Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN STEINDÓRSSON bifreiðastjóri, Dalbraut 26, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. september kl. 10.30. Kristfn Alexandersdóttir, Sigurður Steindór Björnsson, Rakel Siguröardóttir, Guðrún Ása Björnsdóttir, Angantýr Vilhjálmsson, Danfel G. Björnsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Alexander G. Björnsson, Björn Kr. Björnsson, Inga Lárusdóttir, Marteinn S. Björnsson, Kristfn Helgadóttir, Berta Björgvinsdóttir, Tómas Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN ÁGÚST NIKULÁSSON, lést á heimili sínu, Framnesvegi 6, þann 12. september sl. Útförin hefur farið fram i kyrrþey. Björg Erfksen, Lára (. Ágústsdóttir, Haukur Júlfusson, Pétur Ágústsson, Birte Jansen, Ragnheiður Ágústsdóttir, Agúst Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL BACHMANN HAFLIÐASON, Meistaravöllum 21, skreytingameistari, sem lést á Landspítalanum 16. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. september kl. 13.30. Guðrún Ragnarsdóttir, Sigríður Bachmann, Ragna Bachmann, Árni Ingason, Einar Bachmann, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞORBJARGAR G. JENSDÓTTUR, Bakkagerði 6, Reykjavfk, verður gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á kvennadeild Rauða krossins, Öldugötu 4, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Moritz W. Sigurðsson, Gylfi Guðmundsson, Indiana Sigfúsdóttir, Hákon Guðmundsson, Gróa Margrét Jónsdóttir, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Joseph Sablow og barnabörn. Sigurður Guðjóns- son - Minning Fæddur 27. apríl 1916 Dáinn 10. september 1988 Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast afa okkar, Sigurðar Guðjónssonar, sem lést í Landspít- alanum 10. september síðastliðinn. Afi fæddist að Hrygg, Hraun- gerðishreppi, 27. apríl 1917, sonur hjónanna Láru Gísladóttur og Guð- jóns Sigurðssonar, einn af níu systkinum. Hann fór í fóstur 2ja ára gamall að Króki í sömu sveit til hjónanna Þorbjargar Einars- dóttur og Sigurjóns Steinþórsson- ar. Á Króki er afi til 18 ára aldurs þar til hann veikist af berklum og fer að Vífílsstöðum 1934 og dvelur þar í 11 ár. 1945 fer hann svo á Reykjalund þar sem hann er í 9 ár eða til 1954. Á Reykjalundi kynnist afi ömmu okkar, Olgu Sóphusdóttur frá Ak- ureyri. Amma átti þá eina dóttur, móður okkar, Ragnheiði Erlu Hauksdóttur. Amma og afí ganga í hjónaband 1953 og 1954 flytja þau til Reykjavíkur. Til að byija með leigja þau í Eikjuvogi 26, eða þar til 1965 að þau festu kaup á íbúð í Skipa- sundi 39 sem hefur verið heimili þeirra síðan. Afi hefur störf hjá Olíufélaginu hf. 1954 og vann þar óslitið þar til heilsan fór að bila og fer á eftirlaun 1983. Hann reyndist okkur systkinun- um besti afí alla tíð, alltaf tilbúinn til að gefa okkur tíma, leika við okkur og spjalla, og er við slitum bamsskónum tóku bömin okkar við. Síðustu 4—5 árin átti afi við vanheilsu að stríða og það tók hann oft sárt að hafa ekki heilsu til að halda á litlu langafabömunum í fanginu. Er við fregnuðum lát afa setti okkur hljóð, minningamar þyrptust fram í hugann og söknuðurinn nísti Sigríður Sigurðar- dóttir - Minning Miðvikudaginn 21. september var til moldar borin frá Fossvogskapellu Sigríður Sigurðardóttir, 82ja ára. Sigríður var flölda manna kunn sem „portnersfrú" í Menntaskólanum í Reykjavík í aldarfjórðung, en oftar nefnd Sigríður portner vegna skör- ungsskapar síns, þótt Stefán Stef- ánsson, maður hennar, væri hús- vörður þar að réttu lagi. Við hús- vörzlu í hinum foma og sögufræga Reykjavíkurskóla tóku þau hjón haustið 1942 er tveggja ára hersetu Breta í húsinu lauk, og höfðu þar umsjón til vorsins 1957 er Stefán lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigríður mat þrifnað mest allra dyggða, en hataði sóðaskap mest allra lasta,' og vom mjög mergjaðar lýsingar hennar á aðkomunni í Menntaskólanum eftir dvöl Breta þar, en sem kunnugt er höfðu þeir notað Salinn fyrir „offísérabar". Þegar Stefán lét af portners- starfí var Sigríður ekki nema liðlega fímmtug og átti ennþá ólifuð rúm 30 ár en Stefán dó skömmu eftir 1970. Sigríður mun hafa sótt um portnersstöðuna, en fékk ekki. Allt um það vom menntaskólaárin henn- ar stóri tími, og margar kátlegar sögur kunni hún að segja af kenn- arastofu þeirrar virðulegu mennta- stofnunar, þótt nú séu þær gleymd- ar. _ Ur Menntaskólanum fluttust þau Stefán vestur í Skjól, en síðan að Kaplaskjólsvegi 53 þar sem við urð- um andbýlingar í 20 ár. Stefán var þá orðinn tjaldbúðavörður í Laug- ardal á sumrin, en Sigríður stund- aði lengst af hreingemingar, fyrst í Hagaskóla og loks hjá útvarpinu við Skúlagötu. Auk þess drottnaði hún yfír stigagangi sínum á Kapla- skjólsvegi og umbar engum, háum né lágum, frávik frá hinum þrönga hegðunarvegi. A andlega sviðinu f Þvottaleginum er hellt í piastkúlu sem er stillt ofan á þvottinn. Fljótandi ARIEL samlagast vatninu fljótt og vel. ... áW/M <r <r * O íslensl'lÍÍIII Amftrinlrfl FLJOTANDI HREINT STÓRKOSTLEG NÝJUNG! ARIEL ARIEL þvottalögur er fyrir allan þvott. Einstakir eiginleikar hans njóta sín sér- staklega vel við lágt hitastig 40°C eða minna, þar sem þvottaduft leysist illa upp við lágan hita. Þvottalögurinn samlagast vatninu strax og þvottatíminn nýtist að fullu. Tauiðkemurtandurhreint úr vélinni. Þú sleppir forþvotti... Hellir ARIEL þvottaleginum í plastkúlu, sem fylgir 750 ml. brúsanum, og leggur kúluna ofan á þvottinn í vélinni. Ekkert fer til spillis, kúlan skaðar hvorki vélina né þvottinn. í mjög föst óhreinindi er gott aö hella ARIEL beint á. TANDURHREINN ÞVOTTUR MEÐ FLJÓTANDIARIEL. Jafnvel við mjög lágt hitastig. Fáanlegur í þrem stærðum. 0,75 Itr, 2 og 3 Itr. hjörtun en það er huggun harmi gegn að nú fínnur afí ekki til leng- ur. Megi algóður Guð styrkja og blessa ömmu í sorg hennar. Guð blessi minningu afa. Jóhanna, Sigurður, Öm, Kristjana, Bjöm og Ingi- björg Bjömsböra. mun hún hafa tekið virkan þátt í sóknarstarfí í Neskirkju en færði sig síðast um set í Dómkirkjuna. Sigríður Sigurðardóttir var Vest- manneyingur að uppruna, alin upp hjá vandalausu en velstæðu fólki sem reyndist henni vel. Áður en hún kom að Menntaskólanum hafði hún starfað hjá Sveini Bjömssyni ríkis- stjóra á Bessastöðum og lét sér fátt á óvart koma í pelli og postu- líni. Enda héldu þau Stefán mynd- arlegt heimili með ýmsum fallegum munum og margvíslegum útsaumi, en Sigríður var hannyrðakona með afbrigðum og blómamanneskja mikil. Forkur duglegur var hún og greind vel, enda gat hún verið afar orðheppin — en nokkuð tunguskæð — prýðilega minnug og virtist t.d. þekkja með nafni, árgangi og anek- dótum furðulega marga af nemend- um MR frá 1942 til 1957. Engan mat hún af stöðu sinni, og virtist líta upp til fárra nema kannski Pálma rektors og Ólafs Thors. Fá- einir af hennar gömlu kunningjum í MR héldu tryggð við hana, og þá sérstaklega Matthías Mathiesen sem reyndist hennar helzta hald- reipi þegar hún var orðin einstæð- ingur og heilsan tók að bila. Alla tíð reyndist Sigríður okkur hjónum og. börnum okkar góður vinur og nágranni, enda var hún tryggðatröll og átti til mikla hlýju. Hin allrasíðustu ár var nokkuð far- ið að draga af henni, og sat hún meira á friðarstóli en áður, en þar til í fyrravetur hélt hún þó góðri heilsu. I júní 1987 lærbrotnaði hún og komst ekki á fætur síðan og lauk dögum sínum á öldrunardeild Borgarspítalans. Sigurður Steinþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.