Morgunblaðið - 22.09.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 22.09.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 9 KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sin/i 686988 Ný Spariskírteini ríkissjóðs hjá Kaupþingi Hin njju Spariskírteini ríkissjóds fást ad sjálfsögðu hjá okkur og eru nú fáanleg 3 ára bréf með 8% vöxtum 5 ára bréf með 7,5% vöxtum 8 ára bréf með 7% vöxtum Við tökuni innleysanleg Spariskírteini rikissjóðs sem greiðs/u fyrir ny Spariskírteini og önnur verðhréf. Kaupþing hefur á áð skipa sérfræðiþekkingu á sviði fjárfestinga ogfjármála, hvaða nafni sem nefnast og viðskiptavinir njóta menntunar ráðgjafa okkar og þeirrar þekkingar sem áralöng reynsla hefu r skapað. A uk hinna nýju Spariskírteina ríkissjóðs býður Kaupþing Einingabréf 1, 2, 3 Lífeyrísbréf Bankabréf Veðskuldabréf Skuldabréf stœrstu fyrírtœkja Hlutabréf í fyrirtœkjum Skammtímabréf SÖLUGENGI VERDBRÉFA ÞANN 22. SEPT. 1988 EININGABRÉF 1 3.285,- EININGABRÉF 2 1.880,- EININGABRÉF 3 2.128,- LlFEYRISBRÉF 1.651,- SKAMMTlMABRÉF 1.156,- Ráðgjöf og fagþekking Kaupþings stendur œtíð einstaklingum sem fyrírtœkjum til boða. Utanríkismálin á dagskrá Fátt annað hefur komist að í opinberum umræðum að undanf- örnu en efnahagsvandinn og stjórnmálakreppan sjálf, sú stað- reynd að ekki virðist unnt að ná saman meirihluta á Alþingi til að standa á bak við einhverjar ráðstafanir. Hverjar þessar ráð- stafanir verða sýnist ekki lengur skipta meginmáli hjá Framsókn- arflokki og Alþýðuflokki, sem sprengdu fráfarandi stjórn vegna þess sem þeir kölluðu grundvallarágreining um stjórn efnahags- mála. Nú er unnt að ræða um lækkun á matarskatti og 3% gengisfellingu eins og ekkert sé sjálfsagðara. í því óðagoti taka svo alþýðubandalagsmenn til við að ræða utanríkismál. Er staldr- að við þann þátt í Staksteinum í dag. Gengnr ekki eftir Fátt hefur gengið eftir eins og þeir ætluðu Steingrímur Hermanns- son og- Jón Baldvin Hannibalsson þegar þeir sprengdu fráfarandi stjórn í beinni útsendingu siðastliðinn fðstudag. í þeirri orrahríð allri lét Steingrímur til að mynda þau orð faila, að nú þyrfti að liafa skjót handtök, því að boðað hefði verið að gengið yrði fellt um 6% og við þvi mætti bú- ast, að strax á mánudag yrði gífurleg eftirspum eftir gjaldeyri í bönkum. Þessi spá Steingrims gekk ekki eftir frekar en margt fleira af þvi sem sagt var í lok siðustu viku, þegar allt var tíund- að af framsóknarmörm- um til að koma ríkis- stjóra Þorsteins Pálsson- ar frá. Þótt ljósvakamiðl- ar leituðu með logandi ljósi á mánudag fundu þeir engin merki þess, að spádómur Steingríms væri að rætast f gjaldeyr- isdeildum bankanna. Eflir að þeir hittust á sunnudagsmorgun í skrifstofu Steingríms i utanríkisráðuneytinu og Ólafur Ragnar Grimsson játaði að sér litist það vel á húsakynni, að þau stæðu ekki í vegi fyrir þvf að hann yrði utanrík- Lsráðherra, liafa samtöl þeirra Steingrfms og Jóns Baldvins við Al- þýðubandalagið ekki gengið eftir með þeim hraða sem vænta mátti í upphafi. í Ijós kemur, sem menn gátu raunar sagt sér sjálfir, að Ólafur Ragnar hefur ekki þing- flokk Alþýðubandalags- ins óskiptan að baki sér og nú eru einstakir þing- menn teknir til við að veifa því vopni sem þeir telja hvað beittast, þegar Alþýðubandalagið ætlar að koma tilvonandi sam- starfsaðilum f ldandur, sem sé kröfunni um að landið verði gert varnar- laust. Hefur stjóraarað- ild bandalagsins tvisvar sinnum verið þvi verði keypt, 1956 þegar flokk- urinn settist í stjóra ein- mitt með framsókn og krötum og 1971 þegar hann hóf samstarf við framsókn og Samtök fijálslyndra og vinstri manna. í Morgunblaðinu í gær segir Guðrún Helgadótt- ir, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, frá þvf að flokkurinn sefji fram kröfu um endurskoðun varaarsamningsins og bætir við: „Við fengum ekkert slæmar undirtekt- ir undir þessar kröfur okkar.“ Hjörleifur Gutt- ormsson segir í Morgun- blaðinu, að krafa þeirra alþýðubandalagsmanna um uppsögn varnar- samningsins hafi alltaf verið ofarlega á baugi þegar Alþýðubandalagið taki þátt f stjómarmynd- un. Rétt er að minna á, að Hjörleifur varð ráð- herra f stjóraum fyrir hönd flokksins bæði 1978 og 1980 án þess að tillit væri teldð til þessarar kröfu. SUJ vill her- innburt I Staksteinum i gær var sagt frá þingi Sambands ungra jafhaðarmanna (SUJ) um helgina, en þar var Birgir Arnason, sem er handgenginn Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráð- herra, kjörinn formaður. Var á það minnt hér í gær, að SUJ hefði oft hallmælt aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu, það hefði hins vegar ekki verið gert á siðasta þingi SUJ. Á þinginu var á hinn bóginn ályktað á þennan veg: „SUJ vill að herinn hverfi af landi brott f áföngum . . .“ f stjóminni 1971 til 1974 þar sem Alþýðuflokkur- inn átti að vísu ekki aðild var það einmitt stefiiu- mál framsóknar og al- þýðubandalagsmanna að herinn hyrfi af landi brott i áföngum. Var efiit til undirskriftasöfhunar Varins lands til að mót- mæla þeim áformum. Það skyldi þó ekki vera að eitthver slík „áfirnga- stefiia" væri komin á dagskrá í viðræðum vinstri flokkanna núna? Vill SUJ að „herverad- arsamningnum “ þ.e. varaarsamningnum verði sagt upp nú þegar samkvæmt ályktuninni og evrópskir bandamenn okkar helst Danir og Norðmenn taki við eflir- litshlutverkinu af Banda- ríkjamönnum. Telur SUJ að með þessu sé unnið að því marki sem SUJ og Alþýðuflokkurinn hafi sett sér „að öll hera- aðarbandalög leysist upp, sem er algjör for- senda að raunhæfri frið- væðingu f heiminum og afvopnun allra þjóða" eins og segir f ályktun- inni. í orði og á borði hafa forystumenn Alþýðu- flokksins haft ábyrgðar- lausa stefiiu SUJ f vara- ar- og öryggismálum að engu. Er (jóst, að SUJ er þverklofið í þessum mál- um og hefur alltaf verið. Á hinn bóginn liggja ályktanir af þvf tagi sem hér hefur verið lýst fyrir og hver veit nema tekið verði til við að dusta ryk- ið af þeim og þær notað- ar í viðræðunum við Ólaf Ragnar til að blíðka fólk eins og Guðrúnu Helga- dóttur og Hjörleif Gutt- ormsson í von um að þau styðji eftir allt sem á undan er gengið nýtt vinstra ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar. Á forsiðu Alþýðublaðs- ins vitnar svo Össur Skarphéðinsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviþ'ans, í þágu sainstarfe við fram- sókn og krata. Hann seg- ir lítið bera á milli í ut- juiríkismálum og bætir við: „Ég held að ég geti þó tekið undir hvert orð f nýlegri samþykkt ungra jafnaðarmanna, munur- inn er ekki meiri en það.“ \&XTARBRÉF tUTVEGSBANKANS Vaxtarsjóðurinn er VERÐBRÉFASJÓÐUR sem stjórnað er af sérfræðingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Vaxtarbréfin hafa gefið um 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU að undanförnu. EKKERT INNLAUSNARGJALD annan og þriðja afgreiðsludag VERÐBRÉFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.