Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
Líftækní
Staða og horfiir
Ljósm./Prochrom, Frakklandi.
Myndin sýnir iðnaðarsúlu sem er fyllt skiljuefhi og getur hreinsað
um 3—4 kg af ensimi I hverri keyrslu.
eftírHörð
Kristjánsson
Orðið líftækni er alveg glænýtt
og fínnst ekki í Orðabók Menning-
arsjóðs frá 1983. Hugtakið sem það
stendur fyrir er þó gamalt. Brugg-
un, ostagerð, jógúrtgerð og skyr-
gerð eru allt dæmi um framleiðslu
með líftæknilegum aðferðum.
Líftækni er aðferð sem byggir á
notkun lífyera eða lífefna við fram-
leiðslu. Astæður fyrir skyndilegri
framþróun líftækni á síðustu árum
eru nokkrar og má þar fyrst telja
uppgötvun nýrra aðferða til hreins-
unar próteina og ýmissa annarra
lífefna úr flóknum blöndum. í öðru
lagi vaxandi þekking á mótefna-
myndun sem leiddi til framleiðslu á
svokölluðum einstofna mótefnum.
Og í þriðja lagi aukinn skilningur
á erfðaefni og ný tækni (erfðatækn-
in) við að flytja gen eða erfðavísi
á milli óskyldra lífvera.
Líftækni utan landsteina
Erlendis var algengt að nýju
líftæknifyrirtækin spryttu upp úr
rannsóknarumhverfí háskólanna og
byggju nábýli við þá. Stór hluti
starfsfólksins var með doktors-
gráðu, vann við fyrirtækið í hluta-
starfí og tók umbun sína í hluta-
bréfum. Fjármögnun fyrirtækjanna
var í formi áhættuQár frá lánastofn-
unum sem sérhæfa sig í slíkum
lánaviðskiptum. Að auki var eignar-
aðild fjárfestingaraðila mikilvægur
liður í uppbyggingunni. Þegartímar
liðu og rannsóknir skiluðu árangri
gátu fyrirtækin sótt fjármagn á
hinn almenna hlutafjármarkað.
Gott dæmi um þróun af þessu tagi
er Genentech í Suður-San Francisco
í Bandaríkjunurh, sem var stofnsett
árið 1976. Eftir alllangan þróunar-
feril tókst fyrirtækinu að færa
erfðavísinn fyrir insúlín í mönnum
yfir í saurgerilinn E.coli. Þar með
skapaðist möguleiki til að framleiða
í stórum stíl sams konar insúlín og
líkaminn býr til sjálfur. Fram að
þeim tíma höfðu sykursjúkir þurft
að nota insúlín sem var upprunnið
úr svfnum. Þegar tíðindin bárust á
hlutabréfamarkaðinn í Wall Street
hækkuðu hlutabréf fyrirtækisins
upp úr öllu valdi og urðu sumir
starfsmenn þess milljónamæringar
á einni nóttu. í þessu sambandi er
sérstaklega athyglisvert að fyrir-
tækið hafði ekkert framleitt og
ekkert selt. Það var eingöngu trúin
á möguleika hinnar nýju tækni sem
hækkaði verðgildi þess.
í Bandaríkjunum einum eru um
400 fyrirtæki sem byggja afkomu
sína á líftækni og voru þau flest
stofnsett á árunum 1980—1984.
Um 21% þeirra er í lyfjagerð, 18%
leggja áherslu á efni og aðferðir til
sjúkdómsgreininga, um 14% eru í
landbúnaðargeiranum, 7% í fram-
leiðslu lífefna og afgangurinn dreif-
ist á nokkra þætti. Arið 1987 höfðu
flest þessara fyrirtækja enn engar
sölutekjur, en nutu þó fyllsta
trausts. Við hrunið á verðbréfa-
markaðnum í New York í október
það ár kom babb í bátinn. Þá versn-
aði skyndilega eiginfjárstaða fyrir-
tækjanna og fé til rannsókna og
þróunar, markaðssetningar o.fl.
dróst saman. Hrunið kom á mjög
óheppilegum tíma fyrir þessi ungu
fyrirtæki. Þau gátu ekkert selt, því
framleiðsla og sala þeirra á vörum
sínum var ekki möguleg fyrr en
leyfi stjómvalda lá fyrir. Að fá leyfí
fyrir líftæknivöru er tímafrekur fer-
ill vegna þess að veran tengist
heilsufari eða umhverfí fólks og
biðtíminn er oftast talinn í árum frá
því að varan er tilbúin úr verk-
smiðju. A þessum biðtfma var þegar
farið að reyna á þanþol fyrirtækj-
anna og hrunið í Wall Street varð
þvf dýrkeypt. Fyrirtækin urðu nú
að leita nýrra leiða til fjármögnunar
þar til sala færi af stað og stæði
undir kostnaði. Lausnin sem mörg
þeirra vöidu út úr kreppunni var
að tengjast við stórfyrirtæki með
dreifíngarkerfí fyrir annað hvort
hefðbundnar lyfjavörur, eða
ótengdar vörur. Stórfyrirtækið
keypti þá yfírleitt hlut í líftæknifyr-
irtækinu, t.d. 10—20%, og lagði
fram fjármagn sem brúaði bið-
tímann þar til framleiðslu- og sölu-
leyfí fékkst. En ýmsir aðrir mögu-
leikar til fjármögnunar voru fyrir
hendi og ef fyrirtækið stóð mjög
illa gat reynst óhjákvæmilegt að
selja það. Ef kaupanda tókst að
koma fyrirtækinu yfír hjallann sem
fyrmeftidur biðtími er, hlaut hann
verulega umbun, því þá varð yfír-
leitt margfold hækkun á verðgildi
þess.
í Bandaríkjunum eru ýmsir
„hrægammar" reiðubúnir að taka
yfír veigaminni fyrirtæki og kreista
úr þeim allan safa áður en þeir
varpa þeim frá sér aftur, rúnum
framtíðarmöguleikum. Þessir „hræ-
gammar" geta orðið líftækniiðnað-
inum hættulegir, því yfirleitt skera
þeir fyrst niður kostnað við rann-
sóknir og þróun, sem er lífæð grein-
arinnar. Stóru efnaiðnaðarfyrirtæk-
in hafa einnig áhuga á líftækni og
hefur hún verið til umræðu í árs-
skýrslum þeirra rétt eins og hér
heima hjá stjómmálamönnum, til
að krydda tilveruna. Vegna erfíð-
ieika margra líftæknifyrirtækja er
nú orðið mögulegt að eignast
líftæknifyrirtæki með mikla fram-
tíðarmöguleika fyrir lStinn pening.
Slfkt er auðvitað indælt að bera á
borð fyrir hluthafana.
Líftækniiðnaðurinn f Banda-
ríkjunum er að komast í fast form
svipað og tölvuiðnaðurinn forðum.
Ný fyrirtæki innan greinarinnar
verða ekki lengur til með sama
hraða og fyrr. Og vaxtarbroddur
greinarinnar virðist ætla að liggja
hjá þeim fyrirtækjum sem tókst að
halda sjálfstæði sínu.
Lyfúrslori...
Þegar umræðan um líftækni reis
sem hæst á íslandi fyrir nokkrum
árum var algengt að sjá fyrírsagnir
í blöðum, sem voru eitthvað á þessa
leið: „Lyf úr slori og sláturúr-
gangi...“ „Möguleikar á verð-
mætum fyrir milljarða króna
árlega.“ Líftæknin var nokkurs
konar töfrasproti sem stjómmála-
menn beittu á framtfðina í hátíð-
arræðum sínum. Fýrir rúmum
þremur árum stofnaði Rannsóknar-
ráð ríkisins Rannsóknarsjóð og hef-
ur hann styrkt iíftækniþróunina hér
á landi frá upphafí. Væntingamar
vorii miklar og fróðlegt er að gaum-
gæfa hvað hefur áunnist.
Eitt af því sem Rannsóknarsjóð-
urinn styrkti var samstarfsverkefni
um líftækni, kallað „Stóra líftækni-
verkefnið". Verkefnið var unnið í
samvinnu Raunvísindastofnunar og
Líffræðistofu Háskóla íslands, Iðn-
tæknistofunar og Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins. Eitt meg-
inmarkmið verkefnisins var að leita
eftir aðferðum til að framleiða verð-
mæta vöru úr íslensku hráefni með
beitingu hinnar nýju liftækni. Jafn-
hliða rannsóknum þurfti að finna
notkunarmöguleika á lífefnunum
og sýna ffarn á gæði þeirra ffarn
yfir þekkt sambærileg efni. Rann-
sóknarvinnan gekk vel. Fljótlega
tókst að þróa aðferð til framleiðslu
ensímblöndu úr innyflum þorsks.
Blandan var notuð við vinnslutil-
raunir, svo sem roðflettingu og
himnuflettingu af fiskmeti. Arang-
urinn af þessu var góður og hefur
oft verið tíundaður í dagblöðum.
Sumar vinnslutilraunanna hafa
fundið fótfestu í atvinnulífinu, en
því miður er ensímblandan enn of
dýr til að framleiðsla hennar til
þessa nota borgi sig. Hefur því
þurft að nýta aðkeypt ensím í
vinnsluna.
Stóra líftækniverkefnið stendur
nú á tímamótum. Framleiðsluferlar
til hreinsunar á ýmsum einstökum
ensímum úr ensímblöndunni hafa
verið þróaðir og komið að því að
fínna leiðir til að framleiða ensímin
í miklu magni. Ennfremur er nauð-
synlegt að gera framleiðslu ensím-
blöndunnar hagkvæmari. Tilrauna-
verksmiðja („pilot plant") virðist því
næsta skrefíð. Þegar tiltölulega
ódýr lífefni eru framleidd er kostn-
aðurinn við uppsetningu verksmiðju
mikill, því tækin sem tryggja nægj-
anlega hagkvæmni eru stór og dýr.
Töluverð áhætta fylgir fram-
kvæmdinni því markaður er óviss,
sérstaklega þegar um nýja afurð
er að ræða. Því þarf mjög fjár-
sterka aðila til að koma slíku verk-
efni áfram. Með tilkomu líftækni-
hússins, sem reist var í tengslum
við Iðntæknistofnunina á Keldna-
holti, virðist sem ríkið ætli sér þetta
hlutverk í samráði við Háskóla ís-
lands.
Eitt af meginmarkmiðum Stóra
líftækniverkefnisins var menntun
og þjálfun rannsóknarfólks. Þessu
hlutverki hefur verið vel sinnt und-
anfarin ár og sem dæmi má nefna
að við Raunvísindastofnun Háskól-
ans hafa um 15—20 rannsóknar-
menn og sérfræðingar á einhvem
hátt tengst verkefninu og öðlast
þekkingu og reynslu í gegnum það.
Ýmiss tækjabúnaður til rannsókna
á sviði líftækni hefur einnig safnast
að Háskólanum og til Rannsóknar-
stofnana ríkisins vegna verkefnisins
og nýtist hann greininni í heild.
Áframhaldandi menntun og tækja-
uppbygging til rannsókna á sviði
lfftækni er í raun nauðsynlegur
grunnur fyrir framtíð þessarar
ungu greinar á íslandi.
íslensk fyrirtæki í líftækni
Annað meginverkefni f líftækni-
þróun á íslandi fer fram á vegum
Lýsis hf. í náinni samvinnu við
Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands. Verkefnið miðar að því að
beita ensími við framleiðslu á lýsis-
þykkni sem væru sérstaklega ríkt
af heilnæmum fítusýrum og skapa
þannig verðmæta heilsuvöru. Þetta
er dæmi um framsækna hugsun hjá
íslensku fyrirtæki sem reynir að
nýta sér þá þekkingu sem vísindin
hafa aflað á síðustu árum um heil-
næmi ómettaðra fítusýra. Rann-
sóknir hafa þegar skilað árangri
og á tímabili voru Lýsi hf. og Novo
Industri A/S í Danmörku að huga
að þeim möguleika að setia upp
sameiginlega verksmiðju á íslandi.
En markaðshorfur í Bandaríkjunum
breyttust þá skyndilega svo fram-
kvæmdum var frestað. Heilsumark-
aðurinn er mjög viðkvæmur og erf-
itt að sýna fram á að heilnæmi hinn-
ar nýju vöru sé 100%.
Þriðja líftækniverkefnið er á veg-
um G. Ólafssonar hf. í náinni sam-
vinnu við Lífefnafræðistofu lækna-
deildar Háskóla íslands og Til-
raunastöð Háskólans á Keldum.
Fyrirtækið hafði um árabil safnað
blóðplasma úr fylfullum hryssum
sem hráefni í vinnslu frjósemislyfs
í Danmörku. Fyrir nokkrum árum
var ákveðið að reyna að vinna lyfið
úr blóðinu hér heima. Rannsóknir
voru kostaðar af G. Ólafssyni hf.
og Rannsóknarsjóði og leiddu til
þess að vinnsluferill var hannaður
og settur upp hjá fyrirtækinu.
Vinnsla hefur verið í gangi í um tvö
og hálft ár. Markaður er opinn í
einu landi í Evrópu, Hollandi, þar
sem ekki þurfti leyfi fyrir lyfinu.
Umsóknir um leyfí liggja fyrir í fjöl-
mörgum öðrum löndum. Leyfisveit-
ing hefur tekið mun lengri tíma en
áætlað var, meðal annars vegna
kröfu um umfangsmiklar dýratil-
raunir sem ekki var hægt að fram-
kvæma á íslandi. Nú eru þessi mál
á lokastigi og búist við að jeyfi fá-
ist seinni hluta næsta árs. Á meðan
halda rannsóknir áfram og nýverið
fékk fyrirtækið áhættulán frá Nor-
ræna iðnaðarsjóðnum, að upphæð
um 18 milljónir króna, til að finna
hreinsunarferla fyrir fleiri prótein-
þætti úr hryssublóðinu. Þetta verk-
efni verður unnið í samvinnu við
Biolnvent, sem er sænskt líftækni-
fyrirtæki, og afrakstur þess kemur
til með að treysta stoðir líftækni-
deildar fyrirtækisins.
Þegar litið er á líftæknina á ís-
iandi er athyglisvert að þótt hún
sé lítil og óburðug, þá hefur hún
flokkast niður á svipaðan hátt og
annars staðar. Stóra líftækniverk-
efnið miðar að framleiðslu á lífefn-
um til margvíslegra nota. Áherslur
innan verkefnisins eru þó famar
að breytast og beinast nú að notkun
hitaþolinna ensíma úr hveraörver-
um til efnagreininga. Þriðji þáttur-
inn í Stóra líftækniverkefninu hefur
verið notkun eða nýting á lífefnum
svo sem ensímum við matvælafram-
leiðslu. Líftækniátak Lýsis hf. til
framleiðslu á bætiefnum er á svip-
uðum nótum, en G. Ólafsson hf.
hefur einbeitt sér að lyfjaframleiðsl-
unni.
Kílóið á 100 milljarða!
En hver er ástæðan fyrir því að
menn grípa andann á lofti þegar
Tónleikar í Bústaðakirkju
BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Roglit Ishay pianóleik-
ari halda tónleika í Bústaðakirkju fímmtudaginn 29. desember
klukkan 20,30. Á efnisskránni eru verk eftir Claude Debussy,
Manuel deFalla, Cesar Frank og Zoltán Kodály.
Bryndís fæddist í Bandaríkjun-
um árið 1964. Hún hóf nám í selló-
leik sjö ára gömul, fyrst hjá Auði
Ingvadóttur og síðar Páli Gröndal.
Árið 1976 fluttist hún til Kanada,
þar sem hún hélt áfram námi hjá
Adam Mueller í Halifax í Nova
Scotia. Árið 1981 fluttist hún svo
aftur til íslands og stundaði nám
í Tónlistarskólanum í Reykjavík
undir handleiðslu Gunnars Kvar-
an. Hún lauk einleikaraprófi 1984.
Sama haust hóf svo Bryndís fram-
haldsnám við New England Cons-
ervatory í Bandaríkjunum, þar
sem hún hefur þegar lokið BA-
prófi og væntir þess að fá þaðan
meistaragráðu vorið 1989. Aðal-
kennari Bryndísar við N.E.C. hafa
verið Colin Carr og Laurence Less-
er.
Bryndís hefur komið fram sem
einleikari á íslandi, í Bandaríkjun-
um og Kanada og tekið dijúgan
þátt í hljómleikahaldi, ekki sízt
með stærri og smærri kammer-
sveitum. Hún hefur sótt fjölda
námskeiða í list sinni og tekið
þátt í tónlistarhátíðum og sumar-
búðum, svo sem í Tanglewood
Music Center í Bandaríkjunum,
Banff Centre í Kanada og í Nice
í Frakklandi.
Roglit Ishay er fædd í ísrael
1965. Hún stundaði tónlistamám
f Tel Aviv þar til árið 1985, að
hún hóf nám í New England Cons-
ervatory, þar sem hún hefur verið
samferða Bryndísi. Hún lauk BA-
prófí frá N.E.C. og mun ljúka
meistaragráðu vorið 1989. Rogiit
hefur undanfarin ár notið hand-
leiðslu Veronica Jochum. Hún hef-
ur víðtæka reynslu í kammertón-
list og sem einleikari bæði í ísrael
og í Bandaríkjunum. Jafnframt
aðalnámi hefur hún sótt fjölda
námskeiða f list sinni og tekið
þátt í tónlistarhátíðum og sumar-
búðum, bæði í ísrael og vestan
hafs.