Morgunblaðið - 28.12.1988, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988
Minning:
Jón Pálsson
héraðsdýralæknir
Fæddur 7. júní 1891
Dáinn 19. desember 1988
í dag verður gerð frá Selfoss-
kirkju útfor Jóns Pálssonar dýra-
læknis. Hann andaðist síðdegis 19.
desember sl. að Ljósheimum, dval-
arheimili aldraðra á Selfossi.
Jón fæddist að Þingmúla í
Skriðdal 7. júní 1891 og var því á
98. aldursári þegar hann lést. Að
honum stóðu húnvetnskir og aust-
firskir stofnar. Móðir hans var Elín-
borg Stefánsdóttir Jónssonar,
bónda að Barkarstöðum í Miðfirði,
Péturssonar prófasts í Steinnesi og
konu hans Elísabetar Bjömsdóttur
prests að Breiðabólstað, Jónssonar.
Faðir Jóns var Páll bóndi í Þing-
múla í Skriðdal og síðar að Tungu
í Fáskrúðsfirði, Þorsteinsson, Jóns-
sonar bónda í Víðivallagerði og
konu hans Sigurbjargar Hinriks-
dóttur frá Eyvindarstöðum. Um
aldamótin fluttist Jón með foreldr-
um sínum að Tungu í Fáskrúðsfirði
og ólst þar upp. Böm þeirra Elín-
borgar og Páls urðu 14 talsins og
auk þess ólu þau upp fjögur fóstur-
böm. Jón naut þeirrar fræðslu sem
böm fengu í þá daga og settist síðar
í Flensborgarskólann í Hafnarfírði
og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið
1909. Jón settist í Menntaskólann
í Reykjavík og eftir tveggja ára nám
þar innritaðist hann í Dýralækna-
og landbúnaðarskólann i Kaup-
mannahöfn. Ástæðan var sú að
honum bauðst námsstyrkur, sem
Jóhann Siguijónsson hafði fengið,
en hann hvarf frá námi í dýralækn-
ingum og sneri sér að skáldskap.
Jón lauk prófi í dýralækningum í
júlí 1918 og við komuna til Islands
var honum veitt embætti dýralækn-
is á Austurlandi með búsetu á Reyð-
arfirði. Þar starfaði Jón í fimmtán
ár eða til ársins 1934 að honum
var veitt staða dýralæknis á Suður-
landsundirlendi. Sama ár flutti
hann með fjölskyldu til Selfoss og
tók þar til starfa 1. apríl. Umdæmi
Jóns á Suðurlandi náði yfir Ámes-
sýslu, Rangárvallasýslu, V-Skafta-
fellssýslu og Vestmannaeyjar, eða
allt Suðurlandskjördæmi í dag. Árið
1953 var héraðinu skipt og hélt Jón
Ámessýslu allt til ársins 1961 að
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Hann hafði þá gegnt starfi
héraðsdýralæknis í 43 ár, jafnan
við góðan orðstír. Hann var vinsæll
af bændum og búaliði og hvarvetna
aufúsugestur, það fundu þeir, sem
með honum ferðuðust. Einn aðal-
þátturinn í starfi dýralæknis er eft-
irlit með fjósum og kúm, almennt
heilbrigðiseftirlit. Lengst af hafði
Jón á sinni könnu heilbrigðiseftirlit
á stærsta mjólkurframleiðslusvæði
landsins, umdæmi Mjólkurbús Flóa-
manna og hafði því í starfí sínu
samskipti við hvert einasta býli á
svæðinu með kúm í §ósi. Hann
kynntist því bændum vel og varð
ráðunautur þeirra. Eftirtektarvert
var hve Jóni tókst, í samráði við
bændur, að gæta hagsmuna þeirra
án þess að hvika frá settum heil-
brigðiskröfum, en á árunum fyrir
síðustu heimsstyijöld bjó margur
frumbýlingurinn við erfiðan kost
hvað húsakynni snerti. Áður en
bílaöldin gekk í garð ferðaðist Jón
mikið á hestbaki i lækningaferðum
um héraðið. Hver leiðangur gat tek-
ið marga daga og skipti því miklu
að vera vel ríðandi, enda átti Jón
alla tíð gæðinga. Hross áttu alltaf
sterk ítök í honum og eftir að hann
komst á eftiriaun stundaði hann
hrossarækt í nokkrum mæli. Hann
hafði fastmótaðar skoðanir á
hrossarækt og sölu íslenskra hesta
til útlanda og var ekki alltaf sam-
mála þeim, sem með þessi mál fóru.
Hann starfaði mikið í samtökum
hestamanna og var m.a. formaður
Hrossaræktarsambands Suður-
lands um skeið.
Það fór enginn í grafgötur um
pólitískar skoðanir Jóns Pálssonar,
hann var fylgjandi frelsi einstakl-
ingsins til orðs og athafna, en var
jafnframt andvígur öfgum á því
sviði sem öðrum. Hann var lengi í
forystusveit Sjálfstæðisflokksins á
Selfossi. Árið 1947 var stofnað
nýtt sveitarfélag á Selfossi, Selfoss-
hreppur, Jón Pálsson var kjörinn í
fyrstu hreppsnefndina annar af
tveimur fiilltrúum Sjálfstæðis-
flokksins, en hún var skipuð sjö
mönnum. íbúar sveitarfélagsins
voru þá rúmlega 700 að tölu. Hinn-
ar nýkjömu hreppsnefndar beið
mikið starf og lagði hún grunninn
að þeirri uppbyggingu, sem átt hef-
ur sér stað síðan.
Að loknu embættisprófí í Kaup-
mannahöfn kvæntist Jón í ráðhúsi
borgarinnar heitkonu sinni, Ás-
laugu Stephensen dóttur Steinunn-
ar Eiríksdóttur frá Karlsskála við
Reyðaríjörð og séra Ólafs Stephen-
sen prófasts frá Viðey. Synir þeirra
eru: Garðar fyrrverandi skógar-
vörður, kvæntur Móeiði Helgadótt-
ur frá Birtingaholti; Ólafur, fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvar Suð-
urlands hf., kvæntur Hugborgu
Benediktsdóttur frá Sauðhúsum í
Dölum; Páll, tannlæknir á Selfossi,
kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur frá
Hellu á Rangárvöllum og Helgi,
bankastjóri á Akureyri, kvæntur
Höllu Teitsdóttur frá Eyvindart-
ungu í Laugardal. Þau ólu upp sem
sína eigin dóttur Steinunni Helgu
dóttur _ Ragnheiðar Stephensen,
systur Áslaugar, og Sigurðar Krist*
inssonar, sjómanns. Maður hennar
er Halldór Jónsson, verkfræðingur.
Áslaug lést 30. október 1981 á 87.
aldursári. Þau Jón höfðu þá verið
gift í 63 ár. Afkomendur þeirra eru
47.
Það var öðruvísi umhorfs á bökk-
um Ölfusár við Ölfusárbrú árið
1934, þegar þau Jón og Áslaug
settust þar að. Húsin vom um 20
talsins og byggðin stijál. Allt til
ársins 1947 samanstóð byggðin af
slitrum úr þrem hreppum, Sandvík-
urhreppi, Ólfushreppi og Hraun-
gerðishreppi. Fyrstu árin bjuggu
þau í leiguhúsnæði í gamla Bankan-
um við Austurveg uns þau keyptu
eignina Hlaðir og fluttu þangað.
Síðar byggðu þau hús í landi Hlaða.
Eftir lát Áslaugar hélt Jón heimili
með aðstoð ráðskvenna allt þar til
hann brá búi síðastliðið sumar og
fluttist á Ljósheima, dvalarheimili
aldraðra á Selfossi. Þrátt fyrir háan
aldur var Jón Pálsson alla tíð heilsu-
hraustur og varð nánast aldrei mis-
dægurt, nema að sjónin dapraðist
síðustu árin. Hann hélt andlegum
kröftum óskertum til hins síðasta.
Hann var léttur í lund og ávallt
hress og kátur. Síðustu árin, eftir
að hann hætti að geta litið í bók
eða horft á sjónvarp, tók hann upp
á að fara yfirreið yfír Stór-
Reykjavíkursvæðið, eins og hann
neftidi svo. í því fólst að hann tók
hús á frændum sínum og vinum
með vissu millibili og dvaldi hjá
þeim í nokkra daga í senn. Honum
fylgdi alltaf hress andblær, hann
hafði gaman af að rifja upp gamla
daga og fylgdist með þjóðrnálum
af sama áhuga og áður. Við í Skeið-
arvoginum komum til með að sakna
þessara heimsókna. Hann lét sig
hag fjölskyldu sinnar miklu skipta
og ég hygg að ekki sé ofmælt, að
enginn afkomenda hans lagði út í
fjárfestingu af neinu tagi öðruvísi
en bera málið undir afa gamla og
svo var raunar um fleiri.
Sá sem þessar línur ritar kom
sem sumarstrákur til Áslaugar og
Jóns á fyrsta ári þeirra á Selfossi.
Þá þótti lengra á milli Reykjavíkur
og Selfoss en í dag og raunar stór-
fyrirtæki að ferðast austur yfir
Hellisheiði. Jóni hefur sjálfsagt
runnið til rifja fákunnátta stráksins
af mölinni, hann tók hann í læri
og kom honurh í kynni við mold og
skepnur. Strákurinn var sumar eft-
ir sumar fcaðafélagi og aðstoðar-
maður dýralæknisins á ferðum hans
um héraðið, og þeir urðu vinir.
Margs er því að minnast frá rúm-
lega hálfrar aldar góðum kynnum,
sem ekki verður farið nánar út í
hér. Að leiðarlokum kveður strákur-
inn af mölinni vin sinn og þakkar
honum vináttuna, sem entist á
meðan hann lifði.
Finnur Stephensen
Að leiðarlokum vil ég senda þess-
um heiðursmanni og öðlingi stutta
kveðju fyrir góð kynni í um nær
þijá átatugi.
Fyrir rúmum 27 árum lágu leiðir
okkar fyrst saman eða nánar tiltek-
ið í byijun október 1961 að ég hafði
verið skipaður forstöðumaður að
Vinnuhælinu á Litla-Hrauni, en Jón
var þá formaður fangelsisnefndar
Litla-Hrauns, leiðir okkar lágu þvi
krókalaust saman. Ég kom þama
til starfa flestu ókunnugur mönnum
og umhverfi. Ég setti mig þvi fljótt
í samband við formann hælisneftid-
ar til að kynna mér ýmis mál varð-
andi reksturinn. Úr fjarlægð hafði
ég fylgst með fréttum í gegnum
fjölmiðla frá þessum stað, sem flest-
ar voru heldur neikvæðar, mér þótti
því bæði rétt og gott að komast í
beint samband við mann sem kunni
skil á staðnum í gegnum starf sitt
um árabil. Málin þróuðust því svo
að ég kynntist Jóni Pálssyni strax
og raunar allri hans fjölskyldu og
varð hálfgerður heimagangur hjá
honum og syni hans, Helga, sem
annaðist uppgjör ársreikninga hæl-
isins. Þeir feðgar voru mér mjög
innan handar með eitt og annað sem
ég þurfti á að halda. Ég átti þama
gott samstarf við Jón þau fjögur
ár sem ég var forstöðumaður Litla-
Hrauns, og síðan störfuðum við
saman í stjóm fangelsisins fram til
ársins 1971 að ég flutti aftur til
Reykjavíkur. í gegnum þetta sam-
starf myndaðist góður kunnings-
skapur með okkur. Heimsóknir
mínar til Jóns urðu stijálli eftir
brottflutning minn frá Selfossi, og
síðast hitti ég hann í sept. sl. á
hjúkrunardeild aldraðra, Ljósheim-
um, hressan í tali og að mér virtist
með óbilað minni og fullur áhuga
um þjóðmálin og dró ekkert úr
áherslum á skoðunum sínum á
mönnum og málefnum. Jón var
mikið snyrtimenni og það brást
ekki þama fremur en endranær,
að er mig bar að garði, sat hann
alklæddur með hálsbindi og í press-
uðum fotum og tók mér á sína al-
kunnu vísu með ljúfu viðmóti. Hann
bjó á einbýli og virtist una hag
sínum vel. Hann hringdi bjöllu
sjúkrastofunnar og óðar kom inn
yfirhjúkrunarkonan og Jón tjáði
henni að gamall kunningi sinn væri
í heimsókn hjá sér og hvort hún
gæfí sér ekki undanþágu frá regl-
unni um að mega kveikja í vindli
og púa gestinum til samlætis. Hann
var sjáanlega í góðu uppáhaldi hjá
starfsfólkinu því þetta var auðsótt
og síðan bauð hann upp á vindilinn.
Við áttum þama góða stund sam-
an, þar sem við röbbuðum fram og
aftur um gamalt og nýtt, landsins
gagn og nauðsynjar. Einhveiju
sinni barst í tal okkar í milli vista-
skiptin og lét hann þá falla orð í
þá átt, að hann vildi ekki neina við-
kvæmni, ef einhveijum dytti í hug
að skrifa um sig. Og þegar ég nú
gerist svo djarfur að festa á blað
örfá orð um minn kæra vin, þá hef
ég persónu hans í huga og afstöðu
hans til mála.
Jón var vinur vina sinna, hispurs-
laus í framkomu, kom til dyranna
eins og hann var klæddur, sagði
hlutina umbúðalaust og kunni ekki
þá list að tala tveimur tungum. Það
fór því enginn í grafgötur um það
hvar hann hefði Jón. Hann skipaði
sér í flokk sjálfstæðismanna og var
þar tryggur flokksmaður. En það
var hins vegar ekki þar með sagt
að hann væri alltaf ánægður eða
sáttur við forystuna, talaði þá enga
tæpitungu er hann sagði skoðun
sína.
Eitt sinn skal hver deyja og það
var Jóni ljóst ekki síður en öðrum.
Á níutíu og fimm ára afmæli sínu
sló Jón upp veislu mikilli og sagði
hana vera erfidrykkju sína og
kvaðst vilja sitja hana sjálfur, hann
taldi ósennilegt að hann yrði hundr-
að ára og því væri ekki eftir neinu
að bíða með að halda veisluna.
Vegna stöðu sinnar og menntunar
gekk hann manna á meðal undir
kenninafninu Jón dýri. Ég flutti til
Selfoss um það leyti sem Jón var
að láta af störfum fyrir aldurs sak-
ir, og hafði þá öðrum Jóni verið
veitt embættið. Bændur urðu fljótt
varir við að þjónusta nýja dýralækn-
isins var eitthvað dýrari en hjá fyrir-
rennara hans, en sá síðamefndi
fylgdi viðurkenndum töxtum og
gárungamir voru fljótir að gefa
honum nafn og kölluðu hann Jón
rándýra, Til fjölda ára eftir að Jón
Pálsson lét af störfum sem opinber
embættismaður, leituðu margir til
hans með að fá meðul og aðra þjón-
ustu og alltaf var hann reiðubúinn
að veita aðstoð. Það mun hafa ver-
ið 1934 að hann flytur frá Reyðar-
firði til Selfoss er honum var veitt
dýralæknisembætti Suðurlands sem
var nánar tiltekið V-Skaftafells-
sýsla, Rangárvalla- og Ámessýslur,
auk þess gegndi hann þjónustu
fyrstu átta árin við Reykjavík. Þetta
er stórt svæði og þá sérstaklega
þegar það er haft í huga að farkost-
urinn fyrstu árin var svo til ein-
göngu „þarfasti þjónninn". Það
liggur í augum uppi að það hafa
verið bæði löng og erfið ferðalög
hjá dýralækninum og hann oft að
heiman. Sá kostur fylgdi þessu að
hann kynntist mönnum og byggðar-
lögum vel. Jón var mannblendinn
og gat verið glettinn og spaug-
samur og átti því auðvelt með að
blanda geði við aðra, hann hefur
vissulega notið margra ferðanna og
ekki síst vegna þess að hann var
hvort tveggja í senn hestavinur og
átti góða hesta og því eins og kóng-
ur í alveldi sínu er hann fór um
sveitir Suðurlands. En á þessu gat
orðið breyting og syrt í álinn á vetr-
arferðum og þær munu hafa verið
margar svaðilfarimar sem Jón lenti
í á fyrri ámm sínum á Suðurlandi,
er hann var í embættiserindum.
Þegar Selfoss varð sérstakt sveit-
arfélag var Jón kosinn í fyrstu sveit-
arstjómina, var því virkur þátttak-
andi í mótun hreppsfélagsins frá
upphafí og allt fram til síðustu ára.
Hann fylgdist með vexti þessa litla
samfélags eins og það var í upp-
hafi, verða að myndarlegum kaup-
stað, og bar hann hag þess fyrir
bijósti og beitti áhrifum sínum til
þeirra hluta.
Með þvi ég tel víst að margir
verði til að stinga niður penna til
að minnast þessa höfðingja og þekki
betur ættir hans og uppruna en ég,
þá mun þeim þætti verða sleppt
hér.
Jón Pálsson er einn af mörgum
aldamótamönnum sem hafa lagt
dijúgt af mörkum til að gera þjóð-
félag okkar að því sem það er nú
og séð stórfelldar breytingar á hög-
um almennings. Hann gladdist í
hjarta sínu er hann sá að menn
komust úr örbirgð til sjálfsbjargar.
Ég læt hér staðar numið þó
margt sé ósagt um þennan heiðurs-
mann og sendi honum þakkir fyrir
kynnin og samfylgdina. Fjölskyld-
um hans færi ég samúðarkveðjur.
Fari kær félagi í friði.
Guðmundur Jóhannsson
Látinn er í hárri elli Jón Pálsson
fyrrum héraðsdýralæknir á Selfossi.
Jón fæddist á Þingmúla í Skrið-
dal, sonur hjónanna Elínborgar
Stefánsdóttur og Páls Þorsteinsson-
ar. Elínborg var ættuð sem ættuð
var úr Húnaþingi. Faðir hennar var
Stefán Jónsson prestur í Steinnesi
og Elísabet Bjömsdóttir prests í
Bólstaðarhlíð. Móðir var Gróa
Sveinsdóttir frá Grímstungu. Páll
faðir Jóns var Austfirðingur í báðar
ættir. Móðir hans var Sigurbjörg
Hinriksdóttir og faðir Þorsteinn
Jónsson og bjuggu þau í Víðivallag-
erði í Fljótsdal.
Frá Þingmúla fluttist Páll með
fjölskyldu sína að Tungu í Fá-
skrúðsfirði þegar Jón var á áttunda
árinu og ólst hann þar síðan upp í
stórum og glöðum systkinahóp. Þar
vandist hann öllum venjulegum
sveitastörfum. — Páll faðir Jóns
mun hafa verið kappsamur til
verka, en með ráðdeild og vinnu-
semi tókst að framfleyta hinni stóru
fjölskyldu.
Jón gekk í Flensborgarskóla og
útskrifaðist þaðan 1909 og fór síðan
í MR og lauk þaðan 5. beklq'arprófi.
Það mun hafa verið fyrir tilstilli
Jóns Krabbe, sem lengi var sendi-
ráðsritari í Kaupmannahöfn, að Jón
fór í Dýralæknaskólann í Kaup-
mannahöfn án þess að hafa lokið
stúdentsprófí og hóf þar nám 1913.
Ári síðar skall ófriðurinn fyrri á.
Þá mun Páli ekki hafa litist á og
skrifaði syni sínum og taldi best
að hann kæmi heim. Það sýnir ein-
beitni Jons að hann fór hvergi og
var þó óljúft að óhlýðnast föður
sínum, en upp úr aldamótum svall
ungu fólki móður og ríkjandi sú
lífsskoðun að duga eða liggja dauð-
ur ella og unga fólkið gerði meiri
kröfur til sjálfs sín en annarra.
Lauk hann síðan prófí í dýralækn-
ingum árið 1918._Þá kvæntist hann
glæsilegri konu Áslaugu Ólafsdótt-
ur prófasts í Bjamamesi Stephen-
sen. Hjónavígslan fór fram á Ráð-
húsinu. Þeirra synir era Garðar
skógarvörður, Ólafur forstjóri, Páll
tannlæknir og Helgi bankastjóri.
Frá bamæsku ólst upp hjá þeim
Áslaugu Steinunn systurdóttir Ás-
laugar.
Sama ár og Jón útskrifaðist úr
Dýralæknaháskólanum var hann
skipaður dýralæknir í Austfírðinga-
fjórðungi og sat hann á Reyðar-
fírði. Árið 1934 var fimmta dýra-
læknisembættið stofnað og tók það
yfir svæðið frá Lómagnúp vestur
að Hellisheiði og skyldi hann sitja
á Selfossi. Stóð svo allt til 1950 að
embætti var stofnað austan Þjórs-
ár. Á þessu svæði era í dag starf-
andi átta eða níu dýralæknar og
þykir ekki af veita. Jón var virtur
og vinsæll af sínum viðskiptavinum,
sama var hvort leitað var til hans
að nóttu eða degi, alltaf var jafn
sjálfsagt að bregðast fljótt og vel
við. Þegar hann kom í héraðið hafði
Mjólkurbúið starfað í nokkur ár.
Hans fyrsta verk var að ferðast um
og leiðbeina bændum við mjólkur-
framleiðsluna. Kunnu menn vel að
meta heimsóknir hans og ekki spillti
að maðurinn var glaðsinna og
hrakku oft af vöram hans spaug-
samar athugasemdir og er vitnað
til þeirra enn í dag enda hittu þær
oftast beint í mark.
Áhugamál fyrir utan starfið átti
Jón mörg. Um tíma stundaði hann
búskap í Hnausi í Flóa í félagi við
Gunnar á Selalæk. Keyptu þeir kýr
á vorin og létu mjólka yfir sumarið
og seldu síðan um haustið. Taldi
Jón að þessi búskapur hafí rennt
stoðum undir sinn efnahag.
Aðaláhugamál hans er þó eflaust
hestamennska og hrossarækt.
Eignaðist hann fljótlega góða hesta,
enda þurfti hann þeirra með á ferð-
um sínum í embættiserindum. í fé-
lagsmálum hestamanna tók hann
virkan þátt. Var hann lengi formað-
ur Sleipnis, tók þátt í stofnun LH
og gekkst fyrir stofnun Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands. Hann
átti um tíma stóðhest í félagi við
vin sinn, Pál á Kröggólfsstöðum.
Sýndu þeir hann á Landsmóti með
á milli 20 og 30 afkvæmum. Var
það ekki fyrr en áratug síðar að
sjálfsagt þótti að hafa sýningu á
svonefndum ræktunárhópum.
Árið eftir að Jón og Áslaug komu
til Reyðarfjarðar kom til þeirra átta