Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 33

Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 • 33 fltrgi Útgefandi tflllltlfrtfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Thatcher gagnrýnir skrifræði EB Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, hef- ur hleypt nýju lífi í umræður um framtíð samstarfsins innan Evrópubandalagsins með ræðu er hún flutti í hinum fomfræga belgíska bæ Brugge (Bruges) á þriðjudag. Þar notaði hún tækifærið í ræðu við setningu Evrópu-háskólans að gagnrýna þá, sem telja að Evrópubanda- lagið (EB) eigi að þróast í átt til einskonar bandaríkja Evr- ópu. Vill Thatcher að innan bandalagsins starfi sjálfstæð fullvalda ríki saman að úrlausn þeirra verkefna sem þau sjálf fela bandalaginu að sinna en frá því komi ekki fyrirmæli. Hún réðst harkalega á skrif- ræði EB í Brussel og komst þannig að orði, að Bretar hefðu ekki lagt sig fram um að stemma stigu við afskiptum ríkisvalds og embættismanna heima fyrir til þess eins að lúta síðan miðstýrðu valdi skriffínna í Brussel. Evrópu-háskólinn í Brugge er einmitt ein helsta menntamiðstöð þeirra, sem síðan ráðast til starfa innan skrifstofubákns Evrópubanda- lagsins í Brussel og annars staðar. Thatcher komst raunar þannig að orði í ræðu sinni, að vegna umræðna um að hún væri andsnúin evrópskri sam- vinnu, mætti líkja því, að henni væri boðið að flytja ræðu við þetta tækifæri, við það, að Genghis Khan væri fenginn til að lýsa kostum friðsamlegrar sambúðar! Fyrir þá sem fylgst hafa með ummælum Thatcher um EB undanfama mánuði ætti gagn- rýni hennar ekki að koma á óvart. Bretar hafa undir hennar forystu samþykkt að stefna að einum EB-markaði og miða við árið 1992 í því efni eins og aðrar aðildarþjóðir. Á hinn bóg- inn er breska ríkisstjómin, eins og raunar sú franska undir forystu sósíalistans Michels Rocards, treg til að samþykkja þær kröfur sem tengjast gildis- töku innri markaðarins, að skattareglur og opinber gjald- taka önnur verði samræmd í öllum EB-löndunum. Til dæmis er Thateher á móti því að leggja virðisaukaskatt á matvæli og bamaföt, svo að dæmi séu tek- in. Eiga mótmæli eftir að heyr- ast frá fleiri ríkisstjómum þeg- ar nær framkvæmd hinna ör- lagaríku ákvarðana dregur. í annan stað fínnst Thatcher nóg um yfírlýsingar Jacques Delors, formanns framkvæmdastjóm- ar EB, en hann er franskur sósíalisti og hefur farið víða undanfarið og lagt áherslu á hina félagslegu hlið innri mark- aðarins, eins og það er kallað. Telur hann til að mynda að í verkahring EB sé að tryggja stöðu verkalýðsfélaga gagn- vart þunga markaðskerfísins. Flutti hann ræðu um þetta efni á þingi breska alþýðusam- bandsins og var vel fagnað af mönnum þar, sem eru hat- rammir andstæðingar Thatcher á heimavelli. Breski forsætisráðherrann vill sem sé ekki að fyrirmæli frá Bmssel verði til þess að eyðileggja þau fijálsræðisskref sem stigin hafa verið í breska stjóm- og hagkerfmu undir hennar forystu. Hún telur einn- ig óraunhæft, að því er virðist, að stefna að frekari sameiningu ríkjanna innan Evrópubanda- lagsins. Varar hún sérstaklega við því að þjóðareinkenni verði þurrkuð út og allir verði steypt- ir í eitthvert samevrópskt mót. Að þetta sé markmið EB er dregið í efa af þeim sem teljast meiri Evrópusinnar en Thatch- er og fylgismenn hennar. Þeir segja, að í hugmyndafræðinni á bak við Rómarsáttmálann, stofnskrá EB, sé einmitt gert ráð fyrir, að með því að sam- eina kraftana við lausn ákveð- inna verkefna gefist þjóðum eða þjóðarbrotum betri tæki- færi en ella til að rækta sérein- kenni sín. Er bent á Baska því til staðfestingar en eins og fram hefur komið hér í blaðinu vinna þeir nú að því að endur- vekja sitt gamla tungumál. Markviss gagnrýni Thatcher og umræðurnar sem hún hefur vakið á erindi til allra Evrópu- þjóða, hvort heldur þær eru utan Evrópubandalagsins eða innan. Hún beinir athyglinni í senn að þróuninni innan EB og einnig að þeim hættum sem af því stafa að fela miðstýrðu bákni of mikil völd. Ástæða er til að taka undir með henni, þegar hún segir: „Vissulega er kaldhæðnislegt, að einmitt í sama mund og ráðamenn í ríki eins og Sovétríkjunum, sem hafa reynt að stjóma öllu frá miðjunni, eru að átta sig á því að helst næst árangur með því að dreifa valdi og ákvörðunum, vilja sumir innan EB halda í gagnstæða átt.“ AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Stjórnarmyndunartilraunir Steingríms Hermannssonar: Alþýðubandalagið tvístígandi hvað varðar stj órnarþátttöku Verða að svara Steingrími fyrir hádegi á morgun STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, færð- ist nær þvi markmiði sínu í gær að mynda ríkisstjórn er hefði 32ja manna þingstyrk á Alþingi. Jafhvel heflir það komið til tals að þing- styrkur stjórnar hans yrði 33 þingmenn og hafa menn þá í huga flilltingi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, þingmanns Borgaraflokksins. Stefán Valgeirsson tilkynnti Steingrími í gærmorgun að hann gæti stutt stjórn þá sem Steingrímur reynir nú að mynda, með þátttöku Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Að vísu flmduðu alþýðubandalags- menn um það í gær hvort flokkurinn vildi styðja slíka stjórn til að byrja með og verða í náinni framtíð einn aðili að henni og var að heyra á máU manna í gær að bjartsýni gætti hvað niðurstöðu Al- þýðubandalagsins varðaði. Þó mun Hjörleifur Guttormsson vera mjög andvígur slíku stjórnarsamstarfi og lengi vei var slíkt hið sama talið gilda um Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusambands íslands, en í gærkvöldi hölluðust menn fremur að því að Ásmundur myndi leggja til að minnihlutastjóm Framsóknarflokks og Alþýðuflokks yrði varin vantrausti til að byija með. Stjómmálin voru með skondnara móti í gærmorgun, og ugglaust mætti gera um þann þátt hinn ágætasta farsa. Formennimir, þeir Steingrímur Hermannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, hittust á laun í býtið í gærmorgun í húsakynnum Alþingis og báru saman bækur sínar. Steingrímur kvaðst að afloknum þeim fundi vera bjart- sýnni á að þessi tilraun tækist, en hann hefði verið deginum áður. Að formannafundinum loknum hófst þegar í stað fundur þingflokks Al- þýðubandalagsins, þar sem til um- ræðu var hvort og þá með hvaða hætti Alþýðubandalagið styddi eða yrði aðili í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, jafnframt því sem afstaða flokksins til fyrstu aðgerða í efnahagsmálum í formi bráða- birgðalaga var rædd. Skyndilega og öllum á óvart gerðu alþýðu- bandalagsþingmenn hlé á flmdi sínum laust fyrir kl. 11 og gáfu fréttamönnum þá skýringu að Kvennalistinn hefði óskað eftir því að þeir gengju á fund þeirra í Þórs- hamri, hvað þeir gjörðu. Skondin uppákoma Kvennalista Að afloknum þeim fundi greindi Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, fréttamönnum frá því að tilefni fundarboðsins hefði verið það að kvennalistakonur vildu skýra þingmönnum Alþýðubandalagsins „satt og rétt“ frá því sem gerst hafði á fundi þeirra með fulltrúum Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í fyrradag. Kristín sagði kvennalistakonur telja að formaður Alþýðubandalagsins hefði rangtúlkað þeirra viðbrögð og afstöðu í fjölmiðlum, að afloknum fundinum. í samtölum við þingmenn Al- þýðubandalagsins kom aftur fram að þeir skildu viðbrögð og afstöðu kvennalistakvenna á nákvæmlega sama hátt og þeir höfðu gert í fyrra- dag. Sögðu þeir enga breytingu hafa orðið á skilningi sínum, þrátt fyrir þennan fund. Ólafur Ragnar Grímsson fór síðan í hádeginu í gær að Borgar- túni 6, þar sem hann og Jón Bald- vin og Steingrímur ræddust við í hálfa aðra klukkustund, en að því loknu sneri Ólafur Ragnar aftur niður í Alþingi, þar sem þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins var fram haldið. Að þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins loknum var síðan haldinn fundur viðræðunefnda flokkanna þriggja, Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, í húsakynnum sjávarút- vegsráðuneytisins, þar sem Ólafur Ragnar kynnti fulltrúum hinna flokkanna afstöðu Alþýðubanda- lagsins. Það mun hafa verið ein- dregin niðurstaða þingflokks Al- þýðubandalagsins að senda við- raeðunefnd sína á fund þeirra Steingríms og Jóns Baldvins á nýjan leik klukkan 16.30 í gær með þá skýlausu kröfu að kjarasamningar yrðu þegar í gildi á nýjan leik og að horfið yrði frá áformum um frystingu launa. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lögðu Alþýðubandalags- menn á það mikla áherslu að þeir gætu ekki gengið inn í ríkisstjóm sem þessa án þess að ákvæðum sem þessum yrði fullnægt. Klukkan 19 í gærkvöldi hittust síðan á leynileg- um fundi þeir Steingrímur Her- mannsson fyrir Framsóknarflokk, Jón Baldvin og Jón Sigurðsson fyr- ir Alþýðuflokk og Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Ás- mundur Stefánsson fyrir Alþýðu- bandalag. Þar var samkvæmt heim- ildum þingað um kröfur Alþýðu- bandalags og mun niðurstaðan hafa orðið sú að Framsókn og Alþýðu- flokkur buðu upp á óheftan samn- ingsrétt frá áramótum, en Alþýðu- bandalagsmenn töldu að ekki væri hægt að semja um samningsrétt. Þó mun við rökræður hafa dregið saman með aðilum, einkum og sér í lagi þegar Alþýðubandalagsmönn- um var bent á hvað það hefði í för með sér ef samningsréttur sjó- manna yrði ftjáls nú. Var þeim bent á að launahækkun sjómanna ásamt hækkun fískverðs myndi að líkindum gera meira en að éta upp þær fyrstu aðgerðir sem nú ætti að ráðast í til bjargar fískvinnslu- fyrirtækjum í landinu. Heimildir herma að fulltrúar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks hafí tíundað aðrar aðgerðir sem þeir væru reiðubúnir að ráðast í til þess að kom til móts við sjónarmið Alþýðubandalagsins. Alþýðubanda- lagsmennimir þrír veittu ekki af- dráttarlaus svör á þessum fundi en fóru af honum beint á fram- kvæmdastjómarfund Alþýðubanda- lags þar sem þeir munu,hafa kynnt þessar hugmyndir. Talið er að af- staða í Alþýðubandalagi sé skipt hvað varðar stuðning við eða þátt- töku í ríkisstjóm þeirri sem Steingrímur Hermannsson reynir Morgunblaðið/Sverrir Þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson voru bjartsýnir á að myndun rikisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, með tilstyrk Stefáns Valgeirssonar tækist í gær að afloknum hádegisflmdi með Ólafi Ragnari Grímssyni. Hér ræða þeir við fréttamenn í húsakynnum fíármálaráðuneytisins i Borgart- úni 6, strax eftir fundinn. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur Sigfússon, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins og Ólafúr Ragn- ar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins, koma af þingflokksfúndi i gær, en svars Alþýðubandalagsins af eða á um stuðning eða þátttöku í stjórn var beðið með eftirvæntingu í allan gærdag. nú að mynda. Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson em taldir vilja ganga strax inn í þetta stjóm- arsamstarf, en ólíklegt er talið að Ásmundur Stefánsson sé þeirrar skoðunar, heldur að hann muni leggja til í framkvæmdastjórninni að ákveðið verði að styðja minni- hlutastjóm Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks þar til bráðabirgðalög um fyrstu aðgerðir í efnahagsmál- um em orðin að lögum í Alþingi íslendinga. Þar sem Steingrímur Hermanns- son ætlar sér skamman tíma í stjómarmyndunartilraunir hefur hann boðað sömu aðila til fundar við sig klukkan 10 í fyrramálið jafn- framt því sem hann hefur óskað eftir að afdráttarlaus svör Alþýðu- bandalags berist honum fyrir há- degi á morgun. Verður Aðalheiður 33. þingmaðurinn? Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, þingmaður Borgaraflokksins, sem sögð er lítt hrifin af hugmyndum í þá vem að Borgaraflokkur og Sjálf- stæðisflokkur fari út í stjómarsam- starf, sagði í viðtali við mig í gær um hugmynd þess efnis að hún yrði hugsanlega 33. þingmaðurinn á bak við stjórn Steingríms Her- mannssonar, að sá möguleiki hefði ekki verið ræddur við sig af nokkr- um manni. Hins vegar sagði Aðal- heiður: „Ég er þeirrar skoðunar að þingmönnum Borgaraflokksins, sem og öðmm þingmönnum Al- þingis, beri skylda til þess að sjá til þess að í landinu sé starfhæf meirihlutastjóm." Það kann því að vera að ekki sé með öllu útilokað að Aðalheiður fengist til þess að styðja samstjóm Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Enda staðfesti einn af frammámönnum Borgaraflokksins í samtali í gær að flestir þingmenn Borgaraflokksins væm þeirrar skoðunar að Aðalheiður hygði á stuðning við stjóm Steingríms. Hver verða viðbrögð forsetans? Vangaveltur manna í gær sner- ust meðal annars um það hver yrðu viðbrögð Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, fengi Steingrímur jákvætt svar frá Alþýðubandalag- inu og gengi á hennar fund og upplýsti hana um að hann gæti myndað ríkisstjóm sem hefði 32ja manna þingstyrk og væri þar með varin vantrausti. Töldu viðmæl- endur mínir að forsetinn myndi standa frammi fyrir því að ákveða hvort hún fæli Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins um- boð til myndunar ríkisstjómar sem hefði þingmeirihluta að baki sér. Töldu viðmælendur mínir úr röðum framsóknarmanna og alþýðuflokks- manna að slíkt gæti orðið erfíð og flókin ákvörðun fyrir forsetann, þar sem það yrði fastmælum bundið á milli Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags, að eng- inn flokkanna væri reiðubúinn til viðræðna um stjómarþátttöku með Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokki. Þvi muni það blasa við að ekki verði um annan kost að ræða en veita Steingrími áframhaldandi umboð. Á hinn bóginn voru uppi vangaveltur þess efnis að ef ákvörðun Alþýðu- bandalagsins yrði neikvæð, þá skil- aði Steingrímur einfaldlega stjóm- armyndunarumboði sínu, og þannig gæti komið upp á borðið endurreisn fráfarandi ríkisstjómar, en að mati framsóknarmanna og alþýðuflokks- manna yrði slík stjómarmyndun að verða undir annars forsæti en Þor- steins Pálssonar. Menn vom i gær ekki famir að velta þeim möguleika fyrir sér af neinni alvöra. „Höggvir sá er hlífa skyldi“ Morgunblaðið/Bjami Jónas Ólafsson sveitarstjóri og Magnús Guðjónsson kaupfélagsstjóri ræða stöðuna fyrir utan skrifstofúr kaupfélagsins í gær. Á innfelldu myndinni sjást einar innsigluðu dyranna. „ÉG GET ekki neitað þvi, að mér finnst að sá höggvi nú sem hlífa skyldi, þegar ríkisvaldið gengur fram í því að loka fyrirtækjum," sagði Guðmundur Friðgeir Magn- ússon sjómaður við Morgunblaðs- menn á Þingeyri í gær. Guðmund- ur Friðgeir e,r í stjóm Kaupfélags Dýrfirðinga og formaður verka- lýðsfélagsins á staðnum. Á Þingeyri búa tæplega 500 manns og hefur íbúum fjölgað nokk- uð síðustu ár. Á vegum sveitarfélags- ins eru miklar framkvæmdir í gangi. M. a. er verið að ljúka við bamaheim- ili fyrir um 40 böm, bygging kaup- leiguíbúða og verkamannabústaða, níu íbúða bygging, er vel á veg kom- in og steypuvinna var í fullum gangi við íbúðir aldraðra, þegar Morgun- blaðið bar að. 75 - 80% íbúanna byggja afkomu sína á starfsemi kaupfélagsins. Langflestir Þingeyrarbáta leggja afla sinn upp hjá kaupfélaginu og er nánast enginn annar fískverkandi á staðnum. Sá rekstur Kaupfélags Dýrfirð- inga, sem settur var undir innsigli á þriðjudaginn er verslunin, vöra- geymsla, öll fiskvinnsla og fiskimjöls- verksmiðja. Unnið er á skrifstofu og við nauðsynleg viðhaldsstörf ogþrif. 60 - 70 manns voru sendir heim vegna þessara aðgerða. Að jafnaði vinna 120 til 150 manns hjá Kaup- félaginu. Kaupfélög Dýrfirðinga og Önfirð- inga eiga dótturfyrirtæki, Barða hf, sem leigir sláturhúsið á Þingeyri af Kaupfélagi Dýrfirðinga. Sú starfsemi er í gangi. Kaupfélag Dýrfírðinga á annað dótturfyrirtæki, Fáfni hf, sem gerir út togara Þingeyringa, Framnes og Sléttanes. Togaramir hafa undanfar- ið veitt fyrir Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, jafnhliða eigin veiðum, þar sem togari Hnífsdælinga er í við- gerð. í gær var Framnesið að landa á ísafirði fyrir Hraðfrystihúslð í Hnífsdal. Ekki munu vera áfbrm um að stöðva togarana. Forráðamenn kaupfélagsins á Þingeyri vildu vera bjartsýnir á að hægt væri að opna aftur hinar Iæstu dyr, þegar Morgunblaðið ræddi við þá í gær og bjuggust við að þá og þegar yrðu innsiglin tekin frá. Það -hafði þó ekki gerst enn, er blaða- menn fóru þaðan síðdegis. Stjóm kaupfélagsins er boðuð til fundar í dag, en í gær ákváðu stjóm- armenn að bíða þess, að sami aðili sem setti innsiglin fyrir kaupfélags- dymar tæki þau frá aftur, þ.e. ríkis- valdið, að sögn Hallgríms Sveinsson- ar stjómarformanns kaupfélagsins. Vantar þennan fræga rekstursgrundvöll - segir Hallgrímur Sveinsson stjórnarformaður kaupfélagsins „Aðdragandinn er eins og alþjóð veit, að okkur hefúr vantað þenn- an fræga rekstursgrundvöll fyrir fiskvinnsluna, það er mest afger- andi þátturinn í þessu,“ sagði Hallgrímur Sveinsson sljórnarformaður Kaupfélags Dýrfirðinga, aðspurður um hvers vegna fyrirtækið væri nú í þessari stöðu. „Ef farið er aftur í tímann þá verður að segjast eins og er að á árunum 1979 -1983 var hér mikil uppbygging á skömm- um tíma. Þá fjárfestum við í atvinnutækjum, þvi að við héldum að það væri framtíðin frekar en í steinsteypu einhvers staðar fyrir sunn- an,“ segir hann. „Svona var þetta drifið upp og við vorum komnir með tvo togara 1983 þegar aflakvótar voru settar á. Stjóm kaupfélagsins þá ákvað að láta smíða Sléttanesið á Akureyri af þjóðhags- Iegum ástæðum því að við vissum að skipið yrði mun dýrara þar heldur en erlendis. Síðan þegar skipið er afhent er það um helmingi dýrara en þegar samningar vora undirskrif- aðir. Þegar það bætist við að þessi frægi rekstursgrandvöllur er úti í hafsauga mánuðum saman og ríkisstjómin kemur sér ekki sman um að skapa þessum atvinnuvegum tækifæri til að starfa á eðlilegan hátt, þá hlýtur að hrikta í og þetta er ekkert vonum seinna að þetta kemur fyrir hjá okk- ur. Við höfum auðvitað eins og aðrir búið við verðfall á erlendum mörkuð- um. í þriðja lagi höfum við að sumu leyti búið við ákveðinn innri vanda í stjómunarlegu tilliti og ýmis vanda- mál sem era staðbundin á hvetjum stað. Þetta hjálpast að. Utanaðkom- andi og innri vandi." Sér Hallgrímur einhveija leið út úr þessari stöðu kaupfélagsins? „Ég sé enga leið út úr þessu aðra en þá að sá sem lætur innsigla fyrir- tækið, hann verður sjálfur að ijúfa Gerum það sem í okkar valdi stendur - segir Jónas Ólafsson sveitarstjóri „Það gefúr auga leið, að ef svo stór atvinnuveitandi sem kaupfélag- ið stöðvast, þá hefúr það áhrif á tekjur hreppsins,“ sagði Jónas Ólafs- son sveitarstjóri á Þingeyri. Hann sagði kaupfélagið vera vel statt hvað eignir varðar og eiga mun meira en fyrir skuldum og væri þvi betur statt en mörg önnur fyrirtæki hvað það varðar. „Við erum fyrst- ir, á eftir koma fleiri." Hann var spurður hvort sveitarfé- lagið muni beita sér til þess að fá lausn í málefnum kaupfélagsins. „Við höfum stutt við þá miðað við það sem við höfum getað, en sveitar- félagið er nú ósköp lítið miðað við svona stórt fyrirtæki. Við getum lítið gert nema að veita þeim siðferðilegan stuðning, við getum ekki fjárhags- lega stutt við bakið á þeim. En við munum að sjálfsögðu, og höfum gert það sem í okkar valdi stendur. Við megum þó ekki ganga í ábyrgð fyrir kaupfélagið, samkvæmt lögum mega sveitastjórnir það ekki“ Hann var spurður hvort hann sæi lausn á málinu innan skamms. „Ég átti von á því að lausn væri komin um hádegið, en það hefur brugðist. Ég á þó von á að það verði fljótlega, ég get ekki ímyndað mér annað." það aftur. Það er að segja ríkisstjóm Islands. Það er hún sem hefur lokað þessu." Þær skuldir sem urðu til aðgerða ríkisvaldsins, hvemig era þær til komnar? „Strangt tekið erum við að fram- kvæma fjárdrátt, með því að taka fé sem átti að fara í staðgreiðslu skatta og söluskatt og nota til að greiða fólkinu laun í staðinn fyrir að senda til sýslumannsins á ísafirði. Það gerðum við til þess að halda atvinnulífinu hér gangandi." Hefur komið til tals að selja til dæmis annan togarann? „Já, við höfum unnið mikið á því sviði, að endurbæta og styrkja fyrir- tækið. En við höfum alltaf strandað á þessu: Við vitum ekki hvar við stöndum. Auðvitað vita allir að botn- laust tap er á fiskvinnslunni. Hvað á að gera til þess að koma í veg fyrir það? Það veit enginn. Og á meðan maður ekki veit í hvom fótinn á að stíga í því efni, þá auðvitað seljum við ekki atvinnutækin í burtu. En þau verða kannski tekin af okk- ur. Við höfum allt til alls að reka hér lífvænlega atvinnustarfsemi, en grandvöllinn vantar." Er þá ekki fjármagnskostnaðurinn mikill? „Jú, við verðum að horfast í augu við að það er gífurlegur fjármagns- kostnaður á bak við þessa uppbygg- ingu, það er ljóst. Við höfum fengið peninga að láni og lán verður að borga." Hvað verður, ef ríkisvaldið ætlar ekkert að gefa eftir? „Ef ríkissjóður ætlar að standa fast á sínu og loka þessari atvinnu- starfsemi, þá náttúralega hlýtur hann að gera það vítt og breitt um landið og þá kemur annað hljóð í þetta allt saman, ef á að loka þessum fyrirtækjum öllum, því að við erum ekki einir á báti. Þó að hittist svona á að við erum í þessari stöðu núna, þá er dagaspursmál hvenær kemur að öðrum," sagði Hallgrímur Sveins- son stjómarformaður Kaupfélags Dýrfirðinga að lokum. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.