Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
, 12
Rosalegur
rostí á fjöllum
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
vart „stöðu“ konunnar mætti ætla
að flestar konur kynnu að þekkja
ýmsa drætti í Höllu.
Þjóðleikhúsið frumsýndi Fjalla-
Eyvind og konu hans eftir Jó-
hann Sigurjónsson.
Tóniist: Leifúr Þórarinsson.
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Sýningarstjóri: Jóhanna Norð-
Qörð.
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir.
Sagan um Fjalla-Eyvind og Höllu
hefur orðið höfundum hugleikin og
leikrit Jóhanns Siguijónssonar hef-
ur margsinnis verið tekið til sýning-
ar hérlendis frá því höfundur lauk
því, eftir að hafa raunar gert þó
nokkrar útgáfur af því.
Halla er verðugt viðfangsefni
sem slík, konan sem fómar öllu,
leggur allt í sölumar og fylgir
manninum sem hún elskar upp í
fjöllin og deilir með honum kjömm
löng og erfið ár. Þessi kvenlýsing
er leikkonu spennandi viðfangsefni,
og hvað sem líður breyttu aldar-
fari, öðrum hugsunarhætti gagn-
í ágætri grein Sverris Hólmars-
sonar í leikskrá segir að ætlun höf-
undar hafi ekki verið að endurskapa
persónur þjóðsögunnar heldur nota
söguna sem ramma til að setja inn
í persónur með nútímalegri
skírskotun og fja.lla um almennan
tilvistarvanda. Kannski má segja
að vandi og togstreita mannsins sé
alltaf eins, en þó er leikrit Jóhanns
Siguijónssonar tímabundið verk ef
kenning Sverris er rétt og ég get
út af fyrir sig fallist á hana. Því
fínnst mér að það hefði verið spenn-
andi að gera tilraun nú, og færa
þetta margra áratuga gamla verk
upp á samtíðina án þess að ég eigi
við að það hefði átt að stílfæra það
hvað þá heldur skrumskæla. En það
hefði gert verkið forvitnilegt og
frisklegt í stað þessa langdregna,
sveitalega melódrama sem áhorf-
endur sáu á sviði Þjóðleikhússins
nú.
Leikritið í þessari mynd hefur
ekki staðist tímann, nema að vissu
marki og eru þó ýms forkunnarfög-
BJOÐUM VK>
OG KÓPERÍNGU
UÓSMYNDABÚBIM
LAUGAVEGI 118
VIÐ HLEMM
S. 27744
Sviðsmynd úr leiknum, fyrir utan réttina.
ur og snjöll tilsvör í því, en féllu
flöt vegna þess úrelta og gamaldags
leikmáta sem leikstjóri virðist hafa
valið.
En hvað um það, leikstjóri hefur
sem sé kosið að þræða samvisku-
samlega troðnar leiðir í uppfærsl-
unni, raunsæið er allsráðandi, og
því kemur atriðið í lok 3. þáttar
eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um; byggðamenn hafa safnað liði
og ætla að hremma útilegufólkið.
Skyndilega víkur allt raunsæi í fá-
einar mínútur, furðuljós flökta um
svið, leikarar svífa um í bláleitri
birtu, Halla grípur bamungann
Tótu, sem aldrei æmtir né skræmt-
ir og kemur okkur lítið við, og varp-
ar henni með miklum og dramatísk-
um hljóðum í fossinn. Svo kemur
að síðasta þættinum, enn eru liðin
ár, Kári og Halla eru farin að hat-
ast, og skyldi engan furða, Halla
er orðin gömul og ljót en Kári er
enn í sæmilegum blóma. Þau rugla
og rífast og rifja upp liðna tíð.
Sulturinn ætlar þau lifandi að drepa
og Halla vill ekki að Kári yfírgefi
sig. Þegar hún hefur lýst yfír því
að ást hennar á honum sé dauð
hverfur hún út í hríðina. Það er í
samræmi við það sem hún segir
fyrr í leikritinu; málið er ekki hvort
Kári elskar hana, ef hún hættir að
elska hann deyr hún. Hún er því
sjálfri sér samkvæm.
Harmur þeirra útlaganna skilaði
Ofnhreinsir með íslenskum
leiðbeiningum.
Fjarlægir föst óhreinindi
fljótt og vel.
Einkaumboö
íslensk /////
Ameriska
Erlingur Gíslason sem Björn hreppstjóri og Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir í hlutverki Höllu.
sér ekki, þessi yfirdrifni leikháttur
sem hefði átt við fyrir nokkrum
áratugum varð vandræðalegur og
oftast beinlínis óþægilegur. Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir átti erfítt
kvöld, í þessari túlkun var Halla
lítið heillandi í upphafínu, beiskja
hennar og reiði í seinni hlutanum
stirðleg og framsögnin ótrúlega
langt frá atvinnumennsku. Kári
Þórarins Eyfjörð var leikinn á
hljóðlátari nótum. Það er forsenda
þess að þetta verk snerti mann að
Höllu og Kára takist að sýna hvað
knýr Höllu til að fylgja á fjöll íðil-
manninum Kára sem hefur það eitt
til saka unnið að stela einum sauð
og fær fyrir vikið margra ára fang-
elsisdóm. Er það ástin, gimd og
ástríða, ævintýraþrá, verndartil-
fínning, hin umtalaða fómarlund
konunnar sem stýrir gjörðum Höllu.
Hvað það var komst ekki tii skila
og þar með fór dramað fyrir lítið.
Hákon Waage fór með hlutverk
Amesar, kaupamanns og flækings,
sem síðar hrekst í fjöllin og verður
um stund í búskapnum með Höllu
og Kára. Durgslegt gervi hans var
ágætt en að öðru leyti lék hann af
sama bægslagangi og hafði meðvit-
aða rostaframsögn eins og fleiri.
Erlingur Gíslason var þó hófsamur
sem Bjöm hreppstjóri og Ævar
Kvaran átti stjömuleik í litlu hlut-
verki Amgríms holdsveika.
Leikmyndin var þung og bar
ekki vott um hugmyndaauðgi en
má segja að hún hafí því verið í
réttum anda við sýninguna. Tónlist
Leifs Þórarinssonar var býsna hag-
lega unnin, einkum hugnaðist mér
lokakaflinn.
Að sýningu lokinni ávarpaði Gísli
Alfreðsson afmælisbamið Ævar
Kvaran sem á árinu 1988 átti 50
ára leikafmæli. Viðfelldnara hefði
verið að Gísli hefði lagt á sig að
læra textann utan að.
Mér er ekki alveg ljóst, hveijir
gætu haft gaman að sýningu Þjóð-
leikhússins á Fjalla-Eyvindi nú. Þó
mætti segja mér að þeir sem sáu
leikinn fyrir nokkmm áratugum,
vilja átök, hávaða og tröllkallalega
framsögn og hreyfingar gætu
skemmt sér. Og þegar upp er stað-
ið er lofsvert í sambandi við þessa
sýningu að þar er haldið sama stíl,
alla sýninguna út í gegn að undan-
skildum þessum nefndu mínútum í
lok þriðja þáttar. Það er því greini-
legt að leikstjóri hefur valið þessa
leið og það er í sjálfu sér vert allr-
ar virðingar, hvort sem maður er
sáttur við hana eða ekki.
Leiðrétting
í VIÐTALI við Leó Jónasson á
Svanavatni í Skagafírði, sem
birtist í Morgunblaðinu á að-
fangadag sl., voru vegna mistaka
í tölvuvinnslu, fáeinar villur.
í fyrsta lagi var föðumafn Leós
ranghermt í tvígang. Leó er sonur
Jónasar Jónssonar bónda í Hróars-
dal í Skagafirði. í annan stað var
maður Sæunnar á Hegrabjargi,
systur Leós, Ólafur Eiríksson, en
hann er rangnefndur í viðtalinu.
Þessar villur leiðréttast hér með
og jafnframt er beðist velvirðingar
á þeim.
Einnig er rétt að fram komi að
Intemational traktor, sá sem talað
er um í viðtalinu, keypti Búnaðarfé-
lag Rípurhrepps og var hann nýttur
af Leó og sveitungum hans m.a. til
ræktunarstarfa. Traktor þessum ók
lengi Vilhjálmur, bóndi á Ytri-
Brekkum, bróðir Leós.