Morgunblaðið - 31.12.1988, Síða 10
<10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 31. DESEMBÉR' 1988
ináD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Enn skal leiða vitni í lundar-
málinu. Sesselja Guðmunds-
dóttir í Vogum skrifar m.a. á
þessa leið:
„Kæri Gísli.
Mig langar til þess að leggja
orð í belg varðandi orðið lundur
sem þú Qallaðir um í þáttunum
26.11. og 10.12.
í mínum huga merkir orðið
lundur auðan grasblett um-
kringdan tijám, skjólgóðan blett
sem gott er að hvflast á. Munur-
inn á ijóðri og lundi er sá að
umhverfís rjóður eru frekar lág-
vaxin tré eða runnar, en lundur
er aftur á móti umkringdur
hærri tijám.
Hér í þorpinu standa tvö göm-
ul hús hlið við hlið og heitir
annað Klöpp, en hitt Lundur.
Húsin eru byggð á klapparholti
og ber því Klöpp nafnið með
rentu.
Mér lék því forvitni á að vita
af hveiju Lundamafnið væri
dregið. Kom þá í ljós að í bygg-
ingarstæðinu var smá laut og
fannst eigandanum því við hæfí
að gefa húsinu nafnið Lundur,
sjálfsagt meira í gamni en al-
vöru...“
Umsjónarmaður þakkar bréf-
ritara upplýsingamar og vin-
samleg ummæli um þáttinn.
Ætti nú brátt að draga til þess,
að kveða mætti upp einhvem
bráðabirgðadóm í lundarmálinu.
★
Jónas Jónasson prestur á
Hrafnagili var maður fróður og
skopskynugur. Hann samdi
skemmtilégar sögur, og þeirra á
meðal heitir ein Jedók. Þar seg-
ir frá hjónum sem gjöm voru á
að velja bömum sínum nöfn úr
Biblíunni. Ein dóttir var látin
heita Jedók, og kom presti
spánskt fyrir sjónir. Þá vitnuðu
hjónin í Fyrri konungabók, 9,24,
en þar stendur í þremur útgáfum
Biblíunnar:
„Jedók, dóttir Faraós, kom
úr Davíðs stað í sitt hús, sem
hann hafði byggt henni, þá
byggði hann Milló.“
Þetta þarf nokkurra skýringa
við._
Árið 1841 var prentuð í Viðey
„Biblía, það er HEILÖG RITN-
ING, í 5ta sinni útgéfín, á ný
yfírskoðuð og leiðrétt, að til-
hlutun ens íslendska Biblíu-
félags ... á kostnað Sekretéra
O.M. Stephensen."
Hver svo sem hefur „yfírskoð-
að og leiðrétt" þýðingu Biblíunn-
ar í þetta sinn, þá virðist sá hinn
sami ekki hafa verið ofsnjall í
þýsku sem sjáanlega hefur verið
farið eftir. í þýska textanum
stendur: „Jedoch die Tochter des
Faraos ...“ o.s.frv. Jedoch er
atvo. í þýsku (nú=þó, samt sem
áður). Manninum hefur hins
vegar virst að það væri nafn
dóttur Faraós, og varð þetta til
hinnar kátlegu nafngiftar. í eldri
biblíum stóð: „En dóttir Faraós,“
o.s.frv. En Jedók fékk að standa
í tveimur næstu biblíum eftir
Viðeyjarútgáfuna, og var ekki
rýmt í burtu fyrr en 1908, og
er þá „óðara en“ komið í stað-
inn. Stendur svo enn.
Nú veit umsjónarmaður að á
18. og 19. öld var alltítt að fólk
leitaði uppi ýmis fátíð nöfn í
Biblíunni að skíra böm sín eftir.
Væri honum mikil þökk á því,
ef einhver vissi dæmi þess að
kona að nafni Jedók hefði stigið
fæti á fold, að hann væri ekki
dulinn vitneskju um slíka nafn-
gift.
★
Margir málvandir menn hafa
lengi haft ömun af lýsingarorð-
inu eða lýsingarhættinum með-
vitaður og ofnotkun þess orðs
nú á seinni árum. Þetta á víst
að koma í staðinn fyrir dönsku
bevidst eða ensku conscious
(of). Nú er þess að gæta, að
468. þáttur
vitaður hefur þolandlega merk-
ingu: sá sem vitað er um, en
sá sem veit er hins vegar ein-
hvers vitandi eða meðvitandi.
Í Hávamálum stendur:
Sá einn veit,
er víða ratar
og hefir fjöld of farið,
hveiju geði
stýrir gurana hver,
'sá er vitandi er vits.
Ég bið menn að athuga vel
þýðingar í vönduðum orðabók-
um, þar sem bevidst er þýtt
vitandi, meðvitandi, eða con-
scious of: meðvitandi, vitandi
af, var við. Þetta síðasta er tek-
ið úr hinni miklu orðabók sem
Öm og Örlygur gáfu út og ágæt
er af þýðingum sínum, enda
véltu þar um snillingar eins og
Jóhann S. Hannesson. Auðvitað
er svo hægt að hagræða orðum
sínum á fleiri vegu til þess að
losna við amböguna „meðvitað-
ur“.
Þetta er sagt í tilefni orða
Jóhönnu Guðmundsdóttur í
Kópavogi. Hún er ein þeirra sem
ekki þolir sínotkun orðsins með-
vitaður. Jóhanna segir m.a. í
bréfí (um þýðingu á conscious
of): „Þetta fínnst mér hljóti að
eiga að þýðast: að manni, hon-
um, mér, þér ... sé eitthvað
meðvitað (maðurinn veit eitt-
hvað) eða að maðurinn sé ein-
hvers meðvitandi ... eða hann
sé sér meðvitandi um eitt-
hvað.“
Vilfríður vestan kvað:
Sagði Bóthildur bústýra á Hesti:
Þó ég búi hér með honum Þresti,
er tæpast svo víst
eins og veröldin snýst,
að ég sé ekki jafngóð við gesti.
★
Umsjónarmaður óskar ykkur
árs og friðar.
Gleðilegt nýtt dr!
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
EIGNAMIDLUNIN
2 77 II
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
21150-21370
LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori
LARUS BJARNASON HDL. LOGG. FASTEIGNASALI
Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1988.
Meðaltal seldra eigna:
Raunvirði var 94,6% af kaupverði.
Útborgun var 93,3% af kaupverði eða 78,7% af raunvirði.
Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 33,5% af kaup-
verði eða 26,4% af raunviröi.
Afhending var 73 dögum eftir undirritun kaupsamnings.
Útborgun var greidd á 282 dögum.
Hlutfall raunvirðis var 142% af fasteignamati.
Hlutfall raunvirðis var 108,7% af brunabótamati.
Miðað er við hækkun lánskjaravísitölu á milli ára sem var tæplega
20,6% og vexti 5% af verötryggðum skuldum.
Bestu nýjársóskir
tíl viðskiptamanna okkar
og annarra landsmanna með þökk fyrir árið sem er aö kveðja.
Viðskiptum hjá okkur
fylgja ráðgjöf og
traustar upplýsingar.
Starfandi lögmaður.
ALMENNA
FASTf IGNASALAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
FASTEIGNASALA
Suðurlandsbraut 10
s.t 21870—687808—Ó87828
Óskum
viðskiptavinum
okkar og lands-
mönnum öllum
árs og friðar.
HHmar Vaidimarsson á. 687225,
STgmundur Böðvarsaon hdlM
Ármann H. Benediktason t. 681992.
Skáld á aula-
bárðaskeri
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson: AÐ
LOKUM. Kvæði. Kápa og bókar-
skreytingar: Jón Reykdal. Mál
og menning 1988.
Upphafsljóðið í Að lokum nefnist
Frumtáknavísa. Í því er að fínna
eins konar stefnuyfírlýsingu Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar. Hann kemur
víða við í þessu stutta ljóði sem
ekki er nema tíu línur. í því er
heiminum lýst sem annarlegu
skrumbákni „úr áli og plasti,/ úr
t stáli og gleri,/ og tölvustýrð hel-
sprengja vemdari vor“. Leitar-
manni verður þá hugfró „að horfa
á frumtákn/ undir himni flókadökk-
um,/ á aulabárðaskeri,/ ef rata
mætti að lífsvon um löngu gengin
spor“.
íhaldssöm afstaða Ólafs Jóhanns
og tortryggni hans gagnvart nútí-
manum kemur skýrt fram í Frum-
táknavísu. Staddur á aulabárða-
skeri leitar hann lífsvonar með því
að hverfa til liðins tíma, beina hinu
kyrrláta bændasamfélagi, minning-
um bemskudaga gegn hávaðasömu
og ómennsku umhverfí. Hvað eftir
annað hljómar rödd uppmnans í
ljóðunum. Það gildir ekki aðeins um
Að lokum. Þessi síðasta bók skáids-
ins er framhald hinna fyrri, berg-
mál þeirra, sömu yrkisefni, sömu
eða líkar aðferðir við að tjá hug
sinn.
Sé Ólafur Jóhann ekki að yrkja
um heimsku og grimmd mannanna,
hvemig þeir í blindni sinni eitra
jörðina, þá er hann að trega heim
bemskunnar og leita til hans á ný.
Anganin milda nefnist eitt ljóðanna
sem túlka heimsmynd skáldsins:
Augu þín langþreytt
á litskrúði gullheimatrúða,
í skopleik, í harmleik
á hringsviði sandkoms í geimnum.
Eyru þín langþreytt
á iýðskjalli dvergsmárra forkólfa,
' á fláttskap, á launhvísli
og fimaöskrum gargandi sveina.
En berist að vitum
yfir blakka straumelfí tímans
anganin milda og góða
af mjaðaijurt, af ljósbera,
verður önd þín gljúp
eins og gróðurmold á regnhlýju vori.
Þegar hugfróin birtist í einföld-
um myndum og kliðmýkt brags ná
ljóðin sterkustum tökum á lesand-
anum. Ekki skal þó lasta nýbreytni
forms á stöku stað, en Ólafur Jó-
hann orti jöfnum höndum hefð-
bundið og ftjálslega. Ljóð sem til
vitnis eru um helstu kosti hans sem
skálds og tjáningu sem var honum
eiginlegust eru m.a.: Að liðnum
vetri, Að Álftavatni 1968 og Maður
kveður að haustlagi.
Síðastnefnda ljóðið ber því vitni
að skáldið veit að fákur dauðans
mun bráðlega koma að sækja það.
Sú vissa fæðir af sér eftirfarandi
hugleiðingu:
Sendurn öllum
viðskiptavinum okkar
nœr ogfjœr bestu óskir
um gœjuríkt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða.
FASTEJGNA...ff
....
MARKAÐURINN
Óðinsgðtu 4, sfmar 11540 - 21700.
JónGuðmundssonsölustj.,
Leó L Löve lógfr., Ólsfur Stefánsson viðskiptafr.
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Af flestu því hef ég fátt eitt gert
sem fólki hér þykir mest um vert,
en ef til vill sáð í einhvem barm
orði sem mildar kvöl og harm.
Ólafur Jóhann minnir stundum
á Snorra Hjartarson í Að lokum,
einkum í styttri ljóðunum þar sem
myndvísi og hljómur ráða. Hann
getur líka minnt á Guðmund Böðv-
arsson þegar sá metnaður er aug-
ljós að vilja í senn draga upp mynd-
ir úr náttúrunni og fanga heiminn
með vopnum mælsku, hneigð til
leiðsagnar gerist aðgangshörð.
Skyldleiki Ólafs Jóhanns og þessara
skálda sannar aðeins að hann yrkir
samkvæmt ákveðinni hefð.
Að lokum er kveðja skálds og
sem slík punktur á réttum stað aft-
an við það sem á sér lífsvon í skáld-
skap Olafs Jóhanns.
Ekki verður skilið við þessa bók
án þess að lofa ljóðrænar teikningar
Jóns Reykdals. En var ekki óþarfí
að þrykkja ofan í þær númer kafla-
heita; afar ósmekkleg þykir mér sú
ráðstöfun.
Blaðamannafélag Islands:
Utanríkis-
ráðherra
send áskorun
Blaðamannafélag íslands hef-
ur sent Jóni Baldvin Hannibals-
syni, utanríkisráðherra, bréf þar
sem vakin er athygli á því að á
síðustu mánuðum hafa israelsk
stjórnvöld handtekið og fangels-
að nær 40 palestínska blaða- og
fréttamenn, sem starfað hafa við
fréttaöflun á hernumdu svæðun-
um á Vesturbakkanum og Gasa-
svæðinu.
í bréfí Blaðamannafélagsins seg-
ir að umræddir blaða- og frétta-
menn hafi setið í fangelsi, flestir
mánuðum saman, og í dag sitji
meira en 20 slíkir í fangelsum í
ísrael. Þessar fangelsanir hafí í nær
öllum tilvikum verið án dóms og
laga. Þær hafi verið fordæmdar af
Alþjóða blaðamannasamnbandinu,
IFJ, og öðrum alþjóðasamtökum
sem láti mannréttindamál til sín
taka.
Síðan segir: „Blaðamannafélagið
skorar á þig, hæstvirtur utanríkis-
ráðherra, að þrýsta alvarlega á við
ísraelsk stjórnvöld, svo ólögmætum
handtökum blaða- og fréttamanna
verði þegar hætt. Jafnframt verði
öllum þeim palestínsku blaða- og
fréttamönnum sem enn eru í haldi
þegar veitt frelsi.
Það er skylda stjómvalda að
beita sér fyrir og standa vörð um
frelsi fjölmiðla til upplýsingaöflunar
og fréttamiðlunar, ekki einungis
hérlendis, heldur hvarvetna í heim-
inum.“