Morgunblaðið - 31.12.1988, Page 36
ðD ______________MORGUNBLABIÐ LAUGARDAGUR 31. PESEMBER 1988_
Viðskiptabann á Suður-AMku
eftir Sigþrúði
Gunnarsdóttur
Síðastliðið vor, eins og kannski
sumir muna, gekk í gildi bann við
viðskiptum milli íslands og Suður-
Afríku. Samkvæmt því er óheimilt
að flytja inn vörur frá Suður-Afríku
eða Namibíu og einnig að flytja
vörur til þessara landa. Skömmu
eftir að lög þessi voru samþykkt á
Alþingi voru sett á ákvæði til bráða-
birgða um að kaupmenn mættu
klára upplag sitt af vörum fram að
áramótum en eftir 1. janúar 1989
ættu þær ekki að sjást í verslunum.
Nú eftir áramótin eiga neytendur
því að geta verið vissir um að þær
vörur sem þeir kaupa séu ekki frá
þessum löndum.
Nú spyija sumir, hvers vegna
allt þetta vesen? Hvers vegna ekki
að leyfa þeim sem vilja að-kaupa
þessar vörur? Málið er bara það að
ástandið í Suður-Afríku er þannig
að enginn getur verið þekktur fyrir
að styðja það.
f Suður-Afríku býr fjöldi fólks á
stóru landsvæði og landið er auðugt
af gull- og demantanámum þannig
að í rauninni ætti öllum að líða vel
þar. Re}mdin er allt önnur. Hvítir
menn, sem eru um 20% af þjóð-
inni, og innflytjendur frá Evrópu
beita þeldökka íbúa landsins, sem
eru um 80%, svo miklu kynþátta-
misrétti að við eigum erfítt með að
ímynda okkur það. Svart fólk fær
hvorki almennilegt landsvæði til að
búa á né viðunandi húsnæði. Það
fær hvorki almennilega vinnu né
mannsæmandi laun, hvorki mennt-
un né heilsugæslu. Það hefur ekki
einu sinni kosningarétt! í þessu
auðuga landi þar sem þeir hvítu
hafa allt til alls og heilsugæsla er
ekkert lakari en á Vesturlöndum
deyja 2 af hveijum 10 blökkuböm-
um áður en þau verða tveggja ára
og um helmingur liflr ekki til 5 ára
aldurs. Flest þeirra deyja úr hungri.
Það getur hver maður séð óréttlæt-
ið í þessu, en þó er ekki öll sagan
sögð. Þeir blökkumenn sem rísa upp
og beijast fyrir mannréttindum sem
okkur þykja sjálfsögð eiga ekki sjö
dagana sæla. Þeir eru nánast und-
antekningarlaust fangelsaðir, pynt-
aðir, bannfærðir eða hreinlega
„Hvers konar réttlæti
er þetta eiginlega?
Hvers konar samfélag
er það þar sem maður
er beittur eilífu mis-
rétti.“
myrtir af stjömvöldum. Allir kann-
ast við hinn þekkta blökkumanna-
leiðtoga Nelson Mandela sem hefur
setið í fangelsi síðustu 26 árin,
þurft að sæta pyntingum og hvers
kyns ofbeldi þar til nú í haust að
hann var fluttur á spítala fárveikur
með berkla á háu stigi. Steven Biko
kannast ömgglega margir við og
þá sérstaklega eftir að myndin Hróp
á frelsi var sýnd í Laugarásbíói í
vor. Hann barðist gegn þessari
kúgun uns hann dó af völdum pynt-
inga í fangelsi. Til að reyna að
koma í veg fyrir mótbyr bannar
stjómin öll suður-afrísk félög sem
em á móti henni.
Hvers konar réttlæti er þetta eig-
inlega? Hvers konar samfélag er
það þar sem maður er beittur eilífu
misrétti, sér ástvini sína myrta með
köldu blóði og getur ekkert gert
nema gráta ofan í koddann þegar
enginn sér? Það er ekkert líf og
þess vegna láta blökkumenn bönnin
sig engu skipta en rísa upp í fjölda-
hreyfíngum og mótmæla þessu of-
beldi. Ekki aðeins einn og einn
fllefldur karlmaður heldur allir sem
vettlingi geta valdið.
Æska landsins hefur barist gegn
lélegri menntun, vinnandi fólk hefur
skipað sér í öflug verkalýðsfélög
sem beijast fyrir jöfnum réttindum
úti á vinnumarkaðnum og hærri
launum. Konur hafa stofnað kven-
félög sem rísa upp gegn kvenna-
kúgun og beijast fyrir jafrirétti.
Allir þessir hópar samanlagðir rísa
svo upp gegn stjóm landsins og
heimta mannréttindi strax. Fólkið
er sterlct og gefst ekki upp þó að
á móti blási og lætur ekki skipa sér
fyrir verkum. En þó að þeirra hóp-
ur sé sterkur jafnast hann ekki á
við her stjómvalda með öll sfn
nýtísku vopn og sem virðist ekki
víla fyrir sér að skjóta til bana 700
böm sem fara í kröfugöngu fyrir
betri menntun eins og gerðist í
Soweto árið 1976. Það sem vantar
á baráttuna gegn þessum ljóta glæp
ér meiri alþjóðleg samstaða. Sam-
staða um að kaupa ekki vömr frá
Suður-Afríku, selja ekki vömr til
Suður-Afríku og hafa ekki nokkur
önnur sambönd við Suður-Afríku á
meðan ástandið er svona. Það er
það sem við viljum og stefiium að.
Nú þegar hafa allmörg ríki heims-
ins áttað sig á þvf hvað viðskipta-
bann er þýðingarmikið og er Island
eitt af þeim. Það er þess vegna sem
ekki verða seldar vömr frá Suður-
Afríku í fslenskum verslunum eftir
áramótin.
Við viljum minna þá sem reka
verslanir á að innan fárra daga
verður ólöglegt að hafa þessar vör-
ur á boðstólum og eins og stendur
í 3. grein í lögum um bann gegn
viðskiptum við Suður-Afríku og
Namibíu varða brot á ákvæðum
þessara laga sektum eða allt að
þriggja mánaða fangelsi þegar sak-
ir em mikiar.
Við í Suður-Afríkusamtökunum
munum fylgjast með gangi mála í
þágu neytenda og passa að þessar
vömr séu hvergi á boðstólum.
Höfundur er varaformaður Suð-
ur-A fríkusamtakanna gegn
„apartheid
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hvrtasunnukirkjan
Ffladelfía
Gamlársdagun Áramótasam-
verustund kl. 21.00.
Nýársdagur: Hétiöarsamkoma
kl. 16.30. Ljósbrot syngur.
Ræðumaður: Sam Glad.
VEGURINN
Kristið samfélag
Þarabakka 3
Samkoma verður nýársdag kl.
20.30. Eiður Einarsson predikar.
Allir velkomnir.
Vegurinn.
Trú og I íf
Smiðjuvcgl 1. Kópavogl
Nýársdagur: Hátíðarsamkoma
kl. 17. Ath. breyttan tíma.
Miðvikudagur: Unglingasam-
koma kl. 20.00.
Gleðilegt árl
Auðbrekku 2.200 KáfQVDgur
Sameiginlegur nýársfagnaður
með Veginum verður á nýárs-
nótt og hefst kl. 1.00 eftir mið-
nætti aö Þarabakka 3.
Nýársdagun Samkoma kl. 20.30.
Gleðilegt ár.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma á nýársdag
kl. 16.00.
Hjálpræðis-
herinn
/ Kirfcjustræti 2
Nýársdag kl. 16.00: Nýársfagn-
aður. Kapteinarnir Anne Marie
og Harold Reinholdtsen flokks-
foringjar stjórna og tala.
Miðvikudag 4. jan. kl. 20.00:
Jólafagnaður hjálparflokksins.
Verið velkomin.
Gleðilegt nýtt ár!
Hjálpræðisherinn.
f£unhjálp
I dag kl. 16 er almenn samkoma
í Hlaögerðarkoti. Fjölbreytt dag-
skrá með miklum söng. Ræðu-
maður Óli Ágústsson. Allir vel-
komnir.
Þökkum liðandi ár og óskum ykk-
ur Guðs blessunar á komandi ári.
Samhjálp.
KFUM og KFUK
Nýárssamkoma félaganna verð-
ur haldinn á nýársdag 1. janúar
kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2b.
Upphafsorð: Anna Hilmarsdóttir.
Ræðumaður séra Jónas Gislason.
Mikill söngur. Allir velkomnir.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
ýmislegt
Til viðskiptavina
Fjárheimtunnar hf.
Opnunartími um áramótin
2/1 1989. Lokað
Gleðilegt ár.
Fjárheimtan hf.
Auglýsing frá
Útvarpsréttarnefnd
Öllum sem starfsrækja útvarpsstarfsemi,
hvort heldur er um þráð eða þráðlaust (kapal-
kerfi) ber að sækja um rekstrarleyfi til Út-
varpsréttarnefndar.
Dreifing dagskrárefnis handa almenningi
með rafsegulöldum, hvort heldur í tali, tónum
eða myndum, um þráð eða þráðlaust er
óheimil sbr. útvarpslög nr. 51/1985, nema
að fengnu leyfi Útvarpsréttarnefndar.
Vakin er athygli á, að það telst eigi útvarp
í skilningi útvarpslaga ef útsending nær ein-
ungis til þröngs hóps innan heimilils eða
húsakynna fyrirtækis eða stofnunar, svo sem
í sjúkrahúsi, gistihúsi, skóla eða verksmiðju
sbr. 2. mgr. 1. gr. útvarpslaga nr. 68/1985,
eða ef móttaka þess er bundin íbúðarsam-
steypu, 36 íbúðir eða fleiri, sem eru innan
samfellds svæðis.
Umsóknum um ofangreint efni skulu sendar
Útvarpsréttarnefnd, Hverfisgötu 4-6, 150
Reykjavík.
Útvarpsréttarnefnd.
Tilboð óskast
í bifreiðar sem eru skemmdar eftir umferðar-
óhöpp. Þær verða til sýnis mánudaginn 2.
janúar á milli kl. 9.00 og 17.00.
Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17.00 sama dag.
TJÓNASKOBUNARSTttBIN SF.
Smiöjuvegur 1 - 200 Kópavogi - Sími 641120
ÆÍTíitsítiet?
tryggingar
BRUnHBttT
bátar — skip \
Fiskiskip
Til sölu 113 tonna stálskip,
101 tonna stálskip,
88 tQnna stálskip,
81 tonna stálskip,
40 tonna stálskip,
skipti á stærri eða minni,
26 tonna stálskip.
Vantar 120-350 tonna skip fyrir góða kaup-
endur.
Höfum til sölumeðferðar aflakvóta.
Vantar þokkalegan stálbát, 70-100 tonna
kvótalausan.
Skipasalan Bátar og búnaður,
sími 622554.
Fiskiskip
Til sölu 69 tonna eikarbátur,
skipti á 20-30 tonna bát,
64 tonna eikarbátur,
56 tonna eikarbátur,
17, 16, 15, 14, 12 og 10 tonna eikar-, plast-
og álbátar.
Skipasalan Bátar og búnaður,
sími 622554.
Borgarmálaráðstefna:
Starfshópurinn um atvinnumál
og nýsköpun atvinnulífs
heldur opinn fund þriðjudaginn 3. janúar
kl, 17.30, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki.
Starf hópsins er liður í undirbúningi fyrir
borgarmálaráðstefnu og kynningu sem
haldin verður 28. janúar nk.
Hópstjóri er Ragnar Guðmundsson.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik.