Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 61 Umgöllun um eyðni Til Velvakanda Á tímabili voru allir fjölmiðlar uppfullir af fréttum um eyðnisjúk- dóminn skæða sem heijar nú á all- ar þjóðir heimsins. Á hveijum degi birtust fréttir í sjónvarpi um lyf sem verið var að prófa, tölur um fjölda sýktra og viðtöl við lækna og hjúk- runarfólk. Nú finnst mér eins og umræð- unni hafí ekki verið haldið nógu vel vakandi og það lítur einna helst út fyrir að áhugi fjölmiðlafólks hafí dofnað fyrir þessu málefni. Að mínum dómi er það mjög slæmt því að fjölmiðlar eru eina leiðin til að minna fólk á að fara gætilega og einnig að gera fólki ljóst að þessi sjúkdómur er ekki aðeins stundar- fyrirbrigði heldur mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál sem verður sífellt aivarlegra. Nýjustu tölur sýna að sjúk- dómurinn breiðist hratt út og fjöldi sýktra eykst með degi hveijum. Þær tölur gefa þó ekki alveg rétta mynd af ástandinu því að fjoldi fólks gengur með veiruna í sér án þess að vita af því. Nú er svo komið að hver og einn verður að hafa gát á sjálfum sér og ekki er hægt að kenna öðrum um ef einhver sýkist því að allir eiga að vita hverjar smitleiðirnar eru og bera því ábyrgð samkvæmt því. Þegar á allt er litið má teljast gífurlegt ábyrgðarleysi að stofna til skyndikynna í dag án þess að nota þær vamir sem hægt er að fá án mikillar fyrirhafnar. Eins og all- ir vita er smokkurinn eina getnaðar- vömin sem getur verndað fólk gegn þessum' hræðilega sjúkdómi og eng- inn ætti að hætta lífi sínu fyrir einn- ar nætur gaman. Þetta er aldrei of oft brýnt fyrir fólki og þrátt fyr- ir þá umræðu sem hefur átt sér stað virðast sumir kæra sig kollótta og hugsa með sér að þetta sé vanda- mál sem varði þá ekki. Ágætu lesendur, ég vil bara minna á að eyðnin hefur mörg and- lit, bæði falleg og ljót. Allir góðir íslendingar ættu að standa saman um að hefta útbreiðslu eyðninnar. Þetta er ekki einkavandamál ungs fólks sem er í makaleit heldur vandamál okkar allra. Bróðir, syst- ir, foreldri, bam eða bamabam þitt gæti orðið næsta fómarlamb. Vari Þessir hringdu... íþróttataska tapaðist Jenný hringdi: „Sunnudaginn 11. september tapaðist svört íþróttataska á leið- inni milli Súðavíkur og Hólmavík- ur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 91-673938.“ Hálsmen í óskilum Lítil stúlka týndi gullkrossi i Neðra-Breiðholti. Á krossinum em stafímir H.K. Upplýsingar í síma 74874. Hálsmen tapaðist á Hótel ís- landi laugardagskvöldið 17. sept- ember. Þetta er gullvír með stór- um rústrauðum steini. Fundar- laun em í boði og fínnandi er beðinn að hringja í síma 685571. Kettlingur fánnst Lítill kolsvartur kettlingur fannst í Safamýrinni þann 17. þ.m. Þetta er læða og hún er líklega 4-5 mánaða gömul. Eig- andi er beðinn að hringja í síma 31781 íbúðir fyrir aldraða Eldri borgari hringdi: „Margir eldri borgarar em ríkir en aðrir eiga litlar eignir. Nýjar íbúðir fyrir aldraða em svo dýrar að það er einungis í valdi þeirra ríku að fjármagna slík kaup. Þeir sem litlar eignir eiga geta bara setið úti í kuldanum því það er ekki komið til móts við þá ef þeir vilja flárfesta í íbúð. Ellistyrkur- inn dugir ekki til annars en að fæða sig og klæða. Ætli það sé ekki hægt að byggja vemdaðar íbúðir fyrir aldr- aða á ódýrari máta. Það er ansi hart að fá ekki vemdun þegar maður eldist nema maður eigi nóg af peningum. Þeir fátæku eiga ekki kost á sama fermetrafjöldan- um og þeir ríku fyrr en í gröfína er komið." Frakki í óskilum Nýlegur herra-tweedfrakki fannst við hús í Reykjavík um síðustu helgi. Upplýsingar í síma 14698 eftir kl. 17:00. Úrtapaðist Björgvin hringdi: „Egtapaði úri af gerðinni Rolex fyrir tæplega þremur vikum síðan. Sennilega tapaðist það laugar- dagsnóttina 3. september. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 691421 milli kl. 9 og 17. Fundarlaun em í boði.“ Reiðhjóli stolið fyrir utan Austurver Faðir hringdi: „Reiðhjóli sonar míns var stolið fyrir utan Austurver 13. septem- ber. Hjólið er 15 gíra, blágrátt Peugout með öllu tilheyrandi og var fermingargjöf stráksins. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 38538.“ Strætisvagnabílsijórar eiga gott eitt skilið Einar Logi hringdi: „í Velvakanda var um daginn veist að strætisvagnabílstjóra. Ég vil mótmæla þeim árásum og gef þeim mitt besta orð. Ég hef haft mikil samskipti við strætis- vagnabíistjóra að undanfömu cg hef ekkert út á störf þeirra að setja." Endurskinsmerki Móðir hringdi: „Nú er sá tími kominn að huga þarf að endurskinsmerkjum bama okkar. Ég hef hins vegar rekist á það að érfitt er að fínna kring- lóttu límmiðana sem hægt er að Iíma á nælonúlpur. Getur einhver upplýst mig um hvar þá er að fínna?" Athugasemd vegna ákúru Akúra á tónlistar- gagnrýnendur Kærí Vclvakandi. Sunnudagskvöldið 4. september var óg staddur á tónleikum Harðar Torfasonar trúbadors, í Lækjar- tungti. Vera min þar er ekki í frá- sögur færandi, hins vegar er Qar- vera annarra það. Þetta voru hreint út sagt frábærír tónliekar þar sem saman fór n\jög góð dagskrá og enn betri flutningur. Mér skilst að þcss- ir tónleikar hafi verið með þeim stærrí sem haldnir hafa verið Í Reykjavík í acinni tið og ætti þar * ‘ “ di að teliast fréttnæmir. um sal i Duua-hú8i fá næga um- fjöllun, að minnsta kosti í Morgun- blaðinu - og er það vel að qjálfsögðu. Mér skilst að boðsmiðar 4 tón- leika fléu alltaf sendir blMucwJn, sama hvaða tónleikar það fmi. Því sýnist mér að músikskrfbenar fléu alls ekki starfi sinu vaxstr af þeim tekst öllum með tölu feð halda «ig fjarri slíkum listviðburðwh og forð- ast vendilega að skrifa Btjrf.um-þá. Bágt á ég með að trú að slik vinnu- brögð falli undir heiðariegan og hlutlausan fréttaflutning. Til Velvakanda í Velvakanda í gær birtist ákúra Sigurðar Haraldssonar á tónlistar- gagnrýnendur, og þá um leið á tón- listargagnrýnendur Morgunblaðs- ins. Er þá líklegast átt við undirrit- aðan, sem er umsjónarmaður Rokksíðu blaðsins. Vissulega var fyrir því fullur vilji að skrifa um tónleika Harðar Torfa- sonar, sem voru reyndar kynntir sérstaklega með viðtali við Hörð á Rokksíðu Morgunblaðsins 28. ágúst sl., og síst verður framlag Harðar Torfasonar til íslenskrar dægurtón- listar vanmetið af undirrituðum. Rokksíðan hefur fram til þessa reynt að sinna sem best allri íslenskri popp- og rokktónlist hvort sem leikið er í Lækjartungli, í Duus eða í Hótel íslandi og mun halda því áfram. Málum er aftur á móti þann veg háttað að 4. september var ég staddur við Svartahaf og átti því óhægt um vik að fara á tónleikana og fjalla um þá í kjölfar þess. Arni Matthíasson Sýning A ÆSv /°\ Z^\ 2A Opið fimmtudag og föstudag frákl. 14.00-22.00. Laugardag og sunnudag frákl. 11.00-22.00. 2A ÆSl Z^\ ®3$! ö! ®»S! ^ ^ ák 2A Æ&l » » rKNÍNR' Z^\ Z^\ kVWh ®LVUR> :KNIÁ'Á ííKNINR' » s»(! /A 0! » Æ3^l Laugardalshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.