Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 29 Skoski þjóðernis- flokkurinn hlynntur innri markaði EB St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ARSÞINGI Skoska þjóðernis- flokksins í Inverness lauk síðast- liðinn laugardag. Þar var sam- þykkt sem stefiia flokksins, að Skotland skyldi eiga aðild að Evr- ópubandalaginu og verða hluti af innri markaði þess. Nokkrar deil- ur urðu um þessa stefiiu. Skoski þjóðemisflokkurinn var mótfallinn aðild Bretlands að EB, þegar um hana var kosið árið 1975, á þeirri forsendu, að Skotar réðu engu um þessa ákvörðun sjálfir. En þessari stefnu var breytt árið 1983. Þá taldi flokkurinn ekki lengur ástæðu til að amast við aðildinni. Stefnubrejdingin átti sér þijár orsakir. Skotar eiga mest af sínum utanríkisviðskiptum við lönd innan EB. Sú ásökun, að flokkurinn sé einangrunarsinnaður og vilji slíta öll tengsl Skotlands við umheiminn, hefur verið honum til trafala. Að síðustu gefur aðild að EB kröfunni um fullt sjálfstæði Skotlands aukinn þunga. Öðruvísi geta Skotar sjálfir ekki haft áhrif á málefni EB. Þetta síðasta atriði var aðalrök- semd flokksforystunnar á þinginu. Búist hafði verið við hörðum deilum um viðhorfin til innri markaðar EB. Minnihluti innan flokksins hefur ætíð verið andvígur bandalaginu og ekki síður að öll lönd þess verði eitt markaðssvæði. En minna varð úr mótmælunum en á horfðist. Flokksforystan lagði til, að sam- þykkt yrði tillaga þess efnis, að Skotland gæti blómgast í víðtæku samstarfi innan bandalagsins frem- ur en að verða hjáleiga enska ríkis- ins, sem stjómað væri eftir „thatch- erískum" markmiðum. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. í þágu skosks sjálfstæðis Jim Sillars, höfundur stefnu flokksins í málefnum Evrópu, sagði, að ríki um víða veröld þrengdu full- veldi sitt til að stofna til viðskipta- samninga við önnur ríki. 80% af verslun Skota við útlönd væri innan EB. Ef tillagan yrði samþykkt, mundi það beina athygli almennings að sjálfstæði Skotlands. - Gordon Wilson, formaður flokks- ins, sagði eftir samþykkt tillögunn- ar, að þjóðernisstefna Skota hefði unnið mikinn sigur við þessa niður- stöðu og sá dagur hefði nálgast, að fullu sjálfstæði yrði náð. Skoski þjóðemisflokkurinn hefur bætt stöðu sína vemlega frá síðasta ári. í þingkosningunum í fyrra hlaut upphafi til enda. í bókinni séu sett- ar fram svo margar ásakanir á hendur honum, að það sé engin leið fyrir sig að svara þeim öllum. Þess vegna geti fólk alltaf sagt: Það getur verið, að þetta, sem þú segir, sé satt, en hvað með allt hitt? Komin yfir eit- urlyfjavandann Ono segir, að Lennon hafi ekki verið ofbeldisfullur eiginmaður. Hann hafi aldrei lagt hendur á sig allan þann tíma, sem þau bjuggu saman. Hún segir, að hann hafi ekki verið kynvilltur og hún muni það, að þegar þau hittust fyrst á sjöunda áratugnum, hafi þau rætt um það, hvort þau væm eitthvað undarleg, af því að þau sváfu ekki hjá báðum kynjum, eins og ýmsir í kringum þau tíðkuðu þá. Hún tekur fram, að þau hafi ekki verið neinir englar og þau hafi notað eiturlyf. Það er vitað, að sjálf neytti hún heróíns um tíma, en tókst að yfirvinna fíknina. Hún neitar því, að miðsnesið í nefi Lenn- ons hafi verið svo illa farið af kók- aínneyslu, að orðið hafi að fjar- lægja það. Þegar Lennon var myrt- ur, hafi þau bæði verið komin yfir eiturlyfjavandann. Hún segir, að sér finnist eftir á, að þau hafi lifað saman eins og tíminn væri ævinlega svolítið naumur. flokkurinn 14% atkvæða í Skot- landi. í sveitarstjórnarkosningum fyrr á þessu ári hlaut hann tæplega 20% atkvæða, og í nýlegum skoð- anakönnunum hefur hann hlotið 23% atkvæða. Flokkurinn gerir sér góðar vonir um auka hlut sinn síðar á þessu ári, þegar kosið verður til Evrópu- þingsins. Einnig gæti hann gert Verkamannaflokknum skráveifu í aukakosningum í Govan í Glasgow, sem verða síðar á þessu ári eða í byijun næsta árs. Börn í röð fyrir utan neyðarbúðir í Manikganj, 76 km norður af Dhaka, höftið- borg Bangladesh á þriðjudag. Yfirvöld ætluðu þá að dreifa barnamat til fómarlamba mestu flóða í sögu Bangladesh sem kostað hafa um 1600 manns lífið. MiIIjónir manna era heim- ilislausar. Reuter Sparnaöur og aögæsla kom þeim á áfangastað $ fös /n WV § °r‘hn j^s°n eS/.ð A°« fyri'yaia- Ur W h 8ju S,eð'°»s'0z?<ðt >A;3 döh, ,nýj<) ,>Zyfir- ;Uefi '"Vur, ■*nt ^ StU J:, SjJUr/, borf not/c) . Ju,n/n / 8 %ó /, erU 'cW "’Vtfð 8eun/s SjJUrii v'n f. Reglubundinn sparnaður og aðgæsla í fjármálum komu Jónu og Hannesi vel þegar þau stofnuðu heimili. Þau lögðu reglubundið inn hjá sparisjóðnum, nýttu þau ávöxtunarkjór scm þar bjóðast og gættu þess að eiga fyrir hlutunum áður en þeir voru keyptir. Þau hafa því notið staðgreiðslu- afsláttar og eru laus við áhyggjur af gjalddögum. SPKíttlW Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Skólavördustíg 11, Hátúni 2b, Austurströnd 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.