Morgunblaðið - 31.12.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 31.12.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Meira um óhóflegan innflutn- ing bfla 1986-1988 og fleira eftir Guðjón F. Teitsson Hinni miklu fjölgun bíla fylgir auðvitað verulega aukinn kostnað- ur við götur, þjóðvegi og bílaferjur (svo sem fyrir Vestmannaeyjar og Breiðafjörð), en sá kostnaður er varla innifalinn í ofangreindri áætlun né mikið vinnutap vegna umferðartafa og umferðaröng- þveitis á þýðingarmiklum stöðum ásamt tímaeyðsiu fólks í leit að bílastæðum, en hin skyndilega Qölgun bíla sprengdi allar fyrri áætlanir um akvegi og aðstöðu á þessu sviði. Bílamir sjálfir fymast til ónýtis á 10—15 árum og þeim fylgir ár- legur rekstrarkostnaður í innflutt- um vörum (varahlutum, benzíni, smurolíum o.fl.) ásamt hækkuðum tryggingagjöldum og auknum tjóna- og slysakostnaði, mjög í tengslum við hina skyndilegu fjölgun bílanna. Umrædd bílaeign stuðlar að mjög takmörkuðu leyti að aukinni Miiy.kr. Fluttir inn 30.000 bílar, umfram hóf, áætlað meðalverð greitt cif kaupendum 500 þús. kr. á bíl 15 Áætluð fjárfesting í bílskúrum fyrir aðeins þriðjung ofan- greindra bíla eða 10.000 bflskúra á 500 þús. kr. hvem 5 Áætluð fjárfesting i auknum bfla- stæðum við verzlanir, skrifstofur, banka, skóla, sjúkrahús, sam- komuhús, ýmiss konar vinnustaði og heimahús; ennfremur flárfest- ingu í auknu húsrými til bflasölu og mannvirkja til þjónustu í sam- bandi við rekstur bfla. 5 25 verðmætasköpun í atvinnulífínu, en fellur nær eingöngu undir mikla beina eyðslu til meintra lífsþæg- inda, að víssu með frádrætti vegna mengunar o.fl. Peningar til umræddrar eyðslu verða samt að koma frá atvinnulíf- inu, en þegar það hefír verið blóð- mjólkað í þessu skyni, svo sem gerst hefír fyrir vanstjóm hér á Guðjón F. Teitsson landi að undanfömu, þá er sú vá fyrir dymm, sem nú er við að glíma. — En óhyggilegt má telja að halda áfram, með aukinni skattlagningu spamaðar, því hóf- „Umrædd bílaeign stuðlar að mjög tak- mörkuðu leyti að auk- inni verðmætasköpun í atvinnulífínu, en fellur nær eingöngu undir mikla beina eyðslu til meintra lífsþæginda.“ lausa eyðslulífi, sem til hefír verið stofnað. Bandaríki Norður-Ameríku em auðugasta iðnríki heims og jafn- framt mesti bílaframleiðandi, og virðist því ekki við hæfi, að íslend- ingar keppi við þá þjóð um mesta bílaeign miðað við íbúatölu. Til nánari íhugunar þess hve ofangreindur bílainnflutningur ásamt fylgjandi fjárfestingu og rekstri felur í sér hrikalegt dæmi er það, að hin nýja Ölfusárbrú, sem „Draugabæir, draugaþorp“? eftirSigurð Gunnarsson í Morgunblaðinu þann 6. desem- ber sl. birtist grein eftir Gylfa Þ. Gíslason. Grein þessi ber nafnið „Kvótinn til einstaklinga en ekki skipa." Ymislegt nefnir höfundur í grein sinni, sem gefur okkur lands- byggðamönnum ( og reyndar fleir- um) ástæðu til frekari hugleiðinga. Það má segja að við íslendingar séum heppnir með auðlindir okkar, sem em yfírleitt þess eðlis að þær endumýjast, en em takmarkaðar eins og aðrar auðlindir. Við höfum verið blessunarlega lausir við hinar svokölluðu „draugaborgir" sem gef- Austur-Skafta- fellssýsla: Iðnaðarmenn harmaað tilboði Húsa- ness var tekið STJÓRNIR iðnaðarmannafélaga Austur-Skaftafellssýslu og bygg- ingarmannadeildar Verkalýðs- félagsins Jökuls harma þá ákvörðun hreppsnefiidar á Höfii að taka tilboði Húsaness sf. í Keflavík í byggingu 14 kaup- leiguíbúða í bænum. Hefiir hreppsnefiid verið send ályktun þess efnis. í ályktuninni segir: „Stjómum félaganna þykja rökin sem sett hafa verið fram af hreppsnefnd til réttlætingar á þessari ákvörðun ekki fullnægjandi, þegar tillit er tekið til útboðsgagna og úrvinnslu þeirra. Lægsta verð á fermeter samkvæmt þeim gögnum sem lögð hafa verið fram var frá verktaka héðan af staðnum, svo ekki sé nú tekið tillit til hvers virði það er að halda verki af þessari stærðargráðu í höndum heimamanna. Við skomm á hreppsnefnd að endurskoða afstöðu sína í máli þessu, og teljum að miðað við ailar aðstæður væri sú ákvörðun byggða- laginu til heilla. ur að líta sums staðar úti í heimi. Þar sem það hefur átt sér stað, að auðlindin sem mannlífið byggist á var allt í einu þrotin. Fiskveiðar hljóta ef rétt er á haldið að miðast við að taka vextina úr hveijum veiðistofni, en þeir „vextir" geta verið nokkuð misjafn- . ir frá einu ári til annars. Svo langt sem sögur greina hafa komið aflaár og svo aftur aflaleysisár. Ennþá er þetta svona í einhveijum mæli þrátt fyrir allar framfarimar. Þessu valda ýmsar náttúmlegar aðstæður, svo sem umbreytingar á lífríki sjávar, óvenju hlýr, kaldur og/eða næring- arsnauður sjór, átumagn— og göng- ur og þá ekki hvað síst árgánga- stærð veiðistofna. Fiskigöngnr o.fl. Alþekkt er hvað fiskigöngur haga sér misjafnlega. Á vertíð fískast stundum vel fyrir Suður- landi, stundum fyrir vestan eða jafnvel fyrir Norðurlandi o.s.frv. Eftir nokkrar góðar vertíðir á Breiðafirði var síðasta vertíð þar með afbrigðum léleg. Vegna lélegr- ar vertíðar er bátafloti landsins rek- inn með 13% halla á meðan togarar komast rétt yfír núllið. Svo eru til ráðamenn ( þjóðfélaginu, sem telja að lækka verði fiskverð. Gylfi Þ. Gíslason er svo „vinsam- legur“ íslenskri útgerð að benda ráðamönnum á gjaldtöku fyrír leyfí til fiskveiða. Skattur sá er að jafhaði nefndur auðlindaskattur og er fyrst og fremst landsbyggða- skattur, sem fólk hugsar til með hryllingi hér á landsbyggðinni. Reyndar fínnst okkur nægir skattar fyrir sem fara beint í ríkiskassann. Við höfum góða reynslu af því hvað kemur til baka, ætlað í þarfír heimafólks, sbr. könnun sem gerð var í Norðurlandi vestra fyrir síðustu alþingiskosningar. Um gjaldtökuheimild Gylfí setur fram þá skoðun, að þar sem Alþingi hafí lýst fískistofn- ana við landið þjóðareign, þá hljóti ríkið að taka gjald fyrir veiðileyfí eins og bóndi þurfí að greiða jarðar- afgjald og veiðimaður í Elliðaánum borgar fyrir veiðileyfí. Hér er ekki um sambærileg hluti að ræða. Ríkið hefur ekki keypt fískveiðilögsöguna eins og það hefur hins vegar gert Sigurður Gunnarsson „Spurning hvort sú ákvörðun að lýsa físki- stofíiana þjóðareign stenst stjórnarfarslega þ.e.a.s. verði gripið til gjaldtöku fyrir veiðarn- ar. Vinnurétturinn er ótvíræður og gjaldtöku ákvörðun myndi örugg- lega leiða til málshöfð- unar.“ hvað varðar jörðina, sem bóndinn greiðir afgjald fyrir. Reykjavíkur- borg þurfti á sínum tíma að leggja út fé fyrir Elliðaánum. Samfélagið hefur ekkert lagt fram til kaupa á fiskistofnunum, frekar en fyrir rétt- indin til flugs á vissum flugleiðum eins og Gylfí réttilega nefnir. Þess vegna er með öllu óréttmætt að fiskimenn greiði til ríkisins fyrir veiðirétt í efnahagslögsögunni. Þá er þess að geta, að ekki eru allar samþykktir Alþingis fullkomnar og spurning hvort sú ákvörðun að lýsa fiskistofnana þjóðareign stenst stjómarfarslega þ.e.a.s. verði gripið til gjaldtöku fyrir veiðamar. Vinnu- rétturinn er ótvíræður og gjaldtöku ákvörðun myndi örugglega leiða til málshöfðunar. Frekar um vinnurétt Til að hafa með höndum stjóm- unarstörf á sjó þurfa menn að hafa að baki skólagöngu auk lágmarks vinnutíma á sjó. Sama gildir t.d. um rafvirkja sem þurfa að hafa lokið ákveðnu námi og prófum til að öðlast vinnuréttindi við rafvirkj- un. Af þeim rökum er einmitt hægt að bera sarnan rétt manna til fiskveiða og rafvirkjunar. Báðir aðilar þurfa reynslu og verkþekkingu til þeirra verka, sem hér um ræðir. Hvorki raf- virkinn né stjómandi á fiskiskipi hafa leyfi til að selja þekkingarétt sinn. Byggðaröskun Oft er talað um byggðaröskun. Sér í lagi rétt fyrir kosningar. En eitt er víst að minnkandi sjávarafli og lélegur kvóti í framhaldi af léleg- um afla hin svokölluðu viðmiðunar- ár hefur átt sinn hluta í flutningi fólks frá landsbyggðinni. Sjávarþorpin og bæimir kringum landið hafa lengst af haft sitt aðal- framfæri af sjávarafla. í þessum byggðum eru mikil verðmæti fólgin í mannvirkjum. Þama býr fólk sem vill fá að vera í friði fyrir ásókn „óviðkomandi" manna í þau auðæfí sem það hefur löngum haft fram- færi sitt af. Vegna verðfalls á mörk- uðum og óheyrilega lélegrar lands- stjómar eiga ýmsir staðir í vök að veijast. Þar sem eigið fé er uppurið er varla bjart framundan. Að minnsta kosti verður ekki séð með hveiju viðkomandi geti keypt veiði- rétt. Hlutdeild hinna ýmsu staða í sjávarafla er oft misjöfn frá einu ári til annars, reyndar sýnist svipað eiga sér stað meðal ýmissa stjóm- málaflokka þ.e. hlutdeild þeirra í fylgi þjóðarinnar er ærið misjafnt. Þegar illa gengur er það oft eða oftar, að ýmis óhöpp og bilanir ásamt og/eða aflabrestur á heima- miðum gera útgerð erfítt fyrir. Það er augljóst að undir slíkum kring- umstæðum kaupa menn ekki kvóta. Hann verður keyptur af þeim sem fjárráðin hafa. Þar sem ekki er að öðra að 45 vonandi endist um aldir, var á júlí- verðlagi 1988 talinn kosta 280 millj. kr. og 5 km jarðgöng undir Hvalfjörð hafa nýlega verið áætluð að kosta á núverandi verðlagi kringum 2 milljarða kr. Hin hóflausa fjárfesting í fólks- bílum og tilheyrandi á sl. 3 áram virðist því samsvara 90 Ölfusár- brúm eða 12-sinnum áætluðu verði 5 km jarðganga undir Hvalfjörð. ' Vitanlega dettur engum í hug að gera 90 brýr yfír Ölfusá eða 12 jarðgöng undir Hvalfjörð, en dæmin era sett fram til að vekja nánari athygli á því hversu betur myndi nú komið hag þjóðarinnar, ef áður greindri fjárfestingu upp á sennilega 25—30 milljarða kr. hefði á síðustu 3 áram verið varið til varanlegri þarfa og mest til arðgefandi atvinnurekstrar i stað mikillar eyðslusemi. Að lokum skal á það bent, að þegar flestar nauðsynjavörar era orðnar ódýrari innfluttar frá út- löndum en framleiddar hér á landi, — og þrátt fyrir ferðakostnað ódýrara en hér að dvelja í sumar- lejrfum eða árlegum hvíldarleyfum með fæði á góðum hótelum í fjar- lægum löndum, þá virðist lítill vafi á því að gengi hins íslenzka gjaldmiðils er orðið þannig rangt skráð, að þjóðarhag er hætta búin. Höfimdur er fyrrverandi forstfóri Skipaútgerðar ríkisias. hverfa en sjávarútvegi, þá flytja menn burt þegar ekki er lengur hægt að fara á sjó. Þá getum við íslendingar e.t.v. eignast okkar „draugaþorp“. Þegar kvótinn verð- ur kominn í hendur fáeinna pen- ingamanna, sem ekki telja það borgi sig að gera út frá þessu eða hinu sjávarplássinu. Slíkt kalla einstaka menn hagræðingu. Það er víst ekki ^ í tísku að hugsa um fólkið, þegar hin margslungna „hagræðing“ er til umhugsunar. Ýmsir virðast hafa gleymt því, að hagræðing á að þjóna fólkinu, en ekki öfugt. Þróun Svo virðist sem sú þróun sé nú hafin að einstaka aðilar kaupa upp báta sem síðan er lagt, en kvótinn yfirfærður á annað skip. Sé þessi þróun óhjákvæmileg verður hún að ganga yfír. Þó er æskilegt að slík þróun gangi hægt fyrir sig. Hver sá staður sem missir þannig bát og um leið kvóta þarf góðan umþóttun- artíma til þess að finna nýjar leiðir til atvinnuuppbyggingar. Sums- staðar er þessi þróun þegar hafin t.d. með laxeldi sem sýnist á ýmsum stöðum helsti möguleikinn til þess að halda uppi framleiðslu og at- vinnu, þar sem sjávarafli fer minnk- andi. Höfimdur er sjómaður A Húsa vík ogístjóm Landssambands smá- bátaeigenda. Fræðsluvarp og Bréfeskól- inní samstarf Þýskukennsla fyrir byijendur hefst miðvikudaginn 2. janúar 1989 á rás 2 í Ríkisútvarpinu. Bréfaskólinn og Fræðsluvarp standa að þessu námskeiði þar sem bréfanám og útvarpskennsla fléttast saman. Þættimir verða 20 mínútna lang- ir og 14 talsins, á hveiju mánudags- kvöldi kl. 21.30 og endurteknir á sama tíma á föstudagskvöldum. í útvarpsþáttunum fá þátttakendur æfingu í að skilja talaða þýsku og að mynda setningar á þýsku. Enn- fremur verður um miðbik hvers þáttar sagt frá menningu og mannlífi meðal þýskumælandi þjóða. Námsgögn fást í Bréfaskólanum, Suðurlandsbraut 32.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.