Morgunblaðið - 18.11.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988 Verndun er for- senda nýtingar eftir Kristínu Einarsdóttur Eins og kunnugt er hefur Kvennalistinn ætíð lagt mikla áherslu á umhverfismál. I stefnu- skrá Kvennalistans stendur m.l. forseta: „Framtíð mannkyns veltur á því, hvemig við umgöngumst náttúmna, hvernig við nýtum gögn hennar og gæði og hvort við berum gæfu til að bæta úr þeim spjöllum sem við höfum valdið henni.“ I anda þessara orða tel ég að allir ættu að vinna. Islendingar hafa því mið- ur ekki alltaf borið gæfu til að umgangast landið með þetta að leið- arljósi og þess vegna hrópa verkefn- in á okkur. En þótt umhverfis- vandamálin séu mikil hér á landi megum við ekki gleyma því að stór hluti þeirra er ekki bundinn við nein landamæri heldur eru þau al- þjóðleg lög. Mengun hafs og lofts er sívax- andi vandamál og fyrr en varir getur hún ógnað lífsafkomu okkar. Fyrir stuttu var sýnd mynd í sjón- varpinu um afleiðingar af mengun Norðursjávar, þar sem líf var nær horfið á stórum svæðum. Allt of oft heyrum við um skip sem losa eiturefni og geislavirkan úrgang f hafíð. Ef þessu heldur fram leiðir það ekki til neins annars en tortím- ingar. Rannóknir eru undirstaðan I febrúar 1983 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar sem sam- þykkt var að mótmæla ekki sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um takmörkun hvalaveiða. Með þeirri ályktun féllst þingið á að hvalveiðar í atvinnuskyni skyldu aflagðar á árunum 1986-’90. Einnig að rann- sóknir á hvalastofnum skyldu aukn- ar og að á grundvelli þeirra rann- sókna verði tekin afstaða til hvala- veiða eftir 1990. Þær tillögur sem komið hafa fram á Alþingi miða við að stöðva hvalveiðar í 3 eða 5 ár og taka því ekkert tillit til þessarar samþykktar Alþingis né heldur ákvörðunar Al- þjóðahvalveiðiráðsins um að endur- skoða svokallaðan 0-kvóta árið 1990. Nú er eitt ár eftir af því 5 ára tímabili sem ákveðið var að stöðva veiðar á hvölum í atvinnuskyni og eitt ár eftir af rannsóknaáætluninni sem Hafrannsóknastofnun hefur unnið eftir undanfarin 3 ár. Eg tel mikilvægt að lokið verði við rannsóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunar, sérstaklega það víðtæka talningaverkefni sem á að fara fram næsta sumar undir for- ystu Islendinga. Það væri mjög miður ef sá leiðangur yrði ekki far- inn. Nýting á grundvelli rannsókna I þessu sambandi kemur upp spumingin hvort hvalveiðar varði stefnu í umhverfismálum og hver sé staða yfirstandandi rannsókna í því sambandi. Svo sannarlega er öll nýting auðlinda umhverfismál. Ekkert getum við undanskilið þegar náttúran er annars vegar og við íjöllum um verndun hennar. Ein okkar stærsta auðlind er fólgin í hafinu umhverfis Ísland. Við höfum reynt að stjóma nýtingu fískistofn- anna þó að ekki hafí þar alltaf vel til tekist. Sumar tegundir hafa ver- ið ofveiddar, en í seinni tíð hefur verið tekið meira mark á því sem sérfræðingar okkar á Hafrann- sóknastofnun hafa lagt til. Tillögur þeirra hafa oft verið gagnrýndar og ekki hefur alltaf verið farið eftir þeim. Margir líffræðingar hafa einnig gagnrýnt Hafrannsókna- stofnun fyrir rannsóknir á hennar vegum og mat á stofnstærð físka, þótt fæstir hafí treyst til sér að koma með ráðleggingar um þessi efni sem gangi þvert á tillögur stofnunarinnar. Fyrr á þessari öld var gengið mjög nærri mörgum þeirra hvala- tegunda sem þá vom veiddar. Við viljum ekki láta þetta endurtaka sig. Þess vegna tel ég mjög mikil- vægt að við fáum sem fyrst vitn- eskju um stofnstærð þeirra hvala- tegunda sem em á íslenskum haf- svæðum og hve mikið af stofnum er óhætt að nýta og hveija þarf að vemda tímabundið. eða til frambúð- ar. Ég held að þeir séu fáir sem telja að friða eigi hvali umfram önnur dýr, þótt vissulega sé hávær hópur manna þeirrar skoðunar. Af ofangreindum ástæðum hef ég talið rannsóknaáætlun Hafrannsókna- stofnunar mikilvæga til að hægt sé að leggja fram gögn, m.a. á vett- vangi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem gefí möguleika á að meta hvort og þá hve mikið talið er óhætt að veiða úr hvalastofnunum hér við land. Slíkar tillögur verða að byggja á raunhæfu mati en ekki skoti út í loftið. Treysti Hafrann- sóknastofhun Fram hefur komið að líffræðing- ar em ekki sammála um hve miklar upplýsingar sé hægt að fá úr þeim rannsóknum sem Hafrannsókna- stofnun vinnur nú að á hvalastofn- unum tveimur, langreyði og sand- reyði. I rannsóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunnar er gert ráð fyrir að veiða ákveðinn fjölda dýra til rannsókria, jafnframt því sem sala afurðanna stendur undir rann- sóknakostnaði. Margir hafa efast um að rannsóknirnar sem gerðar em á dauðum hvölum bæti ein- hveiju vemleg við þá þekkingu sem við nú þegar höfum um þessi dýr. í júlí 1987 sendi 21 líffræðingur frá sér áskomn til ríkisstjómarinnar um að hætta hvalveiðum í vísinda- skyni. I greinargerð með áskomn- inni kemur fram að þessir líffræð- ingar telja að þær upplýsingar sem fást með veiðum séu þegar til eða hrökkvi skammt sem viðbótampp- lýsingar sem að gagni mættu koma. Aðrir líffræðingar, þar á meðal sér- fræðingar Hafrannsóknastofnunar, hafa talið rannsóknir á veiddum hvölum mikilvægar til viðbótar við talningar og aðrar rannsóknir á lif- andi hvölum. Það er því erfitt á stundum fyrir þá sem ekki em sér- fræðingar á þessu sviði að meta og gera sér grein fyrir, hvaða ráðlegg- ingum á að fylgja. Þannig er því farið með mig, þótt ég sé líffræðingur að mennt. Mitt sérsvið liggur langt frá þeim rannsóknum sem Hafrannsókna- stofnun er að gera á hvölum. Ég hef t.d. aldrei getað áttað mig á því til hlítar, hvaða forsendur em notaðar til að ákveða þann fjölda dýra sem veiddur er til rannsókna. En ég tel mig þess hins vegar ekki umkomna að gerast dómari um alla þætti rannsókna Hafrannsókna- stofnunar, m.a. á hvalastofnunum. Ég tel okkur geta treyst Haf- rannsóknastofnun til að gera þær rannsóknir sem sérfræðingar henn- ar hafa talið nauðsynlegar miðað við það takmarkaða fé, sem þeir hafa úr að spila. Það á bæði við um rannsóknir á fiskistofnunum og rannsóknir á hvölum. Auðvitað þarf að hafa augun opin og reyna að gera sér grein fyrir hugsanlegum breyttum forsendum í tímans rás og hlusta á gagnrýni, en það er ekki sanngjarnt að væna vísinda- menn Hafrannsóknastofnunar um Kristín Einarsdóttir „Eins og áður er sagt þurfum við að endur- skoða og endurmeta stöðu okkar hverju sinni. Það er hins vegar óþarfí að vera með taugatitring og upp- hrópanir og skipa fólki í tvær ósættanlegar fylkingar. Við verðum að vinna saman þótt við séum ekki alltaf sam- mála.“ óheiðarleik og blekkingar eins og mér hefur fundist bera á varðandi þetta mál. Brjótum við lög og samþykktir? Erum við þá ekki að bijóta gegn alþjóðasamþykktum með hvalveið- um til rannsókna? í því sambandi er gjaman vísað í 65. grein Hafrétt- arsáttmálans sem íjallar um sjávar- spendýr. í henni stendur m.a.: „Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofn- ana að vemdun og stjómun þeirra og rannsóknum á þeim.“ Island hefur haft samvinnu innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins á þessu sviði. Gagnrýni á íslendinga á alþjóða- vettvangi og raunar einnig hér á landi hefur einkum beinst að því að með rannsóknum okkar séum við að bijóta alþjóðalög og sam- þykktir. Að vísu hefur gagnrýnin verið mjög grautarleg, sambland af tilfinningum, líffræðilegum skýr- ingum og lagalegum, svo að oft er engan veginn ljóst á hvaða forsend- um hún er fram sett. Sérfræðingar utanríkisráðuneyt- isins túlka samþykktir og alþjóða- sáttmála þannig, að ekki sé um brot á þeim að ræða af okkar hálfu. Hins vegar hafa ýmsir viljað túlka Hafréttarsáttmálann á þá leið, að okkur beri skylda til að fara að ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins, jafnvel þótt þær bijóti í bága við stofnsáttmála ráðsins. Þetta er túlkunaratriði sem seint verður komist til botns í, en íslendingar verða auðvitað að vera á verði um sína hagsmuni á alþjóðasamskipt- um. Hótanir erlendis frá Það skiptir hins vegar ekki öllu hvaða skoðun við höfum á laga- legri hlið málsins. Nú er komin upp ný staða í málinu. Grænfriðungar og margir aðrir hafa haldið því fram að við bijótum lög og samþykktir og að við séum að drepa síðasta hvalinn. Þeir hafa rekið harðan áróður gegn okkur á alþjóðavett- vangi. Þessi áróður hefur leitt til þess að einstaka fyrirtæki sem kaupa af okkur fisk eru farin að halda að sér höndum um kaup á fískafurðum. Því miður er ekki séð fyrir endann á því máli. Að vísu er nú upplýst að þýskt fyrirtæki, ALDI, sem fullyrt var að ætlaði að hætta við að kaupa af okkur lag- meti, hefur endurskoðað afstöðu sína eftir að upplýsingar um málið bárust því í hendur. Auðvitað hljótum við að meta viðskiptalega stöðu okkar hveiju sinni, en mér finnst engan veginn einsýnt að við hættum rannsóknum á okkar hafsvæði vegna hótana ein- stakra fyrirtækja. Ekki í fyrsta skipti sem hótað er Það eru ekki mörg ár síðan Bandaríkin voru með hótanir í okk- ar garð vegna hvalamálsins. Þann 9. ágúst 1986 sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í viðtali við Þjóð- viljann vegna samninganna þá um sumarið við Bandaríkjamenn, að hún hefði áhyggjur af áróðri Græn- friðunga og að hún teldi ekki ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu þrýsta á Japani um að kaupa ekki af okkur hvalkjöt. Þarna reyndist Sigríður Dúna sannspá. Bandaríkjamenn hafa reynt að þrýsta á Japani og áróður Grænfrið- unga hefur haft áhrif á sölu fiskaf- urða okkar, þótt ekki sé ljóst hve víðtæk þau áhrif eru. Athugum okkar gang Ég tel fyllstu ástæðu til að við athugum vel okkar gang, metum allar aðstæður og könnum hvort ástæða sé til að endurskoða rann- sóknaáætlun Hafrannsóknastofn- unar eins og reyndar hefur verið gert áður. Mér þykir mjög slæmt, þegar aðeins eitt ár er eftir af rann- sóknaáætluninni, ef ekki er hægt að fara í talningaleiðangurinn sem fyrirhugaður er næsta sumar í sam- vinnu við önnur ríki. Heildarniðurstaða úr rannsókn- um þessa tímabils hlýtur að verða mun rýrari, ef ráðgerðar rannsókn- ir á næsta ári falla niður. íslending- ar hafa haft frumkvæði um þess mt VOLVO árgerð 1989 komin til landsins Frumsýning um helgina Ný símanúmer Söiudeiid 685870 • Voricstæði: 673600 • Varahlutin 673900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.