Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 9 KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sin/i 686988 Ný Spariskírteini ríkissjóðs hjá Kaupþingi Hin njju Spariskírteini ríkissjóds fást ad sjálfsögðu hjá okkur og eru nú fáanleg 3 ára bréf með 8% vöxtum 5 ára bréf með 7,5% vöxtum 8 ára bréf með 7% vöxtum Við tökuni innleysanleg Spariskírteini rikissjóðs sem greiðs/u fyrir ny Spariskírteini og önnur verðhréf. Kaupþing hefur á áð skipa sérfræðiþekkingu á sviði fjárfestinga ogfjármála, hvaða nafni sem nefnast og viðskiptavinir njóta menntunar ráðgjafa okkar og þeirrar þekkingar sem áralöng reynsla hefu r skapað. A uk hinna nýju Spariskírteina ríkissjóðs býður Kaupþing Einingabréf 1, 2, 3 Lífeyrísbréf Bankabréf Veðskuldabréf Skuldabréf stœrstu fyrírtœkja Hlutabréf í fyrirtœkjum Skammtímabréf SÖLUGENGI VERDBRÉFA ÞANN 22. SEPT. 1988 EININGABRÉF 1 3.285,- EININGABRÉF 2 1.880,- EININGABRÉF 3 2.128,- LlFEYRISBRÉF 1.651,- SKAMMTlMABRÉF 1.156,- Ráðgjöf og fagþekking Kaupþings stendur œtíð einstaklingum sem fyrírtœkjum til boða. Utanríkismálin á dagskrá Fátt annað hefur komist að í opinberum umræðum að undanf- örnu en efnahagsvandinn og stjórnmálakreppan sjálf, sú stað- reynd að ekki virðist unnt að ná saman meirihluta á Alþingi til að standa á bak við einhverjar ráðstafanir. Hverjar þessar ráð- stafanir verða sýnist ekki lengur skipta meginmáli hjá Framsókn- arflokki og Alþýðuflokki, sem sprengdu fráfarandi stjórn vegna þess sem þeir kölluðu grundvallarágreining um stjórn efnahags- mála. Nú er unnt að ræða um lækkun á matarskatti og 3% gengisfellingu eins og ekkert sé sjálfsagðara. í því óðagoti taka svo alþýðubandalagsmenn til við að ræða utanríkismál. Er staldr- að við þann þátt í Staksteinum í dag. Gengnr ekki eftir Fátt hefur gengið eftir eins og þeir ætluðu Steingrímur Hermanns- son og- Jón Baldvin Hannibalsson þegar þeir sprengdu fráfarandi stjórn í beinni útsendingu siðastliðinn fðstudag. í þeirri orrahríð allri lét Steingrímur til að mynda þau orð faila, að nú þyrfti að liafa skjót handtök, því að boðað hefði verið að gengið yrði fellt um 6% og við þvi mætti bú- ast, að strax á mánudag yrði gífurleg eftirspum eftir gjaldeyri í bönkum. Þessi spá Steingrims gekk ekki eftir frekar en margt fleira af þvi sem sagt var í lok siðustu viku, þegar allt var tíund- að af framsóknarmörm- um til að koma ríkis- stjóra Þorsteins Pálsson- ar frá. Þótt ljósvakamiðl- ar leituðu með logandi ljósi á mánudag fundu þeir engin merki þess, að spádómur Steingríms væri að rætast f gjaldeyr- isdeildum bankanna. Eflir að þeir hittust á sunnudagsmorgun í skrifstofu Steingríms i utanríkisráðuneytinu og Ólafur Ragnar Grimsson játaði að sér litist það vel á húsakynni, að þau stæðu ekki í vegi fyrir þvf að hann yrði utanrík- Lsráðherra, liafa samtöl þeirra Steingrfms og Jóns Baldvins við Al- þýðubandalagið ekki gengið eftir með þeim hraða sem vænta mátti í upphafi. í Ijós kemur, sem menn gátu raunar sagt sér sjálfir, að Ólafur Ragnar hefur ekki þing- flokk Alþýðubandalags- ins óskiptan að baki sér og nú eru einstakir þing- menn teknir til við að veifa því vopni sem þeir telja hvað beittast, þegar Alþýðubandalagið ætlar að koma tilvonandi sam- starfsaðilum f ldandur, sem sé kröfunni um að landið verði gert varnar- laust. Hefur stjóraarað- ild bandalagsins tvisvar sinnum verið þvi verði keypt, 1956 þegar flokk- urinn settist í stjóra ein- mitt með framsókn og krötum og 1971 þegar hann hóf samstarf við framsókn og Samtök fijálslyndra og vinstri manna. í Morgunblaðinu í gær segir Guðrún Helgadótt- ir, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, frá þvf að flokkurinn sefji fram kröfu um endurskoðun varaarsamningsins og bætir við: „Við fengum ekkert slæmar undirtekt- ir undir þessar kröfur okkar.“ Hjörleifur Gutt- ormsson segir í Morgun- blaðinu, að krafa þeirra alþýðubandalagsmanna um uppsögn varnar- samningsins hafi alltaf verið ofarlega á baugi þegar Alþýðubandalagið taki þátt f stjómarmynd- un. Rétt er að minna á, að Hjörleifur varð ráð- herra f stjóraum fyrir hönd flokksins bæði 1978 og 1980 án þess að tillit væri teldð til þessarar kröfu. SUJ vill her- innburt I Staksteinum i gær var sagt frá þingi Sambands ungra jafhaðarmanna (SUJ) um helgina, en þar var Birgir Arnason, sem er handgenginn Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráð- herra, kjörinn formaður. Var á það minnt hér í gær, að SUJ hefði oft hallmælt aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, það hefði hins vegar ekki verið gert á siðasta þingi SUJ. Á þinginu var á hinn bóginn ályktað á þennan veg: „SUJ vill að herinn hverfi af landi brott f áföngum . . .“ f stjóminni 1971 til 1974 þar sem Alþýðuflokkur- inn átti að vísu ekki aðild var það einmitt stefiiu- mál framsóknar og al- þýðubandalagsmanna að herinn hyrfi af landi brott i áföngum. Var efiit til undirskriftasöfhunar Varins lands til að mót- mæla þeim áformum. Það skyldi þó ekki vera að eitthver slík „áfirnga- stefiia" væri komin á dagskrá í viðræðum vinstri flokkanna núna? Vill SUJ að „herverad- arsamningnum “ þ.e. varaarsamningnum verði sagt upp nú þegar samkvæmt ályktuninni og evrópskir bandamenn okkar helst Danir og Norðmenn taki við eflir- litshlutverkinu af Banda- ríkjamönnum. Telur SUJ að með þessu sé unnið að því marki sem SUJ og Alþýðuflokkurinn hafi sett sér „að öll hera- aðarbandalög leysist upp, sem er algjör for- senda að raunhæfri frið- væðingu f heiminum og afvopnun allra þjóða" eins og segir f ályktun- inni. í orði og á borði hafa forystumenn Alþýðu- flokksins haft ábyrgðar- lausa stefiiu SUJ f vara- ar- og öryggismálum að engu. Er (jóst, að SUJ er þverklofið í þessum mál- um og hefur alltaf verið. Á hinn bóginn liggja ályktanir af þvf tagi sem hér hefur verið lýst fyrir og hver veit nema tekið verði til við að dusta ryk- ið af þeim og þær notað- ar í viðræðunum við Ólaf Ragnar til að blíðka fólk eins og Guðrúnu Helga- dóttur og Hjörleif Gutt- ormsson í von um að þau styðji eftir allt sem á undan er gengið nýtt vinstra ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar. Á forsiðu Alþýðublaðs- ins vitnar svo Össur Skarphéðinsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviþ'ans, í þágu sainstarfe við fram- sókn og krata. Hann seg- ir lítið bera á milli í ut- juiríkismálum og bætir við: „Ég held að ég geti þó tekið undir hvert orð f nýlegri samþykkt ungra jafnaðarmanna, munur- inn er ekki meiri en það.“ \&XTARBRÉF tUTVEGSBANKANS Vaxtarsjóðurinn er VERÐBRÉFASJÓÐUR sem stjórnað er af sérfræðingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Vaxtarbréfin hafa gefið um 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU að undanförnu. EKKERT INNLAUSNARGJALD annan og þriðja afgreiðsludag VERÐBRÉFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.