Morgunblaðið - 18.11.1988, Page 11

Morgunblaðið - 18.11.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 11 „Nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr“ Heildverslunin Hvönn Sími 666930 eftir EyjólfKonráð Jónsson Þau orð Steingríms Hermanns- sonar að íslendingar séu nær gjald- þroti en nokkru sinni fyrr eru ámæl- isverð fyrir margra hluta sakir — og raunar furðufyrirbæri. Hin venjulega skilgreining orðs- ins „gjaldþrota" er sá sem ekki á eignir fyrir skuldum. Sjálfsagt er ekki auðvelt að meta allar eignir hérlendis fremur en heildareignir annarra þjóða, en við getum sett fram dæmi sem sérhvert manns- barn skilur. íbúðir í eigu íslendinga eru nálægt einu hundraði þúsunda að tölu. Meðalverð er flórar milljón- ir. Erlendar skuldir þjóðarinnar að frádregnum innstæðum erlendis eru eitt hundrað milljarðar. Hreinar skuldir þjóðarinnar í heild eru þá sem svarar því að hver íbúðareig- andi skuldaði einn fjórða hluta and virðis hennar. Allt annað hérlendis, mannvirki, menntun og auðlindir, er hrein eign þjóðarinnar. Hver og einn getur svo reiknað það út ekki síður en ég hvort sé nær lagi að Islendingar skuldi 1% þjóðarauðsins eða 5% hans. Ef forsætisráðherrann á við greiðsluþrot en ekki gjaldþrot getur það naumast þjónað þjóðarhags- munum að auglýsa það fyrir við- skiptavinum okkar að við séum Endurmenntunarnefhd Há- skóla Islands stendur fyrir nám- skeiði um fiskveiðistjórnun og fiskihagfræði dagana 21.-23. nóvember. Námskeiðið er eink- um ætlað starfsmönnum hins opinbera og hagsmunasamtaka sem fást við málefni sjávarút- vegs eða hafa á þeim áhuga. Stefiit er að þvi að fólk sem ekki hefur undirstöðumenntun í hagfræði eða viðskiptafræði geti haft gagn af námskeiðinu. Á námskeiðinu verða fluttir fyr- irlestrar, en þátttakendur verða hvattir til að bera fram spumingar um efnið jafnóðum og það verður kynnt. Litil áhersla verður lögð á stærðfræðilega framsetningu, en notast verður við skýringarmyndir og línuriL Meðal efnis sem fjallað verður um á námskeiðinu er hve mikið úr fískistofnunum á að veiða á hveijum tíma og hvemig það ræðst af hagrænum þáttum eins og vöxt- um, aflakostnaði og áhrifum stofn- stærðar á hann. Þá verður fjallað um hlutverk hins opinbera í að ná besta veiðimagni á hveijum tíma, aðferðir sem beita má til að ná sem hagkvæmustum fískveiðum, og Eyjóifur Konráð Jónsson „íslendingar eru líklega rikasta þjóð heims og fullyrðingar úr munni forsætisráð- herra um það að öUu hafí verið eytt sem afl- að hefur verið síðustu áratugina og mun meiru auka varla tiltrú manna á mörlöndum nútímans.u ekki og verðum ekki borgunarmenn að skuldum okkar. Það hefur, hygg gerður verður samanburður á sljómunaraðferðum í ýmsum lönd- um. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þeir Rögnvaldur Hannesson prófessor við Norges Handelshöj- skole í Bergen og Ragnar Ámason dósent við Háskóla íslands. Skrán- ing fer fram á aðalskrifstofu HÍ, en þátttökugjald er 8.500 krónur. Sextíu ungmenni tóku þátt í mótinu en aldurstakmarkið var 20 ár. Tefldar voru 7 umferðir eftir monradkerfí, og var umhugsun- artiminn 1 klukkustund á 30 leiki og síðan 20 mínútur til viðbótar. Hannes Hlífar vann sex skákir en gerði jafntefli við Héðinn Steingrímsson, sem varð annar. ég, enginn íslenskur stjómmála- maður sagt fyrr, jafnvel ekki á kreppuárunum þegar nærri þessu stappaði þó. Islendingar em iíklega ríkasta þjóð heims og fullyrðingar úr munni forsætisráðherra um það að öllu hafí verið eytt sem aflað hefur ver- ið síðustu áratugina og mun meiru auka varla tiltrú manna á mörlönd- um nútímans. Ef þessi neyðaróp era ætluð fyr- ir innlend átök munu þau verka þveröfugt því að venjulegt launa- fólk getur ekki búið við 10% kjara- skerðingu, hvað þá meira sem nú er boðað, og þótt menn gætu það vilja þeir það ekki. Menn hafa nefni- lega augu alveg eins og munn og maga og sjá því auðlegðina sem þeir hafa myndað og feður þeirra og mæður. En ríkið öskrar á meira fé, meiri skatta af fólki og fyrirtækjum, og þar hefur „mikill árangur náðst í baráttunni gegn þenslunni". Þar blasa gjaldþrotin við. í skýrslu sem var að koma út um ríkishalla, ríkisskuldir og við- skiptajöfnuð við útlönd 1980-1985 segir m.a.: „Tekjuhalli og skuldir hins opin- bera hér á landi hafa verið minni en í flestum öðram löndum Vestur- Evrópu, Japan eða Bandaríkjunum. Fæst sú niðurstaða án tillits til þess hver af skilgreiningunum þremur á í hlut.“ (Skilgreiningarnar þijár miðast við A-hluta fjárlaga, A- og B-hluta og A-, B- og C-hluta.) Því sem í þessari skýrslu stendur hefur áður verið haldið fram án áheymar en tímabært er að menn fari nú að lesa, hlusta og tala yfir hausamótunum á kerfískörlum og skattpíningarmönnum. En meðal annarra orða: Hefur forsætisráðherrann og flokkur hans verið áhrifalaus síðasta hálfan ann- an áratuginn? Ég held ekki. Ef ein- hver er gjaldþrota fyrir utan at- vinnuvegina og fátækara fólkið er það auðvitað Framsóknarflokkur- inn. Meira seinna. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins 1 Reykja vik. Hannes hlaut að launum Moigun- blaðsbikarinn, farandbikar sem ver- ið hefur í umferð síðan 1984. I ijórða sæti varð Sigurður Daði Sigfússon TR með 5 vinninga. Með sama vinningafjölda vora Snorri G. Bergsson TR, Amaldur Loftsson TR, Bogi Pálsson Skákfélagi Akur- eyrar og Davíð Ólafsson TR. Háskóli íslands: Námskeið um fiskveiði- stjórmm og fiskihagfræði Hannes Hlífar varð unglingameistarí í skák HANNES Hlífar Stefánsson vann Unglingameistaramót íslands 1988, sem fram fór fyrr í þessum mánuði. Hannes fékk 6V2 vinning af 7 mögulegum. I öðru sæti varð Héðinn Steingrímsson með 6 vinninga og Tómas Björnsson varð í 3. sæti með 5*/2 vinning. Allir þessir skákmenn eru í Taflfélagi Reykjavíkur. Viðtalstími borgarfulltrúa '% Sjálfstædisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 19. nóvember eru til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, og Sólveig Pétursdóttir, formaöur bamavemdarnefndar Reykjavikur og í stjóm félagsmálaráðs. V V’ V V V V V V’ V V V V J\ # ðN 2 Ss ðN ðN ðs # 5 Gjafaöskjur, pappír, bönd og víraborðar (hárborðar). — ORLANE P A R I S Snyrtivörukynning verðurí dag föstudag 18. nóvemberkl. 13.00-18.00. Verið velkomin. Verslunin Sara, Bankastræti. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- irmannanámígegnum ICS-bréfaskólann! Líttuálistannog sjáöu öll þau tækif æri sem þér gef ast. ICS-bréfaskólinn hef ur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskir- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan i flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforrítun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almenntnám □ Bifvólavirkjun □ Nytjalíst □ Stjórnun fyrirtækja □ Garðyrkja □ Kjólasaumur □ innanhús- arkitektúr □ Stjómun hótela og veitingastaða □ Blaöamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn:. Heímilisfang: ..T............................................ ICS International Correspondence s hools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. ____—4_______________________________ Almennir stjórnmálafundir ilir Sjálfstæðisflokksins í kjölfar flokksráðsfundar ATHAFNAFRELSI ISJAÐ SKOJIIIMTUNAR- STJORNAR Sauðárkróki: Laugardaginn 19. nóvember - Safnahúsinu kl. 16.00 Málflytjendur: Matthías Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Blönduósi: Sunnudaginn 20. nóvember - Sjálfstæðishúsinu kl. 16.00 Málflytjendur: Matthias Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Akureyri: Mánudaginn 21. nóvember - Kaupangi kl. 20.30 Fundarstjóri Jón Már Héðinsson. Málflytjendur: Þorsteinn Pálsson, Ragnhildur Helgadóttir og Tómas I. Olrich. Höfn: Föstudaginn 18. nóvember - Sjálfstæðishúsinu kl. 20.30 Málflytjendur: Halldór Blöndal, Egill Jónsson og Kristinn Pétúrsson. Breiðdalsvik: Laugardaginn 19. nóvember - Hótel Bláfell kl. 9.00 Málfiytjendur: Halldór Blöndal, Egill Jónsson og Kristinn Pétursson. Vestmannaeyjar: Mánudaginn 21. nóvember - Hótel Þórshamri kl. 20.30 Málflytjendur: Halldór Blöndai, Geir H. Haarde og Ámi Johnsen. Hella: Sunnudaginn 20. nóvember - Grillskálanum kl. 20.30 Mátflytjendur Halldór Blöndal, Egill Jónsson, Eggert Haukdal og Ámi Johnsen. isafjörður: Laugardaginn 19. nóvember - Hótel ísafjörður kl. 15.00 Málflytjendur: Geir H. Haarde, Eyjótfur K. Jónsson, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Patreksfjörður: Sunnudaginn 20. nóvember - Félagsheimili Patreksfjaröar kl. 16.00 Málflytjendur: Geir H. Haarde, Eyjólfur K. Jónsson og Þorvaldur Garðar Krístjáns- son. Brjótum á bak aftur skatta áform vinstri flokkanna! Sjá nánar auglýsingar um félagsstarf Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.