Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki f vanta í þetta sinn! { Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Blaóií) sem þú vaknar við! Ein þjóð í einu landi? eftirJón Kristfánsson Spenna milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar hefur vaxið á undanfomum árum. Þessi átök eru ekki ný af nálinni. Á höfuðborgar- svæðinu býr um helmingur þjóðar- innar, þar af um níutíuþúsund manns í höfuðborginni sjálfri. Vegna þessarar stærðar og þeirra möguleika sem hún veitir Reykjavíkurborg, hefur lands- byggðin átt í vök að veijast um langt skeið, þrátt fyrir að fram- leiðslustarfsemin í landinu fari þar fram að langmestu leyti. Sögnlegxir bakgrunnur Það er söguleg staðreynd að veg- ur Reykjavíkur óx með sjálfstæðis- baráttu Islendinga og þeirri ákvörð- un allrar þjóðarinnar að þar skyldi rísa höfuðborg landsins, þar hefði Alþingi aðsetur, ríkisstjóm landsins og Háskóli Islands og dómstólamir, svo að nefndar séu þær undirstöður sem heyra til hveiju sjálfstæðu þjóðfélagi. Þetta skapaði höfuð- borginni algjöra sérstöðu. í tengsl- um við ríkisvaldið þróuðust hvers konar stofnanir sem þjónuðu öllu landinu. Þessi vítamínsprauta varð m.a. til þess að renna stoðum undir þá þjónustumiðstöð sem Reykjavík er nú. Þessi bakgmnnur Reykjavík- ur má ekki gleymast í umræðunum um stöðu höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Það var sjálfsagður og eðlilegur Í'áttur í sjálfstæðisbaráttunni að slendingar eignuðust innlenda höf- uðborg sem stæði undir nafni. Það breytir því þó ekki að byggðaþróun- in í landinu er komin á hættulegt stig. Jafnvægi í byggð landsins, var hugtak sem lengi var notað yfir eðlilega byggðaþróun. Það jafnvægi er ekki fýrir hendi, ef höfuðborgin vex enn að fólksfjölda fram yfír landsmeðaltal fólksfjölgunar ár hvert. Hún er þegar orðin miklu stærri hlutfallslega en nokkur höf- uðborg í nálægum löndum og á við núverandi aðstæður fullkomlega að geta þjónað höfuðborgarhlutverki sfnu án þess að þenjast út á kostn- að landsbyggðarinnar. Áframhaldandi byggðaröskun er alls ekki Reykvíkingum í hag, ef grannt er skoðað. Sérstaða í tekjuöflun Ein afleiðing þess hlutverks sem Reykjavík hefur sem höfuðborg og þjónustu- og verslunarmiðstöð er sú að þar eru tiltölulega fleiri há- launamenn en annars staðar og mikill fjöldi fyrirtælq'a. Eins og lög- gjöf um tekjustofna sveitarfélaga hefur Reykjavíkurborg algjöra sér- stöðu um tekjuöflun. Má þar nefna útsvarsálagningu og aðstöðugjöld á einstaklinga og fyrirtæki. Velta fjölmargra fyrirtækja er að stórum hluta af viðskiptum landsbyggðar- innar og sfðan fær borgarsjóður Reykjavíkur aðstöðugjöld af þessari veltu. Það er þessi aðstöðumunur sem gerir og hefur gert Reykjavík kleift að ráðast í allar þær stórfram- kvæmdir sem við augum blasa í borginni. Á seinni árum hefur fram- kvæmdagleðin verið svo áberandi að hún hefur hleypt mjög illu blóði í landsbyggðarfólk sem veit fullvel um þennan aðstöðumun í tekjuöfl- uninni. Eftir því sem hann við- gengst lengur verður mismununin stórfelldari. í ofanálag hefur borg- arstjórnarmeirihlutinn ekki gætt að sér og knúið fram þarflausar fram- kvæmdir eins og húsið á hitaveitu- tönkunum. Það er mjög miður að skynsemi skyldi ekki ráða, og þess- ari framkvæmd frestað til þess að sýna lit í aðhaldi og bera klæði á vopnin. í krafti þéttbýlis og sérað- stöðu gátu Reykvíkingar byggt upp hitaveitu mjög snemma, sem nú er orðið ríkt fyrirtæki. Þetta var ekki mögulegt á fámennari stöðum fyrr en síðar. Það er eins og rauð dula framan í það fólk sem stritar við að borga háa orkureikninga að Hitaveita Reykjavíkur standi í slíkum stórræðum til þess að koma peningum í lóg. Sáttaleiðir Leiðin til þess að bera klæði á vopnin í samskiptum Reykjavíkur Jón Kristjánsson „Landsbyg-g-ðin ætti að fá í sinn hlut réttlátan skerf af þeim opinberu gjöldum sem verða til vegna viðskipta lands- byggðarmanna í höfiið- borginni. Til þess eru margar leiðir ef gengið er til verks af sann- girni.“ og landsbyggðarinnar er meðal annars sú að gerðar séu sanngjam- ar breytingar á lögunum um tekju- stofna sveitarfélaga. Þær breyting- ar þurfa að fela það í sér að að- staða sveitarfélaganna í landinu til tekjuöflunar verði jöfnuð. Landsbyggðin ætti að fá í sinn hlut réttlátan skerf af þeim opin- beru gjöldum sem verða til vegna viðskipta landsbyggðarmanna í höf- uðborginni. Til þess em margar leiðir ef gengið er til verks af sann- girni. Ég er einn af þeim sem telja það miður að ýta undir innanlandsátök og klofning milli höfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðarinnar. Hins vegar er ég hræddur um að þau átök vaxi, ef forystumenn Reykjavíkurborgar ganga til verks með því hugarfari að borgin sé svo sterkur aðili í þjóðfélaginu að ekki þurfi að spytja kóng eða prest um neitt og ekki taka tillit til þjóðarinn- ar í heild í neinu verki. Það er óskynsamlegt að standa þannig að málum, og gerir þeim mönnum mjög erfitt fyrir sem enn trúa því að hér geti lifað ein þjóð í einu landi, og vilja ganga til verka sam- kvæmt því._______________________ Höfundur er einn afalþingis- mönnum Framsóknarflokks. Félag íslenskra hljómlistarmanna: Hert eftirlit með því að menn starfi ekki án félagsaðildar Stóraukin þjónusta við félagsmenn STJÓRN Félags islenskra hljóm- listarmanna hefur nú hert mjög eftirlit með því að ófélagsbundn- ir menn starfi ekki við hljóð- færaleik hér á landi. Frá og með 1. september sl. tók nýtt félags- skírteini FÍH gildi og er veitinga- mönnum og forstöðumönnum samkomuhúsa óheimilt að ráða til starfa hljómlistarmenn sem ekki bera slíkt skírteini. Að sögn Björns Th. Árnasonar, formanns FIH, hyggst félagið skerpa og einfalda innheimtu félagsgjalda með þessum aðgerðum og er þess vænst að veitingamenn og aðrir, sem hafa samkomuhald með höndum, sýni skilning og samvinnu í þessu máli. „Því miður hefur það viðgengist allt of lengi að menn starfí án fé- lagsaðildar að FÍH og trassað að greiða félagsgjald og þau launa- tengdu gjöld sem almennt eru við- urkennd í landinu og ákveðin eru með lögurn," sagði Bjöm í samtali við Morgunblaðið. „Með þessum aðgerðum viljum við tryggja að lög- legir félagsmenn gangi fyrir vinnu og jafnframt þeirri þjónustu sem FIH veitir. Nýja félagsskírteinið tryggir rétt félagsmanna til starfa í húsum SVG og öðrum samkomu- húsum á landinu, og er forsvars- mönnum þessara húsa með öllu óheimilt að ráða menn til starfa við hljóðfæraleik, sem ekki bera slíkt skírteini. Útgáfa þessa félagsskír- teinis mun auðvelda FÍH eftirlit og innheimtu launatengdra gjalda en við teljum að óviðunandi ástand hafi ríkt í þeim málum að undanf- ömu. Innheimta og skil á launa- tengdum gjöldum hefur verið þung í vöfum og í mörgum tilfellum ekki skilað sér. Þetta hefur skapað leið- inda málavafstur og þref milli skrif- stofu FÍH annars vegar og veitinga- manna hinsvegar um svo sjálfsagð- ar innheimtur. Við teljum að útgáfa þessa félagsskírteinis auðveldi ekki aðeins FÍH þessar innheimtur held- ur einnig veitingamönnum, sem oft hafa ekki hugmynd um hvort laun- þeginn er í FÍH eða hvemig staða hans er gagnvart félaginu. Einnig verður auðveldara fyrir hljómnlist- armenn sem stunda störf sín á mörgum stöðum að sanna félagsað- ild sína og greiðslustöðu," sagði Björn. Hann sagði að samhliða þessum aðgerðum væri fyrirhugað að efla mjög ýmsa þjónustu við félagsmenn FIH. „Það hefur ávallt verið nauð- synlegt fyrir hljómlistarmenn að eiga sitt sterka félag að baki sér, sem stendur vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna. FÍH er í örum vexti og með sameiginlegu átaki verður það enn sterkara. Hvað varð- ar sameiginleg hagsmunamál hljómlistarmanna má nefna sjóði félagsins svo sem lífeyrissjóðinn, menningarsjóðinn, orlofssjóðinn og sjúkrakrasjóðinn. FÍ H býður auk þess félagsmönnum sínum ráðgjöf og lögfræðilega réttaraðstoð og gætir réttar félagsmanna gagnvart opinberum stofnunum og fjölmiðl- um svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Bjöm. Hann sagði ennfremur að fyrirhugað væri að efla mjög Ráðn- ingarstofu FÍH, þar sem félags- menn gætu leitað starfa auk þess sem Ráðningarstofan mun miðla upplýsingum til félagsmanna um tónleika og aðstoða við undirbúning ef þess er kostur. Auk þess mætti benda á að félagsaðild að FÍH veitti mönnum ýmis afsláttarkjör í versl- unum, á sýningar Þjóðleikhússins og á tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þá hefði FÍH fengið sérstök ferðatilboð frá Ferðaskrifstofunni Sögu og hagstæð tryggingarkjör Reykjvískrar endurtryggingar svo nokkuð væri nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.