Morgunblaðið - 10.01.1989, Side 25

Morgunblaðið - 10.01.1989, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1089 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 25 Þrjátíu og nmm mál afgreidd á síðasta ári JltagiiaMafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Mikilvægasta verkefiiið 1989 Umboðsmaður Alþingis: UMBOÐSMAÐUR Alþingis fjallaði um 70 mál á árinu 1988, en þar af voru 67 kvartanir frá einstaklingum eða samtökum og 3 mál sem umboðsmaður tók upp að eigin frumkvæði. Við síðustu áramót höfðu 35 mál verið afgreidd, og lauk 5 þeirra með því að umboðsmaður lét uppi álit sitt um hvort tiltekin athöfn stjórnvalds bryti í bága við lög eða góða stjórnsýsluhætti. í lok júlímánaðar á liðnu ári höfðu umboðsmanni Alþingis borist 24 mál, en frá byrjun ágúst og til ársloka bárust 46 mál, og þar af 15 í desember. Til skrifstofu umboðsmanns bárust einnig Qölmargar fyrirspurnir, sem leyst var úr með leiðbeiningum til viðkomandi aðÚa. Atvinnuleyfissviptingar vegna hámarksaldurs leignbifreiðastj óra: Akvörðun ráðuneyt- isins er óviðunandi Atæplega 45 árum íslenzks lýðveldis hafa setið fímmt- án ríkisstjómir í landinu. Þar af átta fjölflokkastjómir að nú- verandi ríkisstjóm meðtalinni. Engin Qolflokkastjóm hefur lifað heilt kjörtímabil. Meðalald- ur þeirra hefur reynzt um það bil tvö ár. Þeim hefur ekki enzt aldur til að fylgja fram stefnu- málum. Þar ofan í kaupið hafa fjöl- flokkastjómir átt í erfíðleikum með að móta heildstæða stjóm- arstefnu. Stuttur starfsaldur þeirra hefur einkennst af sam- felldum „stjómarmyndunarvið- ræðum" fremur en framkvæmd markvissrar stjómarstefnu. Þau vandamál, sem við er að etja í íslenzkum ríkis- og þjóðar- búskap á líðandi stundu, eiga ekki sízt rætur í ómarkvissri stefnumörkun og ómarkvissum starfsháttum Alþingis og ríkis- stjóma lengi undanfarið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjómmálaflokkar í landinu em of margir, of smáir og of veikir. Smáflokkagerið hefur veikt lýðræði og þingræði í landinu. Það dregur verulega úr mögu- leikum kjósenda til þess að hafa — með atkvæði sínu — áhrif á sljómarmyndun eða stjómar- stefnu eftir kosningar. Stjómar- myndanir ráðast fremur í „hrossakaupum“ eftir kosning- ar en við kjörborðið. Og það gerir nánast ómögulegt að mynda stefnufastar og sterkar ríkisstjómir í landinu. Sú ríkisstjóm sem nú situr „skartar" öllum annmörkum fjölflokkastjóma. Öxull hennar er sá einn að stórauka bæði beina og óbeina skattheimtu, færa fleiri og fleiri milljarða króna frá fólki og fyrirtækjum til ríkissjóðs, á sama tíma og kaupmáttur verkafólks innan ASI lækkar að meðaltali um 2,3%, samkvæmt Fréttabréfí Kjararannsóknamefndar (frá þriðja ársQórðungi 1987 til þriðja ársfjórðungs 1988). Síðan á að beija í brestina með þvi innbyrða fjórða stjómarflokk- inn, ef um semst í viðræðum sem hefjast í vikulokin. En þjóð- kjörið þing er sent í frí fram í næsta mánuð. Undir þessum kringumstæð- um leggja tveir fyrrverandi frambjóðendur Samtaka frjáls- j lyndra og vinstri manna — Olaf- ; ur Ragnar Grímsson formaður ’í Alþýðubandalagsins og Jón * Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins — upp í funda- herferð um landið. Herferðin ber yfírskriftina „á rauðu ljósi“. Alþýðublaðið lætur að því liggja í forsíðufrétt að þetta sé ekki ferð án fyrirheits, heldur „upp- haf sameiningar A-flokkanna“. En „sameining vinstri manna“ var einmitt höfuðmarkmið þeirra samtaka, sem formenn A-flokkanna gerðu stuttan stanz í á öndverðum pólitískum ferli sínum. Af þessu tilefni segir Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í grein í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugar- dag: „Engum vafa er undirorpið að borgaraleg frjálslynd öfl eru í miklum meirihluta á íslandi. Þau eru ekki einungis að finna í Sjálfstæðisflokknum og Borg- araflokknum, heldur einnig í Framsóknarflokknum og meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks- ins og jafnvel Kvennalistans. Ef hér á að byggja upp ftjáls- lynt þjóðfélag og koma í veg fyrir að þau vinstri viðhorf, sem nú ráða ríkjum, verði allsráð- andi, er nauðsynlegt fyrir borg- araöflin að hefja aukið samstarf sín á milli. Þó að mikill vandi steðji að íslenzkum atvinnuveg- um, búa íslendingar við mjög góð ytri skilyrði um þessar mundir og hafa því alla mögu- leika á að vinna sig út úr erfíð- leikunum og hefja nýja fram- farasókn. Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn hafa með dygg- um stuðningi Framsóknar- flokksins komið fram ýmsum grundvallarstefnumálum Al- þýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumálum. Það er hinn eðlilegi undanfari aukinnar samvinnu og síðar samruna A-flokkanna. Borgaraöflin verða nú að snúast gegn þess- ari þróun með aukinni samvinnu sín á milli á pólitíska sviðinu. Það er tvímælalaust mikilvæg- asta pólitíska verkefnið sem við blasir í byijun þessa árs.“ Undir þessi orð skal tekið. Oft var þörf en nú er nauðsyn að styrkja breiðfylkingu borg- aralegra afla í landinu. Sá var höfuðtilgangur Sjálfstæðis- flokksins þegar hann var stofn- aður Nmeð samruna íhalds- flokksins og Fijálslynda flokks- ins 1929. Sá er höfuðtilgangur hans enn í dag. Þannig má á nýjan leik stuðla að nauðsyn- legri festu í íslenzkum stjórn- málum. í 11 af þeim málum sem lokið var um síðustu áramót kom ekki til frekari afskipta umboðsmanns, þar sem aðilar höfðu vísað málum til dómstóla eða máli hafði ekki verið skotið til æðra stjómvalds áður en kvörtun var borin fram, en það er skilyrði eigi umboðsmað- ur að fjalla um málið. í 6 tilvikum lauk máli vegna þess að þeir sem höfðu borið fram kvörtun féllu frá henni. í öðrum tilvikum voru mál- in tekin til frumathugunar, en að henni lokinni var ekki talin ástæða til nánari umfjöllunar, og í sumum tilvikum höfðu þeir sem báru fram kvörtun fengið leiðréttingu sinna mála eftir að umboðsmaður hafði beint fyrirspum til hlutaðeigandi stjómvalds um það efni sem kvart- að var yfir. Þær kvartanir sem borist hafa til umboðsmanns hafa lotið að ýmsum þáttum í stjómsýslunni, en af einstökum málaflokkum hafa flest mál lotið að framkvæmd skattamála, eða 11 talsins. I 8 til- vikum var kvartað vegna frávikn- ingar opinberra starfsmanna eða annarra málefna opinberra starfs- manna og 6 mál fjalla um meðferð stjómvalda á forræðismálum bama. Af öðrum málaflokkum má nefna ákvarðanir um sviptingu atvinnuréttinda, framkvæmd byggingarmálefna og bótagreiðsl- ur almannatrygginga. Af þeim 35 málum sem ekki höfðu hlotið endanlega afgreiðslu um síðustu áramót var í 6 tilvikum beðið eftir umsögnum eða upplýs- ingum frá stjómvöldum, í 6 málum var beðið eftir umsögnum frá þeim sem höfðu borið fram kvörtun, 21 mál var til frumathugunar og tvö mál voru til lokaafgreiðslu hjá umboðsmanni. AF 5 málum sem umboðsmaður Alþingis hefúr sent frá sér álit um varða 3 mál kvartanir sem honum bárust vegna brottvikn- inga leigubílstjóra úr starfi vegna aldurs. Komst umboðs- maður að þeirri niðurstöðu í fyrsta áliti sem hann sendi frá sér i október s.l., að reglugerð- arákvæði varðandi hámarksald- ur leigubílstjóra ætti sér ekki lagastoð. í svari Samgöngu- ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis við því áliti segir að ráðuneytið muni ekki hlutast til um að þeim leigubílstjórum sem gert hefúr verið að leggja inn atvinnuleyfi sín vegna aldurs verði veitt atvinnuleyfi á ný. Telur umboðsmaður þessa ákvörðun ráðuneytisins óviðun- andi, þar sem hann telur að lög hafi verið brotin á viðkomandi leigubílstjórum. Umboðsmaður Alþingis telur að ákvæði í reglugerðum sem hafa í för með sér takmarkanir eða missi atvinnuréttinda verði að eiga sér ótvíræða stoð í lögum, og stranga kröfu verði að gera um að slík lagaheimild sé tvímælalaus ef í hlut eiga afdrifarík ákvæði svo sem um réttindamissi. Lög um leigubifreiðar hafi frá upphafi geymt fyrst og fremst ákvæði varðandi heimild til takmörkunar á fjölda leigubifreiða, um skyldu til að stunda leiguakstur frá stöð og um ráðstöfun leyfa til leigubif- reiðaaksturs. Þar hafi ekki verið til að dreifa reglum um það, hvaða skilyrðum menn þurfi að fullnægja til að fá slík leyfí eða hvaða atvik leiða til brottfalls þessara réttinda. Samkvæmt gildandi lögum sé óheimilt að skerða atvinnuréttindi manna sem á lögmætan hátt stunda akstur leigubifreiða og séu fullgildir félagar í hlutaðeigandi stéttarfélagi þegar takmörkun á fjölda leigubifreiða er ákveðin með reglugerð. Telur umboðsmaður Alþingis að reglugerðarákvæði frá 1985 um hámarksaldur leigubif- reiðastjóra eigi sér ekki viðhlítandi lagastoð, þannig að því verði ekki beitt gegn leyfíshöfum sem höfðu leyfí við gildistöku nefnds ákvæð- is, en bílstjóramir þrír sem um ræðir eru allir meðal þeirra. í bréfi samgönguráðuneytis- ins frá 23. nóvember til umboðs- manns Alþingis kemur fram að verið sé að endurskoða lög um leigubifreiðar, og í væntanlegu frumvarpi verði að öllum líkindum lagt til að atvinnuleyfí til leigubif- reiðaaksturs falli niður þegar leyf- ishafí verður 75 ára. Einnig segir í bréfi ráðuneytisins að ráðuneytið muni ekki hlutast til um að þeir leyfishafar sem gert var að leggja inn atvinnuleyfí sín fyrir 1. júlí 1988 fái atvinnuleyfi sín á ný. Telur umboðsmaður Alþingis að þessi ákvörðun ráðuneytisins sé óviðunandi þar sem hann telur að lög hafí verið brotin á viðkomandi leigubifreiðastjórum. Jón Baldvin Hannibalsson herra í Brussel, Haraldur Kröyer, sendiherra í París og Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Út- flutningsráðs. Tekjutrygging örorkulífeyrisþega vegna tekna maka: Skerðing á sér lagastoð en reglumar ætti að endurskoða ÁKVÆÐI reglugerðar sem kveða á um skerðingu á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka eiga sér stoð i lögum sam- kvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Hann telur að þar sem deila megi um hvort viðkomandi ákvæði séu réttlát eigi að taka viðkom- andi reglur til athugunar, og i lögum eigi að afinarka nánar en nú er gert hvaða skilyrði megi setja i reglugerð fyrir því að menn njóti umræddrar tekjutryggingar. Umboðsmanni Alþingis barst kvörtun frá einstaklingi um að viðkomandi hefði ekki notið tekju- tryggingar sem örorkulífeyrisþegi, samkvæmt lögum um almanna- tryggingar, vegna fyrirmæla í reglugerð um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækk- anir, en reglugerðin er sett með stoð í lögunum um almannatrygg- ingar. í reglugerðinni segir að njóti annað hjóna elli- eða örorkulífeyr- is, en hitt ekki, þá skuli helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans. Fari þessar tekjur hans ekki fram úr ákveð- inni hámarksupphæð skuli greiða ákveðna uppbót (tekjutryggingu) á lífeyri hans. Hafí bótaþeginn hins vegar tekjur umfram hám- arksupphæðina skuli skerða upp- bótina um sem svarar 55% þeirra tekna sem umfram eru. Telur við- komandi einstaklingur að með útgáfu og framkvæmd reglugerð- arinnar taki framkvæmdavaldið til baka þau réttindi af ákveðnum hópi fólks sem löggjafarvaldið ákvað með lögunum. í áliti umboðsmanns Alþingis segir að hann telji að skerðingará- kvæði reglugerðarinnar eigi sér nægilega lagastoð. Hafi hann í niðurstöðu sinni tekið tillit til þess að nefnd skerðingarákvæði geta ekki talist fara í bága við nein meginsjónarmið þeirra almanna- tryggingalaga, sem fram til þessa hafa gilt. Þrátt fyrir þessa niður- stöðu segir umboðsmaður Alþingis að honum sé ljóst að deila megi um hvort umrædd skerðingará- kvæði geti talist réttlát eða heppi- leg. Þaað sé því skoðun hans að ástæða sé til að taka þessar reglur til athugunar og taka á ný afstöðu til þess hvort þær eigi að haldast óbreyttar. Þá telur hann eðlilegt að í lögum sé afmarkað nánar en nú er gert hvaða skilyrði megi setja í reglugerð fyrir því að menn njóti umræddrar tekjutryggingar. Utanríkisráðherra ræðir við erlenda starfsbræður sína: Breyttar forsendur vegna aukins útflutnings tfl Evrópubandalagsins Viðskipti íslands og EB ekki fyllilega gagnkvæm París. Fri Kristófer M. Krutinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra átti í gær fúndi með starfsbræðrum sínum frá Spáni, Portúgal og Frakklandi en alíir taka þeir þátt i ráð- stefiiu um efiiavopn sem fram fer þessa dagana í París. Jón Baldvin kvaðst hafa gert ut- anríkisráðherrunum grein fyrir yfirgnæfandi mikilvægi sjávar- afúrða fyrir íslenskt efiia- hagslíf. Þá hefði hann og bent á að töluvert vantaði upp á að viðskipti íslands og aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) gætu talist gagnkvæm. Jón Baldvin kvaðst hafa lagt á það áherslu að forsendur íslend- inga í viðskiptum við EB hefðu að ýmsu leyti breyst vegna stór- aukins útflutnings til aðildarríkja bandalagsins. Bent hefði verið á að þau viðskipti væru ekki fyllilega gapkvæm þar eð ríki EB hefðu óhindraðan aðgang að íslenskum markaði fyrir iðnaðarvörur sínar á meðan hluti sjávarafurða íslend- inga, sem eru 75 til 80 prósent af útflutningi þjóðarinnar, sætti innflutningshömlum. „Við höfum fyllilega staðið við okkar hlut og við getum ekki sætt okkur við að fyrir aðgang okkar að mörkuðum EB komi réttur aðildarríkjarina til að nýta auðlindir íslendinga," sagði Jón Baldvin Hannibajsson. „Við erum að sjálfsögðu ekki að deila við Evrópubandalagið um grundvallarreglur sem það setúr sér. Við erum einungis að fara fram á skilning á sérstöðu íslend- inga,“ bætti hann við. . Utanríkisráðherra kvað undir- tektirnar hafa verið mjög vinsam- legan Utanríkisráðherra Spánar, Francisco Femandez Ordonez, sem væntanlegur er til íslands í fylgdarliði Jóhanns Karls Spánar- konungs næsta sumar, hefði lýst sig reiðubúinn til að ræða sam- skipti íslands og EB við Manuel Marin, nýskipaðan framkvæmda- stjóra fiskimála í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel en hann var tilnefndur af Spánveijum. í máli Ordonez hefði einnig komið fram að hann hefði í hyggju að boða til fundar utanríkisráðherra EB og Fríverslunarbandalags Evr- ópu, EFTA, til að ræða hugsanlega stjómmálasamvinnu aðildarríkj- anna. Fundina sátu auk utanríkisráð- herra Einar Bendiktsson, sendi- AF ERLENDUM VETTVANGI Mannaskipti í Washington: •• Oryggisráðgjafinn kýs herinn þrátt fyrir gylliboð annarra Economist BRÁTT kemur að því að mannaskipti verða í lykilembættum í Washington, þegar Ronald Reagan kveður og George Bush tekur við sem forseti Bandaríkjanna. Flestir þeirra sem þá láta af störfúm hjá hinu opinbera ætla að reyna fyrir sér á almennum vinnumarkaði. Sá í hópi nánustu sam- starfsmanna forsetans, sem lengst hefur starfað hjá ríkinu, ætlar að halda því áfram. Þar fer Colin Powell, öryggisráð- gjafí forsetans, sem hefúr stöðu undir-hershöfðingja í land- her Bandaríkjanna en verður nú Qögurra-stjörnu hers- höfðingi og tekur við yfirstjórn milljón manna herafla, er hefur það hlutverk að verja meginland Ameríku. jóðhollusta Colins Powells er aðdáunarverð í ljósi þess, hve mikilla tekna hann gæti afl- að sér, ef hann kysi að leita fyr- ir sér á almennum vinnumark- aði. Starfsbræður hans stór- hækka í launum við að hverfa úr opinberri þjónustu en grunn- laun Powells hækka ekki einu sinni, en þau eru 6.041 dollari á mánuði eða 295 þúsund krónur. Flestir telja, að hann gæti að minnsta kosti tífaldað laun sín>- með því að hverfa af launaskrá ríkisins. Vikumar í kringum forseta- skipti í Bandaríkjunum einkenn- ast meðal annars af því að menn væla undan þeim fómum sem þeir færa með því að ráðast til opinberra starfa. Þeir fóma alls ekki mestu, sem taka við háum embættum innan ríkisstjómar- innar. Hinir fómfúsu em þeir, sem halda áfram að gegna slíkum störfum í stað þess að hverfa að öðru. Stússið í kringum frægt fólk í Ameríku færist nú æ meira til Washington og þeirra sem hafíst hafa til æðstu met- orða þar. Þetta fræga fólk er alltaf að fá fleiri tækifæri til að láta á sér bera, svo framarlega sem það er farið úr embættun- um, sem gerði það frægt. Alinn upp í Harlem Colin Powell ólst upp í Harlem og Suður-Bronx í New York, tveimur fátækustu borgarhlutum Bandaríkjanna. Foreldrar hans vom innflytjendur frá Jamaica. í þijátíu ár hefur Powell starfað í þágu bandaríska ríkisins. Hann hefur gegnt mikilvægum embætt- um fyrir þijár ríkisstjórnir og sinnt störfúm sem herforingi í Bandaríkjunum, Kóreu og Vest- ur-Þýskalandi. Powell er blökku- maður — valdamesti blökkumað- urinn í stjóm Reagans og líklegá sá sem almennt hefur komist til æðstu metorða hjá Bandaríkjafor- seta. Þegar litið er á dýrkunina á fræga fólkinu, er þessi staðreynd ekki til þess að minnka athyglina á Powell. í ljósi hinna vinsamlegu reglna sem gilda um eftirlaun í Banda- ríkjaher, er í sjálfu sér undruna- refni að nokkur foringi vilji starfa lengi innan hans. Powell sem er 51 árs gæti farið úr hernum og haldið 75% af núverandi launum sínum. Hann fær 977 þús. kr. hærri laun á ári með því að halda áfram störfum. Há laun í boði Alexander Haig, sem var fyrsti utanríkisráðherra Reagans og ör- yggisráðgjafi Richards Nixons, var orðinn fíögurra-stjömu hers- höfðingi, þegar hann hvarf úr opinberri þjónustu 1979. Þegar Haig reyndi fyrir sér í prófkjöri vegna forsetakosninganna á Colin Powell fráfarandi örygg- isráðgjafi Regans. síðasta ári sagðist hann hafa 63,5 milljónir króna á ári í laun fyrir ráðgjafarstörf. Brent Scowcroft, sem var öryggisráðgjafí Geralds Fords forseta og tekur við sama starfí af Powell, nú hjá Bush, yfírgaf flugherinn sem þriggja- stjömu hershöfðingi. Hann er varaforseti í fyrirtækinu Kissin- ger Asscociates (Kissinger og fé- lagar) sem er ábatasöm ráðgjafa- þjónustu, sem Henry Kissinger fyrrum öryggisráðgjafí og ut- anríkisráðherra rekur. Kissinger er helsta fyrirmynd þeirra sem hafa hug á að hagnast vel á frægðarferli í Washington. Samkvæmt því sem heimildir herma myndu mörg stórfyrirtæki vera fús til að borga Colin Pow- ell að minnsta kosti 25 milljónir króna á ári fyrir að fá hann á launaskrá sína. Væri fullt starf of mikið gæti Powell sest í stjóm- ir ýmissa fyrirtækja. Hann gæti unnið sér inn 5 til 10 milljónir kr. á ári með því einu að sitja í slíkum stjómum. Kissinger fær meira en 20 milljónir kr. á ári fyrir að vera bera titil forstjóra og ráðgjafa hjá Amercian Express. Jafnvel hærri fíárhæðir em í boði hjá fjármála- fyrirtækjunum í Wall Street í New York. David Stockman, sem var fjarlagastjóri Reagans frá 1981 til 1985, sagði af sér til að taka við starfi hjá Salomonon Brot- hers, fjárfestingarbanka, þar sem hann fær 50 milljónir króna í laun á ári. (Stockman fékk tæpar 120 millj. kr. í eigin vasa fyrir að skrifa bók um fjárlagahallann, sem hann skildi eftir sig.) Ræður gegn gjaldi Oliver North, undirofursti, hætti í landgönguliði flotans í maí sl. og hóf að flytja ræður fyrir 25.000 dollara (1,2 milljónir kr.) stykkið. Don Walker hjá skrifstof- unni Harry Walker, sem sérhæfír sig i umboðsmennsku fyrir ræðu- menn leitaði hófanna hjá Powell og segir að hann hefði orðið einn vinsælasti ræðumaður í Banda- ríkjunum og fengið allt að 1 millj- ón kr. fyrir ræðuna. Ef Powell . hefði valið þennan kost hefði hann Oliver North fer 1,2. milljón króna fyrir að flytja eina ræðu slegist í hóp ineð ýmsum fyrrver- andi samstarfsmönnum Reagans eins og Caspar Weinberger, fyrrv. varnarmálaráðherra, Howard Ba- ker, skrifstofustjóra forsetans, og Jeane Kirkpatrick, sem var sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum. Þau hafa um 50 milljónir kr. i árstekjur fyrir að flytja ræður á fundum kaupsýslumanna, hjá verkalýðsfélögum og í háskólum. Bókaútgáfan Harper & Row lenti í nokkrum vandræðum með að standa undir þeim háu höfund- arlaunum, sem hún greiddi David Stockman á sínum tíma. Hefur þetta orðið til þess að draga nokk- uð úr áhuga útgefenda á bókum fyrrverandi embættismanna, þar sem þeir lýsa innviðum stjómkerf- isins og þeim sem þar starfa. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir slíkir sagnamenn haft töluvert upp úr krafsinu. Donald Regan, fýrrum fjármálaráðherra og skrifstofu- stjóri Reagans, græddi 50 milljón- ir kr. á því að segja frá áhuga forsetafrúarinnar á stjömuspám. Weinberger hefur fengið 25 millj- ónir kr. fyrir sína bók. Því miður hafa útgefendur of miklar mætur á Colin Powell til að verðleggja endurminningar hans. „Þessar bækur em því aðeins einhvers virði, að höfundurinn vilji kjafta frá öllu,“ segir Alice Mayhew helsti útgáfustjóri hjá Simon og Schuster. „Það háir honum að hann er vandur að virðingu sinni.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.