Morgunblaðið - 31.12.1988, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
HVAÐ SEGJA ÞEIR
UM ÁRAMÓTIN?
Amar Sigurmundsson
Grípa þarf
til efha-
hagsráð-
stafana nú
þegar
- segir Arnar Sig-
urmundsson,
formaður Sam-
taka fiskvinnsl-
stöðva
Árið 1988 hefur verið mjög erfítt
fyrir fískvinnsluna í landinu. Raun-
gengi íslensku krónunnar hefur
verið of hátt og hefur það valdið
taprekstri í þessari undirstöðugrein
þjóðarinnar. Þjóðin hefur fleytt sér
áfram á erlendum lánum og hafa
þau staðið undir óraunhæfum kaup-
mætti og eyðslu langt umfram það
sem tekjur hennar leyfa.
Taprekstri fískvinnslunnar hefur
verið mætt með skuldasöfnun sem
leitt hefur af sér aukinn fjármagns-
kostnað sem opinberar reiknistofn-
anir neita að taka til greina í af-
komuútreikningum sínum. Þjóð-
hagsstofnun reiknar fískvinnsluna
út eftir sínum hefðbundnu aðferð-
um og telur afkomuna ekki vera
lakari en oft áður. Á meðan gengur
stöðugt á eigið fé fískvinnslufyrir-
tækjanna þannig að við óbreytt
ástand er víðtækt gjaldþrot í grein-
inni óumflýjanlegt.
Ríkisstjóm og alþingismenn sitja
aðgerðarlausir þótt sumir þeirra
skilji hversu alvarlegar afleiðing-
amar af þessu ástandi verða.
Byggðarlög víðsvegar um landið
eru í hættu, sem þýðir að eignir
fólks verða verðlausar og atvinnu-
leysi blasir við.
Afkoman á árinu,
kjarasamningar og
efhahagsráðstafanir
1 viðræðum fískvinnslumanna við
stjómvöld um síðustu áramót var
lögð á það áhersla að ekki drægist
að grípa til efnahagsaðgerða er
kæmu útflutningsgreinum á réttan
kjöl. Svörin vom þau að efnahags-
aðgerðir og væntanlegir kjara-
samningar þyrftu að haldast í hend-
ur, og ekki yrði gripið til þeirra
fyrr en að afloknum kjarasamning-
um.
Stjómvöld lögðu á það áherslu
að niðurstöður kjarasamninga yrðu
þær, að fískvinnslufólk og fleiri
hópar er ekki höfðu notið launa-
skriðs í þenslunni bæm meira úr
býtum í þessum kjarasamningum.
I hönd fóm langir og strangir samn-
ingafundir sem lauk með febrúar-
samningum VSÍ og VMSÍ. En áður
höfðu vinnuveitendur og verkafólk
á Vestfjörðum gert kjarasamning
er lagði að nokkm gmndvöll að
þessum kjarasamningum.
Þegar febrúarsamningurinn lá
fyrir greip þáverandi ríkisstjóm til
efnahagsaðgerða er áttu að koma
fískvinnslunni í heild upp fyrir núll-
ið. En frekari verðlækkanir á fryst-
um físki erlendis ásamt miklum
kostnaðarhækkunum innanlands
gerðu áhrif 6% gengisbreytingar
að engu á mjög skömmum tíma og
fiskvinnslan var á nýjan leik komin
í vemlegan taprekstur. Ofan á þetta
bættist að flest verkalýðsfélög físk-
vinnslufólks felldu febrúarsamning-
ana og þurfti að setjast á nýjan
leik að samningum.
Eftir mikil ferðalög og stranga
fundi náðist loks samkomulag á
Akureyri um nýja lqarasamninga í
lok marz sl. Þessir kjarasamningar
höfðu í för með sér að meðaltali
14% launahækkun fískvinnslufólks
auk áfangahækkana á samnings-
tímanum, en kjarasamningar gilda
til 10. apríl 1989.
Stjómvöld gripu á nýjan leik til
efnahagsaðgerða um miðjan maí,
og var þá gengi krónunnar lækkað
um 10%. Fleira skyldi fylgja á eftir
til að bæta hag útflutningsgreina.
Þá var lofað að fiskvinnslunni skyldi
bætt 5% fískverðshækkun í júní
með 3% gengisbreytingu í kjölfarið.
Við þetta var ekki staðið.
Niðurfeersluleiðin
Skipan sérstakrar ráðgjafar-
nefndar um efnahagsmál í byijun
ágúst sl. var skynsamlegt útspil hjá
ríkisstjóminni. Tveir fiskvinnslu-
menn áttu sæti í nefndinni, sem
skilaði einróma áliti til ríkisstjómar-
innar 23. ágúst sl.
Samtök fískvinnslustöðva fjöll-
uðu um álit efnahagsnefndarinnar
á aðalfundi sínum í Stykkishólmi
9. september sl. í ályktun fundaríns
var mælt með áliti nefndarinnar og
að farin skyldi svokölluð niður-
færsluleið.
Þá var einnig tekið undir það
með nefndinni að hallalaus rekstur
ríkissjóðs væri ein aðalforsenda
þess að hægt væri að draga úr hinni
miklu þenslu sem hafði ríkt undan-
farin tvö ár.
Niðurfærsluleiðinni hefðu fylgt
mikil átök við að ná niður öllum
kostnaði í þjóðfélaginu, jafnt verð-
lagi, launakostnaði og vöxtum.
Engu að síður töldu fískvinnslu-
menn að þetta hefði verjð skásti
kosturinn í stöðunni.
Því miður náði þáverandi ríkis-
stjóm ekki samkomulagi um tillög-
ur efnahagsnefndarinnar, og þeir
stjómmálamenn sem þá töldu sig
stuðningsmenn niðurfærslu hafa nú
fallið frá þeim stuðningi. Þessi
ágreiningur innan þáverandi ríkis-
stjómar leiddi til afsagnar hennar
17. september sl.
Ný ríkisstjórn
Með nýrri ríkisstjóm er tók vié
völdum í lok september sl. var grip-
ið til 3% gengisbreytingar sem lofað
var í júní sl. Þá var ákveðin 5%
verðuppbót á frystar afurðir í gegn-
um Verðjöfnunarsjóð er greidd
verður fram á næsta vor. Lofað var
lækkun nafn- og raunvaxta og 25%
lækkun raforkuverðs til fiskiðnað-
ar. Eftir 3% gengisbreytinguna í lok
september sl. fór Bandaríkjadollari
í rúmlega 48 krónur. En skömmu
síðar féll dollarinn á nýjan leik og
hefur hann verið í kringum 46 krón-
ur að undanfömu. Þá setti núver-
andi ríkisstjóm á fót sérstakan At-
vinnutryggingasjóð útflutnings-
greina. Sjóðnum er ætlað að veita
útflutningsfyrirtækjum skuldbreyt-
ingalán og sérstök lán sem ætluð
em til hagræðingar og sammna
fyrirtækja. Er þetta er skrifað hafa
mörg fyrirtæki sótt um lán hjá
sjóðnum, en mikil óvissa er ríkjandi
varðandi skuldabréf sjóðsins og
hefur reynst erfitt að fá banka og
sjóði að veita þeim viðtöku sem
hluta af greiðslu frá útflutnings-
fyrirtækjum.
Þessar efnahagsaðgerðir duga
skammt til að koma fiskvinnslunni
á eðlilegan rekstrargmndvöll. Ekk-
ert lát er á áframhaldandi tap-
rekstri í fískvinnslunni. Niðurstöður
úttektar endurskoðenda á 30 físk-
vinnslufyrirtækjum sýna svo ekki
verður um villst að frystingin hefur
verið rekin með tæplega 11% tapi
fyrstu 9 mánuði þessa árs og salt-
fiskurinn er kominn undir núllið.
Miðað við að velta allra fískvinnslu-
fyrirtækja í landinu verði á þessu
ári rúmlega 28 milljarðar stefnir í
að hallinn á fískvinnslunni verði um
2 milljarðar á árinu 1988. Þessar
niðurstöður em í samræmi við full-
yrðingar fiskvinnslumanna um að
tölur Þjóðhagsstofnunar um tap-
rekstur á þessu ári séu allt of lágar.
Hvaðertilráða?
Það er ekki bjart framundan í
íslenskum sjávarútvegi um þessi
áramót. Vemlegur samdráttur í
afla á næsta ári kemur mjög illa
við útgerð og fiskvinnslu. En skyn-
samleg nýting fískimiða okkar hlýt-
ur að hafa forgang.
Stjómvöld þurfa nú þegar að
grípa til efnahagsaðgerða er tryggi
rekstrargmndvöll fískvinnslunnar.
Eins og málum er nú háttað er
ekki önnur leið sjáanleg en leiðrétt-
ing á gengi krónunnar ásamt hliðar-
ráðstöfunum er komi í veg fyrir að
árangur hennar verði að engu á
skömmum tíma.
í lokin sendi ég öllum þeim er
vinna við íslenskan sjávarútveg, svo
og landsmönnum öllum, bestu ný-
ársóskir, með þeirri von að þrátt
fyrir dökkt útlit megi árið 1989
verða landsmönnum til hagsældar.
Orð skulu
standa
- segirAsmund-
ur Stefánsson?
forseti ASÍ
Lögmál náttúrunnar og
heimsviðskiptanna
Við höfum vanist því að náttúra-
öflin stjómi lífí okkar. Við verðum
að aðlaga okkur að snöggum um-
skiptum í veðurfari og náttúran
ákveður aflabrögð. Úti í hinum
stóra heimi skammta markaðslög-
mál okkur síðan verð á útflutnings-
vömnum.
Nú er okkur sagt að við stöndum
við lok góðæris. Framundan sé
svartnættis kreppa og enginn annar
kostur en að beygja sig fyrir lög-
málum náttúmnnar og alheimsvið-
skiptanna. Það er fullyrt að við
komumst ekki hjá því að bera hærri
skatta og draga úr kaupgetu enn
ffekar en orðið er.
Ásmundur Stefánsson
Við lifum á laununum
Við emm í vanda. Hann hefur
þó ekki orðið vegna aflabrests og
verðfalls afurða. Hann á rætur að
rekja til þess að við höfum ekki fjár-
fest í samræmi við þarfír framleiðsl-
unnar og ekki heldur skipulagt
reksturinn nægilega vel. Til við-
bótar þessu hefur ijármagnsmark-
aðurinn komið okkur í öngstræti.
Að undanfömu hefur almennt
launafólk orðið fyrir alvarlegri
tekjurýrnun. Stjómmálamenn og
atvinnurekendur, sem þekkja vel
rætur efnahagsvanda þjóðarinnar,
viðurkenna í öllum viðræðum að
launin séu fjarri því að vera þjóð-
félagsmein. Það er því undarlegt
að þeir skuli nú boða nauðsyn kjara-
skerðingar hver á eftir öðmm.
Ég vil minna þessa menn á að
laun em ekki bara kostnaðarliður
í bókhaldi fyrirtækja. Launin em
lifíbrauð okkar og nánast eini
kostnaðarliðurinn í rekstri fyrir-
tækjanna sem við viljum hækka
eins mikið og kostur er.
Ég vil líka minna þessa sömu
menn á þá einföldu staðreynd að
mörg fyrirtæki lifa á laununum
okkar. Ef við höfum ekki ráð á því
að skipta við þau geta þau ekki
starfað lengur. Kjaraskerðing ofan
í þann samdrátt sem þegar er orð-
inn mun því auka á rekstrarvanda
atvinnulífsins. Kjaraskerðing mun
ekki aðeins auka á ójöfnuðinn í
þjóðfélaginu heldur auka hættuna
á alvarlegu heimatilbúnu atvinnu-
leysi.
Ég vil þó sérstaklega ítreka að
orsakir vandans em aðrar en of há
laun. Ef við ætlum að leysa vand-
ann verðum við að takast á við hin-
ar eiginlegu orsakir.
Það hefur verið sýnt fram á að
hlutur launa í fiskvinnslu óx um
4% frá árinu 1987 á sama tíma og
hlutur fjármagnskostnaðar jókst
um 150%. Þrátt fyrir þetta heyrist
enn til manna sem halda áfram að
benda á launakostnað í fískvinnsl-
unni sem höfuðvandann. Þeir em
ekki aðeins að leggja til að við
hlaupum frá vandanum heldur em
þeir beinlínis að rangfæra hann.
Horfumst í augu við þá staðreynd
að það er ranghugmynd ráðherra
að þjóðin sé gjaldþrota. Það er
kjaraskerðingarpólitík núverandi
ráðherra og ráðherra margra und-
anfarandi ríkisstjóma sem er gjald-
þrota. Sú þráhyggja að kjaraskerð-
ing leysi allan vanda hefur beðið
skipbrot.
Við verðum að vinna
okkur út úr vandanum
Við eigum ekki að svara þeim
samdrætti sem nú gengur yfír með
því að sýta heldur með því að sækja
fram og byggja upp af krafti það
sem hefur hmnið.
Við verðum að endurskipuleggja
jafnt verslun sem sjávarútveg með
það fyrir augum að nýta fjárfesting-
ar betur og draga úr kostnaði.
Við verðum að auka framleiðslu-
verðmæti á öllum sviðum. Við meg-
um sfst gleyma því að sjávarafurðir
em yfir 70% útflutningsverðmætis
og við verðum að ná hámarks-
gæðum og hámarksverðmætum úr
hverju tonni físks.
Við verðum að auka fjölbreytni
í útflutningi og nýta án tafar alla
möguleika sem gefast.
Við verðum að reka markvissa
atvinnustefnu. Lítil íslensk fyrir-
tæki em þess sjaldan megnug að
standa undir traustri tækniþróun
ein og sér eða sókn á nýja erlenda
markaði. Þess vegna þarf hið opin-
bera að beita sér fyrir samræmdum
aðgerðum og vera fmmkvæðisaðili
á þessum sviðum.
Við verðum að tryggja okkur
hagkvæman aðgang að erlendum
mörkuðum án þess að missa tökin
á fiskimiðunum. Samningar við
Evrópubandalagið em forgangs-
verkefni sem verður að taka mið
af þessari staðreynd.
Við verðum að koma jafnvægi á
fjármagnsmarkaðinn. Það stendur
enginn atvinnurekstur til lengdar
undir þeim vöxtum sem nú þjaka
þjóðina. Ég tel raunar að beita eigi
handafli á þessu sviði til að knýja
niður vextina á gráa markaðinum.
Við verðum að tryggja það jafn-
vægi í efnahagslífínu að fmm-
vinnslugreinamar geti haldið sínum
hlut og þensla dragi ekki fjármun-
ina frá þeim yfir í þjónustugreinarn-
ar, ryðji upp vöxtum eða hagnaði
og launum einstakra hópa.
Við verðum á sama hátt að
tryggja að samdráttur magnist ekki
og leiði yfír okkur atvinnuleysi.
Einmitt núna er hætta á því.
Atvinnustefna framtíðarinnar er
stanslaus leit að leiðum og mark-
viss nýting þeirra tækifæra sem
bjóðast. Lögmál náttúmnnar og
aðstæður á heimsmarkaði ákveða
ekki allt sem gerist. Við getum sjálf
ráðið því hvemig fer. Fmmkvæði
okkar og dugnaður em ráðandi öfl.
Samningsréttur og lýðræði
Við ætlumst til þess að hver og
einn standi við það sem hann hefur
lofað. Við virðum það siðalögmál
að hver og einn standi við gerða
samninga. Ríkisstjómir telja sig þó
yfír það hafnar og segja aðeins:
„Brýn nauðsyn kallar á bráða-
birgðalög."
Ekkert náttúmlögmál kallar á
það að samningum sé rift. Þaðan
af síður á bann við samningagerð.
Ef við ætlum að búa í friði í þjóð-
félaginu verðum við að geta treyst
hvert öðm og lifað eftir því lög-
máli að orð skulu standa.
Víst er ráðherra hollt að fara í
námsferð til Póllands. Hann þarf
hins vegar að læra að mannréttindi
ber einnig að virða hér á landi, þar
sem hann ræður því ásamt félögum
sínum í ríkisstjóminni hvort verka-
lýðssamtökin fá að starfa með eðli-
legum hætti.
Síðustu 10 ár hafa launahækkan-
ir sem samanlagt nema 90% verið
felldar burtu með lögboði stjóm-
valda. Það er mál að linni, ekki
aðeins banni við kjarasamningum
heldur einnig eyðileggingu gerðra
samninga.
Kjarasamningar
framundan
Verkalýðssamtökin verða a
standa saman um samningsréttinn.
Við skulum vera minnug þess að
lögboðaðar kjaraskerðingar koma
harðast niður á lágtekjufólki sem