Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 m hefur litla möguleika á því að smeygja sér undan lagaboðunum. Við skulum muna að samstaða er forsenda árangurs. Sameinuð eig- um við að geta hrundið árásum ríkisvaldsins og komið stjórnmála- mönnunum í skilning um að kjara- skerðing er ekki lausn heldur flótti frá vandamálum. Þar sem hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvemig verður staðið að samningum eða hveijar verða helstu áherslur í kröfugerð- inni er of snemmt að segja margt um þá samningagerð sem framund- an er innan ASI. Að mínu mati munu þijú atriði skipa hæstan sess í kröfugerðinni. 1. Draga upp laun þeirra tekju- lægstu og annarra þeirra sem hafa orðið útundan í yfirborgun- arkapphlaupinu. 2. Gefa þeim yfirborguðu aukið öryggi með því að færa taxtann að greidda kaupinu. 3. Tryggja þann kaupmátt sem um semst. Hvemig sem við vinnum að næstu samningum verðum við að samhæfa það sem við gemm og vera samhent við að fylgja kröfunni okkar fram. Á næstunni reynir á viljann í þessu efni. Gleðilegt ár Ég hef farið nokkrum orðum um það efni _sem hæst ber um þessar mundir. Ég hefði viljað segja meira en læt hér staðar numið og óska öllum gleðilegs árs og friðar. Birgir Þorgilsson Græðum landið - segirBirgir Þorgilsson, ferðamálastjóri Árið sem senn er á enda er hið gjöfulasta í stuttri sögu íslenskra ferðamála, hvað snertir fjölda gisti- nátta erlendra ferðamanna, heildar- tekjur af þjónustu við þá og ferðir íslendinga til annarra landa. Því miður óttast ég að fjárhagsleg af- koma atvinnugreinarinnar verði ekki í samræmi við þessar stað- rejmdir. Óþarft er að rekja orsakir þessa í einstökum atriðum. Aðrar atvinnugreinar á sviði útflutnings hafa glímt við sömu vandamál, ranga gengisskráningu og mikta hækkun tilkostnaðar á öllum svið- um. Ferðir til íslands frá Banda- ríkjunum, stærsta markaðssvæði okkar erlendis, hafa hækkað um helming í dollurum á sl. þremur árum. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð um rekstrarerfiðleika ferðaþjónustunnar, þegar haft er í huga að þar í landi er árleg verð- bólga á bilinu 3—5%. Fjöldi erlendra ferðamanna Svo virðist sem liðlega 1.000 færri erlendir ferðamenn muni heimsækja ísland á árinu 1988 en raun varð á árið 1987, en þá voru þeir 129.300 og hafði fjölgað um 51% á þriggja ára tímabili. Banda- ríkjamönnum fækkar um 20% eða 7.000 einstaklinga, en mikil aukn- ing frá hefðbundnum markaðs- svæðum í Evrópu vegur að mestu upp þennan samdrátt. Þar ber hæst fjölgun ferðamanna frá Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi, Sviss og Finn- landi. í þessu sambandi er athyglis- vert að gefa því gaum að 39% er- lendra gesta okkar koma frá Norð- urlöndunum fjórum, en Bandaríkin eru þó ennþá stærsta viðskiptaland okkar. Samdráttur í ferðum Banda- ríkjamanna til íslands stafar að stærstum hluta af fækkun svo- nefndra „viðdvalarfarþega" Flug- leiða. Þessir góðu gestir, sem vissu- lega eru þýðingarmiklir fyrir marga aðila ferðaþjónustunnar, dvelja hér yfirleitt í 1—3 daga og ferðast lítið utan Reykjavíkur. Dvalartími ferða- manna frá Evrópu er hins vegar að jafnaði þrisvar sinnum lengri. Heildarfjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á Islandi á árinu 1988 verður því til muna fleiri en árið 1987 og tekjur hærri. Því miður liggja endanlegar tölur um fjölda gistinátta ekki fyrir þegar þetta er skrifað og sennilega verður þeirra nokkuð langt að bíða. Gagnasöfnun varðandi gistinætur erlendra manna á íslandi eftir þjóðemi og landshlutum er í raun ennþá aðeins skráning sögulegra staðreynda og ekki nýtanleg nema að litlu leyti við markaðs- og sölustörf. Bráðabirgðatölur yfír gistinátta- íjölda erlendra og innlendra ferða- manna á öllu landinu árið 1987 sýna að þær voru u.þ.b. 2 milljónir. Frekari úrvinnsla þessara athyglis- verðu gagna og öflun annarra er eitt mesta hagsmunamál íslenskrar ferðaþjónustu. Vonir standa til að hægt verði að hefjast handa um úrbætur á þessu sviði á næsta ári. Störf að landkynningarmálum og öflun nýrra markaða eru einnig í algjöru lágmarki. Það gengur kraftaverki.næst að við skulum þó hafa náð þeim árangri í atvinnu- greininni á undanfömum ámm sem raun ber vitni, með báðar hendur bundnar á bak aftur í fjárhagslegu tilliti. Þakkir ferðaþjónustuaðila og ríkisvalds hljóta að beinast til flug- félaganna okkar, og þó alveg sér- staklega til Flugleiða, fyrir um- fangsmikið landkynningarstarf, en það er vissulega mikið áhyggjuefni ef versnandi afkoma þeirra leyfír ekki áframhaldandi framlög og störf á þessum vettvangi í líkingu við það sem verið hefur. Þá mun víða verða skarð fyrir skildi. Ferðalög íslendinga Ferðalög landsmanna til annarra landa halda áfram að aukast ár frá ári og u.þ.b. 150 þúsund íslending- ar munu hafa ferðast til útlanda á árinu 1988 en það er 4,8% aukning frá árinu 1987. Lætur því nærri að 60% þjóðarinnar hafí tekið sér ferð á hendur til annarra landa. Slík ferðatíðni er með öllu óþekkt meðal annarra þjóða. Ekki ætla ég að íjandskapast við tíðar utanlands- ferðir, en það er sárt til þess að vita að íslensk ferðaþjónusta líður fyrir þessi miklu ferðalög og íslend- ingar vanrækja að njóta þeirrar gleði og hamingju, sem fylgir því að ferðast um og kynnast eigin landi. En á þessu sviði er við ramm- an reip að draga. Utanlandsferðir eru í dag nánast eina neysluvaran sem ekki er skattlögð, ef frá er talinn brottfararskattur á flugvöll- um. Þar að auki fá ferðamenn nán- ast ótakmarkaðan erlendan gjald- eyri til ferðalaga á niðurgreiddu verði. Á sama tíma er hvert fótmál þeirra sem ferðast um ísland skatt- lagt langt úr hófi fram. Á þessum vanda verður að finna lausn og veija þarf umtalsverðum fjármun- um til að kynna ferðamöguleika á íslandi. Hagsmunir íslenskrar ferðaþjónustu, í harðri samkeppni við aðrar þjóðir, eru miklir og að- gerðaleysi gæti reynst afdrifaríkt. A tímum samdráttar og fjárhags- erfiðleika verða íslenskir ferðalang- ar að gefa íslenskri ferðaþjónustu tækifæri til að sanna ágæti sitt. Græðum ísland Rétt fyrir jólin færði Sveinn Run- ólfsson, landgræðslustjóri í Gunn- arsholti,' mér bók með þessu nafni að gjöf. Bókin er gefín út í tilefni 80 ára afmælis skipulagðrar land- græðslu á íslandi. Þessi bók á er- indi til allra þeirra sem vinna við ferðaþjónustu. Ávörp forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, og Jóns Helgasonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, eru vissulega orð í tíma töluð. Ég las greinar Sveins og föður hans, Runólfs Sveinssonar, með mikilli athygli, svo og frásögn Sveinbjarnar Dagf- innssonar af því þegar Öm Ó. ,Jo- hnson, forstjóri Flugfélags íslands, hafði um það forgöngu árið 1971 að félagið gaf Landgræðslu ríkisins Douglas DC-3-flugvél, fullbúna til að dreifa áburði og fræi. Ef til vill las ég þessi skrif með enn meiri athygli en ella vegna góðra per- sónulegra kynna af þessum mönn- um og virðingu fyrir störfum þeirra. Á einum stað fjallar Runólfíir um nauðsyn þess að bæta fyrir syndir feðranna og ég fór að hugsa um hvort við sem í dag störfum að íslenskum ferðamálum yrðum síðar meir í sporum feðranna, í augum þeirra sem erfa munu landið. Því miður óttast ég að svo geti orðið ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana nú þegar til að stjóma umferð og ágangi ferðamanna á mörgum vinsælustu og fjölfömustu ferðamannastöðunum. Það er tími til kominn að forystumenn á sviði íslenskra ferðamála taki höndum saman við landgræðslumenn og aðra, sem á þeim vettvangi starfa, um stóraukið átak til vemdar nátt- úm íslands. Við skulum taka störf, eldmóð og framsýni þessara ágætu manna, Runólfs, Sveins og Amar, svo og ijölmargra annarra, sem ekki verða hér upp taldir, okkur til fyrirmyndar. Við verðum að gera okkur ljóst, að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu veltur á því að okkur auðnist að varðveita og bæta hina sérstöku náttúru okkar kæra lands. Við verðum sjálfír að setja strangar reglur um umferð og umgengni erlendra ferðamanna og okkar sjálfra um ísland og tryggja nauð- synlegt eftirlit til að framfylgja þeim. Á borðum stjómvalda liggja nú nefndarálit og tillögur um breytta skipan mála varðandi umferð um landið og innflutning matvæla ann- ars vegar og nýjar aðferðir og áherslur á sviði landkynningar- starfa hins vegar. Verði þessar til- lögur framkvæmdar er ég ekki í nokkmm vafa um að þær verða íslenskri ferðaþjónustu til mikils framdráttar. Við sem störfum að málefnum þessarar atvinnugreinar skulum ekki láta okkar eftir liggja við framkvæmd þeirra og taka virk- an þátt í að setja okkur markmið og varða leiðir til þess að þeim verði náð. Gott og gæfuríkt ferðaár 1989. Er þjóð- nýting at- vinnufyrir- tækja hafín á íslandi? - segir Víglund- ur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda Er þjóðnýting atvinnufyrirtækj- anna hafin á íslandi? Þegar ég reyni að leggja mat á starfsskilyrði íslenskra atvinnufyr- irtækja um þessar mundir kemur sú spuming óneitanlega upp í huga Viglundur Þorsteinsson mér hvort hér sé að hefjast mark- viss þjóðnýting atvinnufyrirtækj- íina. Það em einkum tvær megin- ástæður sem valda þeim hugrenn- ingum mínum. Sú fyrri era þær gífurlegu skattahækkanir sem Alþingi af- greiddi á algjömm handahlaupum nú í jólamánuðinum. Sú síðari er spennitreyjan sem íslenskum útflutnings- og sam- keppnisgreinum er haldið í með háu raungengi krónunnar. Ég ætla fyrst að líta nánar á skattbreytingamar og reyna að meta hvaða áhrif þær geta haft. Það hefur lengi tíðkast í opin- berri umræðu hér á landi að skamma íslensk atvinnufyrirtæki fyrir að greiða lága skatta. Þessi umræða hefur oft verið vísvitandi fölsun og stærstum hluta skatt- greiðslna atvinnuveganna, þ.e. sköttum sem lagðir era á rekstrar- kostnað og eignarsköttum sem lagðir era á atvinnutækin sjálf, sleppt í umræðunni. Arið 1988 telst mér til að íslensk fyrirtæki hafí samtals greitt 12,2 milljarða króna í opinber gjöld sem skiptast þannig; Skattar á launagreiðslur 5 miHjarðar Aðstöðugjöld 2,8 milljarðar Fasteignask. og skattur áverslunar-og ogskrifstofuhúsnæði 1,0 milljarðar Eignaskattar 0,7 milljarðar Kostnaðar- og eignar- skattarsamtals 9,5 milljarðar Tekjuskattur félaga 2,7 milljarðar Þegar þetta yfírlit er athugað þarf engan að undra þó íslensk fyr- irtæki greiði ekki háa tekjuskatta. Skattlagning atvinnufyrirtækja á íslandi fer fram að mestu leyti óháð afkomu þeirra, því stjómmálamenn þora ekki að vera háðir afkomu fyrirtækjanna og tryggja því opin beram aðilum skatttekjumar áður en hagnaðurinn myndast, en það veldur því síðan að hann nær aldrei að verða neitt sem neinu nemur. En hvert stefnum við svo á næsta ári? Gera má ráð fyrir því að skatt greiðslur fyrirtækja verði þá eftir- farandi: Skattar á launagreiðslur 5,6 milljarðar Aðstöðugjöld 3,5 milljarðar Fasteignask. og skattur á verslunar- og og skrifstofuhúsnæði 1,6 milljarðar Eignaskattar 0,9 milljarðar Kostnaðar- og eignar- skattar samtals 11,6 milljarðar Tekjuskattur félaga 3,5 milljarðar Þegar maður skoðar nánar þær skattalagabreytingar sem troðið var í gegnum Alþingi í þessum mánuði setur að manni hroll. Við skulum fyrst taka þá skatta sem lagðir era á eignir, ýmist nettó eign eða tilteknar eignir eins og fast- eignir án tillits til skulda eiganda. I lög var leitt nýtt eignarskatts- þrep einstaklinga 1,5% á nettó eign yfír 7 milljónir og bætist það við fyrri þrep þannig að samtals getur eignarskattur einstaklinga orðið 2,95% af hreinni eign yfír 7 milljón- um. Þá var samþykkt að hækka skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði úr 1,1 í 2,2%. Þá era áfram í gildi lög um fast- eignaskatta til sveitarfélaga sem gjaman era 1,25% af atvinnuhús- næði. Hvemig lítur þetta eignarskatts- dæmi þá út hjá einstaklingum sem eiga verslunar- og skrifstofuhús- næði? Heildareignarskattar slíks ein- staklings geta náð því að verða 6,4% af eign hans umfram 7 milljónir eða með öðram orðum í slíku tilviki tekur þjóðnýtingin um það bil 15 ár en þá hefur hann greitt heildar- andvirði eignar sinnar í eignar- skatta til ríkisins að mestu og að nokkra til sveitarfélaga. Ef verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði er í eigu félaga tekur þessi þjóðnýting heldur lengri tíma eða 21 ár þar sem ekki var bætt við nýju 1,5% eignar- skattsþrepi hjá félögum. En félögin fengu þó sinn skerf svo um munaði. í skattalagabreytingunum vora gerðar stórfelldar breytingar á regl- um um tekjuskatt félaga sem allar miða að því að gjörbreyta sjálfu tekjuhugtakinu til þess að ná inn meiri sköttum hjá atvinnulífinu en horfur vora á í mínum huga leikur enginn vafí á því að þessar breytingar þar sem sjálfu tekjuhugtakinu er breytt með margvíslegum hætti má fyrst og fremst rekja til þess að nú er mik- ill taprekstur í islensku atvinnulífi. Þær breytingar sem gerðar vora t.d. á fymingareglum munu leiða til þess að fyrirtæki sem gerð vora upp með tapi skv. fyrri lögum má nú ef til viil pína í skattalegan hagn- að með þvi að skera niður frádrátt- arliði sem ætlað er að standa undir endumýjun sjálfra atvinnutækj- anna sem leggja granninn að verð- mætasköpuninni. Heildarbreytingin á tekjuskatti félaga er slík að nú hefur verið lögfestur hér á landi hæsti raunveralegi tekjuskattur fé- laga sem nokkum tíma hefur gilt. Breytingin er slík að tap sem orðið hefði samkvæmt eldri lögum verður hér eftir skattlagt sem gróði. Afleiðingamar verða stöðnun og skuldasöfnun í íslensku atvinnulífí og eigið fé brennur og þjóðnýting- unni er flýtt. En þar nægir ekki skattaspenni- treyjan ein. I dag er íslenskum útflutnings- og samkeppnisgreinum haldið í helj- argreipum hás raungengis. íslenska krónan hefur að teknu tilliti til verð- bólgu hér á landi og í nágrannalönd- um okkar hækkað umfram alla gjaldmiðla helstu viðskiptaþjóða okkar. Eða með öðram orðum á undanfömum áram hefur orðið veraleg raungengishækkun íslensku krónunnar. Frá ársbyijun 1986 til dagsins í dag er þessi hækkun mest gagnvart Banda- ríkjadal eða 25%, gagnvart gjald- miðlum Evrópuþjóða er hún mis- mikil eða á bilinu 7—14%. Vegin á gengisvog íslensku krónunnar er þessi raungengishækkun um 15% að meðaltali. Afleiðingar þessarar stefnu era þær sömu og afleiðingar skattpín- ingarinnar. Skuldasöfnun og stöðn- un, taprekstur og gjaldþrot. Gjald- þrot einmitt vegna þess að hér er hraðinn miklu meiri en i gegnum skattheimtuna. Þjóðnýting atvinnu- tækjanna með þessari stefnu tekur ekki 15—20 ár, hér duga oft 1 til 2 ár, einfaldlega vegna þess að út- flutningsfyrirtæki sem rekin era með 10—15% halla verða á þeim tíma búin með allt eigið fé sitt (þau era nú þegar langt komin flest hver og mörg þeirra búin og vel það). En hvemig fer þá þjóðnýting fram, hvaða ráðum beitir ríkisstjómin? Með bráðabirgðalögum sl. haust var stofnaður sjóður með blíðu og fögra nafni og nefnist hann At- vinnutryggingarsjóður útflutnings- greina. Hlutverk þessa sjóðs er að skuldbreyta lánum útflutningsfyrir- tækja þannig að þau afhenda sjóðn- um skuldaviðurkenningar sínar og fá í staðinn skuldabréf útgefín við lánardrottna sína. Það eitt hefur gerst að í stað þess að fyrirtækin skuldi bönkum og viðskiptaaðilum öðram, verður Atvinnutryggingar- sjóður útflutningsgreina, sjóður í eigu ríkisvaldsins, nú stór kröfuhafi í flestum íslenskra útflutningsfyrir- tækja og tapreksturinn heldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.