Morgunblaðið - 23.09.1988, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988
Minning’:
Kjartan Guðmunds
son tannlæknir
Fæddur 16. janúar 1914
Dáinn 16. september 1988
Foreldrar: Nikólína Hildur Sig-
urðardóttir frá Seli í Reykjavík
og Guðmundur H. Guðnason
gullsmiður.
Við strákamir á „Lóðinni" (Óð-
insgötu 8, 8A og 8B) kölluðum
hann Bóbó. Og það var Bobó hér
og Bóbó þar — fremstur allra í
íþróttum, fyndnastur í svörum og
óhræddur við alla óvini okkar, enda
Lóðin ósigrandi í þá daga. Svo
sprettharður var hann, að hann
sannaði kvæði Steins Steinars um
flóttann, meðan Steinn var enn að
Iáta Jóhannes úr Kötlum lemja sig
til lesturs með spýtu. Sem sagt
hann gat flúið svo hratt undan ofur-
eflinu, að hann var kominn aftan
að því, áður en nokkur vissi af, og
olli slíkri skelfingu og uppnámi í
liðinu, að hver þótti sælastur, sem
gat flúið undir pilsfald móður
sinnar, óskandi þess að fá að dvelja
þar alla sína daga upp frá því.
En fleiri þóttust eiga erindi und-
ir þá pilsfalda — og flóttamanninum
var stuggað með harðri hendi úr
sínu trygga skjóli og skipað að
sækja sykur og brauð til Hallgríms
hafragrauts, sem verslaði á homi
Spítalastígs og Bergstaðastrætis.
Hræddari menn hafa ekki sést aust-
an Lækjar. Ekkert mein var þeim
gert, en Lóðarpeyjamir ætluðu að
springa af hlátri, enda var það til-
gangurinn, því að fyndnin sigraði
ævinlega fangbrögðin með yfir-
burðum hjá Bóbó.
Svona liðu árin og hvor fór sina
leið til menntunar. Fundum okkar
bar aftur saman í Kaupmannahöfn,
hann þá orðinn tannlæknir, en ég
busi í minni grein, enda fjórum
árum yngri. Og nú hét hann ekki
lengur Bóbó, heldur Kjartan. Annað
hafði ekki breyst. Það var sem fyrr
Kjartan hér og Kjartan þar, alltaf
góðviljaður og fyndnastur allra.
Alla ævi fylgdi það honum að velja
sér að vinum menn, sem voru á
margan hátt sér á parti, eins og
sagt er — ekki til lasts, miklu frem-
ur hins gagnstæða. Ég gæti jiefnt
þá í tugatali.
Besti vinur Kjartans á Hafnarár-
unum var Láms Pálsson leikari.
Ekki er Láms nefndur hér vegna
þess, að hann falli undir það, sem
sagt var hér á undan um kynlegu
kvistina, sem Kjartan var svo laginn
við að kynnast. Aftur á móti var
Láms Pálsson stórsnillingur, og í
raun og vem held ég, að menn
hafí þurft að hafa eitthvað sérstakt
til brunns að bera, svo að þeir vektu
áhuga hans. Stórt? Smátt? Það
skipti ekki máli.
Þeir vinimir tóku mig strax í sína
föðurlegu umsjá — kenndu mér,
hvar ég gæti fengið „biksemad",
sem nægði ijorum, fyrir krónu, og
hvemig maður gat sýnt dömum
sanna riddaramennsku fyrir túkall.
Og þeir kunnu allar skemmtilegustu
vísur, sem Danir og Svíar áttu í
fómm sínum, og sungu þær eins
og englar.
Kjartan hafði þetta yndislega
geð, sem gerði návist hans svo nota-
lega — auðvitað alltaf smástríðinn,
en fyndni hans var öll úr móðurætt-
inni, og meira þarf ekki að segja
þeim, sem þessi orð em ætluð.
„Aldrei skaltu aftur líta,“ sagði
einhver spekingurinn. En ég held
það líði varla sá dagur í lífí mínu,
að þetta góða fólk, sem í æsku
minni bjó á Lóðinni, komi ekki í
huga mér.
Fyrir mann eins og Kjartan verð-
ur aldrei fullþakkað. Ástvinum hans
vona ég, að hann verði minnisstæð-
astur með glettni í auga og spaugs-
yrði á vör.
Atli Már
Vinur okkar, Kjartan Guðmunds-
son, Búlandi 4, er látinn. Þó að við
nábúar og vinir Kjartans höfðum
gert okkur ljóst um nokkurt skeið
að hverju stefndi, em þó allir ávallt
óviðbúnir dauðanum er hann kveður
dyra.
Kynni okkar hófust á vordögum
1974 er við hjónin fluttum í nábýli
við þau elskulegu hjón Kjartan og
Svövu. Síðan hefur ávallt verið mjög
náin vinátta og mikill hlýhugur ríkt
á milli heimila okkar. Margar era
þær ánægjustundir sem við höfum
átt á hinu fallega heimili þeirra
hjóna.
Kjartan var ávallt glaður og kát-
ur þó vitað væri að heilsan væri
ekki sem best. Hann var mikill
unnandi fagurrar tónlistar eins og
annarra lista. Hann var afar minn-
ugur á menn og málefni og hafði
frá mörgu skemmtilegu að segja á
gleðistundum.
Ekki viljum við láta hjá líða að
bera fram þakklæti okkar fyrir vin-
áttu þeirra hjóna í garð bama okk-
ar frá því við kynntumst fyrst.
Öðmm látum við eftir að skrifa
ævisögu Kjartans, en þessar fátæk-
legu línur em aðeins þakklætisvott-
ur fyrir trausta vináttu hans í okk-
ar garð gegnum árin sem við hefð-
um óskað að yrðu fleiri.
Við vottum Svövu og bömum
hennar okkar dýpstu samúð og biðj-
um Guð að styrkja þau á þessari
sorgarstundu.
Haukur og Guðrún
Fyrir um það bil tíu ámm þurft-
um við hjónin að fá skjóta úrlausn
hjá tannlækni, en það reyndist ekki
hlaupið að því, þótt hringt væri í
allar áttir. Tannlæknirinn sem við
höfðum haft var nýlátinn og nú var
hvergi hægt að fá hjálp með litlum
fyrirvara, þar sem við áttum hvergi
pantaðan tíma. En þegar við fómm
að huga betur að tannlæknatali í
símaskránni rákum við augun í einn
lækni sem hafði stofu í vesturbæn-
um, og þangað vomm við einmitt
nýlega flutt. Þetta var Kjartan
Guðmundsson og var með stofu á
homi Öldúgötu og Garðastrætis.
Þar vora viðbrögð með allt öðmm
hætti, þegar hringt var til að spyrj-
ast fyrir. Sjálfsagt var að hjálpa
upp á sakimar umsvifalaust. Þegar
við komum inn á biðstofuna leist
okkur undir eins vel á. Hún var
óvenjulega notaleg þessi biðstofa,
jafnvel heimilisleg. Fólk hefði getað
gleymt því að það var að fara til
tannlæknis. Þama vom listaverk á
veggjum, þægileg sæti til að sitja
í og nóg af blöðum sem gaman var
að blaða í (ekki þetta venjulega:
Læknablaðið, Fijáls verslun og ann-
að slíkt). Er ekki að orðlengja það
að uppfrá þessu var Kjartan Guð-
mundsson orðinn tannlæknir fjöl-
skyldunnar.
Til aðstoðar Kjartani á stofunni
var Svava kona hans sem einnig
gerði umhverfíð nofalegra með létt-
leika og hlýlegri framkomu og vita-
skuld hefur hún átt góðan þátt í
því hve biðstofan var smekklega
útbúin og menningarlega.
Kjartan Guðmundsson var farinn
að reskjast, hafði lært í Kaup-
mannahöfn fyrir síðustu heims-
styijöld og gat sagt mér frá Páli
Sveinssyni, frönskukennara, sem
enn var við kennslu í Menntaskólan-
um í Reykjavík, þegar Kjartan var
þar við nám, en þannig spjölluðum
við oft svolítið saman, þegar ég kom
á stofuna til hans, og mér þótti
gaman að heyra um þessa horfnu
skólamenn sem sumir vom dálítið
sérvitrir eins og fyrmefndur Páll
sem vildi ekki láta nota orðið
franska, heldur átti að segja
frakkneska. Kjartan var svo hæg-
látur í framkomu að fyrst þótti mér
sem hann mundi vera feiminn, jafn-
vel enn feimnari en ég sjálfur. Hann
fór þó fljótlega að tala við mig um
menninguna, þar sem hann vissi
að ég hafði verið einn af ritstjómm
Birtings og hann átti allan Birting
fyrir utan eitt eða tvö hefti sem ég
gat því miður ekki útvegað honum.
Og þegar við fómm að spjalla um
bókmenntir og einstaka höfunda
var auðheyrt að Kjartan lét ekki
bókmenntafræðinga segja sér
hvaða skoðanir hann ætti að hafa
í þeim efnum. Svava var ekki síður
vel að sér í menningarmálum, en
hitt kunnu þau hjón ekki: Að smyija
á reikninginn. Hann var alltaf í lág-
marki.
í hvert skipti sem eitthvert okkar
þriggja, ég, kona mín eða dóttir
okkar, kom í tannlæknaerindum til
þeirra hjóna, hvort sem það var við
Öldugötu, þar sem þau vom fyrst
eftir að við kynntumst þeim, eða
að austanverðu við Garðastræti,
þangað sem þau fluttu þegar þau
þurftu að fara af Öldugötunni, þá
var ævinlega talað um bókmenntir
og listir eða málefni Reykjavíkur,
borgarinnar sem við höfðum öll tek-
ið ástfóstri við, hvemig bjarga
mætti henni frá vandalisma eins
og meðferðinni sem fyrirhuguð var
á Tjöminni og nú blasir við. Bæði
hjónin höfðu skynjað fegurð Tjám-
arinnar, bæði höfðu þau skynjað
fegurð í listaverkum samtíðarinnar.
Nú söknum við öll góðs drengs og
sendum Svövu innilegar kveðjur.
Jón Óskar
Nú þegar afí okkar er farinn frá
okkur langar okkur til þess að
minnast hans í örfáum orðum. Þeg-
ar við lítum til baka minnumst við
svo margra gleðistunda hjá afa og
ömmu í Búlandinu. Á góðviðris-
dögum úti í garði og í fjölskylduboð-
um um jól og páska var afi alltaf
hrókur alls fagnaðar og nutum við
bamabömin óskiptrar athygli afa.
Fyrir tveimur og hálfu ári slösuð-
ust afi og amma í bílslysi, sérstak-
lega afí. Meiðsli afa urðu til þess
að heilsu hans hrakaði mjög mikið,
og síðasta ár var hann oft mjög
veikur, en hann kvartaði þó aldrei.
Þó okkur hafí bmgðið mjög við að
heyra um lát afa emm við þó viss
um að honum líður vel núna.
Við minnumst afa með miklum
söknuði, en það er þó léttir að vita
að þegar við deyjum þá eigum við
von á að hitta mjög góðan mann
hinum megin.
Kjartan og Anna Svava
Hvert eitt skref lífsins er í áttina
til dauðans. Og ekkert er í raun
eðlilegra. Þó er það jafnan svo að
manni bregður ávallt í brún í hvert
skipti þegar hann heggur skarð í
vinahópinn.
Nú er æskuvinur minn Kjartan
Guðmundsson, tannlæknir, fallinn
frá og þegar um slíka góðvini er
að ræða verður eftir undarleg ang-
urværð og sárbeittur söknuður.
Ég vil minnast þessa vinar míns
með örfáum orðum. Við kynntumst
bamungir í skóla og sátum saman
allan bamaskólatímann, vomm
heimagangar í Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga, en þá breyttust sam-
skiptin um tíma. Hann hélt áfram
í námi og tók próf í tannlækningum
í Kaupmannahöfn 1940 og setti þá
upp tannlæknastofu í Reykjavík
þegar hann kom heim með Esju í
hinni frægu „Petsamo-ferð“ haustið
1940, en ég fór á sjóinn. Eftir það
hófust kynni okkar að nýju, þegar
ég var í landi, og héldust til hans
hinstu stundar.
Kjartan var með allra skemmti-
legustu mönnum, sem ég hefí
kynnst og með óvenjulega aðlað-
andi skopskyn. Enda listrænn með
afbrigðum, unni mjög góðri tónlist
og góðum bókmenntum, og átti
ekki langt að sækja það. Öll hans
fjölskylda var þessum indælu hæfí-
leikum búin.
Hann var einnig virkur félagi í
Knattspymufélaginu Víkingi og
keppti með Víkingi á yngri ámm
og hélt mikilli tryggð við það félag
alla ævi. Enda var trygglyndi og
drengskapur meðal hans höfuð-
kosta.
Hann var sá, sem maður kaus
helzt að skála við á stundum vel-
gengni, en gekk hinsvegar hægt
um gleðinnar dyr.
Kjartan fæddist í Reykjavík 16.
janúar 1914, sonur hjónanna Ni-
kólínu Sigurðardóttur og Guðmund-
ar Guðnasonar, gullsmiðs, sem
lengi bjuggu á Óðinsgötu 8a. Kjart-
an kvæntist 24. júní 1950 Svövu
Jónsdóttur frá Ærlæk í N-Þing-
eyjarsýslu. Það var hamingjustund.
Svava var dóttir Jóns Sigfússonar
bónda að Ærlæk og konu hans,
Halldóm Gunnlaugsdóttur.
Svava var Kjartani mikil hjálpar-
hella, bæði sem húsmóðir og aðstoð-
armaður á tannlæknastofu hans.
Þau eiga þijú böm, elst er Ásthild-
ur, f. 5. október 1950, fyrmrn
starfsmaður Ríkissjónvarpsins, nú
við Ríkismat sjávarafurða, Kjartan,
f. 11. desember 1951, vinnur hjá
vélsmiðjunni Steinar, og Guðmund-
ur Jón, f. 27. apríl 1958, skrifstofu-
stjóri hjá Miðlun hf., upplýsinga-
þjónustu í Reykjavík.
Ég og kona mín, Gréta Sveins-
dóttir, sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Svövu og bama
þeirra og óskum þeim velf amaðar.
Kristján Jónsson, loftskm.
Kollegi okkar, Kjartan Guð-
mundsson, tannlæknir, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag.
Hann andaðist 16. september sl. á
Landakotsspítala eftir langvarandi
veikindi, sem hann bar með stöku
þreki.
Kjartan var fæddur í Reykjavík
16. janúar 1914, sonur hjónanna
Guðmundar H. Guðnasonar, gull-
smiðs og Nikolínu H. Sigurðardótt-
ur, húsmóður. Hann lauk stúdents-
prófí frá MR 1934 og hóf síðan nám
við Tannlæknaskólann í Kaup-
mannahöfn. Lauk hann tannlækna-
prófi þaðan 1938. Hann starfaði í
fyrstu í Danmörku en kom heim
með síðustu ferð þaðan í byijun
stríðsins. Hann hefur rekið tann-
læknastofu í Reykjavík síðan 1940.
Kjartan Guðmundsson var vel
gefínn maður, hlédrægur, en naut
sín vel í góðra vina hópi. Hann
fylgdist ætíð vel með félagsmálum
og var einn af stofnendum Inn-
kaupastofnunar tannlækna, Dent-
aiíu 1957 og sat í stjóm þess félags
um árabil sem gjaldkeri.
Að leiðarlokum þakkar Tann-
læknafélag Islands Kjartani Guð-
mundssyni samvemna og vottar
eftirlifandi eiginkonu hans, frú
Svövu Jóhannsdóttur tækniteikn-
ara, bömum og öðram ástvinum,
samúð sína.
Blessuð sé minning Kjartans
Guðmundssonar.
Sigurgeir Steingrímsson
formaður.
t
Systir okkar og mágkona,
SNJÁFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
matráðskona
frá Vinaminni, Stokkseyri,
andaðist 7. september. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Anna Jónsdóttir,
Jón Jónsson, Sigrfður Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JÓN BJARNASON,
Hraunteigi 13,
andaðist í Landakotsspítala þann 10. september sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Inga Birna Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson, Erla Hjartardóttir,
Ólöf Jónsdóttir, Vaiur Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
-■ ■ II l .IHilllItli 11/1 nntxtt i
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma,
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR,
er látin. Jarðarförin hefur farið fram.
Ellert Helgason,
Sveinn Elierts, Anna Ellerts,
Erlingur Ellertsson, Þórhiidur Ellertsson,
Bergljót Ellertsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
INGVAR ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
fyrrverandi rakari,
Flókagötu 12,
Reykjavfk,
andaöist í Borgarspítalanum þann 21. september.
Sigrún Sigurgeirsdóttir,
Þórdfs Ingvarsdóttir, Sverrir Guðmundsson
og barnabörn.