Morgunblaðið - 19.10.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988
„Ger&u upp ftug p'inn, HQrvildur.
ftverrl okknr viLtu hoJda.á.-fram úfo
vera. g'iftur ?•'
TM R®g. U.S. Pat Off. — all nghts reserved
° 1988 Los Angeles Times Syndicate
Ást
er...
... dagdraumar um
hana.
))"
7-2 ?
Skipulagið getur verið of mikið
Til Velvakanda.
Á tímum skipulags og malbiks
hefur Reykjavík skipt um svip og
án efa til hins betra. Það held ég
að þeir sem muna eftir hvemig
borgin var fyrir 40 eða 50 árum
verði að skrifa undir. Þó hefur
ýmisiegt horfíð sem maður hlýtur
að sakna. Jafnvel braggamir gömlu
höfðu sinn svip og sumir hverjir
sérlega rómantískt yfirbragð. En
þannig hlýtur þetta að vera, gamli
tíminn víkur fýrir hinum nýja.
En stundum fínnst manni skipu-
lagið full ágengt. Þannig fínnst mér
að Örfirisey hafi verið skemmd með
of miklu skipulagi. Aftur hefur
Ægirssíðan sloppið við hramm
skipulagsins fram til þessa og væri
óskandi að skipulagssérfræðingam-
ir kæmust þangað aldrei með
klæmar. Þar ríkja grásleppukarl-
amir og hafa lengi gert. Megi svo
verða um ókomna tíð.
Gamall sjómaður
Að hlæja við
og hlæja að
Kunna þuigmenn
ekki mannasiði?
10. októbcr. BorgarfirM eyatra
Ég var að horfa á fréttir Sjón-
varpsins áðan og ég get ekki sagt
annað en að mér bráþegar ég sá
svipmynd úr Dómkirkjunni þar sem
guðsþjónusta fór fram áður en þing-
setning hæfist. Þar sátu kirkjugest-
ir, það er þingmenn og ráðherrar,
hlæjandi og slíkt held ég að sé sem
betur fer sjaldgæft í kirkju.
Þama sátu þingmenn, núverandi
og fyrrverandi ráðherrar skælbros-
andi og spumingamar suðu á mér.
Bera þessir menn enga virðingu
fyrir þeim stað sem þeir voro 'stadd-
ir á? Kunna þeir takmarkaða
mannasiði? Og gátu þeir ekki á
þessari stundu leynt sínum innri
manni?
Sverrir Haraldsson
Að gefnu tilefni vil ég taka fram
að ég ber sjálfur einn ábyrgð á því
að bros læddist fram á varir kirkju-
gesta minna í guðsþjónustu fyrir
þingsetningu. Vil ég nota tækifærið
og þakka þeim fyrir lifandi athygli
sem ég met mikils. Sjálfur er ég
vanur því að sóknarböm mín brosi
f kirkjunni. Ég sé hins vegar eftirá
að þetta þetta gat auðveldlega mis-
skilist vegna glefsu sem sýnd var
frá guðsþjónustunni í sjónvarpi. Það
sýnir okkur hvað sjónvarpið er
sterkur miðill, og getur auðveldlega
gert fólki rangt til. Eitt er að hlæja
að og annað að hlæja við einhverj-
um. Sfðara tilfellið átti sér stað í
þessari guðsþjónustu, samanber
vísuna góðu:
Sólskríkjan mín situr þama á sama steini
og hlær við sínum hjartans vini
honum Páli Ólafssyni.
Sr. Úlfar Guðmundsson
sóknarprestur á Eyrarbakka.
Víkverji skrifar
HÖGNI HREKKVÍSI
Alaugardaginn var í sjónvarpinu
þáttur á vegum Fræðsluvarps
um Brasilíu. Sérstaklega var tekið
fram í kynningu að þátturinn væri
ætlaður til útlána hjá Námsgagna-
stofnun.
Víkveiji hefði ætlað að við gerð
slíkra þátta yrði sérstaklega vandað
til þýðinga, en svo var því miður
ekki. í þættinum var t.d. talað um
að búpeningurinn hefði dáið. Einnig
var talað um að strákamir væm
að selja appelsínur til að eiga fyrir
vasapeningum. Og svo flutti fólkið
úr sveitinni í kaupstaðinn. Þar var
einnig talað um allar konur oní litl-
ar stúlkur.
Það skal tekið fram að þessi
dæmi eru valin af handahófí. Enn
og aftur þykir Víkveija ástæða til
að benda á mikilvægi þess að vanda
til þýðinga og þá sérstaklega þegar
um er að ræða efni ætlað bömum
og unglingum. Þessi dæmi sýna að
þama er pottur brotinn.
XXX
Bæklinga tvo hefur rekið á fjör-
ur Víkveija. Þeir era frá fyrir-
tæki sem selur Sovehjerte-rúm og
dýnur. Þýðingin á bæklingunum er
með eindæmum og engu líkara en
„þýðandinn" hafí lítið sem ekkert
kunnað’ í íslenzku. Og ekki bætir
úr skák að prentsmiðjan hefur ekki
átt séríslenzka stafí og notar t.d. o
í stað Ö.
Nokkur dæmi: Sú besta dýna
fyrir bamið þitt að sofa á. Sængur
okkar heita Sovehjerte og þekkjast
á ótal tæknilegum gæðaatriðum
sem enginn annar framleiðandi get-
ur vísað á. Hægt er að velja allt
frá einfoldustu og ódýrastu vatns-
rúmum og til þess frábærasta hvað
snertir stfl, þægindi og meistara-
lega honnun. Hjá okkur getur þú
vænst þess að fá leiðbeiningu hjá
duglegum, reyndum sérfræðingum.
Þú færð fullan rétt til að skila rúm-
inu aftur innan 60 daga, og auk
þess 5 ára ábyrgð. Sovehjerte
vatnsrúm getur þú fengið að prófa
í þessa 60 daga til að sjá hvort þú
sért ánægður. Hinir mjúku svamp-
kantar gera Sovehjerta Softsider
að ennþá notalegra rúmi að lifa í.
Ekki verða tínd til fleiri dæmi
úr þessum subbulegu bæklingum.
Víkveiji varð illur þegar hann las
þá og jafnvel falleg mynd af Feg-
urðardrottningu íslands á forsíð-
unni gat ekki mýkt hans skap!
Arsþing íþróttabandalags
Reykjavíkur var haldið um
síðustu helgi. Þingið sátu margir
fulltrúar, þeirra á meðal vora Thor
Vilhjálmsson rithöfundur, formaður
Júdófélags Reykjavíkur, og Hregg-
viður Jónsson alþingismaður, full-
trúi ungtemplarafélagsins Hrannar.
Thor flutti ræðu á þinginu og
skömmu síðar sté Hreggviður í
pontu. Hann vísaði m.a. í ræðu
Thors og nefndi hann Sigurð Magn-
ússon. Undranarsvipur kom á þing-
heim og þá sérstaklega Thor, sem
kallaði upp: Ertu að meina Sigurð
A. Magnússon? Menn máttu vart
mæla í salnum af hlátri og var
Hreggviður þá snöggur uppá lagið
og sagði við Thor um leið og hann
bað hann afsökunar: Ég meinti
auðvitað Sigurður A. Magnús-
son.(H) Komst þá þingforseti að
Hreggviði í ræðustól og leiðrétti
hann og sagði honum að hann hefði
verið að tala til Thors Vilhjálmsson-
ar. Þegar Hreggviður sté úr pontu
fór hann til Thors og bað hann af-
sökunar á þessum mistökum og
sagði að þetta hefði verið „black-
out“ í ræðustól. Sagði Thor þá með
þunga í röddinni. Þetta var