Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Skák: Norðurlandamót framhaldsskóla NORÐURLANDAMÓT fram- haldsskólasveita í skák 1988 - verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri, Möðruvallarkjallara, og hefst það í kvöld kl. 18.45. Fimmta og síðasta umferð móts- ins verður tefld 25. september, og lokahóf og verðlaunaafhend- ing hefst kl. 15.15 sama dag. Norðurlandamót framhalds- skólasveita er eitt af þremur nor- rænum skólcuskákmótum sem hald- in eru árlega til skiptis á Norður- löndunum. Hin eru Norðurlandamót grunnskólasveita og einstaklings- keppni í norrænni skólaskák. Fyrsta Norðurlandamót fram- haldsskólasveita í skák var haldið árið 1973 í Svíþjóð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýja Dagshúsið passar vel inn í götumyndina á Strandgötu, að mati margra. Framkvæmdir hófust fyrir um ári síðan. Dagur flytur í nýtt húsnæði Dagblaðið Dagur á Akureyri hefur flutt í nýtt og rúmgott húsnæði við Strandgötu 31. Dagur var reyndar þar til húsa áð- ur, en nú hefxir verið byggt við eldra húsnæðið og hefúr rými verið stækkað um helming. Nýbyggingin telur um 900 fermetra. Auk Dags stendur Dagsprent að framkvæmdunum, sem áætlaðar eru upp á 40 milljónir króna. Starfsmenn voru allir að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu er Morgunblaðsmenn bar að garði síðastliðinn föstudag og voru þeir hæstánægðir með aðstöðuna, enda ekki von á öðru því þröngt var setið á gamla staðnum. „Menn bókstaflega héldu á tölvunum sínum yfir í nýbygginguna og notuðu tækifærið og hentu mörg- um pokum af rusli. Vinnuaðstað- an hefur gjörbreyst fyrir allt starfsfólk okkar, þó sérstaklega fyrir ljósmyndara og útlitsteikn- ara. Okkur líður ekki lengur eins og sardínum í dós frá K. Jóns- syni,“ sagði Áskell Þórisson rit- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Flutningurinn úr Hafnarstræti í Tryggvabraut var mikil bylting fyrir starfsfólk. En umfang blaðs- ins óx svo flutningurinn frá Tryggvabraut í Strandgötuna var kærkominn. Blaðið hélt áfram að stækka, en nú með þessari nýju byggingu teljum við okkur vera komna í pláss sem við trúum að sé til langrar framtíðar," sagði Áskell. Tvær hæðir af þremur verða teknar strax í notkun. Ritstjórn verður á annarri hæð og á fyrstu hæð verða skrifstofur blaðsins svo sem bókhald, afgreiðsla og aug- lýsingamóttaka. Dagsprent, sem stofnað var árið 1981, leggur nú undir sig eldra húsnæðið að við- bættum nýjum prentsal, sem byggður var í sumar á milli nýja og gamla hússins. Nýjungar hjá Dagsprenti eru þær að hafín er útgáfa á þýskum sakamálasögum og bandarískum ástarsögum. Á síðasta ári keypti Dagsprent prentsmiðjuna Font á nauðungar- uppboði og yfirtók rekstur á fyrir- tækinu Prentfilmu og býður Dagsprent nú upp á alla almenna prentun. Nokkrar breytingar verða á rit- stjórn blaðsins frá og með 1. októ- ber nk. Áskell Þórisson, sem setið hefur í ritstjórastól ásamt Braga Bergmann allt síðasta ár, hverfur nú frá Degi og fer í sitt fyrra starf sem blaðafulltrúi Kaupfé- lags Eyfirðinga. Bragi verður einn ritstjóri. Kristján Kristjánsson, sem lengst af hefur verið íþrótta- fréttamaður, verður nú frétta- stjóri. Andrés Pétursson, sem ver- ið hefur blaðamaður Dags í Reykjavík, kemur norður og tekur við íþróttadeildinni, og Jóhann Ólafur Halldórsson hverfur suður og tekur við stjóm Reykjavíkur- deildar Dags. *íU 1 í Íéíl íiHí iUíiiíi aatiUM t ii-í ai.í.aiidiiJUíimnu: Morgunblaðið/Rúnar Þór Franski tundurduflaslæðarinn við Torfiinesbryggju. Andanefjan á Akureyrarpollinum sem greint var frá í Morgunblaðinu sl. þriðjudag sést einnig á myndinni. Franskur tundurdufla- slæðari í Akureyrarhöfti NÝR FRANSKUR tundurdufla- slæðari kom til Akureyrar síðast- liðinn mánudag og hefur hann verið gestum til sýnis. Skipið er í prufúsiglingu og er hingað komið frá Skotlandi. Úr Akur- eyrarhöfii heldur skipið til Svíþjóðar á morgun, lostudag. Skipið, sem ber nafn sjávargyðj- unnar Thetis, er 1.000 tonn að stærð og eru 45 í áhöfn. Skipið verður til sýnis í dag milli kl. 14.30 og 19.30 fyrir þá sem vilja nota tækifærið og skoða það við Torfu- nesbryggjuna. Heimahöfn Thetis verður í Brest í Frakklandi. Þetta nýja skip í sjó- her Frakka leysir af hólmi tvö eldri skip, Betelguse, sem lagt var í fyrra, og Narvik, sem lagt verður á næstunni. Smíði nýja skipsins hófst þann 25. janúar árið 1985 og skipinu var hleypt af stokkunum 14. nóvember 1986. Skipið verður formlega tekið í notkun eftir prufu- siglinguna í lok októbermánaðar. Innheimtuhlutfall stað- greiðslunnar er um 98% lnnheimtuhlutfall staðgreiðslu er um 98%. Þetta hlutfall er mun hærra en nokkur sveitarstjórnarmaður lét sig dreyma um fyrir ári. Nákvæm samantekt á áætluðum útsvarstekjum sveitarfélaga af stað- greiðslu liggur ekki fyrir en þær gætu verið um 9,2 milljarðar. 6,7% útsvarshlutfall í staðgreiðslu mun skila sveitarfélögunum þessum tekjum. Þetta kom fram í máli Vals Þórarinssonar framkvæmda- stjóra Viðskiptaþjónustu Austurlands hf. og ráðgjafa um gjald- heimtumál á Fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var að Húna- völlum fyrir skömmu. Heildarlaunagreiðslur til júlíloka samkvæmt upplýsingum stað- greiðsludeildar ríkisskattstjóra námu tæpum 77,5 milljörðum króna. Innheimt staðgreiðsla á sama tímabili nam rúmum 11,3 milljörðum króna. Útsvarstekjur af þessum launum eru tæpir 5,2 millj- arðar og í dag hefur verið skilað til sveitarfélaganna rúmum fimm milljörðum. Inneign sveitarfélag- anna er um 200 milljónir króna að teknu tilliti til 0,5% þóknunar. Mis- munur þessi myndast í júlí og ágúst og því er ekki um að ræða eiginlega skuld ríkisins við sveitarfélögin heldur inneign sem myndast á grundvelli bráðabirgðagreiðslu- samkomulags. Skil til sveitarfélag- anna munu vera í endurskoðun á grundvelli þessara staðreynda. „Ég áætla að skilað verði stað- greiðslu af 132,8 milljörðum fram til 15. janúar 1989. Áætlaðar tekjur ársmanna, það er þeirra sem skila staðgreiðslu einu sinni á ári, eru 850 milljarðar. Tekjur utan stað- greiðslu eru áætlaðar 2,150 milljað- ar og í vanskilum verði staðgreiðsla af launum sem nema 2 milljörðum. Álagningargrunnur samkvæmt þessu er því 137,9 milljarðar sem gefur 9,2 milljarða í útsvarstekjur. Tekjur sveitarfélaganna til ársloka munu hinsvegar ekki verða nema 8,1 til 8,2 milljarðar kr. Ótti sveitar- stjórnarmanna varðandi stað- greiðsluna og framkvæmd hennar var því sem betur fer ástæðulaus,“ sagði Valur í erindi sínu. Valur sagði að hægt gengi að stofna gjaldheimtur út um land. Enginn samningur hefur enn verið undirritaður en drög að samningum liggja fyrir í öllum umdæmum, utan höfuðborgarsvæðisins, nema á Vesturlandi. Á Norðurlandi vestra hafa tvö sveitarfélög skorast undan þátttöku en samþykkt hefur verið að leita eftir viðræðum við fjármála- ráðuneytið um stofnun gjaldheimtu án þátttöku þeirra á grundvelli samningsdraga þar sem kveðið verður á um útfærslu stofnunarinn- ar í rekstrarsamningi. Valur sagðist vænta þess að stofnfundir gjaldheimta verði haldnir í flestum umdæmum nú í september enda að verða síðustu forvöð þar sem breytingin ætti að koma til framkvæmda um áramót. I Vestmannaeyjum, á Vestfjörðum og Austfjörðum eru líkur á að stjómir gjaldheimta muni semja við innheimtumenn ríkissjóðs um að þeir annist innheimtuna næstu tvö árin. Þessi umdæmi eiga það sam- merkt að kostnaðarmunur þessarar útfærslu og sjálfstæðrar gjald- heimtu er óverulegur. Á Austur- landi og Vestfjörðum byggist ákvörðun um þessa útfærslu á því að ekki virðist möguleiki að ná sam- stöðu um lögheimili gjaldheimtu á þeim tíma sem er til stefnu. Það er vissulega áhyggjuefni að fjögur til fimm stöðugildi skuli skipta svo miklu máli og sýnir ef til vill best stöðu landsbyggðarinnar í atvinnu- legu tilliti, að sögn Vals. „Ég tel hinsvegar að menn séu ekki að bregðast rétt við þeim vanda með því að hafna stofnun sjálfstæðrar gjaldheimtu. Hagsmunir hvers landshluta, sem heildar, vega í mínum huga þyngra en hugsanleg tilfærsla stöðugilda milli staða inn- an umdæmis. Þessu sjónarmiði eru þeir sveitarstjómarmenn, sem skoð- að hafa málið til þrautar, sammála. Samningur við innheimtumenn er því neyðarlausn, frestun á vanda vegna þess að menn hafa ekki þor til að takast á við innbyrðis ágrein- ingsmál. Ég get hinsvegar tekið undir það sjónarmið að slíkur samn- ingur er betri en núverandi ástand." Á Norðurlandi eystra hafa öll sveitarfélögin, að þremur undan- skildum, samþykkt að stofna sjálf- stæða gjaldheimtu. Þessi þijú félög frestuðu ákvörðun. Í umdæminu er áætlaður rekstrarkostnaður gjald- heimtu með einni útstöð rúmum 2,5 milljónum kr. ódýrari en ef samið yrði við innheimtumenn ríkissjóðs. Hlutdeild sveitarfélaganna í stofn- kostnaði vegna búnaðar er áætlaður upp á 1.236.000 krónur og því má Ijóst vera að hér er um fjárhagslega hagstæðari kost að ræða, að sögn Vals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.