Morgunblaðið - 23.09.1988, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
Fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í V-Berlín:
Krafist róttækra lausna
á vanda þriðja heimsins
Vestur-Berlín. Reuter.
Framkvæmdastjóri Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins, Michel Cam-
dessus, sagði á blaðamannafundi
áður en árlegur fundur stofhun-
arinnar og fulltrúa Alþjóðabank-
ans hófst í gær i Vestur-Berlín
að gripa yrði til róttækra aðgerða
til að leysa skuldavanda ríkja i
þriðja heiminum. Sagði hann
nauðsynlegt að aðildarríkin 151
ylgu verulega ráðstöfunarfé
sjóðsins svo að hann gæti stutt
betur við bakið á þurfandi ríkjum.
Samanlagðar skuldir þriðrja-
heimsríkja nema nú um 1200 mill-
jörðum Bandaríkjadala og taka full-
trúar þriðjaheimsríkja undir með
Camdessus. Þeir krefjast róttækra
lausna á vandanum sem verið hefur
ofarlega á baugi síðan 1982 ergjald-
þrot ógnaði Mexíkó, einu skuldug-
asta ríki heims. Camdessus segir
skuldunauta jafnt sem lánardrottna
nú þurfa að koma sér niður á lausn
áður en málið verði enn erfiðara við-
ureignar. Hann sagði að tími væri
kominn til þess að bankar afskrifuðu
hluta lánanna en slík lausn hefur
ekki verið höfð í hámæli fram til
þessa meðal helstu lánardrottna.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ræður
nú yfir u.þ.b. 115 milljörðum Banda-
ríkjadala en Camdessus sagði nauð-
synlegt að auka þessa §árhæð um
50% aðeins til að halda í við hagvöxt
í heiminum síðastliðin fimm ár.
Camdessus sagðist bjartsýnn
hvað snerti efnahagsmál í heiminum
almennt og taldi mögulegt að hag-
vöxtur iðnríkja gæti orðið að meðal-
tali 4 af hundraði á þessu ári. Gagn-
rýnendur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
halda því fram að sjóðurinn setji of
ströng skilyrði fyrir aðstoð við þurf-
andi ríki og kvarta einnig yfír því
að þróunarverkefni á vegum Al-
þjóðabankans hafí valdið umhverfís-
spjöllum. Vestur-þýskir biskupar
hafa verið meðal gagnrýnendanna
og átti Camdessus fund með þeim í
gær. Hann kvaðst hafa sagt biskup-
unum að það væri út í hött að lána
ríkisstjómum fé ef þær gerðu engar
umbætur í efnahagsmálum sínum.
Nútímakveðskap-
ur í kulda og trekkí
Amsterdam. Reuter.
ALLIR vita hversu biðin efltir
strætó getur verið löng og
ströng. Nú þegar vetur gengur
í garð hafa yfirvöld í Amsterdam
fundið heillaráð til að stytta far-
þegum með almenningsfarar-
tækjum biðina. Spjöld með hol-
lenskum nútimakveðskap hafa
verið sett upp víða í biðskýlum
borgarinnar.
í vikunni var sýnishomum af
kveðskap tiu hollenskra ljóðskálda
komið fyrir í um það bil 300 spor-
vagnabiðskýlum. Með fylgir sú orð-
sending til vegfarenda að þeir skuli
tilnefna uppáhaldsskáldið sitt úr
þessum hópi. Sigurvegarinn fær 15
þúsund gyllini í verðlaun (330 þús.
íslenskar krónur).
„Það er nýbúið að endumýja bið-
skýlin og þegar við sáum að enn
var dálitlu plássi óráðstafað ákváð-
um við að fylla í það á skemmtileg-
an og nýstárlegan hátt,“ sagði
Harold Ytsma, borgarstarfsmaður,
aðspurður um tildrög þessarar ráð-
stöfunar.
Reuter
Ottast blóðbað á Haiti
Hefhigjarnir Haitibúar halda áfram að elta uppi menn úr hinu
hataða Tonton Macoute-lögregluliði fyrrum einvalds landsins,
Francois Duvalier, og eru mennirnir oft drepnir án dóms og Iaga.
Talið er að 20 manns hafi týnt lífi síðan ungir herforingjar steyptu
stjórn Namphys hershöfðingja um síðustu helgi. Virtur útvarps-
maður hvatti í gær fólk til að gæta stillingar og sagði (jölda
saklauss fólks hafa orðið fómarlömb múgæsinga. Stjórnleysi virð-
ist ríkja víða innan raða hersins þar sem óbreyttir hermenn hafa
sett suma yfirmenn sína af. Heimildarmenn segja að hinn nýi
forseti landsins, Prosper Avril, sé í raun aðeins leikbrúða og
raunveruleg völd séu í höndum 27 ára gamals liðþjálfa, Josephs
Hebreux, sem stjómaði uppreisninni gegn Namphy.
Tvístigið í Póllandi:
Segjast vilja breyta lög-
imum um verkaJýðsfélög
- en útiloka að Samstaða komist til fyrri áhrifa
Varsjá. Reuter.
Stjómvöld i Póllandi era
reiðubúin að breyta gildandi lög-
um um verkalýðsfélög. Kom
þetta fram í opinberri yfirlýs-
ingu, sem gefin var út í gær, en
Ástandið í Armeníu og Nagorno-Karabakh:
Tílfinningaþrungið
ákall til almennings
Moskvu. Reuter.
YFIRVÖLD í Armeníu og Nagomo-Karabakh i Azerbajdzhan
hafa skorað á almenning að gæta stillingar til að komist verði
hjá átökum á borð við þau, sem þar hafa verið að undanförnu.
Var áskorununum útvarpað á miðvikudagskvöld og sagði þar
meðal annars, að lægði ekki öldurnar skjótt gæti það valdið Arm-
enum miklum hörmungum.
Hér fara á eftir glefsur úr þess-
um áskorunum:
„Frá kommúnistaflokknum,
þingi og stjómvöldum í Armeníu
til kommúnista og verkamanna í
lýðveldinu: Það ástand, sem nú
ríkir í landinu, getur gert að engu
allt, sem áunnist hefur á síðustu
mánuðum, og leitt þjóðina sjálfa
í alvarlegar ógöngur. Stórhættu-
leg slagorð, sem eiga ekkert skyit
við vandamál fólksins í Nagomo-
Karabakh, hafa skotið upp kollin-
um á útifundum. Stjómmálalega
Moskva:
Ekkí sama og herlög
— segirtaJsmaöur utanríkisráðuneytisins
Moskvu. Reuter.
Neyðarástandslögin, sem nú gilda í Nagorno-Karabaldi, hafa
stuðning í sovésku stjómarskránni og jafhgilda ekki herlögum.
Kom þetta fram þjá talsmanni sovéska utanríkisráðuneytisins í gær.
Vadím Perffljev, talsmaður ut- bakh og nágrannahéraðinu Agd-
anríkisráðuneytisins, sagði á
fréttamannafundi, að hann gæti
ekki skýrt nákvæmlega hvað í
neyðarástandslögunum fælist en
tilgangur þeirra væri sá einn að
tiyggja öiyggi almennra borgara
og stjómarskrárbundin réttindi.
„Hér er ekki um ræða herlög,"
sagði Perfíijev en nefndi, að út-
göngubann væri í Nagomo-Kara-
am og verkföll og mótmælafundir
bönnuð.
Neyðarástandslögin voru sett á
miðvikudagskvöld eftir að 48
menn höfðu slasast og einn látist
í átökum milli Armena og Az-
erbajdzhana. Rúmlega 30 bygg-
ingar hafa verið brenndar til
grunna og önnur skemmdarverk
unnin.
vanþroska fólk hefur spilað á
strengi ættjarðarástarinnar og
samúðar Armena með bræðmm
sínum í Nagomo-Karabakh og
kynt undir óöldinni með ólöglegu
athæfí.
Félagar! Öldum saman börðust
Armenar fynr sjálfstæði sínu, fyr-
ir varðveislu armenskrar menn-
ingar, tungu og þjóðlegra ein-
kenna. Frelsishetjur vorar bundu
alltaf vonir sínar við hina rússn-
esku þjóð, fullveldi okkar og sigra
í 70 ár getum við þakkað sovét-
skipulaginu.
Við skoram á ykkur að minn-
ast þess, að við berum öll, hvert
og eitt, ábyrgð á framtíð bama
okkar, á framtíð þjóðarinnar, per-
estrojku, aukins lýðræðis og
glasnosts. Megi mannvit og skiln-
ingur leiða ykkur á þessum örlag-
aríku tímum."
í áskoraninni til íbúa í Nag-
omo-Karabakh sagði meðal ann-
ars:
„Flokkurinn og stjómvöld sam-
hryggjast þeim, sem eiga um sárt
að binda, og harma það, sem orð-
ið er. Nú þegar á okkur reynir
sem aldrei fyrr megum við ekki
láta tilfínningamar taka völdin.
Sú alræmda kenning, „Auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn“, er að
leiða okkur í sjálfheldu, sem erfítt
er að komast úr. Grætum ekki
mæðumar, verum á verði og snú-
um baki við þeim, sem vilja leiða
okkur á villigötur.“
í næsta mánuði ætla þau að setj-
ast að samningaborði með fúll-
trúum Samstöðu.
Stanislaw Ciosek, sem fer með
verkalýðsmál í umboði miðstjómar
kommúnistaflokksins, sagði í við-
tali, sem birt var í nokkram opin-
beram málgögnum, að „okkur
verður aldrei fyrirgefíð ef við kom-
um tómhentir frá viðræðunum".
Er þeim orðum augljóslega beint
til harðlínumanna, sem ekki vilja
leyfa Samstöðu. Ciosek, sem telst
til umbótasinnanna í pólska kom-
múnistaflokknum, sagði hins veg-
ar, að það væri bamaskapur að
halda, að Samstaða fengi sömu
völd og hún hafði fyrir herlögin
1981.
í yfírlýsingu frá stjómmálaráð-
inu sagði, að nauðsynlegt væri, að
verkalýðshreyfíngin skipulegði
starfsemi sína og fyrir því ætti að
greiða með því að breyta gildandi
lögum. Með lögum frá 1982 er
Samstaða bönnuð og aðeins eitt
verkalýðsfélag lejrft á hveijum
vinnustað, verkalýðsfélag komm-
únistaflokksins. I yfírlýsingunni
var ekki minnst á í hveiju laga-
breytingin ætti að vera fólgin en
Ciosek sagði, að taka yrði tillit til
veikleika pólsks efnahagslífs og
„koma í veg fyrir hættuleg átök
og pólitíska ævintýramennsku á
vinnustöðum".
í yfírlýsingu stjómmálaráðsins
var ekki minnst á þann augljósa
ágreining, sem nú er kominn upp
meðal flokksfoiystunnar og birtist
í því, að Czeslaw Kiszczak inn-
anríkisráðherra sat hjá þegar sam-
þykkt var að láta stjóm Zbigniews
Messner forsætisráðherra fara frá.
Stjómmálaráðið tók fram, að
Samstöðunefndir, sem myndaðar
hefðu verið á ýmsum vinnustöðum,
gætu spillt fyrir samkomulagi, ekki
síst með „eitruðum" slagorðum eins
og þeim, sem var veifað nýlega á
Samstöðufundi. Er haft eftir blaða-
mönnum, að á einn borðann hafí
þetta verið letrað: „Mannvonska
kommúnismans sameinar okkur."
Afganistan:
Skæruliðar segj-
ast hafa náð Pagh-
man-bæ á sitt vald
Islamabad. Reuter.
AFGANSKIR skæruliðar kváðust í gær hafa náð bænum Paghman,
20 km vestan Kabúl, á sitt vald eftir tveggja vikna harða bardaga.
Talsmaður Jamiat-i-Islami skæmliðahreyfingarinnar sagði að þeir
hefðu náð bænum á sitt vald á mánudag eftir að hafa gert lofltárás-
ir og barist með langdrægum vopnum.
Hann sagði ennfremur að and- ennfremur að einn „mujahedin"
kommúnískir skæraliðar réðu nú
yfír mestum hluta Paghman-hér-
aðs. Stjómarhermenn hafa enn sjö
herstöðvar sem staðsettar era á
milli Paghman og Karghavatns, á
sínu valdi.
Talsmaður Jamiat-hreyfíngar-
innar vitnaði í bréf frá herforingjan-
um Mullah Ezatullah í gær, þegar
hann sagði að 18 herflokkar stjóm-
arinnar hefðu verið teknir höndum
og yfír hundrað stjómarhermenn
hefðu fallið eða særst. Hann sagði
skæruliði hefði fallið og 25 orðið
sárir en aðrar heimildir í Pakistan
herma að tala fallinna skæruliða
sé mun hærri.
Leppstjómin í Kabúl og vestræn-
ir stjómarerindrekar skýrðu frá því
að miklir bardagar hefðu átt sér
stað í héraðinu undanfamar vikur.
Útvarpsstöðin í Kabúl greindi frá
því á laugardag að 52 skæraliðar
hefðu fallið í Paghman-héraði en
samkvæmt sovésku fréttastofunni
TASS féllu 13 skæruliðar í öðram
bardaga á þriðjudag.