Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 30
,30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
AKUREYRI
400 böm hafa
fæðst á árinu
FJÖGUR hundruð börn hafa feeðst á feeðingardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri á árinu, og gætu orðið tveimur til þremur fleiri
áður en árinu lýkur að sögn Friðriku Árnadóttur, yfirljósmóður, í gær.
í ár hafa þrennir tvíburar fæðst
á Akureyri, þannig að fæðingar voru
í gær orðnar 397. Þetta er talsvert
meira en í fyrra, en þá voru fæðing-
ar 363 — og bömin 364. Þá fædd-
ust sem sagt einir tvíburar á deild-
inni.
1980 voru fæðingar 432. Árið
Mikiljóla-
verslun
KAUPMENN á Akureyri sem
Morgunblaðið hefiir tekið tali nú
milli jóla og nýárs eru sammála
um að jólaverslunin hafi verið
mjög mikil að þessu sinni, þrátt
fyrir svartsýnisspár margra.
„Það hefur mikið verið rætt um
samdrátt og kreppu, en ég varð
ekki var við það. Verslun í desem-
ber 1987 var 100% meiri en í desem-
ber árið áður og jólaverslunin hjá
mér nú var enn meiri en í fyrra,
þó ekki hafi það verið mjög mikið,"
sagði kaupmaður j bænum í sam-
tali við blaðið. „Ég er því mjög
ánægður — viðskiptin vom meiri
en ég bjóst við,“ sagði þessi tiltekni
verslunareigandi og aðrir tóku í
sama streng.
Kaupmenn sögðust margir hverj-
ir hafa verið nokkuð hræddir í bytj-
un desember um að samdráttur
yrði í jólaversluninni, en annað hefði
síðan komið á daginn. Notkun
greiðslukorta töldu menn hafa verið
heldur meiri en 1 fyrra, en þó ekki
„óeðlilega" mikla eins og sumir
komust að orði.
Hagkaup
stækkar
FORRÁÐAMENN Hagkaups hafa
ákveðið að stækka verslunar-
húsnæði sitt við Norðurgötu á
Akureyri.
Að sögn Jóns Ásbergssonar, for-
stjóra, ætla þeir að stækka húsið út
í Norðurgötuna og einnig verður
byggt svolítið við í austur — út á
bílaplanið. „Við verðum tilbúnir í
framkvæmdir strax í vor, en sjáum
svo til hvað við gemm. Það er ekki
ákveðið hvenær við hefjumst
handa," sagði Jón í samtali við
Morgunblaðið.
Verslun Hagkaups stækkar um
500 fermetra eftir að byggt hefur
verið við húsið.
Útgerðarfélag
Akureyringa:
Tveirtogarar
á veiðar í gær
-TVEIR togarar Útgerðarfélags
Akureyringa, Harðbakur og
Kaldbakur, létu úr höfii í gærdag
og verða því á veiðum um ára-
mót, en allir togarar félagsins
voru inni um jólin.
Svalbakur heldur síðan út mánu-
daginn 2. janúar, en Sléttbakur, sem
verið hefur í viðgerð hjá Slippstöð-
inni hf. undanfarið, verður þar eitt-
hvað áfram.
Samheiji semur um smíði
frystitogara á Spáni
Á að kosta tæpar 386 milljónir króna
SAMHERJI hf. á Akureyri hefiir
samið um smíði nýs frystitogara,
með fyrirvara um samþykki
Fiskveiðasjóðs. Togarinn verður
smíðaður í skipasmíðastöð í
borginni Viga á Spáni og verður
kaupverð 55 milljónir norskra
króna — eða um 386 milljónir
íslenskra króna.
Samningur um smíði skipsins var
undirritaður nú milli jóla og nýárs.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Samheija, hitti þá
forráðamenn spönsku skipasmiðj-
unnar í Osló og gengið var frá
málinu.
Togarinn verður 61 metri á
lengd, jafn stór og frystitogarinn
Akureyrin EA sem Samheiji hf.
gerir nú út — og er um að ræða
mjög svipað skip og Akureyrina.
Samheiji gerir einnig út Margréti
EA og einnig Oddeyrina, sem er í
eigu Oddeyrinnar hf. sem Samheiji
hf. er einn eigenda að.
Nýi togarinn er teiknaður á Ak-
ureyri hjá Teiknistofu Karls Þór-
leifssonar, en að sögn Þorsteins
Más Baldvinssonar er hér um að
ræða samstarfsverkefni Samheija
hf., Teiknistofu Karls og norsks
verkfræðifyrirtækis. Samið var um
smíði hans með fyrirvara um sam-
þykki Fiskveiðasjóðs, og sagðist
Þorsteinn Már vonast til að jákvætt
svar fengist fljótlega frá sjóðnum.
Samkvæmt samningi við spönsku
skipasmíðastöðina á þessi nýi frysti-
togari Samheija hf. að vera tilbúinn
fyrir mitt ár 1990.
Hrafhar að leik írokinu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hrafiiar fara oft á stjá á Oddeyrinni þegar suðaustan strekkingur er á Akureyri eins og var í
gær. Nota þeir sér uppstreymið frá húsunum, svífa um og leika sér.
Stjarnan
heyrist áfram
á Ákureyri
ÚTVARPSSTÖÐIN Stjarnan
heldur áfram að senda út til
Akureyrar, að sögn Ólafs Hauks-
sonar útvarpsstjóra, en sögu-
sagnir hafa verið á kreiki í bæn-
um að stöðin muni hætta að
senda út þangað um áramótin.
Frétt um það kom reyndar í
svæðisútvarpinu fyrir nokkrum
dögum.
„Það er ekkert til í þessum sögu-
sögnum. Við könnuðum að vísu hjá
Pósti og síma hve mikið við mynd-
um spara með því að hætta að senda
norður; það er óhjákvæmilegt að
kanna stöðugt hvernig rekstrinum
er best komið, en það er ekki satt
að við höfum sagt upp línunni norð-
ur hjá Pósti og síma,“ sagði Ólafur
í samtali við Morgunblaðið.
Útvarpshlustendur á Akureyri
hafa úr nógu að velja því eigi færri
en sjö stöðvar ná eyrum þeirra. Eru
það rásir 1 og 2 Ríkisútvarpsins,
auk svæðisútvarps ríkisins sem
sendir út eina klukkustund að
morgni og aðra síðari hluta dags,
Hljóðbylgjan, Bylgjan, Stjarnan og
loks útvarp Ólund, sem hóf útsend-
ingar í bænum fyrr í þessum mán-
.........................
1984 fæddust 305 börn á deildinni,
tveimur fleira 1985, 367 böm 1986
og 364 í fyrra.
Að sögn Friðriku fæða allar konur
frá Dalvík og Ólafsfirði á fæðingar-
deild FSA, einnig af Grenivík og úr
sveitunum í kring. Þá er nokkuð um
að konur komi til Akureyrar frá
Siglufirði og Sauðárkróki til að
fæða, og stundum frá Húsavík og
jafnvel Egilsstöðum.
Akureyrin EA, flaggskip Samherja hf.