Morgunblaðið - 28.12.1988, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
GuðmundurR.
Bjamason frá Aðal
vík - Minning
Fæddur 30. mars 1902
Dáinn 16. desember 1988
Guðmundur Rósi Bjarnason frá
Látrum í Aðalvík lést 16. desember
’88 að Vífilsstöðum. Hann fæddist
í Görðum í Aðalvík, en ungur að
árum flyst hann með foreldrum
sínum og systkinum til Látra í sömu
vík. Á Látrum verða viðfangsefni
hans framyfir 1940. Þaðan flytur
-liánn til Tungu í Skutulsfírði á
fimmta áratugnum, ásamt fjöl-
skyldu sinni sem til var orðin að
Látrum. í Tungu var dvalið í nokk-
ur ár og þá flutt til Reykjavíkur
og síðan í Kópavog, þar var lengst
búið á Ásbraut 19.
Gummi Rósi, en svo var hann
kallaður meðal vina og kunningja,
var harðduglegur athafnamaður til
sjós og lands og sá sér og sínum
vel farborða.
Eg kom til Gumma Rósa og konu
hans, frænku minnar, Pálínu Frið-
riksdóttur, fyrir tæpu ári. Þá var
margt riflað upp frá uppvaxtar- og
hjúskaparárum þeirra á Látrum og
hafði ég mikið gaman af þessari
^íreimsókn.
Ég minnist þess að faðir minn
hafði sagt mér frá því að þeir
Gummi hefðu verið samskipa á sex-
æringnum Trausta, ásamt feðrum
þeirra, í kringum 1920. Formaður
á Trausta var kunnur athafnamað-
ur á Látrum, Sigurður Þorkelsson,
en hann var giftur móðursystur
Gumma Rósa. Ég nefni þetta til
að sýna að oft var mikill skyldleiki
meðal áhafna þessara litlu báta,
sem gerðir voru út og afkoman
B^jgJ'ðist á í smáum víkum Horn-
stranda, þegar Gummi Rósi, vinur
minn, var að byija lífshlaupið.
Það var ekkert nútímalíf sem
unglingamir í Aðalvík ólust upp við
á fyrstu áratugum aldarinnar. Þeir
urðu að Ieggja hart að sér við vinnu
til sjós og lands, sér og sínum til
framdráttar. Gummi Rósi varð
snemma mikill athafnamaður til
sjós og lands og varð sjómennskan
hans aðalstarf á meðan hann átti
heima fyrir vestan. Er hann kom
hér suður réðst hann fljótlega til
starfa hjá Áburðarverksmiðju ríkis-
ins í Gufunesi, þar sem hann starf-
aði þar til hann var kominn á ald-
ur, en mikill starfskraftur var enn
?Sftrir hjá honum þannig að hann
starfaði við ýmis störf eftir þetta.
Fyrstu kynni mín af Gumma
Rósa urðu í kringum 1940 er við
báðir áttum heima á Látrum.
Gummi Rósi var á sjó á lítilli trillu
sem hann átti og gerð var út frá
Látrum. Sennilega hefur pabbi ver-
ið með honum, dimmt var í lofti
vegna mikillar snjókomu og vart
sást meira út á sjóinn en 50—100
metra þrátt fyrir að ég stæði í fjöru-
borðinu. Ég fór að hugsa hvernig
hann Gummi Rósi rataði að landi í
svona dimmu veðri. Eldri bróður
minn var með mér og biðum við í
fjörunni þar til Gummi Rósi og
áhöfn hans komu að landi og eftir
að þeir voru komnir í land náði ég
tali af formanninum og spurði hann
hvemig hægt væri að rata á sjó í
svona dimmu veðri. Hann svaraði
og sagði, þetta var ekki svo slæmt,
þú átt eftir að reyna það síðar
drengur minn. Lengi dáði ég
Gumma Rósa eftir þennan atburð.
Mörg ár liðu frá því að við Gummi
Rósi yfirgáfum Aðalvíkina okkar
og fundum okkar bar saman að ný.
Þá var ég orðinn fulltíða maður
með breytt viðhorf til tilverunnar.
Okkur Gumma Rósa var þó eitt
sameiginlegt að við höfðum báðir
mikinn áhuga fyrir átthögum okk-
ar, en þeir fóm í eyði árið 1952.
Til átthaganna hefur verið farið
mörg sumur sl. ár og síðast hitt-
umst við Gummi Rósi á Látmm á
liðnu sumri. Þar dvaldi hann í ný-
byggðu sumarhúsi dóttur sinnar og
fjölskyldu hennar. Er ég kom í
hennsókn nefndi hann húsið
„Beggubæ" og bauð mig velkominn
í þann bæ. Tvær dætur Gumma
vom í „Beggubæ" er ég kom þang-
að, við settumst við kaffídrykkju
og veitingar, horfðum yfir víkina,
þar sem hún skartaði sinu fegursta.
Margt kom upp í hugan á þessum
stað og sagði Gummi okkur margt
frá uppvaxtaárum sínum á Látmm,
mér virtist honum líða mjög vel í
þessu umhverfí. Oft minntist hann
á æskuvin sinn og móðurbróður
minn, Finnboga Friðriksson, það
var sem einhver hula hvíldi yfir
æskudögum þeirra þarna norður
frá, í frásögninni.
Gummi Rósi var léttur og kátur
í allri framkomu, sérstaklega hjálp-
samur og mátti ekki vamm sitt vita
í neinu. Ég minnist þess að hún
mamma sagði mér, er þær stelpurn-
ar frá Ystabæ vom að fara á dans-
leik í Aðalvík, að hefði oft verið
betra að leita til Gumma Rósa ef
þær vantaði fyrir aðgangseyri, en
bræðra hennar.
Gummi Rósi var mjög virkur fé-
lagi í Átthagafélagi Sléttuhrepps
hér syðra. Hann mætti á alla fundi
og skemmtanir félagsins fram á
síðasta ár, en þá mun heilsuleysi
hans hafa verið farið að segja til
sín og þess vegna hefur ekki verið
mætt.
Eins og fyrr kemur fram var
Gummi Rósi giftur frænku minni,
Pálínu Friðriksdóttur frá Látmm,
og lifir hún mann sinn ásamt fjórum
dætmm þeirra. Einnig ólu þau upp
systurson Pálínu, Valdimar Valdi-
marsson.
Vini mínum, Gumma Rósa, óska
ég velfarnaðar á nýrri slóð. Mér er
nær að halda að æskuvinur hans
hafí tekið á móti vini sínum.
Þakka ég samfylgdina.
Friðrik Hermannsson
frá Látrum.
Mágur minn, náinn vinur og
frændi, Guðmundur Bjarnason, Ás-
braut 19, Kópavogi, var kvaddur
hinstu kveðju í gær, þriðja í jólum.
Hann leið út af eftir hádegi 16.
þessa mánaðar, aðeins fáeinum
mínútum eftir að hann hafði talað
við konu sína. Hann hafði dvalist í
sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum síðustu
sex vikumar, sem hann lifði.
Með Guðmundi mági mínum er
genginn einstæður maður. Eins og
gefur að skilja á ég margs að minn-
ast frá langri vináttu og vegferð.
Verður aðeins fátt eitt tíundað í
þessum línum, en ég vona samt,
að mér auðnist að bregða upp
sannri mynd af þessum vini mínum.
Guðmundur fæddist á Látrum í
Aðalvík þann 30. mars 1902 og var
því á 87. aldursári er hann féll frá.
Hann var 2ja ára, þegar hann flutt-
ist með foreldrum sínum að Görð-
um. Þeir voru Bjargey Sigurðar-
dóttir, Gíslasonar hreppstjóra og
formanns í Látrum, og Bjarni Dósó-
þeusson, útvegsbóndi frá Görðum.
Þau fluttu aftur að Látrum, þegar
Guðmundur var 12 ára, og reistu
sér hús í nábýli við foreldra mína.
Guðmundur var elstur tíu al-
systkina, en foreldrar hans áttu
hvort um sig hjónaband að baki,
þegar þau giftust. Bjargey, móðir
hans, hafði átt þtjár dætur með
fyrri manni sínum, sem hún missti
eftir stutta sambúð. Bjarni, faðir
Guðmundar, hafði átt tvo syni með
fyrri konu sinni. Komst annarþeirra
til fullorðinsára en fórst með báti
frá ísafirði haustið 1924.
Eins og ég nefndi á sínum tíma
í minningargrein um yngri bróður
Guðmundar, Gísla, sem andaðist í
vor, var heimili þeirra Bjargeyjar
og Bjama mitt annað heimili, þegar
þau voru komin í nábýli við okkur.
Ég kom að kalla daglega til þeirra
og ég held, að það hafi ekki verið
til, sem Bjargey vildi ekki fyrir mig
gera.
Það varð fljótt ljóst, hvert manns-
efni Guðmundur var, og aðeins 19
ára réðst hann í skipsrúm hjá Magn-
úsi Kjæmested, sem var þá skip-
stjóri á togara frá Hafnarfírði. Guð-
mundur var að vísu ekki kominn
til þess þroská, sem krafist var af
togarakörlum þeirra daga, en
Magnús sá hvað í honum bjó og
treysti þvf, að hann brygðist ekki.
Það kom líka á daginn, að Guð-
mundur stóð jafnfætis hveijum sem
var í dugnaði og úthaldi á dekki.
•Magnús hafði alist upp á Læk,
næsta bæ við Garða, þar sem Guð-
mundur átti sín fyrstu bemskuár
og þekkti því vel til fólks hans og
ætta.
Magnús valdi Guðmund úr mörg-
um liðtækum af tveim ástæðum. I
fyrsta lagi var honum kunnugt um
heimilisaðstæður hjá Guðmundi,
sem orðinn var önnur tveggja fyrir-
vinna tólf manns, þar sem menn
gátu vart gert sér vonir um að
gera betur en að skrimta.
Hin ástæðan var sú, að Magnús
var sannfærður um, að þótt Guð-
mundur væri ekki stór maður vexti
væri hann eitilharður, fylginn sér í
öllum efnum og þá þegar vanur að
ganga í hvert það verk, sem honum
bauðst.
Vistin á síðutogurunum forðum
daga var sannarlega engin ungl-
ingavinna, áður en vökulögin vom
sett. Oftar en ekki var staðið við
aðgerð í 18—20 klst. á sólarhring
og jafnvel lengur, ef svo fiskaðist.
Þótt vinna þessi væri sannkallaður
þrældómur komust jafnan færri að
en vildu. Hraustir, fullharðnaðir
karlmenn stóðu í biðröðum til að
komast í skiprúm og ekki síst ef
um dugandi, aflasæla skipstjóra var
að ræða.
Guðmundur kom jafnan heim í
Aðalvíkina, þegar hann hafði tök
á, því að sú byggð var honum kær
eins og mörgum, sem hafa átt þar
rætur. Hún var mönnum löngum
strangur skóli en lífsbaráttan þar
var þeim og ómetanlegt veganesti
fyrir framtíðina. Ég tel, að ungir
menn hafi trauðla getað óskað sér
betri undirbúnings fyrir harða
lífsbaráttu en þar var að fá.
Við biðum þess alltaf með til-
hlökkun, að Guðmundur kæmi í
heimsókn, því að hann hafði alltaf
frá einhveiju óvenjulegu að segja,
ef ekki svaðilför þá einhveiju öðru
forvitnilegu. Og jafnvel þótt hann
hefði í rauninni frá litlum tíðindum
að segja var frásögn hans ætíð
skemmtileg. Hann var einn þeirra
manna, sem fá frásagnarhæfileik-
ann í vöggugjöf.
Upp úr 1930 venti Guðmundur
sínu kvæði í kross, ef svo má að
orði komast, því að þá gerðist hann
háseti á togurum ísfirðinga. Hann
var einnig árum saman formaður á
mótorbátum, sem gerðir voru út frá
Látrum. Meðal þeirra var mb.
Ófeigur, sem við keyptum af útgerð
Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík
árið 1933.
Ári síðar reisti hann myndarlegt
steinhús á Látrabrekkunni, rétt ut-
an við barnaskólann. Gerði hann
það með aðstoð Sigurðar, bróður
síns, sem lært hafði trésmíði á
ísafirði. Þangað fluttist hann síðan
með Pálínu, systur minni, er þau
gengu í hjónaband 30. des. 1934.
í því húsi áttum við Unnur, kona
mín, margar góðar stundir, þegar
við komum vestur tii að opinbera
trúlofun okkar í heimahögum
mínum. Þetta var í september 1938.
Gekk Pálína, systir mín, þá með
sitt annað bam og var það rétt svo
að hún gæti tekið þátt í trúlofunar-
veislunni á heimili foreldra okkar.
Við settum upp hringana 24. sept-
ember en Pálína ól dóttur fjórum
dögum síðar.
Mér eru og verða alltaf minnis-
stæðar daglegar ferðir okkar úr
Nesinu til Guðmundar og Pálínu.
Þar var að jafnaði margt um mann-
inn, því að þau voru óvenjulega vin-
sæl, enda gestrisin með afbrigðum
og stóð heimili þeirra öllum opið
er að garði bar. Þau höfðu sannar-
lega tileinkað sér gestrisni og höfð-
ingslund ömmu okkar og föður, en
Nesið var orðlagt fyrir að standa
alltaf opið gestum og gangandi.
Unni, konuefni mínu, féll strax
mjög vel við systur mína og mág
og lét vart nokkum dag líða svo
að hún skryppi ekki í heimsókn til
þeirra.
Þótt mannlífíð á Látmm væri um
margt óvenjulegt og ógleymanlegt
og menn yndu þar glaðir við sitt
fór svo um síðir, að fólkið hrökkl-
aðist þaðan vegna óvenjulegs afla-
brests. Árið 1943 var algert afla-
leysi í Aðalvík og tóku þau Guð-
mundur og Pálína sig þá upp með
dætur sínar þrjár, þá yngstu ný-
fædda, og fluttust til ísafjarðar.
Þar keyptu þau sér hús inni í Tungu
við ísafjörð. Árið 1944 eignuðust
þau yngstu dótturina þar. Frá
Tungu, sem er stutt frá ísafirði,
gat Guðmundur stundað vinnu í
kaupstaðnum.
Er þau höfðu búið þama í átta
ár fluttu þau til okkar á Grenimel
13 í Reykjavík og bjuggu hjá okkur
í tvö ár eða þangað til þau höfðu
byggt sér hús ásamt fóstursyni
sínufn, Valdimar Kr. Valdimars-
syni, á Álfhólsvegi 36 í hinum nýja
kaupstað, sem þar var þá að rísa,
Kópavogi. Guðmundur, sem var
bæði duglegur og fylginn sér, var
fljótur að koma sér fyrir og aðlag-
ast nýju umhverfi.
Hann var m.a. um tólf ára tíma-
bil vélgæslumaður í Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi. Síðan var
hann í tugi ára verkstjóri hjá Kaup-
vogskaupstað, en er aldurinn færð-
ist yfír hann réð hann sig sem bað-
vörð í íþróttahúsi Kársnesskóla og
þar starfaði hann, meðan kraftar
entust. Við öll þau störf, sem hann
tók að sér var hann einkar vel lið-
inn, bæði af vinnufélögum og vinnu-
veitendum, enda maður með af-
brigðum duglegur og samviskusam-
ur.
Þegar þau Pálína og Guðmundur
höfðu búið nær 10 ár við Álfhóls-
veginn byggðu þau sér einkar rúm-
góða og bjarta íbúðarhæð á Ás-
braut 19 og þar bjuggu þau í 23
ár við mikla ástúð barna sinna, fóst-
ursonar og barnabarna, sem eru
nú 11 talsins.
Þegar Guðmundur er nú farinn
frá okkur eru ekki nema tvö af hin-
um stóra systkinahópi eftir. Þau
eru Sigrún, sem býr í Bolungarvík,
hún er ekkja Sölva Betúelssonar frá
Höfn. Bjuggu þau á Hesteyri og
voru síðustu íbúarnir, sem yfirgáfu
Sléttuhrepp 1. nóv. 1952. Eftirlif-
andi er líka Siguijón, sem dvelur á
Hrafnistu í Reylqavík.
Guðmundur var einkar dagfars-
prúður maður og glaðlyndur, svo
að hann var sérstaklega vel látinn
af öllum, er af honum höfðu ein-
hver kynni.
Þeim Guðmundi og Pálínu varð
fjögurra dætra auðið, eins og þegar
hefur sagt verið.
Elst er Matthildur, kennari við
Laugamesskóla, gift Jóni Frey Þór-
arinssyni, skólastjóra þar.
Ema fæddist rétt eftir trúlofun
okkar Unnar, eins og ég gat um
áður. Hún er kennari í Njarðvíkum,
gift Emi Gunnarssyni húsgagna-
bólstrara.
Þá er Bjargey, gift Jakobi Jóns-
syni, húsasmið. Hún tók verslunar-
skólapróf og starfar við Verðbréfa-
markað Iðnaðarbankans.
Yngst er Kristín, sem lauk einnig
verslunarskólaprófí _og er starfs-
maður Landsbanka Islands. Eigin-
maður hennar er Guðmundur Þórð-
arson, umsjónarmaður Laugarnes-
skóla.
Með Guðmundi Bjarnasyni er
genginn sérstakur, heilsteyptur
maður með góða náttúmgreind,
sem lærði það á löngu og breytilegu
lífshlaupi, að það er flestu dýrmæt-
ara að vera sannur maður. Hann
ólst upp við kröpp kjör og í köldu
umhverfi, þar sem bjargarskortur
beið við hvers manns dyr. Með
þrautseigju og fyrirhyggju tókst
honum að sigla fleyi sínu heilu í
höfn.
Kæmstu minningar hans vom
tengdar æskustöðvunum og fram á
þetta ár fór hann vestur til að skoða
sig um. Þá hafði systurdóttir okk-
ar, Magga, sem ólst upp hjá okkur
á Nesinu, en er nú búsett í Banda-
ríkjunum, komið til landsins, einu
sinni sem oftar, og Guðmundur far-
ið með Bob, manni hennar, til Að-
alvíkur til að fá enn einu sinni litið
þann stað, sem var honum kærari
en allir aðrir. Þar hafði hann byggt
sér og konu sinni fallegt heimili og
þar hafði Pálína alið honum þijár
af fjórum dætranna, sem líf þeirra
hjónanna snerist um að vemda og
koma til þroska.
Þennan góða samferðamann,
frænda og mág kveðjum við Unnur
mín með söknuði, og um leið send-
um við systur minni hugheilar sam-
úðarkveðjur. Megi það almætti, sem
hún amma okkar kenndi okkur að
treysta á, þegar að syrti, styrkja
þig, kæra systir, í sorg þinni.
Gunnar Friðriksson
t
Eiginmaftur minn og faðir okkar,
LÝÐUR GUÐMUNDSSON
fyrrv. bóndi og hreppstjóri, Litlu-Sandvík,
sem lóst í Sjúkrahúsi Sufturlands, Selfossi 23. desember, verftur
jarftsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 30. desember kl. 13.00.
Bílferð verftur frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavík kl. 11.30.
Aldís Pálsdóttir,
Sigríftur Lýðsdóttir, Páll Lýðsson,
Ragnhildur Lýðsdóttir, Guftmundur Lýftsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vift andlát og útför
SIGURÐAR ÁGÚSTS HERMANNSSONAR
húsgagnabólstrara,
Bollagötu 6.
Ardts Erlendsdóttir,
Gerftur Sigurðardóttir, Þorsteinn Sœberg,
Fjóla Sigurðardóttir, Jakob Óskar Sigurðsson,
Svava Sigurðardóttir,
Sigurður Sœberg, Hrafnhildur Sœberg,
foreldrar, tengdaforeldrar og systkini.
t
Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug vift andlát og útför
mannsins míns,
SÆMUNDAR G.ÓLAFSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans,
Hátúni 10B.