Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988 21 Sovétríkin: Útlæg’um biskupi gefið frelsi Páfagarði. Reuter. YFIRMAÐUR kaþólsku kirkjunn- ar í Látháen, Julijonas Steponavic- ius biskup, kom til Rómar í fyrra- dag öllum að óvörum en hann hefur verið í útlegð innanlands í Sovétríkjunum i 27 ár. Starfsmað- ur útvarpsins í Páfagarði skýrði frá þessu í gær. Casimir Lozoraitis, yfirmaður Lit- háendeildar Páfagarðsútvarpsins, sagði, að Steponavicius, sem er 77 ára að aldri, hefði komið til Rómar ásamt öðrum litháenskum preláta. Talið er víst, að Steponavicius sé sá „leynilegi" kardináli, sem Jóhannes Páll páfi útnefndi árið 1979 en hann var dæmdur til útlegðar innanlands í Sovétríkjunum árið 1961. Páfi hefur margsinnis krafist þess, að kaþólskir menn í Litháen, sem taldir eru vera hálf þriðja millj- ón, fái að rækja sína trú og í júní sl. átti utanríkisráðherra Páfagarðs, Agostino Casaroli kardináli, fund með Míkhafl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Afhenti hann honum bréf frá páfa og er talið líklegt, að til þess megi rekja, að Steponavicius biskup fékk loks að fara fijáls ferða sinna. Utanríkisráðherra Kína fer til Moskvu Sameinuðu þjódunum. Reuter. QIAN Qichen, utanríkisráðherra Kina, fer til viðræðna við sovéska ráðamenn í Moskvu síðar á þessu ári og vonast Sovétmenn til að þá verði brautin rudd fyrir frekari viðræður leiðtoga Kina og Sov- étríkjanna, að því er Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanrík- isráðuneytisins, sagði á miðvikudag. Kínverskur sendimaður hjá Sam- Gerasímov sagði að heimsóknin einuðu þjóðunum sagði að þetta hefði verið ákveðin á fundi Qians yrði í fyrsta sinn sem utanríkisráð- herra Kína heimsækti Sovétríkin síðan árið 1960, þótt Qian hefði áður komið þangað nokkrum sinn- um sem sérlegur sendifulltrúi í við- raeðum um samskipti ríkjanna. og Edúards Shevardnadzes, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og fyrirhugað væri að haim ræddi meðal annars við Míkhafl Gorbatsj- ov Sovétleiðtoga. Suður-Afríka: Botha forseti fer í heimsókn til Zaíre Kinshasa. Reuter. P.W. BOTHA, forseti Suður-Afríku, fer í heimsókn tíl Zaíre á laug- ardag til viðræðna við Moputo Sese Seko, forseta Zaíre, að þvi er háttsettur embættismaður í Zaíre sagði í gær. Þetta verður fyrsti fundur leið- toganna og þriðja ferð Botha til nágrannaríkis í sunnanverðri Afríku. Pjölmiðlar í Suður-Afríku greindu frá því að heimsóknin væri liður í nýrri stefnu Suður- Afríkustjómar sem miðaði að því að bæta samskiptin við Afríkuríki en suður-afrískir embættismenn vildu ekki staðfesta það. Embættismaður í Zaíre sagði að í kjölfar heimsóknarinnar gæti svo farið að efnt yrði til fundar leiðtoga Afríkuríkja þar sem rædd yrðu vandamál sunnanverðrar Afríku. Fjölmiðlar í Suður-Afríku hafa verið með getgátur um að leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku myndu efna til slíks fund- ar. Sendierindreki sem tekur þátt í friðarviðræðunum í Brazzaville, höfuðborg Kongós, sagði hins veg- ar að slíkt væri ekki á döfinni. Botha fór í sína fyrstu heimsókn til Afríkuríkis í þessum mánuði er hann heimsótti Mósambík og Malaví. Áður hafði hann aðeins farið í opinberar heimsóknir til Evrópuríkja og Tævans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.