Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Undirstaðan er víð- ar en í sjávarútvegi eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Málsvari meirihluta borgar- stjómar í dagvistarmálum, Júlíus Hafstein borgarfulltrúi, hefur ekki miklar áhyggjur af uppeldisaðstæð- um reykvískra bama, ef marka má orð hans á síðasta borgarstjórnar- fundi. Með yfirskilvitlegum kúnst- um reiknaði hann rúmlega 2000 bama biðlista eftir dagvistarplássi niður í 200 böm. Nefndi að vísu ekki dagsetninguna á þeim veru- leika, en hann var greinilega hand- an næsta homs á borgarkorti þeirra sjálfstæðismanna. Reikningskúnst- in fólst m.a. í því að draga frá þann fjölda bama sem var hjá dagmæðr- um í borginni um síðustu áramót! Hvemig stjómarmanni hjá Dagvist bama dettur í hug að bera annað eins á borð verða aðrir en ég að útskýra. En vonandi er stjómar- manninum a.m.k. ljóst, að enn fæð- ast böm í Reykjavík, fæðingum hefur reyndar fjölgað í ár og í fyrra frá því sem var. Þessi nýfæddu böm þurfa tryggar uppeldisaðstæð- ur eins og önnur börn, og mörg þeirra munu bætast við á biðlista borgarinnar eftir dagvistarplássi. Allt útlit er því fyrir lengri biðlista ef óbreytt stefna sjálfstæðismanna í dagvistannálum ríkir áfram. Áðumefndur borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hafði hins vegar þungar áhyggjur af ábyrgðarleysi stjómarandstöðunnar gagnvart fjármunum borgarinnar. Þessi stjómarmaður Dagvista bama lagði því til, að tillaga minnihlutans um að 35 milljónum króna yrði varið til þess að bregðast við starfs- mannavanda bamaheimilanna yrði felld. Það gekk eftir, þegar allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni síðar á fundinum. Biðlistar, ónýtt pláss og reddingar Tillagan var flutt vegna þess að neyðarástand ríkir hjá mörgum bamafjölskyldum í Reykjavík sök- um skorts á tryggri dagvist fyrir bömin. Dagvistarheimili borgarinn- ar, sem em allt of fá, er ekki hægt að fullnýta vegna starfsmannaeklu. Nú er óvistað í 530 pláss af rúm- lega 4000. Bamafækkun vegna hádegisvistunar á leikskólum eða sökum erfiðrar samsetningar bamahópsins á sumum deildum, Æ KOSTUR FYRIR ÞIG ía^Ístk0^1'690' ,0X200 ^2'590" KR, 870." 50 X 70 KH’ 50 X 00 KR. 19°- >TT 70 X125 KB. 330- KAUPFELOGIN UM LAND ALLT! skýrir nokkra tugi þessara vannýttu plássa. U.þ.b. 450 pláss standa hins vegar auð vegna þess að það vant- ar fólk til starfa. Á sama tíma em 2068 böm á biðlistum eftir dag- heimilis- eða leikskólaplássi, fleiri en nokkm sinni fyrr. Algengasta úrræðið fyrir börn, sem ekki komast inn á dagvistar- heimili, er að vistast hjá dagmóður. Þar er nú erfiðara um vik en áður, þar sem dagmæðmm hefur fækkað, sérstaklega þeim sem vista böm allan daginn. Með auknum þrýstingi á dagmæðrakerfið eykst hættan á því að fleiri böm séu vistuð á ein- stökum dagmæðraheimilum en góðu hófi gegnir. Og svo em þeir foreldrar, sem ekki fá neitt dag- mæðrapláss sem þeir geta eða vilja nota fyrir böm sín. Tætingsleg uppeldisskilyrði, sem byggjast á reddingum frá degi til dags eða mánuði til mánaðar er vemleiki margra reykvískra bama. Slíkt ástand er samfélaginu öllu hættulegt. Með því að vanrækja þann gmnn, sem uppeldi yngstu bamanna er, bjóðum við heim hæt- tunni á auknum félagslegum vanda- málum og fjölgun veikra einstakl- inga. Flestir gera sér grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs sem undir- stöðu atvinnu- og efnahagslífs íslensks þjóðfélags. Færri virðast skilja, að undirstaða heilbrigðrar þjóðar og bjartra framtíðarvona em þroskavænleg uppeldisskilyrði bama. Með hagsmuni barna í huga, og þar með þjóðarinnar, vildi stjómar- andstaðan veija fé til þess að styrkja uppeldisstarf dagvistar- heimilanna og koma á fullri nýtingu þeirra. Því var tillagan flutt á borg- arstjómarfundinúm í síðustu viku. En kröfunni um ábyrgð gagnvart bömum svömðu sjálfstæðismenn með ásökunum um ábyrgðarleysi í fjármálum! Niðurstaðan: Bætt launakjör Vandi dagvistarheimila borgar- innar er ekki að koma upp fyrst núna. Allra síðustu árin hefur reynst erfitt að fullmanna þau, og geysilega ör starfsmannaskipti hafa veikt uppeldisstarf margra þeirra. Af þessum sökum skipaði borgarráð á síðasta ári nefnd til þess að leita leiða út úr starfsmannavandanum. Niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í janúar sl. og var þar efst á blaði: „Nefndin álítur þegar litið er til dagsins í dag að bætt launakjör hafi mesta þýðingu fyrir starfs- mannahaldið." í nefndinni sátu 3 fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins. Líklegt þótti því að mark yrði tekið á henni og farið að tillögunum. Það hefur reyndar verið gert að hluta til hvað varðar námskeiðahald og hlífðarfatnað fyrir starfsfólk. En meginniðurstað- an, að bæta verði launakjörin, hefur verið hunsuð af ráðamönnum borg- arinnar. Þeir hafa þó haft tækifæri til þess að taka á þeim málum. Þegar samið var við Sókn snemma ársins, var ekki tekið mið af eftir- farandi tillögu nefndarinnar: „í komandi samningum við Sókn- arstarfsmenn verði tekið tillit til þeirrar ábyrgðar sem felst í uppeldi bama. Vakin er athygli á því, að Sóknarstarfsmenn á dagvistar- heimilum eru sérstaklega lágt laun- aðir þar sem vinnutími þeirra býður ekki upp á vaktaálag." Samninga- menn borgarinnar stóðu dyggilega vörð um krónur borgarsjóðs en létu hagsmuni bama lönd og leið. Stjómarmaður Dagvista, Júlíus Hafstein, hrósar þeim eflaust fyrir „ábyrgð gagnvart íjármunum“. Annað tækifæri gafst í apríl, þegar stjómarandstaðan lagði til að engin laun á vegum Reykjavíkur- borgar yrðu undir skattleysismörk- um. Við samþykkt tillögunnar hefðu launamál dagvistarheimil- Kristín Á. Ólafsdóttir „Láglauna- og vaxta- stefiia síðustu ára hef- ur kippt öryggisnetinu undan fjölda barna. Lengdur vinnutími og auknar peningaáhyggj- ur foreldra bitna á börnum og við bætist, að uppeldisstéttir, sér- staklega forskólabarn- anna, eru svo illa laun- aðar að ekki er hægt að veita börnunum nauðsynlega umönnun meðan foreldrar afla tekna utan heimilis.“ anna gjörbreyst til batnaðar. Sjálf- stæðismenn fundu tillögunni flest til foráttu, þrátt fyrir samþykkt verkalýðsmálaráðs flokks þeirra um fordæmingu launa undir skattleys- ismörkum. Þeim tókst að þvæla til- lögunni á undan sér þar til ríkis- stjómin kom þeim til hjálpar með bráðabirgðalögum 20. maí. Þau lög banna kjarasamninga og hækkun launa umfram þröngan ramma fram til 10. apríl næsta árs. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kom- ust þannig hjá því að greiða at- kvæði gegn tillögunni, en af mál- flutningi þeirra var orðið nokkuð ljóst að þannig hefðu þeir afgreitt hana. Og starfsmannavandi dagvistar- heimilanna hefur ekki minnkað þrátt fyrir niðurstöður borgarráðs- nefndarinnar sem lágu tilbúnar fyr- ir 8 mánuðum. Hreyfing á starfs- fólki fyrri helming þessa árs minnk- aði ekki frá því í fyrra. I miðjum þessum mánuði vantaði starfsfólk í tæplega 80 stöðugildi. V erðmætamatið Vandinn að fá fólk til þess að gegna uppeldisstörfum leysist ekki fyrr en þau störf verða metin að verðleikum og viðurkennd sem ein þau þýðingarmestu fyrir samfélags- heildina. Því fer fjarri að sú viður- kenning sé staðreynd í dag. Það á ekki síst við um Reykjavík, sem greiðir starfsfólki sínu lægri laun en fjöldi annarra sveitarfélaga í landinu. Fóstrur, sem eru að koma úr 3ja ára fagnámi fá rúmar 47 þúsund krónur í byijunarlaun. For- stöðumenn stærstu heimilanna með hæsta starfsaldur og sérmenntun komast uppí 73 þúsund krónur fyr- ir fullan vinnudag. Fólk án fagmenntunar, sem svar- ar auglýsingum Dagvista bama um starfsfólk, fær nú þær upplýsingar, að byijunarlaun séu tæplega 40 þúsund krónur á mánuði ef viðkom- andi er orðinn 23ja ára. Launin fara niður í 34 þúsund ef manneskj- an er 16 ára. Þeir sem forvitnast um störfin eru helst komungar stúlkur sem ekki hafa í þyggju að ílengjast í starfmu og mæður ungra bama sem sjá þarna möguleika á ódýru dagvistarplássi fyrir bömin sín sem gerir þeim kleift að stunda launavinnu. Upplýsingamar um launin valda því hins vegar, að margir þeirra sem forvitnast þakka fyrir og segjast því miður ekki hafa efni á að taka að sér starfið. Svona er verðmætamat ráða- manna Reykjavíkurborgar. Þetta þykja hæfileg laun fyrir að sinna undirstöðunni — uppeldi yngstu bamanna. Þetta er sóminn sem yngstu Reykvíkingunum er sýndur í raun. Samfélag á villigötum Samfélag sem vanrækir svo skyldur sínar við böm er á hættu- legum villigötum. Stjómvöld verða að átta sig á samhengi orsaka og afleiðinga, ekki bara í efnahags- og atvinnulífi, heldur í mannlífinu almennt. í nýjasta hefti tímaritsins Mannlífs er umfjöllun um bama- vemdarmál. Þar kemur m.a. í ljós að börnum, sem alvarleg barna- vemdai-mál snemst um, fjölgaði um 155% frá 1981 til 1987. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum, erfíð- ar aðstæður bama, sem ekki em þó komnar á jafn alvarlegt stig, verða stöðugt meira áberandi í vel- ferðarsamfélagi okkar. Ég dreg ekki í efa, að skortur á góðum dag- vistarúrræðum á sinn þátt í þessari ógnvekjandi þróun. Erfíðleikarnir munu aukast og verða illviðráðan- legri ef stjómvöld átta sig ekki á tengslum milli ömggra, þroskavæn- legra uppeldisskilyrða og vellíðunar bama og foreldra þeirra. Láglauna- og vaxtastefna síðustu ára hefur kippt öryggisnet- inu undan fjölda bama. Lengdur vinnutími og auknar peninga- áhyggjur foreldra bitna á bömum og við bætist, að uppeldisstéttir, sérstaklega forskólabamanna, em svo illa launaðar að ekki er hægt að veita bömunum nauðsynlega umönnun meðan foreldrar afla tekna utan heimilis. Þeir sem ábyrgir em fyrir hinum illu bráða- birgðalögum frá í maí ásamt gild- andi láglaunastefnu ættu að velta þessu samhengi fyrir sér áður en gengið er lengra út á þennan hála ís. Foreldrar vekji stjórnmálamenn En borgarfulltrúar, sem horfa uppá óviðunandi uppeldisaðstæður bama í sveitarfélagi sínu, geta ekki bara skotið sér á bak við gjörðir ríkisvaldsins. Ábyrgðin á rekstri dagvistarheimila borgarinnar er þeirra. Með því að endurmeta nú þegar störf og vinnufyrirkomulag á heimilunum gætu þeir tryggt eðli- lega starfsemi og þannig veitt 450 bömum til viðbótar betri uppeldis- skilyrði en þau nú búa við. Þetta má gera þrátt fyrir íjandsamleg bráðabirgðalög, fýrir því færðum við fullnægjandi rök á borgarstjóm- arfundinum 15. september. Til þess þurfum við aðeins vilja borgar- stjómar og fjármuni, sem eru til. Á þeim sama fundi var samþykkt sala á Granda. 50 milljónir koma í borg- arsjóð 5. október nk. sem fyrsta útborgun. Við fórum fram á allt að 35 milljónir til dagvistarheimil- anna. Þótt Grandasalan hefði ekki komið til em nægir peningar í sjóðnum fyrir. Júlíus Hafstein, sá sem hneykslaðist á ábyrgðarleysi gagnvart fjármunum, er ásamt flokkssystkinum sínum að dæla nær tvö þúsund milljónum uppí Öskjuhlíð og niður í Tjörn, svo dæmi sé tekið um ábyrga ráðstöfun Sjálfstæðisflokksins á sameiginleg- um sjóðum okkar. Tillaga okkar í stjórnarandstöð- unni var felld. Meirihlutinn virðist ætla að gera lítið með niðurstöður nefndarinnar sem átti að taka á vandanum. Hagsmunir bama er ekki forgangsmál sjálfstæðismanna í borgarstjóm. Það er hart til þess að vita og gerir stöðuna í uppeldis- málum erfíða. í bili. Vonin felst hins vegar í vaxandi áhuga foreldra ' og uppeldisstétta. Fjöldi starfs- manna á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar er brennandi hugsjónafólk um velferð bama. Það verður að treysta á úthald þess. Og með eftirfylgju foreldra hlýtur að koma að því að stjómmálamönn- um skiljist, að mikilvæg undirstaða þjóðarinnar em böm, ekki síður en sjávarútvegur. Höfundur er borgarfuHtrúi fyrir Alþýðubandalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.