Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 51

Morgunblaðið - 28.12.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 51 Grindavík: Neyðaróp frá höfti- inni reyndist gabb Umfangsmikil leit stóð í tvo tíma Grmdavík. LEITARFLOKKAR frá slysavarnasveitinni Þorbirni í Grindavík voru kallaðir út til leitar í höfrdnni að stúlku eftir að tilkynnt var til lög- reglunnar rnn neyðaróp frá höfninni rétt fyrir klukkan 21.00 að kvöldi annars dags jóla. Umfangsmikil leit stóð yfir í um tvo tíma en þá viðurkenndi 13 ára gamall piltur að hann hefði kallað á hjálp í því skyni að hræða systur sína og vinkonu hennar. Stúlkurnar tvær, 10 ára gamlar, sem heyrðu neyðarópið frá höfninni hlupu strax af stað og létu vita að einhver, sennilega stúlka, hefði kallað á hjálp niður við gömlu höfn- ina. Lögreglunni var strax gert við- vart og kallaði hún út leitarflokka slysavarnasveitarinnar Þorbjöms bæði til leitar á sjó og landi, auk þess sem sjúkrabfllinn var hafður til taks á bryggjunni. Slysavarnamenn aðstoða kafara sem köfuðu undir bátana þegar leit- in stóð sem hæst. Eitt versta veð- úr í langan tíma Borg, Miklaholtshreppi HÉR voru hvít jól þó snjór væri ekki mikill. Hvöss norðaustanátt og 10-11 stiga frost á aðfanga- dag jóla. Á jóladag herti á norð- anáttinni heldur betur. Uppúr hádegi barst á stórhrið með mik- illi fannkomu og 10-12 stiga frosti samfara miklum stormi. Er þetta eitt versta veður sem hér hefúr komið um langan tima. Þessi stórhríð stóð þar til á há- degi á annan dag jóla. Ekki hef ég heyrt um neinn skaða eða slysfarir. Flestir voru heima hjá sér á þessum helgu dögum. Messur féllu niður vegna veðurs á Rauðamel og Fá- skrúðárbakka. Þegar þetta er skrif- að á þriðja jóla degi er hér töluverð snjókoma en frostlítið. Páll Kviknaði í út frá kerti TALSVERÐAR reykskemmdir urðu á tveggja hæða timburhúsi við Stýrimannastíg sem kviknaði í á jólanótt. Talið er að kviknað hafi í út frá kerti. Slökkvistarf gekk greiðlega en einn íbúa húss- ins var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um minniháttar reykeitr- un. Þá kviknaði í út frá kerti á Hrafn- istu en eldurinn var slökktur áður en hnan breiddist út. Um hádegi á aðfangadag kviknaði í hesthúsum við Keldnaholt . Hestar voru ekki í húsinu. Eldurinn kom upp í þar sem hey og spænir voru grymdir. Talið er að kviknað hafí í út frá rafmagnsofni. Slökkvilið Reykjavíkur sinnti 17 útköllum frá hádegi á aðfangadag og til morguns þriðja í jólum. Níu útköll voru vegna vatnsleka og tvisvar sendu aðvörunarkerfí frá sér falskar hjálparbeiðnir. Einnig þurfti að aðstoða fólk við að komast inní læst hús. Morgunblaðið/Kr.Ben. Slysavarnamenn lýsa undir gömlu trébryggjurnar firá björgunarbátnum Oddi V. Gislasyni í leit að stúlku. Slysavamamenn sigldu á björg- unarbátnum Oddi V. Gíslasyni um höfnina og lýstu upp hafflötinn með sterkum ljóskösturum, inn á milli bátanna og undir gömlu trébryggj- umar auk þess sem þrír kafarar leituðu undir bátunum í tvo tíma án árangurs. Þegar hér var komið sögu komst lögreglan á snoðir um ferðir 13 ára pilts niður við höfnina á þeim tíma sem neyðarópið átti að hafa heyrst og er gengið var á hann viður- kenndi hann að hafa kallað sjálfur í þeim tilgangi að hræða stelpumar. Að sögn Sigurðar Bergmanns varðstjóra lögreglunnar í Grindavík er enn ekki ljóst hvemig tekið verð- ur á þessu máli en ljóst er að hér er um dýrt spaug að ræða. Kr.Ben^NI HondaCivic Shuttle 4 WD Það eru ekki allir sem þekkja tilfinninguna að aka um á nýrri Honda bifreið. Að sitja undir stýri á .Honda Civic Shuttle árgerð '89 er mjög eftirsóknarvert. Vélin er kraftmikil 16 ventla, með beinni innspýtingu og 116 hestöfl. Fjöðrunin er mjög nákvæm og þægileg (double wisbone). Fjórhjóla- drifið er sítengt, en læsist á öll hjól þegar mótstaðan eykst, s.s. í hálku og vegleysum. Honda Civic Shuttle er smekklega hannaður fjölskyldubíll með mikið rými og gott útsýni fyrir alla. Viljir þú kynnast tilfinningunni skaltu skoða hann nánar. Verð frá 919 þúsund, miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988 ÍHONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.