Morgunblaðið - 19.10.1988, Side 33

Morgunblaðið - 19.10.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 33 Olafía Guðrún Jóns- dóttír - Minning Fædd 21. nóvember 1955 Dáin 10. október 1988 Okkur langar til að þakka Lóu fyrir samíylgdina. Lóa hefur gert stóra hluti á stuttri ævi, verið braut- ryðjandi og stofnandi tveggja stór- merkilegra samtaka NSÍS og félags krabbameinssjúklinga. Nú er það okkar, sem Lóa hefur rutt brautina fyrir, að halda áfram. Það verður erfítt að fylla það skarð sem hún skilur eftir, tómlegir fundir án Lóu. Öll þau góðu ráð sem Lóa hefur gefið okkur er dýrmætt vegamesti á leið okkar til Kosen rufu. Við vit- um að okkar leiðir hafa oft legið saman í fyrri jarðvistum og fyrir það erum við innilega þakklát og við hlökkum sannarlega til að hitta Lóu aftur. Elsku Guðmundur, Ásgeir, Jök- ull og Jón Trausti. Munið að það er ekki til meiri hamingja í þessum heimi en að kyija Nam-Myoho- Renge-Kyo. Vottum ykkur, foreldrum Lóu, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Anna, Óskar og félagar f Lótusblómi. Lífíð er eilíft, alheimur sjálfur er eilífur og óendanlegur. Lífíð og hinn víði alheimur eru í raun eitt og hið sama. Eilíf, óendanleg og ótakmörkuð endurtaka þau hrin- grás fæðingar og dauða. Þessi mik- ilfenglega og sanna hlið lffsins er útskýrð í Lótus Sútrunni og einkum og sér í lagi í kenningum Nichirens Daishonin. Lótus-kenning á síðari dögum lögmálsins rís upp úr hinum mikla alheimi og snýr aftur til hins mikla alheims. Þetta er raunveru- leiki lífs og dauða. Hvað er dauðinn? Táknar hann endalok? Nei. Hann táknar opnun, upphaf, samruna einstaks lffs við alheiminn. Við félagar Lóu í NSÍS kvejðum hana að sinni. Við trúum því að leiðir okkar muni liggja saman aft- ur. Árið 1979 varð á vegi Lóu þessi búddhismi, sem oft er kenndur við sáninguna, því hann sáir uppljómun í allar manneskjur. Árið 1986 tók hún þá ábyrgð að gerast hverfísleið- togi í samtökum okkar fyrir friði og manneskjubyltingu. Hún var trú hugsjón sinni um að breyta örlögum þessa lands í hið óhagganlega og óviðjafnanlega Búddhaland og starfaði óslitið að málefnum NSÍS og framgöngu búddhisma Nichirens Daishonin á íslandi. 1. júní 1987 fékk Lóa sérstaka viðurkenningu frá meistara okkar, Daisaku Ikeda, forseta SGI, fyrir framlag sitt í þágu Kosen-Rufu, friðar og upp- byggingar. Við trúum því að vegna þraut- seigju hennar og óbilandi trúar hafí henni tekist að lengja lff sitt um 3 ár og um leið að leggja grund- völl að samtökum fólks til sköpunar verðmæta sem ekkert fær grandað. Eitthvað sem mun standa að eilífu. Það er okkar starf að sjá svo um að kyndill sá er hún kveikti, slokkni aldrei. í bréfí Nichiren Daishonin, Hinn sanni Búddha okkar tfma, skrifaði og er dagsett 11. febrúar 1272 og stílað til prests er var í útlegð á eyju fyrir utan strendur Japans er nefnist Sado, talar hann um lffíð og dauðann. Presturinn hafði skrif- að til Nichirens Daishonin og beðið hann að útskýra fyrir sér líf og dauða, því hann hafði hrifíst af visku og ferskleika Nichirens Dais- honin. Nichiren lofar hann fyrir að spyija þvílíkrar spumingar og gefur honum innsýn í uppljómun Búddha, sem og leiðsögn um það á hvem hátt veiyuleg manneskja getur öðl- ast sama ástand. „Hve lofsvert er það að þú skulir hafa spurt mig um flutning hinsta lögmáls lífs og dauða. Enginn hefur Minning: Sigurbjörn Krist- jánsson, skipstjóri Fæddur 10. aprfl 1931 Dáinn 3. október 1988 Bjössi Kidda er dáinn — maður sem markaði spor í húsvískt mannlff og húsvfska útgerðarsögu. Minningin um Bjössa frænda er mér einkar kær, hann var svo glaður og hlýr í fasi. Ljúft er að minnast bemskunn- ar, alltaf hafði hann tfma fyrir bams- lundina, föðurleg umhyggja var hon- um í blóð borin. Starfsæfi hans var farsæl, strax á unga aldri valdi hann sér það lífsstarf að stfga ölduna, varð brátt skipstjóri í eigin útgerð. Farsæll og fengsæll í senn. Bátamir urðu flórir og báru tveir sfðari nafti Fanneyjar móður hans. Snemma beygðist krók- ur minn í biyggjurölt og skúraráp. Það að sjá mb. Fanney koma drekk- hlaðinn fyrir hafnargarðinn, að sjá Bjössa frænda í stýrishúsglugga- num, hvorutveggja vakti stolt mitt. Að eiga frænda sem veiddi svo vel var nú eitthvað fyrir bamshugann og það að fá boð, að mega róa Fan- neyjarpramma um höfnina, bar vott um innsýn hans í langanir ungra drengja. Sfðan eru liðin mörg ár. Ný Fann- ey var smíðuð, áfram var róið. Fanneyjarútgerðin hefur verið sérkapftuli í húsvískri útgerðarsögu. Samvinna, natni og dugnaður, þau • orð eiga vel við Fanneyjarmenn. Allt í röð og reglu f bát og verbúð svo orðlagt var. Dagi hallar, löndun er lokið, heim er haldið eftir önn dagsins. Bjössi fór ávallt gangandi til og frá skipi, að fara í bfl var ekki hans háttur. Bjössi var mikill gæfumaður, ræktaði fjöl- skyldu sína einstaklega vel, bama- bömin nutu rfkulega gæsku afa og ömmu f Stóragarði. Aldraðri móður var Bjössi mjög hjartahlýr, heimsótti hana og gladdi þegar tök voru á. Nú hin seinni ár höfum við oft hist í heimsóknum á öldrunardeild S.H., hann var hjá móður sinni og ég þjá ömmu minni, þannig hafa tengsl okkar orðið meiri en ella og er ég þakklátur fyrir. Bætandi var hveijum manni að umgangast mann eins og Sigurbjöm Kristjánsson. Sjórinn var hans lffstfll en engu síður gaf hann hann sér tóm til félagsmála, var t.d. félagi í Kiwanisklúbbi Húsavíkur. Ég vil þakka Bjössa frænda sam- fylgdina. Konu, bömum, bamaböm- um svo og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Þá vil ég sérstaklega senda aldraðri móður mínar innilegstu samúðarkveffjur. Minningin geymir góðan dréng. Þorgrímur Aðalgeirsson sjrnrt mig þvílíkrar spumingar fyrr. Eg hefí svarað þér í smáatriðum í þessu bréfí. Ég vil að þú festir það djúpt í hjarta þér. Aðalatriðið er að halda áfram iðkun þinni með þeirri sannfæringu að Nam-Myo- ho-Renge-Kyo sé lífsblóð trúarinnar sem Shakyamuni flutti með sér til Taho og Taho til Bodhisattva Jogyo." Með djúpri virðingu, Nich- iren Shramana Japans. Mitt verk er, þá ég fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar mfns, hún hverfa skal til upphafs sfns, sem báran endurheimt! hafið. („Steflahreimur", Einar Benediktsson) Við NSÍS búddhistar sendum innilegar samúðarkveðjur til flöl- skyldu Lóu, eiginmanns hennar og bama. Fyrir hönd félaga í Nichiren Shoshu, Soka Gakkai íslandi, Ásgeir Júl. Ásgeirsson Minning; Hlynur Ingi Búason Faeddur 16. júní 1973 Dáinn 16. september 1988 Hann Hlynur er dáinn. Mig lang- ar til að kveðja þennan vin minn og nágranna, þennan giæsilega pilt sem alltaf brosti sínu blíðasta brosi hvenær _sem hann varð á vegi manns. Ég kynntist honum á fyrstu ámm ævinnar, sá hann vaxa úr grasi tápmikinn, duglegan og glað- væran dreng sem var hvers manns hugljúfi. Hann vildi alltaf hafa eitt- hvað fyrir stafni. Ég man hvað hann var glaður þegar hann gat farið út í búð fyrir mömmu og seinna í sveitinni hjá afa og ömmu var hans mesta ánægja að geta hjálpað til. Alltaf svo gaman að geta gert eitthvað nýtt. Við íjölskyldan eigum góðar minningar frá þessum dögum þegar bömin okkar léku sér saman. Það eru einmitt þessar skfnandi perlur í minningunni sem hjálpa manni á svona sorgarstundum. Við emm þakklát fyrir að hafa kynnst honum og hans kærleiksríku flölskyldu. Höllu, Búa, Elínu Hmnd og Eiríki Steini sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau og blessa um alla framtíð. Kristín og Qölskylda. Steiidhal Snyrtivörukynning íKaupstoð * dagfrá kl. 13-18. .. ♦ * * *r ♦ ♦ * ♦ ♦ ♦ *************

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.