Morgunblaðið - 31.12.1988, Side 42

Morgunblaðið - 31.12.1988, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 SPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLA- MANNA VIÐ ÁRAMÓT Morgunblaðið hefiir snúið sér til forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Borgaraflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista og lagt fyrir þá sex áramótaspurningar. Þær birtast hér ásamt svörum forystumannanna. 3. Við upphaf ársins var ýtt úr vör með það að markmiði, að ríkissjóður yrði hallalaus í árslok. Hvaða skýringu hefur þú á því að hallinn er nú talinn nærri 7 milljarðar króna? 4. Telur þú að sú stefna sem nú er fylgt í hvalamálinu sé líkleg til að skila okk- ur þeim árangri að Alþjóðahvalveiðiráð- ið afnemi bannið við hvalveiðum árið 1990? 1. Telur þú að það hafi flýtt fyrir varanleg- um efnahagsaðgerðum, að stjómar- skiptin urðu í september? 5. Telur þú að við eigum að byggja nýtt álver og leggja þann varaflugvöil sem um hefur verið rætt? 2. Seðlabankinn spáir því að atvinnulífíð taki kipp í byijun næsta árs. Hvemig á að láta þann spádóm rætast og hindra atvinnuleysi? 6. Hvemig er best staðið að undirbúningi af íslands hálfu vegna breytinga á markaði Evrópubandalagsins, sem kenndar em við 1992? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Varanlegar efiiahagsaðgerð- ir fljótlega eftir áramótin Spumingar Morgunblaðsins eru þess eðlis, að þeim verður ekki svar- að nema annaðhvort í mjög löngu máli eða stuttu. Ég vel seinni kost- inn. 1. Þegar samstaða brást um niður- færsluleiðina samkvæmt tillögu for- stjóranefndarinnar, sem forsætis- ráðherra hafði skipað, var í raun fullreynt að þeir flokkar, sem stóðu að síðustu ríkisstjóm, náðu ekki saman um varanlegar efnahagsað- gerðir. Það sem á eftir fór var í raun fálm eitt. Stjómarslit urðu því miður óumflýjanleg og myndun nýrrar ríkisstjómar nauðsynleg til þess að ná samstöðu um varanlegar efnahagsaðgerðir. 2. Ekki veit ég með vissu um hvaða kipp Seðlabankinn er að tala. Hins vegar get ég fullyrt að ríkisstjómin mun gera það sem á hennar valdi er til þess að koma í veg fyrir at- vinnuleysi. Ég óttast þó að á sumum sviðum t.d., í verslun, verði ekki komið í veg fyrir mikinn samdrátt. Hins vegar hefur ríkisstjómin ein- beitt sér að því að bæta rekstrar- grundvöll framleiðsluatvinnuveg- anna. Með því er skapað svigrúm og betri skilyrði fyrir varanlegar efnahagsaðgerðir, sem munu sjá dagsins ljós fljótlega eftir áramótin. Ég tel ekki rétt að fjalla um þær í þessari blaðagrein — áður verða þær ræddar við aðila vinnumarkað- arins og stjómarandstöðu á Alþingi. 3. Skýringar á halla ríkissjóðs á liðnu ári eru margar. Líklega var sú áætlun, sem gerð var í upphafi ársins, ekki raunhæf, eða a.m.k. ekki nægilega fylgt eftir. Það er ekki nóg að ákveða að veita minna fjármagni í ýmsa þætti, sem eru nánast sjálfínrkir, eins og t.d. menntakerfíð, tryggingamar og heilbrigðiskerfíð. Til þess að spara stórar fjárhæðir í slikri starfsemi, þarf róttæka uppstokkun, sem í raun engir hafa treyst sér í. Hún verður þó fyrr eða síðar óhjákvæmi- leg. Stóraukinn vaxtakostnaður á einnig umtalsverðan þátt í þessum halla. Ríkissjóður varð, eins og fyr- irtæki og einstaklingar, fyrir barð- inu á háum raunvöxtum og miklum fíármagnskostnaði. Síðast en ekki síst varð samdrátt- urinn í lok ársins langtum meiri en menn höfðu gert ráð fyrir, reyndar var ekki gert ráð fyrir samdrætti í upphafí ársins. Við það urðu tolla- og söluskattstekjur ríkissjóðs langt- um minni en áætlað hafði verið. Vanskil á söluskatti hafa einnig orðið gífurleg, og er það mikið og alvarlegt umhugsunarefni, hvemig verslunum, þessum innheimtuaðil- um söluskattsins, tekst að skjóta sér undan greiðslu hans til ríkis- sjóðs. Það er að sjálfsögðu ekkert annað en þjófnaður. Er nú í athug- un, hvemig koma megi í veg fyrir slíkt. Tekjuskattur varð einnig minni en gert var ráð fyrir, sem að sjálf- sögðu má rekja til minni tekna al- mennings. 4. Of snemmt er að fullyrða að Al- þjóðahvalveiðiráðið afnemi bannið við hvalveiðum árið 1990. Hins veg- ar tel ég vafalaust að þær hvala- rannsóknir, sem við Islendingar höfum framkvæmt, verði taldar afar mikilvægar í þessu sambandi. Það hefur reyndar þegar komið fram á fundum Alþjóðahvalveiði- ráðsins, þar sem rannsóknir okkar hafa af ýmsum hógværari vísinda- mönnum hlotið sérstaka viðurkenn- ingu. Sérstaklega hygg ég að sú talning, sem fram mun fara í sum- ar, verði mjög mikilvæg í þessu sambandi. 5. _Því aðeins er rétt að byggja nýtt álver að sú framkvæmd falli vel að því efnahagsástandi, sem er þegar ráðist er í slíka framkvæmd og þá virkjun, sem henni fylgir. Slík fram- kvæmd má ekki verða til þess að skapa nýja þenslu og verðbólgu- öldu, og raforkuverðið verður að sjálfsögðu að vera nægilega hátt til þess að virkjun teljist arðbær. Sömuleiðis er æskilegt að álver stuðli að jafnvægi í byggð landsins. Ekkert af þessu liggur nú fyrir, né hagkvæmni nýs álvers sem slíks. Því er alltof snemmt að fullyrða að byggja eigi nýtt álver. Varaflugvöllur er afar mikilvæg- ur vegna eigþn millilandaflugs. Hins vegar er um að ræða mjög kostnað- arsama framkvæmd, sem ég efast um að við höfum efni á í bráð. Ef spurt er um varaflugvöll, sem kost- aður yrði af mannvirkjasjóði Atl- antshafsbandalagsins, fer álit mitt eftir þvf, hvort um hemaðarfram- kvæmd yrði að ræða. Ef slíkur flug- völlur yrði að öllu leyti í vörslu og rekstri íslendinga, og aðeins notað- ur af hervélum í neyðartilfellum, tel ég að athuga beri byggingu slíks flugvallar. 6. Undirbúningur af íslands hálfu vegna breytinga á markaði Evrópu- bandalagsins, sem kenndar eru við 1992, er þegar hafínn. Áhersla hef- ur verið lögð á þátttöku í þeirri aðlögun, sem fram fer sameiginlega af löndum Fríverslunarbandalags Evrópu. Viðræður hafa farið fram við stjómamefnd Evrópubanda- lagsins, þar sem íslenskir hagsmun- 1. Vandinn er uppsafnaður og stjómarskiptin hafa í sjálfu sér engu breytt. Núveradi ríkisstjóm er að meginstofni til sú sama og áður sat og enn sjást engin merki þess að fyrstu aðgerðir hennar leiði til varanlegrar lausnar. Úrræði ríkisstjómarinnar birt- ast fyrst og fremst í því að frysta laun. Vegna launafrystingar og svokallaðrar verðstöðvunar er verðbólga nú óveruleg. Hjöðnun verðbólgu hefur í för með sér að nafnvextir em orðnir raunvextir og hafa þeir sjaldan verið hærri en síðustu vikumar. Ástandið hef- ur því ekki skánað hvað fjármagns- kostað varðar. í stað þess að bæta rekstrar- grundvöll fyrirtækja og skapa eðli- Steingrímur Hermannsson ir hafa verið kynntir. Sömuleiðis hefur verið rætt við ýmsa forystu- menn landa Evrópubandalagsins. í þeim tilgangi hef ég m.a. rætt við forsætisráðehrra Dana, forsætis- legt ástand fyrir atvinnulífíð al- mennt, fá valin fyrirtæki nú aukna fyrirgreiðslu í formi lána. Ljóst er að eitthvað er bogið við kerfíð þegar sjávarafli hefur aldrei verið eins mikill og verðmætur en á sama tíma hefur staða þessarar undirstöðugreinar aldrei verið eins bág. Því verður að leggja áherslu á að greina vandann og stokka upp með tilliti til þess. 2. Nú við árslok berast okkur frétt- ir um að aflaverðmæti hafí aldrei verið meira en á nýliðnu ári. Þegar horft er fram á við em líkur á að fískverð fari hækkandi. Þá má ætla að dollarinn muni ekki falla frekar en orðið er gagnvart öðmm ráðherra Portúgala, forsætisráð- herra Breta, forsætisráðherra Belga og kanslara Vestur-Þýska- lands. Á slíkum fundum hefur verið gerð grein fyrir þeirri ákvörðun ís- lendinga að sækja ekki um fulla aðild að Evrópubandalaginu, en leita hins vegar eftir nánum við- skiptatengslum. Þessi sjónarmið hafa mætt góðum skilningi og í mörgum tilfellum stuðningi. Á milli þeirra ráðuneyta, sem að málefnum sem tengjast Evrópu- bandalaginu koma, er starfandi samstarfsnefnd. Hún er undir yfír- stjóm utanríkisráðuneytisins og fjallar um þau fjölmörgu málefni, sem tengjast Evrópubandalaginu. Sömuleiðis starfaði milliþinganefnd að þessum málum. Hún hefur ný- lega sent frá sér skýrslu um málið. Á næsta ári tökum við íslending- ar við formennsku í Fríverslunar- bandalagi Evrópu og höldum henni í hálft ár. Sá tími verður afar mikil- vægur og þá er nauðsynlegt að vinna vel að þeirri aðlögun, sem er óhjákvæmileg, að þeim mörgu breytingum, sem verða innan Evr- ópubandalagsins til ársins 1992. Það mun krefjast bæði breytinga á ýmsum stöðlum og ekki síður fram- kvæmdaatriðum af okkar hálfu, sem of langt mál er upp að telja. Ég óska lesendum Morgunblaðs- ins þess að nýja árið megi reynast farsælt og gott. gjaldmiðlum og fátt bendir til að olíuverð muni hækka. Þannig eru líkur á að ytri skilyrði verði okkur hagstæð á ný. Takist að skapa öllum atvinnurekstri eðlileg rekstr- arskilyrði þá mun ekki koma til frekara atvinnuleysis. Hins vegar er rík ástæða til að vera á verði gagnvart hættunni á auknu launa- bili í kjölfar launafrystingar og minnkandi atvinnu. Spá Seðlabankans um að at- vinnulífíð taki kipp byggir væntan- lega á líkum á batnandi ytri skil- yrðum á komandi ári. Það er hins vegar alveg Ijóst að til þess að spá þessi megi rætast verðum við að breyta stefnu okkar varðandi nýt- ingu þeirrar dýrmætu auðlindar sem fískistofnarnir eru þannig að j afraksturinn skiptist réttlátar nið- ur á landsmenn. Danfríður Skarphéðinsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista: Urræði stjórnarinnar felast einkum í frystingu launa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.