Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 __i—i- ‘ -V------1—r—i ----i 1 15 fasteignamat verið hækkað um 27% þótt allir viti að verð fasteigna fari lækkandi eins og annað í þess- um samdrætti. Allt hlýtur þetta að leiða okkur í hin mestu vandræði eða eins og segir í málshættinum: „Hörð eru óyndisúrræðin." Er þetta þeim mun undarlegra þar sem öll efnahagsþróun í heiminum snýst nú í frjálsræðisátt eins og ég sagði áður. En þetta er það verð sem við verðum að borga fyrir pólitíska upplausn í þessu landi. Ef ég mætti biðja um eitthvað öðru fremur þessari þjóð til handa á næsta ári þá er það stjórnmálaleg og efnahagsleg kjölfesta. Sá tími er liðinn þegar nægjan- legt er að eyða bara meira til þess að verða efnaðir. Nú verðum við að hætta að ganga á höfuðstólinn með aukinni skuldasúpu og lifa á tekjunum. Við verðum að byggja efnahag okkar upp að nýju og styrkja hann verulega. Pjárhagsleg staða þjóðarbúsins er orðin allt of veikburða og brothætt. Það þarf að snúa við blaðinu, frá agaleysi til sjálfsaga. Þröng fjárhagsstaða okkar minnkar það svigrúm sem við höfum til þess að taka áhættu til framfara. Meiri kröfur þarf að gera til þess að það sem gert er skili hagnaði. Alltof oft heyrist að allt sem til þurfi sé einungis meira fé. Stórauka þurfi fjárframlög til þessa eða hins, sérstaklega mennt- unar, heilsugæslu, líknarmála o.s.frv. alveg án tillits til þess hvort ýtrustu kröfu til afkasta sé gætt. Með því að krefjast arðs er hægt að fá meiri árangur út úr hverri krónu sem til málanna er varið. Skilvirkni er krafan í dag. Margir hafa áhyggjur af framvindu lýð- ræðisins í heiminum, sérstaklega Bandaríkjunum. Famar eru að heyrast raddir sem vilja gera þær breytingar að forseti þess ríkis svo og öldungadeildarþingmenn séu aðeins kjömir einu sinni til 6 ára í senn og megi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Svo mjög er sumum farið að blöskra sú lausung er því fylgir að ná hylli kjósenda aftur í stað þess að fulltrúar fólksins snúi sér að því að leysa þau verkefni sem fyrir hendi em hveiju sinni. Hagfræðingurinn heimsfrægi, Fri- edrich August von Hayek, hefur af þessu áhyggjur nokkrar og seg- ir að lýðræðið sé orðið trúaratriði. Ríkisvaldinu sé farið að leyfast nánast hvað sem er, ef það aðeins geti skrapað saman meirihluta fyr- ir því sem það er að gera hveiju sinni. Nýsett skattalög okkar virð- ast bera þessari skoðun vitni. Hayek leggur til að löggjafar- þingið gæti fyrst og fremst gmnd- vallarréttinda og þingfulltrúar séu kosnir einu sinni til 15 ára af jafn- öldmm sínum 45-60 ára. Þannig taki aidur og reynsla við af flokks- hollustu. Ekki treysti ég mér til að leggja mat á þéssar hugmyndir, en ljóst má vera að hugsandi mönnum blöskrar lýðskramið. Eitthvað þarf til bragðs að taka. Alltof mikið er um skammtíma ráðstafanir í þessu þjóðfélagi. Ég legg til að komið verði á fót efnahagsráði þar sem mætast fulltrúar atvinnuveganna, ríkisvaldsins, launþega og neyt- enda, þar sem a.m.k. 3-7 ára þróun efnahagslífsins er skoðuð og þess freistað að samræma svo krafta þjóðarinnar að ná megi hámarks- árangri hveiju sinni. En þrátt fyrir allt er full ástæða til bjartsýni. Við lifum á skemmti- legum tímum. Sjaldan hefur verið friðvænlegra í heiminum en einmitt um þessi áramót. Heilsufar aldrei betra. Tækni og vísindum fleygir fram. Samgöngur batna. í Evrópu gerast stórir hlutir. Dönsku sundin verða brátt brúuð. Byijað er að grafa jarðgöng undir Ermarsund. Til Asíu hefur Sæviðar&und verið brúað tvisvar og á jóladag var til- kjmnt að Afríka yrði tengd Evrópu með brú yfír Njörvasund. Einhvem tíma hefðu menn verið ásakaðir um ofmetnað gagnvart guðunum fyrir minna. En þrátt fyrir allt hvet ég menn til bjartsýni og óska mönnum gleði- legs nýárs. Gunnar J. Friðriksson Þáttaskil í efnahags- legri fram- vindu - segir Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnu- veitenda- sambands fslands Fyrir ári kvöddum við eitt gjöful- asta ár, sem þjóðin hefur lifað. Reyndar hafði árið þar á undan einnig verið okkur mjög hagstætt, því á þessum tveimur ámm jukust þjóðartekjur okkar íslendinga um 15%. Það ár, sem við nú kveðjum sýn- ist marka þáttaskil í efnahagslegri framvindu. . Þjóðartekjur verða lægri í ár en á síðasta ári og mun- ar þar mestu um lækkandi verð á sjávarafurðum og minni þorskafla. Hækkandi verð á kísilmálmi og áli hefur þó dregið úr áhrifum þessa, þannig, að þrátt fyrir allt hefur þjóðin búið við hagstæð ytri skil- yrði á þessu ári, og í sögulegu sam- hengi hlýtur árið 1988 að teljast mjög gott. Frá 1980 er ætlað, að kaup- máttur ráðstöfunartekna hafí auk- ist um ríflega 30%, en á sama tíma- bili hafa þjóðartekjur aðeins aukist um nálega 13%. Þetta bil hefur til bráðabirgða verið brúað með auk- inni skuldasöfnun erlendis og tap- rekstri í atvinnulífi. Líður nú vart sá dagur, að ekki hætti eitt eða fleiri fyrirtæki starfsemi og gildir það jafnt um nýgræðinginn og gam- algróin fyrirtæki. Staðreyndin er ótvírætt sú, að hlutur launa af þjóð- artekjunum hefur vaxið langt um- fram það, sem atvinnulífið fær búið við. Hallarekstur í einstökum grein- um atvinnulífsins um skamma hríð er ekki óvenjulegt ástand hér á landi, en þegar þorri fyrirtækja í flestum greinum atvinnulífsins er rekinn með tapi um lengri tíma hljótum við að sigla í efnahagslegt strand áður en varir. Spyija má, hvað valdið hefur þessum umskiptum. Svarið er margþætt, því að þótt jafnvægis- leysi sé sjálfsagt það hugtak, sem best lýsir vandanum, felst ekki í því greining á aðstæðum, orsökum og afleiðingum. Nú er ljóst, að uppsveiflan í efna- hagslífínu 1986 og 1987 varð miklu kröftugri en menn höfðu vænst. Áætianir um framvinduna urðu af þessum sökum rangar og meiri þrýstingur varð á launamarkaði en dæmi em um síðustu áratugi. Launahækkanir fóm með öllu úr böndum og kjarasamningar, sem gerðir vom við þessar aðstæður hlutu að verða marklaus plögg. Við þessar aðstæður hefði verið afar brýnt, að ríkisvaldið beitti stjórn- tækjum sínum til að vinna á móti þenslunni með það að markmiði að jafna út hagsveifluna. Þetta brást, því að stjómmálamennirnir tóku þátt í dansinum, og í stað þess að draga úr útgjöldum hins opinbera vom þau aukin til samræmis við þá þenslu, sem almennt var í hag- kerfínu. Opinber útgjöld í viðtæk- ustu merkingu mögnuðu þensluna, en slógu ekki á hana. Nú er vöxturinn að baki og sam- dráttarskeið hafið. Við þær aðstæð- ur er eðlilegt, að ríkisvaldið hagi aðgerðum sínum í samræmi við breyttar aðstæður; slaki á skatt- heimtu og freisti þess að draga úr útgjöldum, svo að atvinnulífinu gef- ist tóm til að rétta við. Almennt em menn samdóma um það, ekki síst stjómmálamenn, að veik eiginijárstaða íslenskra at- vinnufyrirtækja og tilsvarandi láns- fjárþörf sé ein af orsökum aðsteðj- andi erfiðleika þeirra. Eðlileg við- brögð væm að beita skattareglum á þann veg, að hvatt væri til aukn- ingar á eigin fé í atvinnurekstri. Viðbrögðin em hins vegar með gagnstæðum hætti, því að skatta- reglum er breytt og það með aftur- virkum hætti á þann veg, að tekju- og eignaskattar fyrirtækja em hækkaðir stórkostlega, svo að þeir takmörkuðu möguleikar, sem verið hafa á sveiflujöfnun innan fyrir- tækjanna og uppbyggingu á eigin fé þeirra em nánast þurrkaðir út. Lengi hefur verið ljóst, að mjög vel mætti ganga svo að fjárfesting í atvinnurekstri skilaði sama arði og í boði er, ef fjárfest er t.d. í spariskírteinum ríkissjóðs. Eftir nýsamþykktar skattahækkanir má það heita með öllu útilokað. Efnahagsstefna núverandi ríkis- stjómar á það því sammerkt með stefnu fyrri stjóma, að hún vinnur með hagsveiflunni, en ekki móti henni svo að samdrátturinn verður enn meiri en ytri aðstæður gefa tilefni til. íslenskt atvinnulíf getur áfram staðið undir góðum lífskjömm. For- sendur þess em þó þær, að stjóm- völd bregðist af raunsæi við breytt- um aðstæðum. í því felst m.a., að viðurkenna verður, að kaupmáttur þjóðarinnar í erlendri mynt er orð- inn hærri en útflutningsgreinamar fá risið undir. Því verður að færa gengi krónunnar á nýjan gmndvöll og miða efnahagsráðstafanir við það. Þær ráðstafanir verða að miða að auknum stöðugleika og lágri verðbólgu, því að hvorki þjóðin né atvinnulíf hennar fá þrifíst við þann óstöðugleika í efnahagsmálum, sem hér hefur lengst af ríkt. Sú þróun mála í umheiminum, ekki síst í Evrópu, sem miðar að greiðari viðskiptum milli ríkja, og birtist m.a. í samræmingu og ein- földun skattareglna og öflugum hvata til uppbyggingar í atvinnu- rekstri hlýtur einnig að setja mark sitt á þróun mála hér á landi og undirstrika enn frekar nauðsyn á stöðugleika í hagstjórn. Nýjar og breyttar áherslur í skattamálum hér á landi ganga þvert á alþjóðlega strauma og fá því ekki staðist. Þær hljóta því að teljast slys, sem leið- rétta verður hið allra fyrsta. Atvinnulffíð hefur þegar eftir föngum bmgðist við breyttum að- stæðum með hagræðingu og spam- aði. Fyrirtækin hafa dregið úr yfír- vinnu og staðið að margháttuðum aðgerðum, sem lækkað geta fram- leiðslukostnað í framtíðinni. Minna hefur farið fyrir hagræðingu hjá hinu opinbera, þó að fjálglega hafi verið talað um nauðsyn á hagræð- ingu í atvinnulífinu. Ljóst er, að kjaraviðræður munu mjög setja mark sitt á næsta ár, þótt efni til kauphækkana séu fyrir- sjáanlega engin. 15. febrúar falla úr gildi bráðalög, sem að stofni til vom sett í maí sl. og breytt í sept- embermánuði sl. Þá verða samning- ar opinberra starfsmanna lausir, svo og sjómanna og landverkafólks á Vestfjörðum. Samningar aðildar- félaga Verkamannasambands og Landssambands iðnverkafólks verða lausir 10. apríl nk. og loks Hljómsveit flrvais Kristjánssonai Leikum eldhressa danstónlist við hvers konar tækifæri hvar sem er7 hvenær sem er. Slóið ó þróðinn í síma 92-15856 og sjóum hvað setur. PS. Geymið auglýsinguna . - t.i, — ... - '' ■■ ' — fitsala hefst mánudaginn 2. janúar. 40-50% afsláttur Theódóra, Skólavörðustíg 5. HEIMILISLÆKNAR FLYTJA í UPPSALI 3. hæð Kringlunnar, 2. janúar 1989 Tímapantanir og upplýsingar kl. 9-17 ísíma 687770. Guðmundur B. Guðmundsson, læknir Símaviðtalstími kl. 9-10 í síma 680930. Gunnar Baarregaard, læknir Símaviðtalstími kl. 9-10 í síma 680684. Hafsteinn Skúlason, læknir Símaviðtalstími kl. 8.15-9.15 í síma 680683. ísak G. Hallgrímsson, læknir Símaviðtalstími kl. 8.15-9.15 í síma 680667. Ólafur F. Magnússon, læknir Símaviðtalstími kl. 9-10 í síma 680682. HEIMILISLÆKNASTÖÐIN UPPSÖLUM, KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 687770. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^^íöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.