Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ásgeir H. SteingTÍmsson trompetleikari og Snnski stjórnandinn Petri Sakari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Arleg’ir kynningar- tónleikar í Háskólabíoi Sinfóníuhljómsveit Islands heldur árlega kynningartónleika sina i Háskólabiói i dag, fimmtudag. Þijú verk verða á efhisskránni, Serenaða fyrir blásara eftir Richard Strauss, Trompetkonsert eftir Johann N. Hummel og að lokum tónlist úr Carmen eftir George Bizet í útsetningu Schedrins. Einleikari á tónleikunum verður Ásgeir H. Steingrímsson trompet- leikari í Sinfóníuhljómsveitinni. Hann lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1979 og stundaði framhaldsnám í New York til ársins 1983. Frá 1985 hefur hann verið fastráðinn trompetleik- ari í Sinfóníuhljómsveitinni. Stjómandi á tónleikunum verður nýráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar, Finninn Petri Sakari. Hann er nú kominn til íslands til fullra starfa með hljómsveitinni næstu tvö ár. Petri Sakari er aðeins þrítugur að aldri og einn þeirra ungu Finna, sem vakið hafa athygli víða í Evrópu fyrir frábæra hljómsveitarstjórn. Hann er jafnframt fiðluleikari og lék um tíma með Útvarpshljóm- sveitinni í Helsinki. Nú stendur yfir sala áskrift- arskírteina á reglulega tónleika hljómsveitarinnar í vetur og lýkur endumýjun fyrri áskriftarskírteina þ. 23. september. I næstu viku hefst svo almenn sala áskriftarskírteina og jafnframt lausamiða á tónleika hljómsveitarinnar á fyrra misseri. Hvammstangi: Auðveltað manna slát- urhús KVH Hjartanlega þakka ég ykkur ástvinum mínum, vinum, kunningjum og samtökum sem heiÖr- uöu mig og glödduö á áttræÖis afmæli minu 5. september sl. meÖ samkvæmi, heimsóknum, heillaskeytum, gjöjum, símtölum og sendibréfum. GuÖ blessi ykkur öll. Jón Kr. ísfeld. Sauðfjárslátrun hófst mánu- daginn 19. september í slátur- húsi Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga. Fjár- loforð eru 38.300 dilkar og 3.900 fullorðið fé eða 42.200 fjár, en árið 1987 var slátrað um 38.600 Qár hjá félaginu. Vel gekk að fá fólk til starfa í haust. Guðmundur Gíslason sláturhús- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið, að slátra ætti um 1.700 fjár á dag og áformað væri að slátra til 28. október. Sláturhúsinu væri gert að verka um 185 tonn af kjöti til útflutnings. Starfsfólk er rúmt eitt hundrað og varð að vísa fólki frá, svo mikil var eftirspum eftir vinnu. Breytingar á mati og merkingu kindakjöts eru nú vegna nýrra reglna um mat á sláturafurðum. í stað stjörnudilka kemur nú D- úrval, þar sem lögð er áhersla á jafna og hóflega fitudreifingu, en slakað á kröfu um holdfyllingu frá gamla stjömuflokknum. Það kjöt sem áður var merkt D I, D 110 og D 1100 er nú merkt D IA, D IB og DIC. Þá er kjöt af fullorðnum kind- um nú í auknum mæli metið eftir fitu. Guðmundur sagði að fýrsta dag- inn hefði verið slátrað úr Þverár- hreppi, þokkalegum dilkum, en greinilegt væri að fitan væri vanda- mál. - Karl RÍÓ er alveg ekta... RlÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffí ; l r á) .IOíIS AUK hf. 93.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.