Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.12.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Hafnarfjörður: Byggja nýtt fþróttahús ogdagvist BÆJARSTJÓRN Hafiiarfiarðar hefur samþykkt að byggt verði nýtt 2.100 fermetra iþróttahús í bænum. Bygging hússins á að hefjast í febrúar og vera loldð i ársbyrjun 1990. Einnig hefur verið samþykkt bygging nýrrar 3-4 deilda dagvistunarstofiiunar. Á bygging hennar að hefjast á sama tima og íþróttahússins en vera lokið næsta haust. Guðmundur Ami Stefánsson bæjarstjóri segir að um verði að ræða lokað útboð í bæði verkin. Forathugun vegna þess sé lokið og nú sé verið að vinna að forvali á þeim 5-6 fyrirtækjum sem gefinn verður kostur á að bjóða í verkin. Verður hægt að bjóða í þau bæði í einu eða sitt í hvoru lagi. Að sögn Guðmundar Árria • er mikilvægt að traust fyrirtæki veljist sem verktakar þar sem bærinn hef- ur áskilið sér rétt að fjármagna þessar framkvæmdir allt að 50% með sölu skuldabréfa í eigu bæjar- ins. Guðmundur segir að hér sé um að ræða bréf sem bærinn fékk með sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Ég hef nóg að gera o g kvíði ekki aðgerðarleysi — segir Sigurbjörn Sigtryggsson aðstoðarbankastjóri sem lét af störfum í gær vegna aldurs „NÚNA hef ég nóg að gera og nógu að sinna. Ýmsum áhugamál- uni sem ég hef orðið að láta sitja á hakanum undanfarið. Eg hef mikinn áhuga fyrir útivist og gönguferðum, trimma og spila badminton og sitthvað annað. Ég hef nóg að gera og kviði ekki aðgerðarleysi,“ segir Sigurbjöm Sigtryggsson aðstoðarbanka- stjóri i Landsbankanum aðspurður um hvað nú taki við, en hann lét af störfúm vegna aldurs í gær, 30 desember. Sigurbjörn varð sjötugur þann 17. nóvember síðastliðinn. Hann hefúr starfað í Landsbankanum nærfellt hálfa öld og það er fast að því hálfúr starfstími bankans. Landsbankinn varð 100 ára 1986. Morgun- blaðið ræddi við Sigurbjörn í tilefni af þessum tímamótum í lífi hans og hann var spurður hvenær hann hóf störf hjá Lands- bankanum. „Það var nú 9. desember 1940.“ Hvaða starfi gegndir þú fyrst hjá bankanum? „Ég gegndi nú bara ýmsum störfum. Ég hef verið héma, héld ég megi segja, svo til í öllum deild- um bankans. Ég vann í útibúinu á ísafirði árin 1943 til 1945, var síðan gjaldkeri og staðgengill að- alféhirðis frá því ég kom frá ísafirði til 1950 og aðalfulltrúi í gjaldeyrisdeild 1950 til 1960. ’60 til ’64 var ég útibússtjóri inni á Laugavegi 77, í Austurbæjarúti- búinu og ’64 varð ég aðstoðar- bankastjóri og hef verið það síðan. Þetta er nú það helsta um ferilinn í bankanum." Sigurbjöm er kennari að mennt, en hefur aldrei stundað það starf. Hann segist ekki hafa fengið kennslustarf þegar hann var nýútskrifaður frá Kennara- skólanum og þá ráðist til Lands- bankans, „til allra heilla fyrir mig og kennarastéttina," segir hann og hlær við. Eiginkona Sigur- bjöms er Ragnheiður Viggósdóttir formaður kvenfélagsins Hrings- ins. Böm þeirra em Bima sem er lögfræðingur og Hilmar sem er viðskiptafræðingur. Hvað stendur upp úr í minning- unni frá starfsferlinum, þegar lit- ið er til baka? „Það mætti nú margt um það segja, en ég vil gjaman að það komi fram að ég hef umgengist afskaplega gott fólk, bæði góða samstarfsmenn og viðskiptavinina yfírleitt góða, ég hef ekkert undan þeim að kvarta á nokkum hátt.“ Sigurbjöm fór með gjaldeyris- mál bankans á sjötta áratugnum, „á gjaldeyriserfíðleikaárunum," segir hann. „Það var náttúrulega tiltölulega erfitt starf að vera í þetta var allt öðmvísi þá.“ hveiju hefur mesta breytingin falist á þínum starfstíma? „Það er náttúmlega að frelsið er svo miklu meira í þessu núna heldur en var. Það á sérstaklega við um gjaldeyrismálin. Tölvu- væðingin hefur líka breytt gífur- lega miklu. Án hennar væri margt óframkvæmanlegt, til dæmis varðandi öll vinnubrögð við að breyta vöxtum og fleira, slíkt væri ógemingur ef ekki væm tölv- umar.“ Hvemig líst þér svo á fjármálin almennt núna um það leyti sem þú ferð'frá bankanum? „Ég vil nú sem minnst um þau segja. Óvissan er svo mikil í þeim öllum málum." Finnst þér vera mikill munur á því hve mikla peninga fólk hefur handa í milli og hvemig það um- gengst peninga núna miðað við fyrstu ár þín í starfi? „Það hefur auðvitað verið sveiflukennt að því leyti að fólk því. Morgunblaðið/Bjami Sigurbjöm Sigtryggsson aðstoðarbankastjóri Landsbankans við skrifborð sitt í bankanum í gær, síðasta starfsdaginn eftir nær- fellt hálfrar aldar starf í þjónustu bankans. hefúr haft misjafnlega mikla pen- inga. Ég var héma á stríðsárunum og þá hafði fólk mikla peninga. Síðan kom árabil sem fólk hafði litla peninga og eftir það hefur þetta verið svona dálítið í sveifl- um. Almennt mundi ég segja um viðskiptamenn að þeir vilja reyna að standa í skilum. Þó að vanskil komi fyrir hjá peningastofnunum, þá er það ekki þannig að menn séu beint að svíkja út peninga, heldur bregðast þá áætlanir þann- ig að þeir geta ekki staðið í skilum þótt þeir vilji gera það.“ Mönnum hefur orðið tíðrætt um kreppu að undanfömu. Finnst þér ástandið nú bera einhver slík ein- kenni, til dæmis sambærilegt og var fyrir um tveimur áratugum síðan? „Hvenær er ekki talað um kreppu? Það er ósköp erfitt að skilgreina það hvað er kreppa. Það gengur allt í bylgjum hjá okkur." Að lokum, þú kveður nú Lands- bankann eftir nær hálfrar aldar þjónustu, kveður þú með söknuði? „Já, það geri ég á vissan hátt. Það er ósk mín og von að í framt- íðinni háfi Landsbankinn jafnan á að skipa atorkusömum og dug- andi stjómendum og starfsfólki svo að hann geti rækt það mikil- væga hlutverk hér eftir sem hing- að til að vera í reynd hið sterka afl í þjóðfélaginu sem vinnur landi og lýð til heilla," sagði Sigurbjöm Sigtryggsson að lokum. Þ.J. Flensborgarskólinn brautskráði 30 nemendur 21. desember sl. Flensborgarskóli í Hafinar- fírði brautskráir stúdenta 4V2 árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun og árás Flensborgarskófinn braut- skráði 29 stúdenta og 1 nemanda með verslunarpróf miðvikudag- inn 21. desember, en þá fóru slit haustannar fram í skólanum við hátíðlega athöfii. Flestir stúdent- anna brautskráðust af viðskipta- braut. Auk skólameistara, Kristjáns Bersa Ólafssonar, tók Steingrímur Þórðarson skólanefndarmaður til máls við athöfnina og færði Hall- dóri G. Ólafssyni kennara sérstakar þakkir fyrir störf hans í þágu skól- ans, en hann lætur af störfum um áramótin eftir 32 ára starf. Einnig flutti einn úr hópi hinna nýju stúdenta, Kristín Loftsdóttir, ávarp og kór Flensborgarskólans söng jólalög undir stjóm Margrétar J. Pálmadóttur. (Fréttatilkynning) 24 ÁRA gamall Reykvíkingur, Skúli Helgi Skúlason, hefúr ver- ið dæmdur til 4*/2 árs óskilorðs- bundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa í septembermánuði siðastliðnum ráðist hrottalega á 31 árs gamla konu á heimili hennar í Reykjavík, nauðgað henni tU samræðis við sig og veitt henni lífshættulega áverka með því að slá krepptum hnefa í kvið hennar. Þurfti konan að gangast undir bráða læknisað- gerð vegna áverkanna og var líf hennar talið í hættu um tíma. Manninum var gert að greiða konunni 400 þúsund króna skaðabætur. Maðurinn neitaði að hafa veitt konunni áverkana og að hafa þröngvað henni til samræðisins en dómurinn taldi það engu að síður sannað með framburði konunnar og ýmsum verksummerkjum. Maðurinn hefur áður hlotið nokkra refsidóma en engan vegna svipaðs máls. Þegar þessi verknaður var framinn var hann laus til reynslu úr fangelsi og taldist því hafa rof- ið skilorðið. Sá tími sem hann átti þar óafplánaðan, 405 dagar, telst innifalinn í þessum 4V2 árs fang- elsisdómi, sem Sverrir Einarsson sakadómari kvað upp á fimmtu- dag. Islands- kynning í Amsterdam DAGANNA 8. janúar til 12. febr- úar fer fram íslandskynning á Pulitzer hótelinu í Amsterdam. Það eru Arnarhóll og Amarfiug sem standa að kynningunni auk hótelsins. Pulitzer er fimm stjömu hótel og talið eitt af þeim bestu í Amsterdam. Skúli Hansen yfirmatreiðslumað- ur á Amarhóli segir að fyrsta hálfa mánuðinn af kynningunni muni einn af veitingasölum hótelsins ein- göngu bjóða upp á íslenskan mat en fram til 12. febrúar verður kynn- ing á íslenskri myndlist á hótelinu. Vegna matarkynningarinnar mun Skúli fara með þijá kokka með sér út og þjónustulið. í tenglsum við kynninguna mun Amarflug bjóða upp á sérstakt til- boð á flugi og hótelgistingu í Amst- erdam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.