, þá er ljóst að Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra, er helja dapurleikans í þeim söng.“ 10. september segir Tíminn í leið- ara: „Þessi höfnun á niðurfærslu- leiðinni setur Þorstein í þá stöðu að leggja fram nýjar tillögur í efna- hagsmálum sem samstarfsflokkar geti fallist á. Nýtist honum ekki sá vikufrestur, sem framsóknarmenn hafa gefíð honum, þá hlýtur hann að vera að búa sig í för til Bessa- staða." 13. september segir í leiðara Tímans: „Því miður hafnaði forsæt- stendur hlýtur að vera ágreiningur í stjómarsamstarfínu og óvíst hvemig hann verður jafnaður." 15. september segir í leiðara Tímans: „Augljóst er á tillögum Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, að ekki munar miklu að þeir flokkar geti náð saman. Spum- ingin er svo hvað þessar tillögur duga lengi, náist samkomulag, og hvort niðurfærslan liggur ekki í loftinu þrátt fyrir allt þegar kemur á næsta ár.“ Þann 16. september segir Tíminn í leiðara: „Forsætisráðherra á að vera það ljóst, að þær tillögur sem samstarfsflokkamir hafa lagt fram nú í vikunni koma í kjölfar hans eigin hugmynda eftir að niður- færsluleiðin var afskrifuð. Þær til- lögur er ekki hægt að kalla „óskatil- lögur", heldur tilraun til þess að bæta úr ágöllum þeirra tillagna, sem forsætisráðherra hefúr ný- lega sent frá sér [leturbreyting Morgunblaðsins]. Hvað framsóknarmenn varðar þá höfðu þeir samþykkt að gera niður- færsluleiðina að sinni stefnu við ríkjandi aðstæður. Þessari leið hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn. Þess vegna er niðurfærslan ekki lengur umræðuefni, illu heilli. Meginkost- urinn við niðurfærsluleiðina var sá að í henni vom fólgnar heildstæðar efnahagsráðstafanir. Gallinn við til- lögur Þorsteins Pálssonar nú er sá, að þær fela ekki í sér slíkar heild- stæðar aðgerðir." Breytingartillögnrnar Miðvikudaginn 14. september lögðu framsóknarmenn og alþýðu- flokksmenn fram breytingartillögur sínar við efnahagstillögur forsætis- ráðherra. Var þá ljóst að þessir tveir flokkar höfðu nálgast mjög hvor annan þó að tillögur Fram- sóknarflokks gerðu ráð fyrir mun meiri miliifærslu en tillögur Al- þýðuflokks. Lítið þokaðist hins veg- ar í samkomulagsátt á milli Sjálf- stæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hins vegar. Áttu sjálfstæðismenn m.a. erfítt með að samþykkja aukn- ar skattaálögur sem millifærsla án gengisfellingar myndi krefjast. Breytingartillögur Framsóknar- flokksins komu til umræðu í ríkis- stjóminni miðvikudaginn 14. sept- ember. Um þær segir Þorsteinn Pálsson í Alþýðublaðinu: „Ég hef tekið skýrt fram að mínar tillögur sem forsætisráðherra era ekki óskatillögur Sjálfstæðisflokksins. Flokkamir era að því leyti í mis- munandi aðstöðu að samstarfs- flokkamir geta sett fram óskatillög- ur af sinni hálfu, en það er auðvit- að skylda forsætisráðherra að leggja fram tillögur í þeim tilgangi að leiða menn til sameiginlegrar niðurstöðu. Ég er þess vegna ekki í þeirri aðstöðu að geta lagt fram óskatillögur Sjálfstæðisflokksins." Steingrímur Hermannsson segir Á þessum forsíðum Tímans má glögglega sjá að Framsóknarflokkur- inn lagði mikla áherslu á niðurfærslu enda hafði Steingrímur Her- mannsson lýst því yfir að það væri „eina færa leiðin" út úr eftiahags- vandanum. isráðherra að fara þessa [niður- færslujleið. Hann var neyddur tii að hafna henni. Eins og Ijóst má vera era margir sjálfstæðismenn hlynntir niðurfærsluleiðinni. En slíkir menn era gersamlega áhrifa- lausir í flokknum. Ráðandi afl innan flokksins er hópur nýkapítalista, sem lítur á það, sem helgispjöll að ríkisstjómin hafí áhrif á stjóm efna- hagsmála. Forsætisráðherrann rís ekki gegn þessu liði. Meðan svo NU EDA ALDREI - NIDURFÆRSLA Steingrimur Hermannsson formaöur framsóknar gerói efna- hreyfingarinnar vaeri ekki aftur anúift. hagsráAstafanlr aó umtalsefni sinu þegar hann ávarpaói SO. ára Ræöa hans öll tók af öll tvimæll flokksformannslns um vlljann afmssllsþing Sambonds ungra framsóknarmanna. Stelngrimur til aö leysa þann mlkla vanda sem nú blasir vió þjóóinnl: Nú eóa sagöi aógeróa vera þörf strax. Steingrimur sagöi teningum hafa verló kastaó og meó frestun aógeróa og samþykkl verkalýós- • Blaðsíoa 5 OTIMABÆRT AÐ BLÁSA NIDUR- FÆRSLUNA AF Steingrimur Hermannsson. utanrikisraó- herra og Halldor Ásgrimsson, sjávarútvegs- rt&herra lýstu báóir undrun sinni i gær- kvöidi á yfirlýsingum Þorsteins Pálssonar, forsætisráóherra i gær. Þorsteinn sagói IJóst aó nióurfærsluleiöin væri ekki fær þar sem mióstjórn ASÍ heföl sent frá sér bréf þess efnis aó þelr myndu ekki ræóa frekar niöurfærslu launa, heldur vildu þeir taka til vlö aó ræóa hliöaraögeróir. Ýmsar skýringar hafa komló fram á yfirtýs- ingum forsætisráöherra. Telja marglr aó frjálshyggjulióiö f fhaldsfytklngunnl hafi sett Þorstein f mlkla pressu og hann notfært sér bréf ASl til aó komast frá niöurfærslunnl. Umferðaróhapp í Hveragerði Rækjuveiði dregst saman HÓLmavík. Stór amerísk bifreið valt í svo- kallaðri Gosabrekku í Hveragerði föstudaginn 16. september, og fór hún þrjár veltur niður nýlega upp- grædda brekku, niður í skrúðgarð bæjarins. Urðu nokkur spjöll á gróðri. í bifreiðinni vora tveir kom- ungir menn, ökumaður og farþegi. Ekki vora þeir í bílbeltum, en sluppu þó lítið meiddir, aðeins með skrám- ur. Bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. - Sigrún RÆKJUVEIÐAR drógust saman í sumar frá Hólmavfk og telja sjó- menn að of mikilli sókn sé um að kenna. Áður var algengt að eftir 4. daga útiveru á sjó kæmu bátarn- ir með 8-10 tonn, en f sumar hafa þeir aðeins komið með 3—5 tonn eftir jafti langt úthald. Á sumrin hafa nokkrir bátar frá Hólmavík og Drangsnesi stundað djúprækjuveiðar fyrir noröan land. Veiðar þessar hafa gengið vel undan- farin sumur og kvóti bátanna verið vel rúmur. Algengt var að bátamir hefðu um 140—160 tonna kvóta og kæmu með um 7—10 tonn af rækju að landi eftir 3—4 daga úthald á sjó. í sumar hafa veiðamar gengið frekar illa. Þær hafa dregist saman um allt að helming eða meir, og telja sjó- menn á Hólmavík að of mikilli sókn sé um að kenna. Mjög mörg stór skip hafa hafíð þessar veiðar og af- köst þeirra hafa verið það mikil að um ofveiði hefur verið að ræða. Rækjustofninn úti fyrir Norðurlandi þolir ekki alla þessa sókn. Sjómenn á Hólmavík, sem frétta- ritari ræddi við, vora ekki ánægðir með að kvóti báta þeirra í djúprækju skyldi vera skertur. Töldu þeir að tilfærsla kvóta milli bátanna^g stóru skipanna, eins og loðnuveiðiski- panna, ætti ekki rétt á sér. Það hefði komið þannig niður á bátunum frá Hólmavík, að bátur sem hefði haft um 150 tonna kvóta, hefði í sumar fengið 100 tonn. Þessi skerðing hefði því komið sér illa fyrir byggðarlagið og í sumar kom í ljós það sem spáð hafði verið, að rækjustofninn úti fyr- ir Norðurlandi hafí ekki þolað þessa stórauknu sókn. Afli á hveija sóknar- einingu hafí dregist mikið saman og betra hefði verið að leyfa bátunum, er stunduðu þessar veiðar áður, að stunda þær eins og fyrrum, en ekki hleypa nýjum og stóram skipum að. - BRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.