Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 38

Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 fclk í fréttum ROKKSKÓR OG BÍTLAHÁR Á HÓTEL ÍSLANDI: Brúðarslör og bjartir drættir Skemmtanir Friðrik Indriðason Íðandi mannkösin á hótel ís- landi getur verið bæði hrífandi og hrollvekja. Spurningin er ein- faldlega hvernig þú ert stemmd- ur á miðnætti laugardags. Ég var þá orðinn ágætlega stemmdur. En kvöldið hófst ekki með mik- illi stemmingu. Klæddur í dökku jakkafötin og einu silkiskyrtuna sem ég á banka ég uppá í anddyri Hótels íslands stundvíslega klukkan níu um kvöld- ið. Kynni mig og segi erindið sem er að fylgjast með sýningunni Rokkskór og bítlahár. Spyr eftir manni nokkrum sem á að bjarga öllum mínum málum á staðnum. „Hu?“ svarar þrekvaxinn og brúnaþungur dyravörður. Ég endurtek alla rununa. Fæ sama svarið. Og nú er hann farinn að horfa grunsemdaraugum á skyrtuna mína. Mér dettur í hug að segja það sem flýgur í hugann: „Já mig grunar líka að hún sé saum- uð á Tævan." En það er ekki bæt- andi á brúnaþyngd mannsins. Ég spyr því um einhvem yfirmann þama á staðnum. Næsti starfsmaður sem ég á samskipti við er ungur dökkleitur maður, mjög stressaður. Hann kannast ekki við neitt en biður mig að bíða í anddyrinu. Eftir snögga ferð á barinn sest ég þar niður. Gestir á sýninguna Rokkhár og bítlaskór eru af öllum stærðum og gerðum, aldri og atvinnu. Þeir sem gaman hafa af mannlífsstúdíum hafa úr nógu að moða í andddyri hótelsins fyrir sýningu. Það sem vekur mesta athygli mína eru brúð- hjón sem leið eiga frá anddyrinu inn í einhvem hliðarsalinn. Hún í að- skomum mjalihvítum brúðarkjól með efnismikið brúðarslörið aftur á hæla. Hann í nettum hvítum smók- ing. Annað sem vekur athygli mína er hópur af ungu fólki í æpandi bleikum fötum. Fyrst held ég að um einhverja hljómsveit sé að ræða því að fólkinu fjölgar stöðugt er líður nær sýningunni. Ég er í þann mund að fara að kanna þetta mál er sá stressaði segir mér að borðið sé tilbúið. Haukur Morthens og félagar leika „dinner" tónlist fyrir gesti. Haukur nýtur mikillar hylli meðal eldri kynslóðarinnar. Hann syngur mörg af sínum þekktustu lögum og þegar „Litla fiugan" ómar í salnum má heyra konur á óræðum aldri hvía af hrifningu. Og þegar „Til eru fræ“ fylgir í kjölfarið stendur par eitt upp frá súpudiskunum og tekur að dansa meðal borðanna framan við sviðið. Á næsta borði við mig er hópur fólks utan af landi. Meðan Haukur skemmtir gestum tekur fólkið fram skyndimyndavélar og festir hvert annað á filmu í gríð og erg. Verður þessi ferð á Hótel ísland fest í fjöl- skyldualbúmið og geymd um ókomna framtíð. Og þá hefst sjálf rokksýningin. ROKKHÁR og bítlaskór, sýning- in sem nú skekur sali Hótels Is- lands um helgar er um margt skondin úttekt á rokktímabilinu svokallaða. Sýningin spannar árin uppúr 1950 og fram á tímabil ’68 kynslóðarinnar. Hún hefst á hinu kröftuga „Rock around the clock" og síðan fylgja þessir gömlu smellir hver á fætur öðrum, „Heartbreak Hotel", „Great Balls of Fire“ og „Twist and Shout" svo dæmi séu tekin. Framan af er þetta hörkugóð skemmtun en hinsvegar verður mikið spennufall upp úr henni miðri þegar til sögunnar eru kallaðir menn sem vart verða taldir til rokk- söngvara eins og Tom Jones eða dúkkur á borð við Paul Anka. Margir bjartir drættir eru í dag- skránni þar sem þeir sem að sýning- unni standa gera það af mikilli inn- lifun og gleði og bætir það mikið fyrrgreinda hnökra á henni. Klæðn- aðurinn fellur vel að sýningunni og dansatriðin eru upp til hópa vel útfærð. Fyrir þá sem gaman hafa af því að rifja upp gömlu rokkárin er ferð á Hótel íslands vel þess virði. Hljómsveit hússins tekur við að leika undir dansi eftir sýningu og er ég geng út eru brúðarhjónin að dansa saman vals við mikla hrifn- ingu viðstaddra. Morgunblaðið/ Þorke “Great Balls of Fire“ hamrað á píanóið af mikilli tilfínningn. VESTMANNAEYJAR: Starfsfólk Tangans í helgarferð VeHÍrnannacyjum. Það færist I vöx ár frá ári að starfshópar og félagasamtök fari til Reykjavíkur í skemmtiferð- ir, svokallaðar helgarferðir. Starfsfólk verslunarinnar Tang- ans í Vestmannaeyjum skellti sér í slíka ferð á dögunum. Farið var með flugi frá Eyjum kl. 18.15 á föstudegi og var handagangur í öskjunni við að komast af stað því versluninni var ekki lokað fyrr en kl. 18.00. En á höfuðborgarsvæðið komst liðið og skoðaði menningar- staði jafnt sem öldurhús. Heim á leið hélt sfðan hópurinn á sunnudagskvöldið „hress" og end- umærður eftirskemmtilega helgi í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Starfsfólk Tangans í Vestmannaeyjum að leggja af stað til Reykjavíkur í helgarreisu. Dansatriðin eru upp til hópa vel útfærð. Eins og sjá má skemmtu gestir sér hið besta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.