Morgunblaðið - 28.12.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 28.12.1988, Síða 41
MOÉÖtlNBLÁÐIÐ, MÍÐVTKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 41 ára gömul stúlka, Ásta Beck, hún var frá mjög barnmörgu heimili og hafði misst föður sinn. Ásta dvaldi hjá Jóni og Áslaugu til tvítugs. Þegar Jón var orðinn ekkjumaður var Ásta hjá honum í rúmt ár og launaði Jóni vel uppeldið. Jóni var um dagana sýndur margháttaður sómi. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar, gerður heiðursfélagi í mörg- um félögum og þannig mætti lengi halda áfram. Bændur á Suðurlandi sýndu hon- um sinn vináttuvott rheð því að færa honum að gjöf, þegar hann varð sextugur, vandað skrifborð skreytt útskurði eftir Ríkarð Jóns- son. Síðan þegar hann lét af störf- um sjötugur var honum af sömu aðilum færður að gjöf skrifborðs- stóll, sem gerður var af Ríkarði og er hin mesta völundarsmíð. Á síðari hluta embættisferils síns tók Jón oft á annatímum dýralækna og dýralæknanema sér til aðstoðar. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að vera í þeirra hópi. Jón hafði mikla reynslu og fylgdist vel með. Ekki var minna um vert að fýlgjast með því, hvemig hann gaf sér tíma til að spjalla við fólkið og fínna hvemig því leið innan rifja. Jón náði eins og margir af hans forfeðrum háum aldri. Hann fann hvemig hið líkamlega þrek dvínaði, en hann átti því láni að fagna að halda sinni andlegu reisn til hinstu stundar. Við hjónin vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Gunnlaugur Skúlason í dag er til moldar borinn í Sel- fosskirkjugarði mikill öldungur, Jón Pálsson dýralæknir. Hann lést hinn 19. desember á nítugasta og átt- unda lífsári. Það er í raun engin sorg í huga, þegar svo aldraður maður kveður, saddur lífdaga, sáttur við Guð, menn og sjálfan sig. Það er sagt, að öll viljum við verða gömul en ekkert okkar vilji þó vera það. Jón vildi áreiðanlega ekki vera svó gam- all sem hann varð. Það er ekki létt- bært manni framfara, lífs og ’starfs, að finna líkama sinn hröma og fjötra andann, sem vill út til nýrra átaka. Jón hélt anda sínum óbreng- luðum fram í andlátið og brá sér hvergi. Neitaði súrefnisgjöf og þvílíkum tilraunum til þess að treina líf sitt. Hann vildi fá að fara og Drottinn varð honum náðugur. Jón fæddist í Þingmúla í Skrið- dal þann 7. júní 1891, sonur hjón- anna Páls Þorsteinssonar bónda og hreppstjóra, síðar í Tungu við Fá- skrúðsfjörð, og Elínborgar Stefáns- dóttur. Til foreldra sinna sótti Jón langlífi sitt meðal annars. En sagt er að fjórðungi bregði til fósturs. Jón sótti sér menntun til Dan- merkur, þar sem hann lauk dýra- læknanámi 1918 og hefur sjálfsagt flutt með sér heimsborgarabrag sinn þaðan. Þá gekk hann líka að eiga Áslaugu Stephensen, dóttur prófastshjónanna séra Ólafs og Steinunnar Eiríksdóttur frá Karls- skála. Þau Jón og Áslaug bjuggu saman í hjúskap í 63 ár á þann veg, að þau koma þá í huga er hefðar- og sæmdarhjóna er getið. Þvílíkri birtu fínnst mér stafa af kynnum mínum af þeirra húsi. Áslaug lést 1981. Jón bjó áfram í húsi þeirra að Hlaðavöllum þar til að hann fór að vist á Sjúkrahúsi Selfoss og síðan á Ljósheimum nú í sumar sem leið. Þar lést hann með nafn Áslaugar á vörum að kvöldi hins 19. desem- ber. Mér fínnst ég vera þess lítt um- kominn að mæla eftir Jón, þvílíkur aðalsmaður og héraðshöfðingi sem hann var. Hann hafði líka mestan hluta lífsstarfs síns að baki þá er ég kynntist honum. Hann stóð föst- um fótum í sögu tveggja alda og bjó yfír slíkri lífsreynslu og þekk- ingu á mönnum og málefnum, að ég var jafnan fremur nemandi og Hann kennari. Þó tel ég okkur hafa átt. nokkuð skap saman og margar erutpér okkar samverustundir eft- irminhilegar í gegnum þau 28 ár sem ég hef verið tengdasonur hans. Jón Pálsson var höfðingi í sjón og reynd. Hann gegndi lengi einn dýralæknisembætti í öllu núverandi Suðurlandsiqordæmi, en þar eru nú 6 dýralæknar starfandi. Þar áður var hann dýralæknir á Austijörðum frá 1918—1934. Reykjavíkurum- dæmi gegndi hann einnig um tíma. En Ámessýsla var hans heimkynni og hann sagði mér að þá liði sér best í Reykjavík þegar hann væri í Ártúnsbrekkunni á leið austur. Jón Pálsson var athafnasamur og stundaði ýmsan búskap meðfram embættisstörfum. Hann gaf sig einnig að félagsmálum og ýmsar vegtyllur hlóðust á hann, en það verður ekki rakið hér. Jón var höfð- ingi heim að sækja. Hann kunni manna best að fara með vín. Vindla reykti hann sér til ánægju og tók í nefíð þótt Áslaugu konu hans væri minna um það gefið. Á heim- ili þeirra var gott að koma enda gestagangur mikill. Fjölmennt var heimilið á fyrri ámm meðan umsvif vom mest í búskapnum. Fjórir vom synirnir, Garðar, Ólafur, Páll og Helgi. Þau hjón fóstmðu einnig Ástu Beck og síðar Steinunni, syst- urdóttur Áslaugar. Má nærri geta að ekki hefur alltaf verið tiltakan- lega hljóðlátt á heimilinu, enda fólk- ið kátt og ræðið. Það leiddi af sjálfu sér, að dýra- læknirinn varð að vera góður hesta- maður í vegalitlu og bílfátæku landi. Jón ræktaði eigið hrossakyn, sem víðkunnugt varð og Kjartan Ólafsson sonarsonur hans heldur áfram með. Jón ferðaðist langa vegu með þijá til reiðar, reið einum en rak tvo á undan sér. í styttri ferðir svo sem frá Selfossi til Reykjavíkur fór hann einhesta. Af þessu má sjá, að þar fór ótrauður maður og farsæll. Bíllinn leysti hestana af hólmi sem samgöngutæki dýralæknisins er tímar liðu. En litla sál fann Jón í bílnum og þótti gott að fá aðra til að keyra sig í lækningaferðum. Vom þær ferðir menntandi fyrir þá, sem til þess völdust og minnist undirritaður nokkurra slíkra með þakklæti. En verðandi dýralæknar hlutu margir tilsögn hjá Jóni gegn þvf að gerast bílstjórar hans. Dýra- læknisverk man ég að Jón vann níræður að aldri, þegar hann gelti þijá fola fyrir Kjartan í garðinum á Hlaðavöllum. Ég hef fyrir satt, að Jón hafí þótt heppinn læknir og kunnáttusamur, og vel sýndist mér karlamir treysta honum þar sem við komum saman í þá daga. Jón var meðalmaður á hæð, grannholda og kvikur í hreyfíngum. Hann hafði létta lund og hafði hressilegt orðfæri. Gekk gjarnan fram af fólki, sem ekki þekkti hann. í raun mátti hann ekkert aumt sjá og lagði vel til alls sem hann mátti. En óduglegur var hann víst við að mkka karlana í sveitunum og var viðurnefni hans „dýri“ ekki þess vegna tilkomið, heldur stytting úr embættisnafninu. Jón var heilsugóður um dagana en sjóndepra bagaði hann seinni árin. Á 95 ára afmæli sínu dansaði hann vals léttilega í miklu sam- kvæmi, sem haldið var honum til heiðurs. Áhugi hans var jafnan brennandi á því sem var að gerast og hann fylgdist með mönnum og málefnum til hinstu stunda. Jón Pálsson var alla ævi einarður í skoðunum og lá ekki á meiningu sinni. Hann var eldheitur Sjálfstæð- ismaður frá stofnun þess flokks en fylgdi Jóni Þorlákssyni frænda sínum þangað úr íhaldsflokkunum. Hann var í framboði fyrir Sjálfstæð- isflokkinn gegn Eysteini Jónssyni á Austfjörðum líklega 1932. Lífsskoðun hans var að menn ættu að vinna og bjarga sér af bestu getu og una glaðir við sitt án þess að heimta sífellt af öðmm. Þessi viðhorf sín orðar hann svo sjálfur í 95 ára afmælisviðtali við Áma Johnsen í Morgunblaðinu 7. júní 1986: „Á líðandi stund er ég að harma það, að maður rekur sig annað slag- ið á unga menn sem telja sig komm- únista eða telja sig eiga samleið með kommúnistum og öðmm vinstri mönnum. Ég tel að ungt fólk eigi að aðhyllast sjálfstæðisstefnuna sem er fyrst og fremst krafa til þeirra sjálfra að leggja eitthvað á sig til þess að komast áfram. Hvaða hugsun er það, að binda sig við einhveija hugmynd frá Rússlandi, lokuðu landi með millj- óna morð í sögu sinni. Ég hef aldur- inn til þess að sjá í gegn um komm- únistana og vinstri mennina. Þeir hugsa ekki til enda eins og lífið gengur fyrir sig, það kemur ekkert af sjálfu sér. Það á að gefa fólki tækifæri til að spjara sig og ætlast til hluta af því. Aðbúnaðurinn í þjóð- félaginu á að vera eins góður og unnt er, en síðan á að höfða til ábyrgðar fólksins sjálfs, eigin frum- kvæðis. Já, ég hef verið léttlyndur og það er mesta furða hvað ég hef verið vel liðinn hjá helvítis framsóknar- mönnunum, en þetta vom góðir vin- ir mínir og við höfðum gaman af þessu, hispursleysið gefur titring. Frændi minn er dýralæknir í upphéraðinu, Gunnlaugur Skúla- son. Þegar hann kveður er fólk allt- af í góðu skapi, þegar hann fer þá er létt yfir fólki, jafnvel þött beljan deyi. Mér líkar vel að þeir líkja honum við mig, bændurnir. Þegar maður fer er gott að skilja gott skap eftir.“ Mér fínnst Jón dýri kveðja okkur á sinn hátt með þessum orðum. Hann skilur eftir sig græskulausa glettni, hressilegt orðfæri, gott skap og góðar minningar. Þannig hverfur hann okkur í heiðríkjuna - þar sem vonin og bjartsýnin býr. Halldór Jónsson verkfr. Mikill og göfugur maður er horf- inn sjónurh okkar saddur lífdaga, kominn hátt á 98. árið, en andlega hress og í fullkomnu jafnvægi við lífið og tilvemna fram á síðustu stund. Er ég heimsótti hann á Sjúkra- hús Suðurlands í ágústmánuði sl. gat hann þess er við kvöddumst, að nú væmm við að kveðjast í síðasta sinn. Ég vildi ekki trúa þessu, mér fannst hann svo hress, bæði and- lega og líkamlega. En eins og alltaf vissi nafni minn betur. Eftir að Jón lauk nám! frá Dýra- læknaháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1918 flyst hann heim ásamt konu sinni, Áslaugu Steph- ensen, og sest að austur á Reyðar- fírði, þar sem hann tók við emb- ætti héraðsdýralæknis á Austur- landi öllu eða frá Langanesi að Skeiðará. Því embætti gegndi hann til árs- ins 1934 er þau hjónin fluttu að Ölvisárbrú þar sem Jón tók við embætti héraðsdýralæknis á Suð-'""' urlandi, frá Lómagnúpi að Hellis- heiði. Ég þykist muna lítillega eftir Jóni og Áslaugu móðursystur minni síðasta árið þeirra á Reyðarfírði, þá smástrákur. En í raun kynnist ég þeim fyrst kominn fast að SJÁ NÆSTU SÍÐU Sem sagt fullt á aðe apantanir í símum 29499 og 624045. Míðar óskast sóttir í síðasta lagi 30. desember fyrir kl. 17:00. Byrjið nýtt ár á Café Óperu og/eða Kaffi Straetó. Dagskrá Café Óperu er sem hér segir: Dyravörður opnar húsið kl. 18. Kl. 8.03: Yfirþjónninn okkar, Marian Zak, býður ykkur velkomin á sinni bjöguðu íslensku og ber fram litríkan lystauka. Pása. Kokkarnir Eiki, Steini og Ingi gera sig klára með matinn og bjóða fyrst upp á laxatartar með vorlauk og japanskri sósu. Pása. Viliibráðarkjötseyði með kryddjurtum. Pása. Kofareykt hangikjöt með valhnetum, jöklasalati og vínedikssósu. Pása. Kampavínssorbet Pomsardin. Pása Cekkert stress). Eiki eldsteikir nautalundir úr tuddan- um Flekk frá Kirkjubóli ásamt humarhölum og koníakslagaðri sinnepssósu. Pása Cmuna að tyggja veD. Súkkulaðibolli með ferskum suðræn- um ávöxtum, vanilluís og líkjör. Pása. Brasilískur baunadrykkur ásamt Camus koníaki og konfekti. Kór matreiðslumanna hússins syngur ættjarðarsöngva Cbara Skemmtið ykkur á ógleymanlegan hátt á ögleymanlegum stað. Hlé. Allir pæla í hvort þetta sé Stebbi Pet. leikur kannski a Cerum að leita að nýjumD kl. 23.00: Leynigesti kvöldsins húsinu í lögreglubíl og skilað að notkun lokinni. Knöll, hattar o.fi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.